Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 2
STÉTTABARATTAN 4. tbl. 25.4. 1975 Leiðarinn er á ábyrgð miðstjórnar. STÉTTABARATTAN 4. tbl. 4. árg 25. apríl 1975. tJtg. Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavík Sími: 27 810 Ritstj. og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal Sovétríkin eru heimsvaldaríki Ein þeirra spurninga, sem hafa ver- ið deiluefni innan vinstri-hreyfingar- innar á Islandi, er afstaðan til Sovét- ríkjanna og þróunar þeirra eftir síð- ari heimsstyrjöld. Heiðarlegir stuðningsmenn verkalýðshreyfingar- iimar hafa átt erfitt með að kyngja þeirri breytingu sem orðið hefur á afstöðu Sovétrflcjanna bæði í innan- ríkis- og útanrfldsmálefnum. Sovét- ríkin sem í eina tíð voru bakland heimsbyltingarinnar og forysta frelsis- og byltingarafla hvarvetna í heiminum nutu óskipts stuðnings verkalýðssinna og hetjuleg barátta þeirra gegn blóðherjum þýska nas- ismans naut samúðar og aðdáunar allrar alþýðu. En hvernig gat þetta fyrrum forystuland verkalýðsstéttar- innar lagt herfjötra á Tékkóslóvakíu ? Hvernig stendur á þv£ að Sovétríkin standa í dag á bak við frelsisskerð- ingu smárikja eins og A-Pakistan og Sikkim ? Hvernig gátu Sovétrflún veitt fasískri stjórn Lon Nol-klík- unnar í Kambódíu stuðning sinn gegn þjóðfrelsisöflunum ? Hvernig gátu Sovétríkin sent skriðdreka sína gegn pólskum verkalýð í ágúst 1971, þegar hann snerist til baráttu gegn hækkuðu verðlagi og lækkuðum launum ? Spurningarnar eru fleiri og hljóta að leita á sérhvern þann, sem* veltir heimsmálum fyrir sér af einhverri alvöru. Röksemdir eins og að þetta séu bara "rússagrýlur" Mörgunblaðs- ins breyta ekki þeim staðreyndum, sem fram eru taldar hér að ofan. Þeir sem verja glæpaverk sovésku sósíalheimsvaldasinnanna í nafni sósíalismans, eru einungis að vinna málstað verkalýðsstéttarinnar mein og auðvelda afturhaldsöflunum að ráðast gegn verkalýðsbyltingunni, Lygar afturhaldsins um þróun Sovét- ríkjanna á tfmum kreppunnar miklu voru vissulega "rússagrýla". Þann- ig var því einnig farið um ásakanir Mogga-afturhaldsins í garð Sovét- ríkjanna á tfmum finnska vetrar- strfðsins. Lygarnar um árásarfyrir- ætlanir Sovétríkj anna gagnvart Evr- ópu, strax að lokinni síðari heims- styrjöldinni voru líka "rússagrýla". Ekki vegna þess að rétt væri að verja Sovétríkin blint og án gagnrýni, heldur vegna þess, að þessar lygar voru liður í hugmyndafræðilegum undirbúningi að árás bandarísku hernaðarbandalaganna gegn herbúð- um sósfalismans. Aðgerðir Sovét- ríkjanna í dag eru óverjandi og hver sá, sem raunverulega berst fyrir frelsi og byltingu, hlýtur að taka einarða afstöðu gegn kúgunaraðgerð- um og arðránsfjötrum Sovétrfkjanna á A-Evrópu, löndum þriðja heims- ins og sfyrjaldarógnum þeirra í garð Kína og Albaníu. Sovétríkin eru ekki sósfalfsk riki, heldur heimsvaldarfki Við valdarán Krúsjeffs-klíkunnar . 1956 var sósíalísku uppbyggingunni hafnað og utanríkispólitíkinni breytt. Hin sósíalíska uppbygging var nú kölluð vitfirring og mistök og utan- ríkisstefna Sovétríkjanna á dögum Stalíns var kölluð harðstjórn og ór- ar hugsjúks einstaklings. Breyting- in, sem hlaut lof alls auðvalds- heimsins, fólst í endurreisn kapit- alismans í Sovétríkjunum og árásar- gjarnri heimsvaldastefnu í utanríkis- málum. Þeir sem halda því fram að þessi breyting hafi ekki átt sér stað, ættu að hugleiða orð Leníns, dæmið mennina eftir gerðum þeirra en ekki eftir orðum þeirra. Þeir ættu líka að hugleiða að slík breyt- ing í hinni alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingu er ekkert einsdæmi. Leið- togar H. alþjóðasambandsins sner- ust einnig frá marxismanum og gerðust handbendi heimsauðvalds- ins. Saga krataflokkanna í Evrópu er talandi dæmi um breytingu verka- lýðsflokka í borgaralega flokka, sem stjórnað er af mútþegum og þjónum auðvaldsins í heimalandi þeirra. Breytingin sem hefur átt' sér stað f Sovétríkjunum er sama eðlis, hér er aðeins stigsmunur á. Nútíma endurskoðunarstefnan í Kreml er ekki einungis flokkur sem snýr frá marxismanum-lenínismanum, held- ur heilt ríki sem yfirgefur sósíal- simann og alræði öreigastéttarinnar og endurreisir völd auðvaldsins og alræði heimsvaldasinnaðrar borgara- stéttar. Þess vegna eru varnir fyr- ir glæpaverk sósíalheimsvaldastefn- imnar andstæðar málstað verkalýðs- ins og þjóna heimsauðvaldinu. Og að verja sósfalheimsvaldastefnuna í nafni sósíalismans, er það sama og að boða að sósíalisminn tákni kúgun og arðrán og heimsvaldastefnu. Þó endurskoðunarklíka Brésneffs kalli sig kommúníska og Sovétríkin alræði öreiganna, táknar það ekki að þessu sé þannig varið í raunveruleikanum. Þýsku nasistarnir kölluðu sig líka sósíalista (þjóðernissósíalista) sem breytti engu um eðli þeirra. Aftur- haldið hendir þetta á lofti og fær þaimig taskifæri til að ófrægja mál- stað verkalýðsins og kommúnismann, Mogginn bendir á kúgun Sovétríkj- anna á A-Evrópu, innrás þeirra í Tékkóslóvakíu og aðgerðir þeirra í Póllandi og lýsir því síðan yfir, að þannig sé sósíalisminn - frelsi í orði en kúgun í verki. Þeir sem virða og sfyðja málstað verkalýðs- stéttarinnar og sðsíalismans verða að fordæma hina nýju Zari í Kreml og heimsvaldastefnu þeirra og af- hjúpa raunverulegt auðvaldseðli þeirra. Sovétríkin eru ekki sósíal- ískt ríki í dag, heldur heimsvalda- ríki. Alþýðubandalagið og ýmis konar hálfvolgir vinstrimenn henda gaman að skrifum Morgunblaðsins um flotaumsvif Sovétríkj anna á N-Alans- hafi, njósnastarfsemi þeirra hér við land og viðleitni þeirra til að gera Norðurlönd að áhrifasvæði sínu. En með þessu eru þeir að styðja árás- arstefnu sósíalheimsvaldasinna og fela hernaðarumsvif Sovétríkj anna. Sfyrjaldarundirbúningur risaveld- anna er ógnun við heimsfriðinn og barátta þessara tveggja ræningja um heimsyfirráð setja hagsmuríi alls mannkynsins í hættu. Að styðja heimsvaldastefnu annars risaveldis- ins er það sama og stuðningur við að verkalýður og alþýða heimsins verði enn einu sinni send fram á blóðvelli gróðans í nýrri og ennþá óhugnanlegri heimssfyrjöld. Allir heiðarlegir friðarsinnar hljóta að fyrirlíta þá menn sem í nafni sósíalismans arðræna og kúga millj- ónir heima fyrir og erlendis og stefna að því að steypa heiminum út í hrunadans nýrrar og hryllilegrar heims s fyrj aldar. 21/4. Hafió samband vió KSML Akureyri:Stuðningsdeild KSML Ragnar Baldursson, Stórholti 1. P. Box 650 Eskifjörður: Umboðsmaður er Emil Bóason, Hátúni, sími 6138. Hafnarfjörður: Fulltrúi KSML er Fjóla Rögnvaldsdóttir, Vitastig 3. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Húsavík: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafs- son, Uppsalavegi 21. ísaljörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, 'Pmgagötu 20, sími 3651. Qlafsvík; Stuðningsdeild KSML, Matti hias Sæmundsson, Hjarðartúni 10. Neskaupstaður: Stuðningsdeild KSML, Magnús Sæmundsson, Urð- arteig 21. Reykjavik: KSML, Skólastræti 3b eða pósthólf 1357, sfmi 27 810. Sauðárkrókur: Umboðsmaður fyr- ir útgáfuefni KSML er Einar Helga- son, Víðigrund 6 (þriðja hæð) Siglufjörður: Söluturninn, Aðalgötu, er með umboðssölu fyrir Stéttabar- áttuna og Rauða fánann. Stykkishólmur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Ölafur Þ. Jóns- son, As. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Einar Jónsson, Sólvallagötu 40c, Keflavik. Þorlákshöfn; Fulltrúi KSML er Halldór GrönvoW, Oddabraut 7. FRAMH. AF FORSlÐU. Fyrir hvem Vestmannaeyjum, Jóni Kjartanssyni, lýst sem sundrungsmanni. Hann væri óábyrgur og það væri stórhættu- legt að taka nokkurt mark á honum eða yfirlýsingunni, sem verkalýðs- félagsfundurinn í Vestmannaeyjum gaf frá sér. Þessar árásir komu ekki aðeins frá Ebba og Guðmundi J. Nei, þær komu fram á öllum fundum félaganna í Reykjavík. Þær voru því greinilega undirbúnar enda hafði Björn Jónsson líka undirbúið það með yfirlýsingum í blöðunum, en þar var þó vægara til orða tekið, heldur en á fundum félaganna. Hann lét sér nægja að láta að því liggja að Jón Kjartansson hefði ekki vitað hverju þeir voru að hafná. Þó að mútu- þægri ASÍ-forystunni hafi tekist að koma þessum svikasamningum í gegn núna, þá verður ekki annað sagt, en að sá sigur þeirra yfir verkalýðnum hafi verið keyptur nokk- uð dýru verði. Mörg félaganna hafa sent vítur á 9 manna nefndina fyrir slælega frammi- stöðu í samningaviðræðunum og það hafa verið uppi háværar raddir í einstaka félögum um að endurskoða umboð hennar til að fara með samn- ingaumleitanir. Og ekki nóg með það, nú hefur verkalýðsfélag Vopna- fjarðar sannað að það var blekking að ekki væri hægt að fá hærri kaup- hækkun með því að semja um hærri láglaunabætur. Með þessum samn- ingi er þvf grundvöllur samninga ASl-forystunnar brostinn, en hann byggðist á því að ekki væri hægt að fá hærri láglaunabætur. Eða hvern- ig stendur á því að eitt lítið verka- lýðsfélag getur samið um hærri bætur en öll "sameinuð verkalýðs- hreyfingin" ? Niðurstöður þessara samninga birt- ast því aðallega í tveimur meginaf- stöðum til þeirra. Það er afstaða fjölmargra verkalýðsfélaga gegn samningunum, þótt þau hafi flest samþykkt þá - það sýna yfirlýsing- arnar frá fundum félaganna, að engin ánægja er með þetta samkomu- lag og því síður ASl-forystuna. En hins vegar er það afstaða VSÍ, þar er nokkur .ánægja með samkomu- lagið, sem Jón Bergs segir, að muni gilda >' langan tíma. Milli þessara tveggja aðila hvarflar ASI- forystan og reynir að slá ryki í aug- un á verkalýðnum um að þetta sé aðeins bráðabirgðasamkomulag, þrátt fyrir að þeir viti best sjálfir að samkomulagið muni gilda, sem sú launahækkun sem fæst, þar til I haust að minnsta kosti. Baráttan gegn þessum kjaraskerð- ingum sem felast í láglaunabótunum verður því augljóslega að beinast gegn fimmtu herdeildinni innan verka- lýðsfélaganna, gegn uppkeyptu for- ingjunum, um leið og barist er gegn auðvaldinu. Því ASÍ-forystan er bandamaður auðvaldsins gegn verka- lýðnum. -/GA EFTIRLÝSTIR: STYRKTARMENN Eins og öllum lesendum Stéttabaráttr unnar er kunnugt, stendur yfir sókn til að efla útgáfu blaðsins. Fýrsta markmið sóknarinnar er að gera blaðinu kleyft að ráða sér starfsmann - en það er fleira sem til þarf. Eins og allir sjá er blaðið vélritað - og sú ritvél þarfnast bráðum endur- nýjunar. Ennfremur stefnum við að þvf að kaupa prentvél og ráða starfs- menn (þótt það sé ekki alveg á næsta leyti). Til þess að gera þessa upp- byggingu mögulega verða stuðnings- menn blaðsins að hlaupa undir bagga og því leitum við hér með eftir STYRKTARMÖNNUM STÉTTABAR- ATTUNNAR. Að vera sfyrktarmaður blaðsins fel- ur það I sér, að láta mánaðarlega greiðslu renna f UTGAFUSJÖÐ STÉTTABARATTUNNAR 500-1 OOOkr. Þið sem sinnið kallinu gangið niður á pósthús eða næsta banka og greiðið þá upphæð, sem þið getið látið af hendi rakna inn á póstgíróreikning STÉTTABARATTUNNAR - 27810. Munið að skrá nafn og heimilisfang á eyðublaðið. Ath. að Reykjavíkurdeild KSML hefur fengið nýtt símanúmer. . NÝU SIMANÚMER: 27810 FRAMH. AF FORSlÐU. RAUDUR þeirra, sem berjast við hlið kúguðu þjóðanna og hinnar alþjóðlegu verka- lýðsstéttar. Til baráttu gegn afleiðingum krepp- unnar og afnámi iýðréttinda Auðvaldsheimurinn siglir hraðbyri inn í djúptæka efnahagskreppu. A- rásir á kjör og starfsaðstöðu verka- lýðs og vinnandi alþýðu aukast hröð- um skrefum. Verkalýðsforystan hefur verið keypt upp af auðvaldinu og þjónar hagsmunum þess gegn verkalýðnum. I sameiningu stefna þessir aðilar að gerðardómslögum og nýrri vinnulöggj öf, sem afnemur verkfallsréttinn. Verðhækkanir og vinnuþrælkun aukast og framundan blasa við lokanir fyrirtækja, sam- fara atvinnuleysi og skorti. Gegn þessu verður verkalýðsstéttin að sameinast. Hún verður að hafna svikulli forystu og skipuleggja sig sjálfstætt til varnarbaráttu gegn kjaraskerðingarárásum auðvaldsins. Slflc sjálfstæð skipulagning verður að vinna að því að vinna verkalýðs- félögin fyrir málstað verkalýðs- byltingarinnar. Því setum við fram vígorðin: Til baráttu gegn gerðardómum og vinnulöggjöf auðvaldsins.1 Gegn atvinnuleysi og verðbólgu - látum auðvaldið borga; Niður með ASl-broddana - lifi sjálfstæð skipulagning verkalýðsins1. Gegn arðráni og vinnuþrælkun - lifi sósíalisminn) Gegn fámennisvaldi og stéttasam- vinnu I verkalýðshreyfingunni! Gegn skertum samnings- og verk- fallsrétti verkalýðsins) Gegn ríkisafskiptum af kjarabarátt- unni! Gegn afnámi vísitölutryggingar launa - fullar vísitölubætur strax) Launajafnrétti kynja) Fullkomnar öryggisráðstafanir við alla vinnu bæði á sjó og landi) Gömlu fólki sé tryggður fullnægjandi elllsfyrkur) Fullkomnar tryggingar gegn atvinnu- leysi) Til baráttu fyrir kommúnískum verkalýðsflokki og þjóðfélagsvöldúm verkalýðsins Islenska þjóðfélagið er auðvalds- þjóðfélag. Borgarastéttin á öll mik- ilvægustu framleiðslutækin og drottn- ar yfir rfldsvaldinu, einkum sá hluti hennar er hefur einokunaraðstöðu. Arðrán, kúgun, atvinnuleysi, vinnu- þrælkun og skortur - öll þessi fyrir- bæri eiga rætur sínar að rekja til kapitalismans. Til að sigrast á kapitalismanum verður verkalýður- inn að leggja stéttarlegt kúgunartæki borgarastéttarinnar - ríkisvaldið - í rústir. Þetta getur hann því aðeins framkvæmt, að hann hafi skipulagt sig I kommúnískan byltingarflokk, sem grundvallar starf sitt og stefnu á fræðikenningu marxisman-lenín- ismans. Því setjum við fram vig- orðin: Aðalfundur KlM Þann 8. apríl s. 1. var haldinn að- alfundur KlM, Kínversk-íslensku menningartengslanna, í Tjarnarbúð. I stjórn félagsins voru kosnir Kristján Guðlaugsson, formaður, Jakob Benediktsson varaform. , meðstjórnendur voru kjörnir Anna Kristjánsdóttir, Arnþór Helgason og Olafur Elímundarson. Auk venju- legra fundarstarfa var sýnd frétta- kvikmynd frá Kínverska Alþýðulýð- veldinu og fjallaði hún um uppbygg- ingu áveitukerfis á þurrkasvæðum í Kína. Loks greindi Gylfi Páll Hersir frá ferð sinni um Kína s. 1. sumar og sýndi fjölmargar lit- skuggamyndir, sem hann hefur tek- ið meðan á dvöl hans þar eystra stóð. Var frásögn hans hinskemmti- legasta og fróðlegasta. KlM hafa starfað alllengi, þó að hlé hafi orð- ið á starfi þess um nokkurra ára skeið. I ráði er að efla starfsemi félagsins og auka útbreiðslu- og kynningarstarf á vegum þess í framtfðinni. Bæði verður hafið út- gáfustarf og eins unnið að því að fá til landsins kínverskt listafólk eða sýningar frá Kína. I ljósi þeirra sigra sem Kínverska Alþýðulýðveld- ið hefur unnið á vettvangi alþjóða- stjórnmála á undanförnum árum og þeirri tryggingu fyrir heimsfriði, sem utanrikispólitík kínverja er, er mikilvægt að efla menningarleg og félagsleg tengsl milli íslenskrar alþýðu og kínverskrar. Starf KlM miðar að því að auka þessi tengsl og sfyðja friðarviðleitni kínverja á alþjóðavettvangi. Stétt gegn stétt) Lifi marxisminn-lemnisminn hugs- un Maós Tse-tungs) An byltingarsinnaðrar fræðikenning- ar - engin byltingarsinnuð hreyfing/ Lærum af stéttabaráttunni og gerum þekkingu okkar að vopni til flokks- myndunar) Til baráttu gegn stríðsfyrirætlunum risaveldanna Risaveldin tvö, USA og USSR, undir- búa heimsstyrjöld samtímis því sem þau gaspra um afvopnun og frið. Hvarvetna I heiminum berst alþýðan gegn þessum höfuðóvinum mannkyns- ins fyrir sjálfstæði, þjóðfrelsi og byltingu. Islensk alþýða verður að styðja hina alþjóðlegu byltingarbaráttu og berj- ast við hlið öreiga og alþýðu alls heimsins gegn stríðsfyrirætlunum risaveldanna. Mikilvægur þáttur I þeirri baráttu er baráttan fyrir úr- sögn íslands úr NATÖ. Því setjum við fram þessi vfgorð: Gegn stríðsfyrirætlunum risaveld- anna - Island úr NATÖ) Öreigar og alþýða heimsins - sam- einist í baráttu gegn heimsvalda- stefnu og sósíalheimsvaldastefnu) Slítið sambandinu við Saigon - viður- kennið BBS/ Niður með kapitalismann - lifi sósí- alisminn) Samstaða með alþýðu Chile! Styðjum baráttu palestínuaraba! Enga samninga við Union Carbide! Lifi hin sigursæla barátta alþýðu Víetnam og Kambódíuí Frá ritstjórn Rauða Fánans Eins og auglýst var í síðasta tölu- blaði Stéttabaráttunnar, er 3-4 tölu- blað Rauða Fánans 1974 komið út fyrir nokkru. Gífurlegur dráttur hefur orðið á útkomu blaðsins, sem einkum stafar af þrennu: 1. Ritstjórn RF og Stéttabaráttunn- ar var ekki aðskilin, sem leiddi til þess að ritstjóri RF var alltaf upp- tekinn við vinnu fyrir Stéttabarátt- una og gat ekki sinnt RF sem skyldi. 2. Mikil vanskil voru á efni í blað- ið, og greinum var ekki skila inn á réttum tfma. Sellur samtakanna, sem áttu að skrifa f blaðlð, voru greinilega undirbúnar að vinna út í formi greina niðurstöður umræðna og náms sem fram fór f samtökun- um. 3. Við Rauða Fánann voru notaðár "úreltar" vinnsluaðferðir, sem voru bæði dýrar, tfmafrekar og þungar í vöfum á annan hátt. Ritstjórn og Miðstjórn KSML hafa rætt útkomu Rauða Fánans og kom- ist að þeirri niðurstöðu að varðandi alla vinnslu RF verði að breyta að- ferðum til að tryggja reglulega út- komu blaðsins, og tryggja að það verði raunverulega fært um að gegna sfnu hlutverki, sem vettvang- ur fyrir fræðilegar umræður um þau mál sem snerta byltingarhreyf- inguna á hverjum tfma. Eftirfar- and ráðstafanir hafa þvf verið gerð- ar: 1. Stofnuð hefur verið sérstök rit- nefnd fyrir Rauða Fánann, sem starfar óháð ritstjórn Stéttabarátt- unnar, og fjárhagur blaðanna hefur verið aðskilinn. 2. Vinnsluaðferðum verður breytt, þannig að stefnt verður að þvf að biaðið sé prentað en ekki fjölritað, það verður gefið út í öðru broti en áður (í bæklingsbroti) og þannig aukin gæði vinnunnar og spöruð mik- il vinna sem áður fólst í fjölritun. 3. Stefnt verður að því að vinnsla hvers tölublaðs hefjist mun fyrr. en áður, þ. e. þegar eitt er að koma út, er annað tölublað þegar í vinnslu. Nú þegar er farið að vinna að út- komu næsta eintaks RF sem koma mun út um miðjan maf, og fjalia að meginstofni til um hagfræðilega stöðu íslenska auðvaldsins, og lögð hafa verið drög að þarnæsta tÖlu- blaði, sem fjalla á um stöðu vinstri hreyfingar á Islandi. Ritstjórn Rauða Fánans biður á- skrifendur og aðra lesendur biaðs- ins afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa, um leið og hún fagnar þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið til að tryggja blaðinu reglu- lega útkomu og betra blað. Enn- fremur skorar ritstjórnin á alla velunnara blaðsins að leggjá sitt af. mörkum tíl að tryggja áframhald- andi útbreiðslu þess og til að tryggja blaðinu þann sess sem því ber. -/ÖI, ritstj. RF

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.