Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 4
STÉTTABARATTAN 4. tbl. 25. 4.1975 I áróðurshrinu þeirri sem hefur staðið að undanförnu í öllum helstu flölmiðlum hérlendis hefur hin . mikla mannúð bandarísku heims- valdasinnanna hlotið sinn veglega sess. Hið stóra bandarískihjarta þeirra Fords, Kissingers og Rockefellers hefur nú loksins kom- ið fram í dagsljósið eftir áralangan feluleik. Nú prýða myndir af Ford forseta, með munaðarlaus börn í fanginu, forsíður dagblað- anna - og alþjóð viknar þegar hún verður vitni að þessari miklu mann- Frá ísl. náms- mönnum i Osló Til íslenskra fjölmiðla Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félagsfundi f FlSN þ. 8. 4. ”75, og biðjum við yður að birta hana í fjöl- miðli yðar: "Þjóðfrelsisfylkingarnar í Kambódíu og Suður-Víetnam hafa á þessu ári fært leppstiórnum Bandaríkj anna í Phnom Penh og Saigon eina stærstu ósigra, sem þeir hafa orðið fyrir í allri sögu Indókfna-stríðsins. Lon Nol hefur nú flúið frá Kambódíu og "mun ekki snúa aftur fyrr en Kambódfa þarfnast hans". Flúnir eru einnig jjeir'sjö aðrir svikarar, sem báru abyrgð á valdaráninu 1970, af ótta við þá refsingu, sem þjóðin munbúa þeim, þegar frelsunin er kóminíkring. Sá dagur, þegar stjórnin fellur færist óðum nær. Um páskana hefur ÞFF unnið sína stærstu sigra hingað til í Víetnam- stríðinu. Hergögn fyrir milljónir dollara hafa verið tekin af Saigon- hernum, og flestar hinna stærri borga hafa verið sigraðar, s. s. Da' Nang og Qui Nhonm, þar sem Banda- ríkin hafa "aðalsendiráð" sín (í reynd stjórnunarmiðstöðvar). Yfir 80% af Víetnam hefur nú verið frels- að. Saigon-herinn hefur gefið upp borgirnar nær átakalaust, og her- foringjar og óbreyttir hermenn ger- ast liðhlaupar eða flýja í stórum hóp- um. Flest blöð og aðrir fjölmiðlar á Is- landi kynna málið svo, að það séu BBS og N-Víetnam, sem hafa brotið Parísarsáttmálann, en Saigon-her- foringjastjórnin verji hann. Ekkert er fjær sanni. Bandaríkin og Saigon- stjórnin hafa skipulega og af ráðnum hug brotið sáttmálann allt frá upphafi og reynt að vinna hernaðarlega sigra. Þær hernaðaraðgerðir, sem lið ÞFF nú-hefur í frammi, sýnir, að aðeins ein leið er fær Bandaríkjunum og Saigon-stjórninni, - nefnilega að fylgja ákvæðum Parísar-sáttmálans. Um leið og Bandaríkin láta sér þetta skiljast og hætta að halda lífi í lepp- um sínum, er friður tryggður. Bandaríska heimsvaldastefnan og fréttastofurnar f heiminum, sem flestar lúta forræði Bandaríkjanna, hafa nú skyndilega fengið mikla um- hyggju fyrir flóttafólki í S-Víetnam. Þessi umhyggja er frá hendi Banda- rikjanna ekkert annað en tilraun til að fela fyrri glæpi sína og til að hylja undirbúning nýrrar innrásar í Víetnam. Það er herlið Saigon- stjórnarinnar og bandaríska stjórn- in, sem alla ábyrgð ber á flóttafólk- inu og vandamálum þess. Með því að reka fólk burt fra heimilum sín- um til að koma í veg fyrir að það gerist borgarar á svæðum BBS og með því að nota almenna borgara sem skjöld og brynju í baráttunni gegn ÞFF, gerir Saigon-herinn sig sekan um óskiljanleg og grimmdar- leg svik við fbúa landsins. Sem vin- ir víetnömsku þjóðarinnar er það skylda íslendinga að mótmæla þessu. A svæðum BBS búa nú u. þ. b. 4 milljónir, flóttamanna, sem áður voru fangar í aðgerðarleysis-búðum Saigon-stjórnarinnar. BBS hefiir beðið heiminn að veita þessum flótta- mönnum aðstoð þegar í stað. Við skorum á íslensku þjóðina að taka virkan þátt f því starfi. Við heitum á íslensku þjóðina að taka undir eftirfarandi kröfur okkar: 1. Veitum þjóðfrelsisbaráttu víet- nama og kambódíumanna fullan stuðning/ 2. Niður með svikarana Lon Nol og Thieu/ 3. Gegn nýrri innrás Bandaríkjanna undir fölsku flaggi flóttamanna- hjálpar/ 4. Bandaríkin og Saigon haldi París- arsáttmálann! 5. Við krefjumst þess, að hinum einhliða málflutningi í íslenskum fjölmiðlum verði hætt, og að raddir víetnömsku þjóðarinnar, BBS og ÞFF, verði gert jafn hátt undir höfði og áróðri Saigon-lið- anna/ 6. fslenska stjórnin viðurkenni þeg- ar í stað BBS og slíti öllu sam- bandi við Saigon-stjórnina! 7. Islenska ríkisstjórnin viðurkenni þegar f stað GRUNC, útlagastjórn Kambódfu/" Með kærri þökk fyrir birtinguna, Félag fslenskra námsmanna f Cteló gæsku. Æosta markmlðið hja Ford og Rockefeller þessa dagana er að bjarga munaðarlausum börnum und- an hörmungum stríðsins. Þessir menn, sem stjórna fullkom- nastu múgmorðsvél allra alda, og bera ábyrgð á dauða og limlestingu hundruð þúsunda barna sem hafa ýmist verið brennd með Napalmi eða myrt likt og í Song My (mynd) gera nú strandhögg í munaðarleys- ingjahælum S-Vfetnam til aðbjarga börnum. Að auki hyggjast þeir bjarga um 200þús. Víetnömum áður en Saigon- . stjórnin hrynur endanlega. Hér er fyrst og fremst um að ræða fyrrver- andi starfsmenn bandar. hers, en meðal þeirra leynast einnig þeir sem unnu að framkvæmd Phoenix-áætlun arinnar, þ. e. við að útrýma öllum þeim sem voru grunaðir um stuðning við Þjöðfrelsishreyfinguna. Umhyggja bandarísku heimsvaldasinn- anna gagnvart þessum hlaupatíkum sínum verður kannski skiljanlegri þegar það er haft í huga að með þessari "björgun" gefst Ford tæki- færi til að senda um 90þús bandar. hermenn til Víetnam, en sterk öfi f Washington vinna nú að því aðkoma slíkri innrás f framkvæmd. Af hverju hrundi Saigonherinn? Morgunblaðið hefur reynt að innprenta landslýð þá blekk- kommúnísta" og þar fram eftir götunum. En hver er ingu að það séu "kommúnistar sem hafi rofið Parísar- sannleikurinn f þessi i það : sáttmálann", blaðið hefur birt heilan leiðara um "griðrof þessu máU - hvað er það sem Morgun- blaðið er að reyna að fela? Morgunblaðið hamast við að fela þá staðreynd, að það voru bandaríksu heimsvaldasinnarnir og leppar þeirra í Saigon, sem hafa þverbrot- ið samkomulagið - enda var það aldrei ætlun þeirra að halda það f heiðri. En þótt Morgunblaðið sitji við sama heygarðshornið þá tala staðreyndirnar sfnu máli - og gegn lygum Morgunblaðsins. Það þarf ekki annað en að flétta í bandaríska tímaritinu "Time" (sem varla verð- ur sakað um að vera málgagn komm- úmsta) til þess að finna nokkrar þessara staðreynda. I "Time" frá 14. apríl s.l. er sagt frá hvernig Saigonherinn braut sam- komulagið í sífellu, m. a. segir frá því að honum hafi tekist að auka yfirráðasvæði sitt um 20% frá því að samkomulagið var undirrítað þar til þjóðfrelsisherinn hðf gagnsókn. Enn- fremur skýrir blaðið frá því að Thieu hafi gert allt sem í hans valdi stoð til að hindra pðlitíska starfsemi á svæði Saigonstjórnarinnar - en í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að frelsi til stjórnmálastarfsemi skyldi tryggt. Brot Saigonstjórnar- innar komu einnig fram í þvf að her hennar réðist á hersveitir úr liði Þjóðfrelsishersins sem komu á fyrir- fram ákveðna staði (sem samið var um f Parísarsamkomulaginu) til þess að setjast að á frelsuðu svæðunum. Allt þetta getur að líta á bls. 26 í fyrrnefndu tímariti. Auk þessa þá héldu bandarfsku heimsvaldasinnarnir áfram að senda vopn til Thieu-klíkunnar, og 25. 600 bandarískir hernaðarráðgjafar stjórn- uðu aðgerðum Saigonhersins f árás- um hans gegn frelsuðu svæðunum. Hvorttveggja var þetta brot á París- arsamkomulaginu. Hér var því aldrei um "griðrof kommúnista" að ræða - heldur upp- reisn alþýðunnar í bæjunum ("fimmta herdeild kommúnista" eins og það heitir í Morgunblaðinu) - uppreisn gegn ógnarstjórn Thieu-fasistanna. Það er hin eina raunverulega skýr- ing á skyndilegu undanhaldi Saigon- hersins - sem taldi til skamms tíma 1,1 milljón hermanna og hafði yfir að ráða 3ja stærsta flugher í heimi (aðeins Bandaríkin og Sovétríkin hafa stærri flugher). Gegn þessari víg- vél stóð Þjóðfrelsisherinn (um 200 þúsund) með stuðning allrar alþýðu að baki sér. Það er staðreynd að Saigonherinn var byggður upp af bandarísku heims- valdasinnunum - þar af leiðandi gat hann aldrei staðist til lengdar eftir að meginher Bandaríkj anna var far- inn frá Víetnam. Síðustu mánuðina fyrir undanhaldið var tala liðhlaupa um 24. 000 á mánuði hverjum (skv. bandaríska tímaritinu "Newsweek"). Sigur þjóðfrelsisaflanna nú er enn ein staðfesting þess að allt tal um innrás að norðan og að alþýða S-Vfet- nam hafi stutt Saigon (greitt henni atkvæði "með fótunum") er blekking. Ef Þjóðfrelsisherinn, sem hvorki hefur flugvélar né skriðdreka (þótt vestrænar fréttastofur reyni að halda því fram), nyti ekki stuðnings al- þýðunnar í ’ S-Víetnam - þá væri honum gjörsamlega ómögulegt að sigra bæði bandaríska herinn og Saigonherinn. -/hh Afstaða trotskyistanna í Fylkingunni til baráttunnar I Vietnam Það hefur berlega komið í lj’ós að undanförnu hversu gagnbyltingarsinn- uð afstaða trotskýistanna f Fylking- unni er í rauninni. Sú stefna sem sigraði á sumarráðstefnu Fylkingar- innar s. 1. sumar hefur nú verið kynnt í Nelsta og í umræðunum varð- andi samfylkingu á 1. maí. Afstaða Fylkingarinnar er í stuttu máli sú að þeir setja fram vfgorðin "Lifi sósílaiskt Vfetnam" og "Öll vöid til BBS" (Bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar f S-Vfetnam). Ennfremur hafa trotskýistarnir ráð- ist gegn Parísarsamkomulaginu og túlkað það sem ósigur fyrir þjóðfrels- isöflin. Sem dæmi um þá afstöðu má nefna skrif f Maðinu "The Militant" sem er málgagn "Socialist Workers party" (stærstu samtök trotskýista í Bandaríkjunum). 1 því blaði segir (31. tbl. ”74) "að Parfsarsamningar- nir voru f heild afturför fyrir barátt- una í Víetnam", ennfremur er talað um að "stalínistarnir" í Þjóðfrelsis- hreyfingunni hafi svikið baráttuna mað því að skrifa undir samningana. Þessi afstaða trotskýistanna birtist þannig f verki að þeir styðja ekkibar- áttuna í Víetnam skilyrðislaust -þeir afneita'því að berjast fyrir sem víð- tækustum stuðningi við þjóðfrelsis- öflin, en vilja þess í stað einangra stuðningsstarfið við þá sem styðja sósíalismann (Lifi sosíaliskt Víetnam) Þessi stefna getur, ef hún nær sterkri fótfestu t. d. í Víetnamnefndinni, veikt stuðningsstarfið gffurlega. Krafan um "Öll völd til BBS", sem er sett fram í 4. tbl. *75, er algjör- lega andstæð stefnu BBS. Sem dæmi um það má benda á samsteypustjórn- ina sem BBS hefur sett fram sem bar- áttumál - og fært fram í verki t. d. f Da Nang. Barátta BBS beinist nú að þvf að fá Bandaríkjaleppinn Thieu settan af - og að í hans stað komi ríkisstjórn sem framfylgi ákvæðum Parísarsáttmálans um frið og sættir þjóðarinnar. Fýlkingin, sem neitar að viðurkenna baráttuna sem baráttu fyrir nýlýðræði, setur sínar skoðanir ofar stefnu BBS - en þykist sam' styðja BBS, íýlkingín neitar að viður kenna skilgreiningu BBS á ástandinu og telur sig betur til þess fallna, sitjandi hér uppi á Islandi, til þess að smíða baráttu.vagorðin fyrir al- þýðu Víetnam. Því miður er ekki rúm f þessu blaði til að fjalla nánar um gagnbyltingar- stefnu Fylkingarinnar - það verður að bíða næsta blaðs. ^ Hafa bandarísku heimsvaldasinnarnir snúið baki við barnamorðunum?

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.