Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! K.A. smiðjurnar a Selfossi TIL ERU VERKAMENN... Self. 18/4. Ekki hefur farið fram hjá neinum undanfarna daga, að verkamenn f kaupfélagssmiðjunum á Selfossi hafa átt í harðvítugum skær- um við kaupfélagsstjóra KA. Svo hafa þær vakið samúð og umræður með öllum verkalýð þessa lands. 1 eftirfarandi grein ætlum við að svara nokkrum spurningum varðandi eðli málsins. Hver eru tildrög og þróun þess ?, hvers vegna hljóta verkfallsmenn svo víðtækan stuðning sem raun reynir ? og hvert er mikil- vægi baráttu þeirra fyrir verkalýðsstéttina? Hvers vegna verkfall ?, Fyrir tæpum níu árum var núverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Arnes- inga ráðinn til þess sérstaklega að forða því frá gjaldþroti, sem þá blasti við. Aðferðir þær sem hann beitti þá til að ná þessu marki, voru mjög dæmigerðar fyrir ófyrirleitna auðherra, sem ekki hugsa um ahn- að en sfaukna gróðasöfnun^ en láta rétt verkafólksins sig engu skipta. Rúm átta ár eru liðin, en vinnubrögð kaupfélagsstjórans hafa í engu breyst - þótt allt annað en gjaldþrot blasi. við. Enn rekur hann menn og ræður án þess að spyrja nokkurn, hvorki menn né lög. Enn gengur hann á það lag, sem honum var gefið eftir í upphafl starfsferils síns, gengur eins langt á rétt verkamanna og hon- um er framast fært, svo sem fjölda- margir smá-árekstrar milli hans og verkáfðlks hjá KA bera vott um. Uppsögn Kolbeins Guðnasonar, bif- vélavirkja, er í sjálfu sér ekki merkilegri en önnur slík mál í tíð kaupfélagsstjórans núverandi (svo ekki sé minnst á forvera hans). En hún kom í kjölfar einhliða og ólög- legrar árásar kaupfélagsstjórans á kjör verkamanna á verksfæðum KA - árásar, sem Kolbeinn hafði mót- mælt og verið rekinn fyrir. Þannig var mælirinn fullur og vel það 3. apríl s.l. Eftir að kröfu verkstæðismanna um að uppsögn Kolbeins yrði dregin til baka, enda ólögleg hvernig sem á hana er litið, hafði verið synjað, lögðu þeir allir niður.vinnu sem einn, um það bil 60 manns. Fljótlega kom í ljós, að kaupfélags- stjórinn ætlaði ekki að gefa eftir. Menn gerðu sér grein fyrir að fram- undan gæti orðið löng og ströng bar- átta. Verkstæðismennirnir komu sér saman um, að héppilegra væri að haga baráttunni þannig, að ein- göngu væri lögð niður vihna á vinnu- stað Kolbeins. Þetta var gert og tóku trésmiðir og yfirbyggingamenn aftur til starfa skömmu síðar. Jafn- framt lýstu þeir sig tilbúna til að hefja verkfall jafnskjótt og baráttan harðnaði og aðgerða þeirra væri þörf. Hátt á þriðja tug járniðnaðar- manna, rafvirkja, bifvélavirkja og ófaglærðra verkamarina heyja því nú (þegar þetta er skrifað) baráttuna gegn ólöglegri uppsögn Kolbeins Guðnasonar. Samstaðan mikilvægust Þegar f upphafi lögðu verkstæðis- mennirnir með trúnaðarmenn sína í fararbroddi alla áherslu á samstöð- una. Til eru alltof mörg dæmi þess í sögu íslensku verkalýðshréyfingar- innar, að skæruverkföll af svipuðu tagi hafa mistekist einmitt vegna 6- einingar í liði verkfallsmanna. Þelf lögðu strax í upphafi áherslu á að enginn skoraðist undan, svo verk- fallið heppnaðist. Hingað til hafa þeir komið saman daglega alla virka daga vikunnar til að ræða málin, semja yfirlýsingar, fréttatilkynning- ar o.þ. h. Allar aðgerðir þeirra ein- kennast af reglunni allir sem einn. Þessi regla er meðal annars fólgin í því, að verkfallsmenn forðast að gefa yfirlýsingar hver um sig f sínu horni, heldur reyna þeir að sjá svo um, að allar fréttir frá verkfalls- mönnum sjálfum, verðí látnar sam- eiginlega í té. Þetta hefur reynst eiga rétt á sér, svo sem vaíásamur fréttaburður Vísis og Morgunblaðs- ins ber með sér. Mikilvægt er einnig, að engar líkur eru til, að hægt verði að brjóta verk- fallið. Verkstjórar og lærlingar verkstæðisins standa með vinnufélög- um sínum, þótt þeir geti ekkl stöðu sinnar vegna lagt niður vinnu. FRAMH. A BAKSfÐU. Fyrir hvem starfar 9 manna nef ndin Skömmu fyrir páska var gert samkomulag um láglaunabætur. Undir sam- komulagið skrifaði svokölluð 9 manna nefnd ASÍ og samninganefnd VSl. Þetta samkomulag hefur verið mjög gagnrýnt, bæði af mörgum verkalýðsfélögum og eins af vinstrisinnuðum samtökum. Þessari grein er ætlað að varpa nokkru ljósi á hvað það er sem raunverulega stendur á bak við þessa svik- samlegu samninga. Það sem ASÍ-forystan hefur sagt vera markmið með kjarabaráttunni nú er að endurheimta þær kjarabætur sem febrúarsamnlngarnir 1974 hljóðuðu upp á. En það er langt frá því að láglaunabæturnar geri það. A meðan verðlag hefur hækkað um 70% frá því I ágúst hafa laun sáralítið hækkað. Það er því ekki hægt að segja annað en að samkomulag ASÍ og VSI um láglaunabætur, sem á engan hátt ná feb. samningunum, séu bein svik við verkalýðshreyfing- una. En hvernig má það vera að jafn augljós svik geta komist I gegn jafn snuðrulftið og þetta samkomulag, hvernlg er þetta skipulagt af VSÍ og ASI? Snorri Jónsson, ASl, og Jón H. Bergs, VSI, skála fyrir stéttasamvinnunnl. Astæðan fyrir því að þessi staða kemur upp er í fyrsta lagi sú að verkalýðsforystan hefur gengið í lið með borgurunum, henni er mútað á ótal vegu bæði beint og óbeint, þeir hafa margföld vefkamannalaun í gegnum launaðar stöður í nefhdum og ráðum ríkisvaldsins. 1 öðru lagi hefur þeim tekist að koma sér upp sérstöku kerfi til að stunda samvinnu sína við auðvaldið og er 9 manna nefndingott dæmi um það. Þannlg var búið bak við tjöldin að á- kveða láglaunabæturnar. Vandamál- ið var aðeins að koma þeim í gegn og fá þær samþykktar í félögunum. Til þess kom ASl forystan á 9 manna samninganefndinni, sem var skipuð hálaunuðum tryggum fylgjendum stéttasamvinnunnar. Þetta var fyrsta skrefið. Nú var mikilvægt að engin snuðra hlypi á þráðinn. Það kom sér því mjög illa fyrir ASl-for- ystuna þegar BSRB hélt stórfund í Háskólabíól, þar sem meðal annars var rætt um nauðsyn verkfallsréttar . til að fylgja fram kröfum BSRB um kjarabætur. Þetta kom sér mjög Hla fyrir ASl-forystuna, sem áður hafði verið búin að heita atvinnurek- endum því að 9 manna nefndinni tæk- ist að kæfa allar raddir um raun- verulegar kjarabætur. Enda brást forystan nú hart við og lýsti fund BSRB sem tilræði við verkalýðs- hreyfinguna, nú þegar samningar stæðu yfir. Til þess að gera þetta enn áhrifa- meira fór nú öll borgarapressan af stað, allt frá Þjóðviljanum til Mogg- ans og þetta tiltæki BSRB harðlega fordæmt. Fyrir ASl-forystuna var þetta hættulegt fordæmi og í beinni FRAMVÓRDUR 1975 :r alþjóðlegur barátludagur sstéttarinnar. Saga verka- og barátta hans fyrir skipu- i og þjóðfélagsvöldum er ná- issum degi. Allt frá þcim ti'ma, er breskir verkamenn fylktu liði i'vrsta sunnudag maímánaðar og ir II. alþjóðasaroband verka- skipúlagði verkfall og að- lánn 1. maí 1890 til að bcrj- r 8 stunda vinnudegi, og í'ram til dagsins ídag, er hundruð milljóna verkamanna og vinnandi al- þýðu l'ylkja sér undir fána sósíalfsku bvllingarinnar, hefur 1. maf verið vettvangur hinnar alþjóðlegu baráttu verkalýðsins gegn arðránsskipulagi kapitalismans og fyrir þjóðfélags- legfl valdatöku verkalýðsins. 1. maf er vettvangur fyrir hina vold- ugu samfylkingu verkalýðsins gcgn auðyaldinu - fyrir þá skipulagningu og baráttureynslu, sem saga hinnar ;ilþjóðiegu vcrkalýðshreyfingar hcl'ur að geyma. 1. maí er einnig vettvangur fyrir þá skipulagningu og sameiningu stétlar- innar, setíi hún þarfnast f varnar- barattu sinni gcgn árásum auðvalds- ins á kjör hans og li'fshagsmuni. 1. maí er cnnfremur vettvangur fvr- ir baráttu verkalýðsstéttarinnar að fylkja allri vinnandi alþýðu að baki sér í baráttunni fyrir sósíalismanum og fyrir bandalagi verkalýðsins cig alþýðu kúguðu þjóðanna. RAUÐUR FRAMVORÐUR er skipu- - lagnlnj fylkja scr undir tana kommunismans á íslandi ídag. RAUÐUR FRAM- VÖRÐUR cr skipulagning allra þeirra sem berjasl gegn svikum verkalýðs- forystunnar, gegn stéttasamvinnu - fyrir sjálfstæðri skipulagningu verka- lýðsins f kjarabaráttunni. RAUDUlí FRAMVÖRÐUR er skipulagning allra FRAMII. A BLS. 2. Aðgerðir Rauðs Framvarðar f Reykjavfk, verða scm hér segir: safnast verður sáman klul<kan 13. 30 við lllcmm. Klukkan 14. 00 - 14.1 5, vérður tagt af slað og gengið niður Laugavcg að Þórshamri, þar sem verður úti- fundur. A fundlnúm vcrða ræðuf og skemmfJatfiðF, A eftir verður irini- l'undur og kaffivcitingar. NáiKÍi' auglý'st f úlvarpi o\' ¦¦¦'•s/i.-..iii.-if..n. inn. Það leit þannig út sem 9 manna nefndin ætti í harðri baráttu bæði við VSI og ríkisstjórnina og tíminn kom- inn að birta samkomulagið. andstöðu við starfsaðferðlr ; og áætl- anir þeirra. Þetta gat verið hættu- legt fyrir baktjaldamakk þeirra. Það varð því að knýja enn frekar á um til að koma svikasamningunum í gegn, sem voru að mestu leyti þá þegar tilbúnir. Björn Jónsson, forseti ASl, lýsti þvf yfir, að það væri engin leið að"ætl- ast til þess, að hægt væri að fá allar kjarabæturnar í einu. Og þetta var græna ljósið, sem rfkisstjórnin beið eftir og bauð'hún nú fram láglauna- bætur af alkúnnri rausn. En auð- vitað gat ASl ekki þegið þetta boð og ekki heldur tilboð VSI. Nú mátti öllum vera ljóst, hvert stefndi, hvað raunverulega var búið að undirbúa af hálfu ASl og VSI. En nú var undirbúningurinn lfka fullkom- I rauninni var samkomulagið alveg það sama og tilboð VSl og rfkisstjórn- arinnar, aðeins nokkrum krónum hærra og nú var fullyrt að ekki hefði verið möguleiki á að fá hærri bætur. Nú fór blaðapressan aftur af stað og ASl-topparnir lýstu hátfðlega yfir, að þetta væru bestu samningar sem hægt hefði verið að ná og skoruðu á félögin að samþykkja þá. Þessi margreynda aðferð ASl-forystunnar hefði tekist fullkomlega ef samkomu- lagið hefði ekki verið fellt f Vest- mannaeyjum og á Vopnafirði. FRAMH. A BLS. 2. FRELSUN KAI :<• i Eftir fimm ára og eins mánaðar mannskæða styrjöld, hefur frelsis- her kambódsfsku alþýðunnar tekist að sigra leppa bandarísku heims- valdastefnunnar. Forsendan fyrir sigri Þjóðfrelsisíylkingar Kambódfu yfir margfalt betur vopnuðum lepp- her Bandarfkjanna, er að alþýða Kambódíu hefur fylkt sér bak við Þjóðfrelsisherinn. Kúgaðir smá- bændur og verkamenn mynda þann kjarna þjóðlegu aflanna, sem eru að velta gjörspilltri valdaklfku Lon Lons úr sessi. Framtíð alþýðu Kambódíu er björt, þrátt fyrir ægi- legar afleiðingar styrjaldarinnar, vegna þess að undir kúgunarhæli Bandarfkjanna og leppstjórnarinnar hefði alþýðan aðeins átt framtíð þrælsins, hins undirokaða og svelt- andi lýðs. Kommúnistasamtökin senda Þjóð- ^^írelsisfylkingunnl kveðjur í til- efni af þessum mikla sigri. :ullur sf uðningur við Þjódfrelsis hreyfinguna í Sudur Váetnam póstgíró 14500 Víetnamnefnciin á Islandi Munið Vfetnamsöfnunina

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.