Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 3

Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 3
STÉTTABARATTAN A. tbl. 25.4. 1975 Straumsvikursellan hefur blaðaútgáfu Ræða miðstjórnar KSML á fundinum Um nokkurt skeið ,hefur á vegum Kommúnistasamtakanna verið starf- rækt sella í álverksmiðjunni í Straumsvík, svo sem lesendum blaðsins ætti að vera kunnugt af greinum, er birst hafa þaðan. Sell- an hefur smám saman verið að styrkjast skipulagslega og pólitískt innan verkémiðjunnar. Til marks um það er útkoma nýs blaðs, er Straumsvíkursellan stendur að og dreift hefur verið meðal verkafólks- ins í álverksmiðjunni, en blað þetta héfur hlotið nafnið Staumsvíkur- verkamaðurinn. Fyrsta tölublað þess kom út í mars, en í leiðara þess segir svo um tilgaqg blaðsins, að það "... verði ekki blað í eigin- legum skilningi, heldur gegni frem- ur því hlutverki að vera dreifirit, er fjalli um þau mál, er snerta jafnt hagsmuni verkafólks í Straums- vík sérstaklega sem og verkalýðsins á fslandi í heild. " Iblaðinu er að finna, auk leiðara, tvær greinar og fjallar önnur þeirra um hvernig ófaglærðir verkamenn í Straumsvík hafa leitast við að mynda sér sjálfstætt skipulag í hagsmuna- baráttu sinni með því að kjósa eins- konar samfylkingarnefnd. - (Sjá grein um þess nefnd annars staðar í blað- inu). Hin greinin, og jafnframt sú, er mesta athygli og umtal hefur hlotið, skýrir frá nýrri öryggis- keppni, sem fyrirtækið hefur komið á fót. Keppnisreglur þessarar ör- yggiskeppni kveða svo á um, að einstaka vinnuhópar keppi innbyrðis um það, hverjir hljóti flesta vinn- ingsmiða. Þessir vinningsmiðar gefa mönnum svo aftur tækifæri til að eignast t. d. sjampóbrúsa, ýmis búsáhöld og 1 besta falli plötuspil- ara. Með þessu fyrirkomulagi leit- ast fyrirtækið við að fá sem fæsta slysadaga á pappírnum, jafnframt því sem tilgangurinn er augljóslega sá að skapa sundrungu meðal verka- fólks í Staumsvík. Slraumsvíkur vertmraaðuiinn . lö.gfcUi I. Inufu. NOKKUR ORfl UM ÖRYGCiS- KEPPNIKA... ryrlr aoitru f«ng Uiua alði. »•« ti f6t mru vtrkm ••alir. »VA<5»b«»ii vií llitju»«ri6 1 f»t, •« »11 * ri «. JUrksi»JU£Lr..ir., h»»r tllcuijui ly t^6*t - slh orygglskeppm «1 n »« tll pe.s .6 MfHÍ*í«íi# á n ftnfiA h«lB- kynnt■ t ». •fl» Oryg9l« •g titfii fyrir NUinjlu. »eaai flj6tl*g« 1 1J6», un. hvert fyrirtukið ite/mr m6 -• -- * ........... -rudOgua hjt u»p» jrþtu.. í pt. »•» ivrir ínapn verS*. rtlast p«i xi r.jt r.6pi 1 »tnu6 iyrir »ai6h»pji t » r k«pp*nOi 6 al6«. Ml6»6 l ’tl »11ir n6par sea t*k» pt •n 4 slys trsfJ6r6ungsl«gt, r við slys ssa vslds j dsgs ■ •t*ps glundroðs o; .jundurlyndl a*6sl vcrksannns. tf tg vcrð fyrir slysi, scm lciðir ti) sð ég verð ÍJsrvarsndl t 3 dsgs «6* lsngur, er é.j ekki bmr* btlnn »6 fyrirgcrs réttl alnnu vlruiufél- •g* til vloringsaiðs þsnn alnuðlnn (sbr. knfla 4.J.), hcldur •Vipti ég iiu vinnUhopi og vsktir aOgulcikanua 1 6 vinninosmiðua P«m trsijðrðunginn. Ai prssu at lJ6st vark, •t «kki btinn *ð' nt aér »6 fullu. 1 kafls 4.2. «|U r.m aogulclkh í aÍnuði^ *n Iyn*rþsf fíua^vlð ingimiðua siaaaars. po ..o.ð'ég9''' vinnlngsaibua fölgnir, r erygglsstrlði 4 sinnu •6* 12 aið* yfir tnð. Straumsvíkurverkamanninum hefur verið dreift meðal þorra verkalýðs- ins í Straumsvík og hefur blaðið hvarvetna verið lofsamlega tekið. Mesta athygli hefur vákið greinin um öryggiskeppnina og má segja, að menn séu á einu máli um ágæti henn- ar. Utkoma þessa blaðs er tvímæla- laust mikil lyftistöng fyrir starf okk- ar í Straumsvík og jafnframt orðið til þess, að æ fleiri hafa fengið áhuga á að kynna sér pólitík KSML. -/ Straumsvíkursella KSML. Fyrsta landshlutablað KSML NYl VERKAMAÐURINN I undirbúningi er útgáfa blaðs á Akureyri, Nýi Verkamaðurinn, en það er útgefið af stuðningsdeild Kommúnistasamtakanna á Akureyri. Ætlunin er að fyrsta tbl. komi út fyrir 1. maí. Staðbundin blöð sem N. V. eru nauð- synleg tæki við uppbyggingu komm- únistaflokks og til að taka upp stað- bundin málefni sem ekki eiga heima1 í Stéttabaráttunni. Þá eru slík blöð nauðsynleg við útbreiðslu höfuðmál- gagns okkar, Stéttabaráttunnar. I þessu fyrsta tölublaði verður grein um svikastefnu ASl-forystunnar, grein um Baráttusamtök launafólks, um uppbyggingu kommúnistaflokks- ins og ávarp til lesenda frá stuðn- ingsdeildinni hérna fyrir norðan. Blaðinu verður fyrst um sínni dreift ókeypis á götum Akureyrar og ein- ungis treyst á fjárframlög einstak- linga við að borga kostnaðinn er af slíkri blaðaútgáfu hlýst. Akveðið hefur verið að félagar og stuðningsmenn KSML geti orðið styrktaraðiljar að útgáfunni og borgi a. m.k. 500 kr. fyrir tíu tölu- blöð. Skorum við á alla verkalýðs- sinna að gerast sfyrktaraðiljar að útgáfunni, þar sem útgáfukostnaður- inji er mikill. Við í stuðningsdeildinni hér á Akur- eyri vonum að þessi útgáfa megi verða fordæmi fyrir félaga og stuðn- ingsmenn Kommúnistasamtakanna um allt land, þannig að verkalýður- inn eignist baráttumálgögn f öllum landsfj ór ðungum. -/Stuðn. deild KSML á Akur- eyri. AKUREYRI Ályktun barátíuf undar Baráttufundur um verkalýðs- og kjaramál, haldinn á Akureyri 13. aprfl 1975, ályktar: samþykkt nýrrar vinnulöggjafar, sem atvinnurekendur og rfkisstjórn þeirra eru nú að semja. Fundurinn fordæmir stefnu og starfshætti ASl-forystunnar og níu- mannanefndarinnar, sem birtist hvað skýrast í nýgerðum kjara- samningum. Samningarnir sýna okkur að ASf- forystan semur ekki á grundvelli þarfa verkalýðsstéttarinnar, og leggur auk þess blessun sína yfir kjararánslög ríkisvaldsins, sem gert hafa að engu gerða samninga, undir því yfirskini að verið sé að fresta afgreiðslu málanna. Samkomulag ASl er algjör uppgjöf fyrir stéttarandstæðingnum - at- vinnurekendum. Fundurinn bendir á að það fá- mennisvald, sem verkalýðsforystan hefur skapað með ólýðræðislegum vinnubrögðum hefir lamað afl verkalýðshreyfingarinnar. Með harðnandi árásum atvinnurek- enda og ríkisvalds samfara dýp- kandi kreppu eykst þörfin á að verkafólk skipuleggi sig sjálfstætt, á vinnustöðum, í verkalýðsfélögum og í samtök eins og "Baráttusamtök launafólks", sem stefna að því að byggja upp aftur sterka verkalýðs- hreyfingu, undir vfgorðinu stétt gegn stétt, verkalýðsstétt gegn atvinnurekendastótt. Fundurinn hvetur verkafólk um land allt til að koma í veg fyrir Baráttufundur um verkalýðs- og kjaramál, haldinn á Akureyri 13. aprfl 1975, áfyktar eftirfarandi til verkfallsmanna á Selfossi í Kaupfél Arnesinga: Lýsum fullum stuðningi við verk- fallsaðgerðir ykkar, sem beinast gegn gerræðislegum vinnubrögðum fámennrar kaupfélagsstjórnar. - Við heitum á ykkur að halda aðgerð- um áfram þar til fullur sigur er gegn Union Carbide (URDRATTUR) "Félagar! Ég ætla að skýra f fáeinum orðum út afstöðu Kommúnistasamtakanna til samstarfsnefndarinnar gegn Union Carbide og þess grundvallar sem hún byggir starf sitt á. Baráttan gegn Union Carbide er raun- verulega tvíþætt. 1 fyrsta lagi berj- umst við gegn glæpastarfsemi þessa auðhrings, eins .og hún hefur birst í þátttöku hans í valdaráninu í Chile árásarstyrjöld bandarísku heims- valdastefnunnar í Indókína og fleiru. 1 öðru lagi berjumst við gegn þeim áhrifum, sem málmblendiverksmiðj- an kann að hafa fyrir íslenskan verkalýð og bændur. A þessum tveimur meginatriðum byggir að okkar mati samfylkingin gegn U. C. og þátttaka KSML I henni. Þess vegna ætti grundvöllur samfylkingarinnar að innihalda þessi atriði og géra þeim fyllilega skil, ekki aðeins að draga fram fyrir skjöldu einstakar hliðar málsins, heldur að skilgreina það frá öllum hliðum. I þeim grundvelli Samstarfsnefndar- innar gegn U. C., sem birtur var í Þjóðviljanum í gær, er lögð áhersla á vissar hliðar málsins, en gert lítið úr öðrum. 1 honum er einnig lagður dómur á viss atriði, eins og t.d. að það sé slæmt að erlendur stóriðnað- ur rísi á Islandi, bæði vegna þess, að hann taki "vinnuafl- sitt frá þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í landinu, einkum sjávarútvegi og landbúnaði" og að erlendur stóriðn- aður geri "íslenskt atvinnulíf að hlekk í framleiðslukeðju" erlendra auðfélaga. Hvorttveggja er að okkar mati rangt. Til að skýra þetta nán- ar, skulum við athuga málin örlít- ið nánar. Tökum einhliða áherslu grundvallar- ins fyrst til athugunar. Union Car- bide er alþjóðlegur auðhringur, sem hefur haft bein afskipti af þjóðar- morðstilraunum í Víetnam, fram- leitt eiturvopn og önnur vopn í þeim tilgangi og stutt stríðsrekstur bandarísku heimsvaldastefnunnar í Indókína bæði beint og óbeint. Union Carbide hefur einnig átt beinan þátt í valdaráni fasistaklíkunnar í Chile. Afskipti Union Carbide af kúgun og arðráni bandarísku heimsvaldastefn- unnar annars staðar í heiminum eru einnig umtalsverð. Astæðurnar fyr- ir því hversu Union Carbide er blandað inn í stríðsaðgerðir og heims- valdaáætlanir bandaríska auðvaldsins eru auðsæjar. Union Carbide er geysivoldugur auðhringur, einn af hornsteinum bandaríska einokunar- auðvaldsins og þannig einn af ráðandi aðilum um stjórn og stefnu banda- ríska ríkisins. Union Carbide gerir meira en að styðja stríðsrekstur bandarísku heimsvaldastefnunnar, Union Carbide er hluti af þessari heimsvaldastefnu og hernaðaraðgerð- ir hennar eru I samræmi við hags- muni stóru bandarísku auðhringjanna, meðal þeirra Union Carbide. Fyrir framleiðslu sína þarfnast U.C. hrá- efna og markaða í löndum þriðja heimsins, en hervald USA slær skjaldborg um þessa hagsmuni fyrir- tækisins. Að auki framleiðir U. C. vopn sem notuð eru til að viðhalda efnahagslegum og pólitískum tökum USAýheimsvaldastefnunnar í löndum og meðal þjóða þriðja heimsins. Þannig eru ekki bara framleiðslu- hagsmunir Union Carbide bundnir við hernaðarlega umsjón bandarísku heimsvaldaherjanna, heldur græðir auðhringurinn beinlínis á stríðs- rekstrinum og byggir veldi sitt á honum. En grundvöllur Samstarfsnefndarinn- ar, sem fulltrúi KSML hafði ekki aðstöðu til að taka þátt I að móta vegna fjarveru sinnar, leggur ekki aðaláhersluna á þessa hlið alþjóðlegr- ar starfsemi Union Carbide. I stað þess leggur hann áherslu á að ís- lenska auðvaldið muni verða atkvæða- lítið í samstarfinu við Union Carbide þrátt fyrir meirihlutaeign í málm- biendiverksmiðjunni og að erlend stóriðja á Islandi þýði raunverulega missi á efnahagslegu sjálfstteði lands- ins, eða með orðum grundvallarins: "íslenskt atvinnulíf verður að hlekk í framleiðslukeðju erlendra auð- hringa". KSML álíta það fjarstæðu, að íslenskt atvinnulíf verði innlimað af Union Carbide. Til þess eru margar orsakir. Framleiðsla verk- smiðjunnar verður aldrei send inn á íslenskan markað, heldur á markaði erlendis. Stóriðja á borð við málm- blendiverksmiðju táknar ekki reiðar- slag fyrir íslenskt atvinnulíf, heldur framþróun. Það er alrangt, að halda því fram, að vinnukraftur sem leitar frá landbúnaði og smáútvegi muni ríða íslenska kapitalismanum að fullu. Ekki frekar en erlendur iðnaður og stórútgerð reið íslenskum efnahag að fullu við síðustu aldamót, heldur varð þvert á móti að mikil- vægum hlekk í uppbyggingu íslenska kapitalismans. Þannig er stóriðja sem slík ekki fordæmanleg, heldur táknar hún framfaraspor. Hið eina sem hún ryður burtu eru úreltir framleiðsluhættir smáiðjunnar og landbúnaðar f smáum stíl. Það væri álíka rangt að berjast gegn stóriðj- unni í dag, og það hefði verið að berjast gegn breytingu landbúnaðar- þjóðfélags í iðnvætt þjóðfélag. Or- sakanna fyrir baráttunni gegn bygg- ingu Union Carbide málmblendiverk- smiðjunnar í Hvalfirði ber þvf ekki að leita til þeirrar staðreyndar að hér er um stóriðju að ræða, eða að hún geri íslenskt auðvald háð sér - heldur til þeirrar staðreyndar að Union Carbide auðhringurinn er mik- ilvægur hornsteinn í arðráns- og kúg- unarkerfi bandarísku heimsvalda- stefnunnar um víða veröld. Orsak- anna fyrir baráttunni gegn málm- blendiverksmiðjunni ber þó ekki ein- vörðungu að leita til þessarar stað- reyndar því bygging og starfræksla hennar kemur til með að hafa víðtæk áhrif fyrir verkalýð og bændur á Is- landi." "Að lokum félagar, langar mig til að gera grein fyrir afstöðu okkar til þátttöku Alþýðubandalagsforys tunnar í samningunum við Union Carbide og fjandsamlegrar afstöðu þeirra til samstarfsnefndarinnar. Alþýðubandalagsforystan afhjúpar ó- heilindi sín f þessu máli berlega. I tíð vinstri stjórnarinnar svókölluðu voru pótintátar þingflokks AB leið- andi fyrir samningsumleitanir við auðhringinn og þáverandi iðnaðarráð- herra, Magnús Kjartansson, átti drýgstan þátt í þessu. Aðalatriðin, sem vöktu fyrir iðnaðarráðhérranum og flokksbræðrum hans voru að samn- ingarnir væru sem hagstæðastir fyrir íslenska auðvaldið. Raforkan átti að vera dýrar seld en í samningunum við Alverksmiðjuna og endurskoðun á raforkuverðinu átti að framkvæma með reglulegu millibili. Eignarað- ild íslenskra aðila skyldi tryggja með 51% reglunni. Þetta sýnir ljóslega, hvaða afstöðu AB-forystan tekur til þessa máls, sem kann að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir íslenskan verkalýð og Frh. á bls. 7 Hvernig á að taka Ijósmyndir samkvæmt leiðbeiningum dr. Göbbels! Það er á margra vitorði að Morgun- blaðið studdi á sínum tíma þj'óðernis- stefnuna (nasimann) með ráðum og dáð. Enda eiga sjálfstæðisstefnan og nasisminn það grundvallaratriði sam- eiginlegt að slá skjaldborg um "einkaeignina og einstaklingsfram takið." Skyldleikinn kom aftur í | ðÍMasiiaM ið, sem vel að merkja blandar ekki saman fréttum og pólitík að eigin sögn, birti frétt um mðtmælafundinn gegn Union Carbide. Þeir blaða- menn sem höfðu umsjón með þess- ari frétt hefðu eflaust glatt gamla Göbbels með þeim vinnubrögðum sem þeir ástunda. Við birtum hér úrklippu úr Mbl. ásamt annarri mynd sem tekin er 5 mínútum fyrr en Mbl. myndin - þær tala sfnu máli. Mynd Mbl. er tekin með svonefndri gleið- linsu (athugið t.d. hallánn á klukkunni) og fæst þá þessi frábæri árangur. En þar sem okkur grunar að öllu gleiðari linsur séu vart á boðstólum birtum við einnig okkar tillögu til Morgunblaðsins, hvernig leysa megi málið í framtíðinni - með því að birta eingöngu mynd af gangstéttinni og lýsa því svo yfir, að fundurinn hafi ver ið mjög fámennur. Varðandi gömlu konuna, sem getið er um í frétt Mbl. , þá sagði einn af tíðindamönnum Stéttabaráttunnar, sem barði hana augum, að sér hafi virst að þar væri Magnús nokkur Þórðarson á ferðinni í dularklæðum - en hann er annars þelikt- , ari fyrir að skrifa und; ir titlinum "húsmóðir" í Mbi. og Vísi. En við seljum ekkert dýr- ar en við kaupum það. LJðsmynd Ol.K.M Fámennur mótmælafundur A föstudaginn var efnt til mótmelafundar gegn fyrirhugaðri milmblendisverksmiðju I Hvaifirði. Eins og sést á þessari mynd var fundurinn fámennur. Þegar Ijósmyndari Mbl. var við myndatöku á Lekjartorgi þegar fundurinn fór fram, vék sér að honum gömul kona, sem þar átti lelð um og spurðí hvað um veri að reða. Það er mótmelafundur, svaraði Ijðsmyndarinn. Hverju er nú verið að mðtmela, spurði konan. Málmblendisverksmiðju f Hvalfirði, svaraði Ijósm. — Nú, já, er verið að mðtmela helv... verksmiðjunnl, sem hann Magnús Kjartansson er að reyna að koma yfir okkur, sagði gamla konan og gekk á braut.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.