Stéttabaráttan - 14.03.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 14.03.1975, Blaðsíða 4
STÉTTABARÁTTAN 3.tbl. 14.3.1975 Viðtal við Huynh-Thai-Son 200 þús. fangar i fangelsum Thieus - Hann var stúdent við háskóla í Saigon en var handtekinn fyrir að berjast fyrir auknum lýðréttindum og sendur í fangelsi á eyjunni Phu- Quoc. Þar var hann í haldi í fjögur ár - en honum var sleppt eftir undir- ritun Parísarsamkomulagsins. Nú heldur hann áfram námi sfnu á frels- uðu svæSunum og stundar nám í kennaraskóla, hann vinnur einnig við kennslu fullorðinna meðfram náminu. Stb: Getur þú lýst fyrir okkur hvern- ig fangelsi Thieu-klfkunnar Huynh: í fangelsum Thieu-klíkunnar í Saigon, Phu-Qouc og Con son eru margir pólitískir fangar. Þeir eru af öllum stéttum og hópum, verka- menn, stúdentar, og jafnvel búdda- prestar. Einnig konur, börn og gamalmenni. Og allir þeir sem eru fangelsaðir fá mjög slæma meðferð - þetta bitnar sérstaklega á kven- fólkinu. Við handtökuna og yfir- heyrslur eru pðlitískir fangar barðir stöðugt og í fangelsunum verða þeir fyrir bæði líkamlegum og andlegum pyntingum. Verðirnir koma í klefana á hverjum degi til þess að berja á föngunum og þeir koma jafnvel stundum á nótt- unni, allt að þvíþrisvar á sólarhring. Þessar barsmíðar eiga sér engar forsendur. Matur er af skornum skammti - hungur hrjáir fangana og það ástand varir allan tímann sem menn eru í fangelsinu. Föt eru einnig sjaldséð og fangar eru mjög illa til reika - aðallega eru það gömul hermannaföt frá Saigon-hern- um sem við fáum. Við veikindi fá fangarnir engin lyf - og ef við förum fram á að fá lyf er ráðist á okkur og við barðir harkalega. Þetta kemur sérstaklega hart niður á þeim sem eru í einangrunarklefunum - og pyntingarklefunum, sem eru hafð- ir hálfir af vatni. Eftir undirritun Parísarsamkomu- lagsins var nokkur fjöldi fanga leyst- ur úr haldi. En þrátt fyrir það hef- ur fjöldi fanganna í fangelsum Saigon- stjórnarinnar aukist síðan þá - eftir því sem ég best veit eru um 200.000 fangar enn í haldi. Prá þvf að 1 Parísarsamkomulagið var gert hefur ' Saigon-stjðrnin fangelsað mörg þús- und pólitíska fanga, sérstaklega meðal menntamannanna. Og með- ferðin er eins og áður, ekkert hefur breyst í því tilliti. Stb: Baráttan fyrir frelsun fanganna er þvf málol ú sem viðkemur öllum framfarasinnuðum öflum í heiminum og hvað okkur viðkemur munum við í blaði okkar og öllu starfi berj ast fyrir þessu máli. Huynh: Ég vil þakka öllum þeim, sem fja baráttu okkar fyrir frelsun fanganna stuðning. -/hh Halakleprar atvinnurekenda unnu Einingarkosningarnar Helgina 9. -10. febrúar fóru fram kosningar í verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri. Tveir listar voru í kjöri; listi Jóns Helgasonar og ann- ara halaklepra auðvaldsins í verka- lýðshreyfingunni og listi Jóns As- geirssonar og annarra sem sýnt hafa tilburði f þá átt að minnka vald ASl- toppanna. A kjörskrá voru 1800 manns og kusu 1149, sem verður að teljast mjög góð kosningaþátttaka. A-listinn (Jón Helgason) hlaut 795 atkv. , en B-listinn (Jón Asgeirss.) 345 atkv. Mikill hiti var í kosningabaráttunni og gerðist margt sögulegt í henni. M. a. rægði Jón Helgason akureyrska prent- ara ómaklega og sagði setjara einn hafa borið sök á því, að viðtal við hann birtist eitthvað brenglað og breytt. í Alþýðumanninum (útg. af Alþ. fl.). Staðreyndin var aftur á moti sú, að sökin var ritstjórans en ekki setjarans, en einmitt svona smá- atriði sýna okkur hvers konar bar- áttuaðferðum kratarnir beittu. Jón Helgason þorði ekki að ráðast beint á ritstjórann, heldur réðist hann harka- lega gegn setjaranum. Jón Asgeirsson og hans menn hafa sýnt jákvæða tilburði í þá átt að af- hjúpa svikastefnu ASl-forystunnar og barist fyrir þvf að fá samningsréttinn hingað norður. Að vísu ganga þeir B-listamenn alls ekki nógu langt, en þetta er barátta sem stefnir í rétta átt. Þetta er barátta fyrir því að færa samningsréttinn hingað norður í hendur verkafólksins og að verkafólk fái yfirráð lífeyrissjóða sinna. Og alla slfka framfaraviðleitni ber okkur kommúnistum að styðja, gefa aukið inntak og reyna að leiða hana út í bar- áttu fyrir virku lýðræði, þar sem ákvarðanir eru milliliðalaust teknar af verkafólkinu sjálfu. Astæðan fyrir sigri Jóns Helgasonar og fylgifiska hans er tvíþætt. Fyrst og fremst er þar um að kenna lélegri stéttarvitund verkalýðsins og hins vegar studdi atvinnurekendavaldið með KEA f farabroddi framboð Jóns Helgasonar með ráðum og dáðum. Það er verkefni kommúnista og stuðningsmanna þeirra að afhjúpa svikastefnu Einingarforystunnar og annarra af sama sauðahúsi. USA og Saigon FRH. AF FORSlÐU Afstaðan til lífeyrissjóðanna er daemi- gerð fyrir þessa kratabrodda. Þar starfa þeir hreinlega gegn verkafólki við hliðina á atvinnurekendum; berj- ast gegn þvf að verkafólk fái yfirráð yfir sínum eigin fjármunum í lífeyris- sjóðunum. A norðurlandi er sterk hreyfing sem berst fyrir þvf að verka- fólk fái yfirráðin í sínar hendur. A Sauðárkrðki var t. d. fyrir síðustu formannaráðstefnu Alþýðusambands noðurlands (AN) samþykkt að krefjast þess, að full yfirráð verkafólks yfir sjððunum yrði alger krafa í samning- unum, sem þar fylgdu á eftir. En svo gerðist það, að bitlingasafnar- inn og stéttsvikarinn Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, greiddi atkvæði gegn þessari kröfu á formannaráðstefnu AN. Og nýjasta dæmið um ðlýðræðisleg vinnubrögð Jóns Karlssonar gerðist þegar bæði ASf og Alþýðusamband norðurlands sendu bréf til verkalýðs- félagsins á Sauðárkróki og óskuðu eftir samningsumboði. Bréfið frá ASÍ var lesið upp og samþykkt. Bréf- ið frá AN var aldrei lesið upp - því var hreinlega "týnt". Þetta er starfsstíll stéttsvikaranna í verkalýðshreyfingunni. Það eru menn eins og Jón Helgason á Akureyri, Jón Karlsson á Sauðárkróki og Eðvarð Sigurðsson í Reykjavík og stefnu þeirra, sem kommúnistar og aðrir heiðarlegir verkalýðssinnar þurfa að berjast gegn, og þá með stuðningi allra þeirra, sem berjast fyrir auknu lýðræði í verkalýðshreyf- ingunni. tlrslitin sýna okkur hve stéttarþroski verkalýðsins er lítill og ættu því að vera hvatning til kommúnista og stuðningsmanna þeirra að efla enn frekar starf sitt. Verkafðlk er það afl sem að lokum mun steypa íslenska auðvaldsþjððfél- aginu og það er verkefni kommúnista að leiða þessa baráttu til sigurs. Til að slík barátta geti orðið sigursæl þurfum við að byggja upp kommúnista- flokk á ný í landinu, sem yrði fram- varðarsveit verkafólks f allri þjóðfél- agsbaráttunni. -/GM Stb: Hver er staða verkalýðsfélag- anna á Saigon-svæðinu ? Tran: Verkalýðsfélögunum er stjðrn- að af Saigon-stjðrninni. Sérstaklega á þetta við Samband verkalýðsfélag- anna, því er stjðrnað af útsendara CIA, bandarísku leyniþjónustunni. En verkalýðurinn berst fyrir bættum kjörum - bættri vinnuaðstöðu, gegn verðbólgu og afleiðingum efnahags- kreppunnar. Einnig berst hann við hlið menntamannanna og stúdentanna fyrir því að steypa Thieu og fyrir því að koma á fót rfkisstjórn sem vinnur að friði og er reiðubúin að virða Parísarsamkomulagið. Stb: Þú sagðir okkur frá því í gær- kveldi á fundi Víetnam-nefndarinnar að Yfirherstjórn Saigon-hersins hafi gefið út skipun um að allir lið- hlaupar frá hernum geti nú snúið til baka án þess að eiga á hættu að þeim verði refsað - er þetta ekki merki þess að Saigon-herinn sé að hrynja saman ? Tran: Jafnvel Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj anna hefur viðurkennt að baráttuþrek Saigon-hersins sé mjög lftið og að það séu mjög margir lið- hlaupar. Margir liðhlaupanna koma til frelsuðu svæðanna þar sem þeir fá sinn eiginn landarskika til þess að geta reist sér bú og lifað frið- sömu lífi á sama hátt og aðrir íbúar frelsuðu svæðanna. Það er þetta mikla liðhlaup sem neyðir yfirher- stjórn Saigon-hersins til að gefa út þessa tilskipun um að þeim sé frjálst að snúa aftur - en ég held að þeir vilji ekki fara aftur í Saigon-herinn. Stb: Nýlega höfum við heyrt í frétt- um, að Þjððfrelsisherinn hafi tekið borgina Phuoc Bihn af Saigon-hern- um. Samkvæmt sömu fréttum var þessi borg ekki á yfirráðasvæði BBS þegar Parísarsamkomulagið var undirritað. Táknar þetta að Þjóð- frelsisherinn hafi hafið sðkn inn á þau svæði sem Saigon-stjórnin ræð- ur? Tran: A sama tíma og Saigon-her- inn gerir daglegar árásir gegn frelsuðu svæðunum hefur BBS fylgt Parísarsáttmálanum í öllum atrið- um og fylgt stefnu friðar og þjðð- legra sátta. BBS hefur einnig marg- sinnis lagt fram tillögur um lausn vandamálanna, en þeim hefur öllum verið hafnað af USA og Saigon. 15. október 1973 gaf yfirherstjórn Þjðð- frelsishersins út skipun um að svara skyldi öllum árásum Saigon- hersins. Og við svörum ekkl aðeins þessum árásum - við ráðumst á ó- vininn á þeim stöðum þar sem hann undirbýr og stjðrnar árásunum. Það er af þessum orsökum sem Þjóðfrelsisherinn gerir nú gagnárás- , ir gegn öllum hernaðaraðgerðum Thieu-klíkunnar og við gerum einnig árásir á þær herbækistöðvar sem Saigon-herinn notar til árása á frelsuðu svæðin. Það er af þessum orsökum sem barist er í Suður- Víetnam. Þetta þýðir að Þjððfrels- isherinn ver frelsuðu svæðin og al- þýðuna þar. Einnig að herinn hegn- ir þeim rækilega sem brjðta París- arsamkomulagið - til þess að verja samkomulagið. Stb: Okkur leikur forvitni á að vita hvað hæft er í þeim fréttum sem fréttamiðlar auðvaldsins hafa birt að undanförnu um það að Þjððfrels- isherinn hafi notað skriðdreka þeg- ar hann hrakti Saigon-herinn frá Phuoc Bihn. Tran: Varðandi skriðdrekana - þá er það aðeins árðður af hálfu USA og Saigon til þess að reyna að afsaka ðsigur sinn og einnig til þess að undirstrika kröfuna um aukna hern- aðaraðstoð við Thieu. Stb: Geturðu skýrt okkur nánar frá ástandinu á þvf svæði sem Saigon- stjórnin ræður ? Tran: Svæðið sem Saigon ræður er um 1/5 hluti alls landsins og þar búa um 8 milljðnir manns, eða um helm- ingur fbúa Suður-Vfetnam. Auk Saigon, sem hefur um 3 milljónir í- búa, eru nokkrar borgir og sam- göngumiðstöðvar á yfirráðasvæði Saigon-stjórnarinnar. A þessu svæði ríkir mikil ógnarstjórn. Þar eru meir en 300 afgirtar búðir þar sem um það bil ein og hálf milljðn manns er í haldi - þ. e. fólkið sem er tekið höndumís.k. friðunaraðgerðum Saigon-hersins. Eins og fram hefur komið í vestræn- um fjölmiðlum hafa geysilegar mót- mælaaðgerðir verið að undanförnu á Saigon-svæðinu. Kaþðlikkar, búdda- trúarmenn, menntamenn og stúdent- ar hafa mótmælt kúguninni og skort- inum á lýðréttindum. Einnig hafa kaþólikkar fordæmt spillinguna í stjórninni sem nær allt til Thieus sjálfs. Fólk, sem vanna áður fyrir Saigon-stjðrnina, hefur nú snúist gegn henni í stórum stíl - og 28. jan. s.l. sagði háttsettur hershöfð- ingi í Saigon-hernum, að stjórn Thieus væri ekkert annað en kúgun- arstjórn. Af þessu sjáum við að það er sfvaxandi hreyfing á SaigoH-svæð- inu sem berst fyrir friði, lýðréttind- um og sameiningu þjððarinnar. -/hh óaiúai áö Reitur til áskriftarmerkingar. Starfið í Neskaupstað Nú í vetur hefur verið starfandi stuðningshópur KSML hér í Neskaup- stað. Við höfum farið f gegnum grundvallarnámshring samtakanna í hinum vísindalega sósíalisma og fundið þar þau vopn er duga munu í stéttabaráttunni. Jtéttabaráttuna, málgagn KSML, höfum við selt og fengið góðar við- tökur. Virðist stefna samtakanna fá stöðugt meiri hljómgrunn meðal verkalýðsstéttarinnar eftir þvf sem kreppa auðvaldsins vex og yfirburð- ir sósíalismans koma sífellt betur í ljós, jafnframt því sem samtökin sjálf vinna bug a ýmsum "barna- sjúkdómum", sem þau hafa hrjáð frá upphafi. Hópurinn hér hefur f hyggju að halda almennan kynningarfund um KSML á næstunni og jafnframt erum við að íhuga og undirbúa aðgerðir 1. maí á alþjóðadegi verkalýðsins. I upphafi starfsins í haust var í lauslegum tengslum við okkur annar hðpur sem ætlaði að stunda nám í fræðum vísindalega sósíalismans, þó hann tæki ekki afstöðu fyrir KSML. Sá hópur leystist hins vegar upp, m.a. vegna þess að hluti hans stundaði neyslu hass og annars kon- ar ðreglu og er það fðlk algjör- leg óviðkomandi KSML. Hins vegar hefur það spillt áliti samtakanna hér, þar sem andstæð- ingar okkar reyna óspart að tengja slúðursögur um hassneyslu og drykkjuskap við Kommúnistasamtök- in. Þess vegna er nauðsynlegt að taka fram, að notkun slíkra fíkniefna er algjörlega andstæð stefnu komm- únista og samtökin berjast harðlega gegn notkun þeirra utan jafnt sem innan samtakanna. Astæðan fyrir því er, að notkun þessara efna leiðir til félagslegrar eyðileggingar og kapítalistarnir nota þessi efni (þar á meðal bæði áfengi og hass) til að halda niðri óánægju og eyðileggja andstöðu verkalýðsins og annarra gegn auðvaldinu, jafnframt því sem þeir græða á framleiðslu og sölu þessa eiturs. En baráttan gegn auðvaldsþjóðfélag- inu og fyrir sósíalismanum verður einungis háð á árangursríkan hátt eftir leiðum stéttabaráttunnar og þar er sterkur kommúnfskur flokkur sterkasta vopnið í höndum verkalýðs- stéttarinnar. Því skorum við á alla auðvaldsandstæðingar að fylkja sér um KSML, taka þátt í námsstarfinu og útbreiða stefnu samtakanna. Stuðningsdeild KSML í Neskaupstað Ritstjórn STÉTTABARATTUNNAR skorar á áskrifendur að greiða áskriftur við fyrsta tækifæri þegar rukkanir berast til þeirra. Enn eru nokkrir sem hafa ekki greitt fyrir s. 1. ár - nú fer hver að verða síðastur ef þeir vilja halda áskrift- inni áfram. Askriftargjöld eru sem hér segir: Venjuleg áskrift : 600 kr. Stuðningsáskrift : 800 - Baráttuáskrift : 1000 - Krepputeikn Nýlega var upptekið bðnuskerfi í Skinnaverksmiðjunni Iðunni á Akur- eyri. __ Það er þannig að verkafólkið fær bðnusinn ekki greiddan nema það geti gengið frá 60 gærum á klst, þ.e. einni á mínúfu. Vélarnar eru mismunandi og störfin einnig, þann- ig að þetta kemur ákaflega ðjafnt niður á verkafólkinu. Þetta kerfi var þvingað í gegn þrátt fyrir andstöðu verkafðlksins í verk- smiðjunni undir því yfirskini að þetta væri "til reynslu". Atburðir sem þessir munu verða daglegt brauð næstu mánuðina og ár- in nú þegar auðvaldskreppan ristir dýpra og dýpra. Allt er gert til að fá verkafðlkið til að skila sem mestri framleiðslu fyrir sem minnst laun. Ef kauplækkunarleiðin er ekki valin, þá er farið aftan að verka fðlki eins og gert er í Iðunni. Ög við skulum gera okkur fulla grein fyrir þvf að eftir því sem kreppan nær meiri heljartökum á auðvalds- heiminu, þá verður gripið til enn róttækari aðgerða gegn verkafðlki, en þetta dæmi úr Iðunni sýnir. Þá verður verkafðlkinu vísað út á gadd- inn. Þegar auðvaldið hættir að græða á verkafólkinu er það hrein- lega rekið. I Iðunni stðð verkafólkið ekki nógu vel saman, sennilega vegna þess að atvinnurekendum tókst að sundra því með því að gefa sumum möguleika á að þéna vel en öðrum ekki. Hávær- ar raddir eru þó meðal verkafólksins um að afnema bónuskerfið og krefj - ast þess í stað beinnar kauphækkun- ar. Þar gildir það sama og f allri kjarabaráttu, verkafólk verður að skynja það að árangur næst ekki f kjarabaráttunni nema það standi sam- an allir sem einn gegn atvinnurek- endavaldinu. En jafnframt því verð- ur verkafólk að tengja almenna kjarabaráttu við baráttuna fyrir því að verkalýðurinn fái yfirráð yfir framleiðslu sinni, þeim verðmætum sem hann skapar sjálfur f þjððfélag- inu sem heild, annars er allur ár- angur kjarabaráttu fallvaltur og at- vinnurekendur geta gert hann að engu sem þeir og gera stöðugt. -/GM FRAMHALD AF SfÐU 3. LÝÐRÆÐI BORGARASTÉTTARINNAR. son dagskrárstjðri haldi þvf fram að svo sé, að þessi blöð voru stöðvuð en ekki blöð eins og t. d. Dagur á Akureyri eða Þjóðmál. Mál þetta er ekki til lykta leitt, á næstunni munu þau samtök sem hlut eiga að máli hefja aðgerðir gegn þessum lögbrotum útvarpsstjóra. -/hh NU STEFNIR HUN UPP! u. »1K«MRKIÐ wiooX; /IUKNING * ARSL0K ! um. ' (ts.'mxa.'ui. iu'ai TZ i ««.' K».' ÍGÚ.1 UP. ' OKT. ' NÓV. ' mrr ' u Enn fjölgar áskrifendunum - og nú hefur hraðinn auk- ist. Frá þvf f miðjum síð- asta mánuði fram til 10. mars hefur áskrifendum fjölgað um 7,9% og er þvf • heildarfjölgunin orðin 15,6%. Nu stefnir f rétta átt og við viljum hvetja alla velunnara og stuðn- ingsmenn Stéttabaráttunn- ar að herða enn rððurinn og láta rauðu línuna stíga enn hraðar. Brotna ská- lína sýnir aukninguna á síðasta ári - en þá náðum við 60% aukningu. Við' minnum á það að aukning áskrifenda er liður f þvf að gera blaðinu kleift að ráða sér starfsmann - sem þýðir mikla breytingu við vinnslu blaðsins. GERISTASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.