Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 6
6| Frá vinnustöðunum STÉTTABARATTAN 4. tbl. 25.4. 1975 Frá Straumsvík Eftirleikur desember samkomulagsins I desember 1974 var gert bráða- bi'rgðasamkomulag milli Isl. Alfé- lagsins annars vegar og Verkamanna- félagsins Hlífar hins végar. Sam- komulag þetta fól í sér óverulegar kjarabætur, en jafnframt afsalaði félagið sér réttinum til að fara fram á frekari kjarabætur, fyrr en sam- ist hefði á hinum almenna vinnumark- aði. Félagar úr KSML í Straumsvík bentu á að það væri rangt að sam- þykkja samkomulagið þar sem óvíst væri hvenær samið yrði á almennum markaði, og bentu ennfremur á að allar forsendur væru fyrir hendi að verkamenn í Straumsvík næðu fram verulegum kjaraþótum, og gætu þannig verið leiðandi í kjarabarátt- unni. Aðalrök verkalýðsforystunnar var, að betra yæri aðsemja á eftir hinum almenna vinnumarkaði þar sem þá næðust betri kjör en ella, eða með öðrum orðum, að sleikja rjómann af þeim kjarabótum sem hinn almennl vinnumarkaðaður semdi um. Hugleysi og undirlægjuháttur verkalýðsforystunnar gagnvart ISAL kapitalistunum undirstrikaðist ennþá betur við þetta samkomulag. Arang- urinn af þessari baráttuaðferð kemur fram í dag þegar bráðabirgðasam- komulag ASI og VSl er lagt fram eft- ir margra vikna leynimakk. Sam- komulagið felur í sér nákvæmlega sömu prósentuhækkun, til þeirra lægstlaunuðu, og ISAL-verkamenn fengu í des. 1974 eða 13% Það er deginum ljósara að bráðabirgðasam- komulagið á sínar rætur að rekja til ÍSAL-samkomulagsins, enda ekki ó- eðlilegt, þar sem Ragnar Halldórs- son, stjórnarformaður Isl. Álfélags- ins situr einnig í stjórn Vinnuveitenda- sambands Islands. Yfirgangur ISAL I garð verkamanna Frá áramótum hafa staðið yfir samn- ingafundir á milli verkalýðsforyst- unnar og ISAL um bættan aðbúnað á vinnustaðnum, árangurinn af þessum fundum hefur ekki litið dagsins ljós, sen greinilegt er að ráðamenn ISAL, sem og aðrir kapitalistar, ætla að notfæra sér versnandi horfur í at- vinnumálum til þess að auka vinnuá- lagið og herða sultarólina að verka- mönnum. I Straumsvík hefur þetta m. a. komið fram í því að búníngs- herbergjum verkamanna hefur verið læst, undir því yfirskyni að verið sé að vernda eigur okkar fyrir þjófum. Það er því ekki óeðlilegt að verka- menn spyrji hverjir eru þjófarnir, þegar allir ráðamenn fyrirtækisins ganga með lykla upp á vasann. Nei, ástæðan fyrir því að búningsherbergj- um verkamanna var læst, var sú að verið var að útiloka verkamenn í Straumsvík frá því að geta haft eitt- hvert afdrep, eftir að settum verk- efnum var lokið, nú skal nýta hverja mínútu vinnutímans, jafnvel með tilgangslausum verkum, ef annað fellur ekki til. Samfylkingarnefndin KSML í Straumsvík hafa lengi rekið áróður fyrir sjálfstæðu skipulagi verkamanna á vinnustaðnum. Ar- angur af starfi okkar er nú farinn að koma í ljós, samfara því að yfir- gangur ÍSAL vex með hverjum deg- inum sem líður. Flestar vaktir og deildir hafa nú kosið sér fulltrúa í samfylkingarnefnd með það að mark- miði að verja hagsmuni verkamanna á vinnustaðnum, gegn yfirgangi atvinnurekenda. Enn sem komið er hefur starfssvið samfylkingarnefnd- arinnar ekki verið fullmótað, en augljóst er að kröfumótun og samn- ingsréttur verði í höndum verka- manna sjálfra, en ekki undir oki 'faglegra og pólitískra geldinga I verkalýðsforystunni. Með því að skipuleggja okkur sjálfstætt á vinnu- stöðunum gerum við okkur kleift að skipuleggja okkur á grundvelli stétt- arbaráttunnar gegn auðvaldsskipu- laginu, fyrir sósíalismann. -/Straumsvíkursella KSML Afleiðingar svikasamninga Dagsbrúnar- forystunnar og VSÍ í des. sl.: Verkfall h]a Togaraafgreidslunni MánUdaginn 10. mars s. 1. lögðu verkamenn f fragtskipadeild Togara- algreiðslunnar niður vinnu. Astæðan var sú að fjölgað var kauptöxtum við uppskipunarvinnu. Nýi kaupaukinn var 8% og reyndust aðeins 3 uppfylla þau skilyrði sem honum fylgdu. Skil- yrðin voru þau að viðkomandi varð að hafa lokið 3ja vikna námskeiði. Aður voru að vísu 3 taxtar, byrjendakaup, kaup eftir 3 mánuði og kaup eftir 1 ár. Þessir taxtar eiga það hinsvegar sam- eiginlegt að þeir taka mið af reynsl- unni einni saman. Nokkrum dögum áður höfðu verka- mennirnir við togarana (þeir sém ekki höfðu farið á námskeiðið) sett fram kröfur um 8% kaupaukann. Stjórn Togaraafgreiðslunnar tregðað- ist við að samþykkja kröfur þeirra og skelltu verkamennirnir á verkfalli. Brá þá svo við að stjórnin gerði þeim tilboð um að þeir sem unnið höfðu f 10 ár eða lengur skyldu fá kaupaukann og gengu þeir að þvf. (Til glöggvun- ar skal þess getið að svo til allir höfðu þennan starfstfma að baki). Strax og við fréttum þessi málalok héldum við fund og kom þá í ljós að enginn okkar uppfyllti skilyrðin. Nið- urstaðan varð sú að tilboðið væri engin lausn fyrir okkur. Var því á- kveðið að fara í verkfall sámdægurs. Við báðum um fund með forstjóranum og lýstum þeirri skoðun okkar að við sæjum enga frambærilega ástæðu fyr- ir því að mismuna mönnum í kaupi. Námskeiðið sem notað væri sem yfir- varp væri ekkert annað en skrípaleik- ur. Forstjórinn féllst á skoðanir okkar varðandi námskeiðið, en synj- aði kröfum okkar um kauphækkun á þeirri forsendu að samningar hefðu verið gerðir ög þá bæri að halda. Með þessi svör fórum við. Verkfallið stóð í 2 1/2 dag og því lauk án þess að kröfur okkar næður fram að ganga. Meginástæða þess að verk- fallið fór út um þúfur var sú að hóp- ur verkamanna hjá fyrirtækinu, svo- kallað katlalið, reyndist reiðubúið til að taka upp okkar störf. Við skulum að lokum skoða hvernig stjórnendur Togaraafgreiðslunnar virða eigin ályktanir. Frá og með 1. mars er kaupahkinn greiddur til þeirra fáu sem fóru á námskeiðið. Viku seinna fá þeir sem unnið hafa í 10 ár eða lengur og fóru ekki á nám- skeiðið, sama kaupauka. Þá kemur upp "vandamál", nokkrir togaraverka- menn voru semsé eftir og einnig vant- aði nokkra nýja menn I togarana um þetta leyti. Liklega hefur greiðsla kaupaukans til þessara verkamanna átt að vera leyndarmál. Af framansögðu á að vera ljóst að stjórnendur Togaraafgreiðslunnar hafa nú þegar kastað rekunum á sínar eig- in röksemdir og að við höfum unnið á þeim siðferðilegan sigur. Fullur sig- ur hlýtur að vera skammt undan. -/Jón Kristjánsson Til hvers eru námsskeiðin Þau námskeið sem hafnarverkamenn þurftu að fara í til að fá 8% kaup- hækkun stóðu yfir í þrjár vikur, tvo tíma á kvöldi fimm daga vikunnar. Námsskeiðunum var skipt I þrennt: Öryggismál, brunavarnir og slysa- • varnir. Það sem var einkennandi fyrir Jjessi námsskeið var, að þau innibaru ekkert raunhæft fyrir hafnarverkamennina, varðandi vinnu- staðinn. T. d. var þannig á fundun- um um brunavarnir, ekkert fjallað um eldsvoða f skipum, eða á vinnu- stað hafnarverkamanna. Þannig sagði Rúnar Bjarnason sem leið- beindi á námsskeiðinu: "Það atriði heyrir ekki undir Slökkvilið Reykja- vikur, heldur undir aðra aðila." Hinsvegar fjallaði Rúnar mjög ítar- lega um eldhœttur í heimahúsum, og benti hafnarverkamönnum á þá hættu sem felst í þvf "að húsmóðirin fari á fráhnepptum nælonsloppnum upp úr rúminu á morgnana og kveikti á eldavélinni, slíkt væri stórhættulegt. " Líka skýrði hann frá því í löngu máli hvernig slökkviliðið hefði átt f bar- áttu við bæjarsímann um að fá eitt- hvert tiltekið símanúmer. 1 orðinu "slysavarnir" hljóta að eiga felast einhver atriði sem eru fyrir- byggjandi því að slys eigi sér stað. En á námsskeiðunum var aðeins fjallað um atriði sem viðkomu því hvernig ætti að hegða sér eftir að slys hefði skeð, meðhöndlun á slös- uðum mönnum o.þ.h. A slysavarn- arnámsskeiðinu var notað sama prógramm og notað er á námsskeið- um fyrir meirapróf, en alls ekkert fjallað um þessi mál út frá vinnu og vinnustað hafnarverkamanna. Mætingasókn á námsskeiðin varð að vera hundrað prósent ef þau áttu að gefa rétt til kauphækkunar, og til- kynning um byrjunardag var hengd upp á hádegi þess dags sem náms- skeiðin áttu að byrja. Þar urðu menn því að ráðstafa hverju einasta kveldi næstu þrjár vikurnar, eða verða af 8% kauphækkun. Þetta og það hversu efni námsskeiðanna var ur tengslum við vinnu verkamann- anna, svo að ekkert var á þeim að græða, leiddi til þess að þau voru afskaplega illa sótt. Svikasamningarnir sem Dagsbrúnar' forystan barði í gegn í des. s.l. og sá skrípaleikur sem þessi innihalds lausu námsskeið voru, hafa afhjúpað Dagsbrúnarforystuna ákaflega vel fyrir hafnarverkamönnum. Dags- brúnarforystan getur reynt að setja á svið sjónleiki og þyrla upp mold- viðri til að dylja hverjum hún raun- verulega þjónar, en sá tfmi mun koma að hún þarf að standa skil á gerðum sínum fyrir reykvískum verkalýð. -/JK „Skásti kosfurinn- lélegur kostur það” Dagsbrúnarforystan berst gegn fjöldabaráttu verkalýðsins Blaðamaður Stéttabaráttunnar átti ný- lega tal við Ögmund Svavarsson verka- mann í mjólkursamlaginu á Sauðár- króki. Hvað finnst þér um ástand sósíalfskr- ar hreyfingar á Islandi núna? Alþýðubandalagið er nú eins og flest- ir gera sér grein, fyrir, sósíaldemó- kratfskur flokkur. Hann er í sömu aðstöðu gagnvart samtökum eins og KSML eins og Alþýðuflokkurinn var áður gagnvart Kommúnistaflokk Is- lands. Eg hef undanfarið kosið Al- þýðubandalagið sem skásta kost okk- ar verkamanna, en þessi skásti kost- ur er lélegur kostur og ef svo heldur áfram með Alþýðubandalagið eins og undanfarin ár, sem það gerir örugg- lega, þá get ég ekki sætt mig við þennan kost. Það er sýnilegt að ástandið er þann- ig núna að það verður að einbeita kröftunum í að byggja upp á nýjan leik kommúnistaflokk sem sé fær um að leiða stéttabaráttuna til sigurs fyrir okkur verkamenn. En ég er nú orðinn það gamall að ég treysti mér ekki út í slíkt starf. Það er ykkar unga fólksins, framtíðin er ykkar og þið hafið allt að vinna. Hvernig er ástandið f vérkalýðsmál- um á Sauðárkróki ? Það er vægast sagt mjög bágborið. Verkamannafélagið er í höndum hægri krata, Jóns Karlssonar, sem rekur sömu pðlitík í verkalýðsmálum og Jón Helgason á Akureyri og Eðvarð í Reykjavík. Hann er búinn að koma sér vel fyrir á skrifstofu og búinn að gera verkamannafélagið að hálfgerðu skrifstofufélagi. Þar að auki er þessi sami maður forseti' bæjar- stjórnar, umboðsmaður Brunabóta- félagsins og margt fleira sem of langt yrði upp að telja. En þrátt fyrir alla þessa bitlinga þá hefur hann ekkert gert sem til hagsbóta getur talist fyrir verkamenn s. s. I bæjarstjórninni. Kannski er þetta á- ,stand ekki neitt sértækt fyrir Sauð- árkrók, svona er ástandið yfir alit landið. Nú ættlr þú að geta sagt okkur eitt- hvað af starfi gamla Kommúnista- flokksins á Sauðárkroki ? Ég var nú svo ungur á þeim árum, en ég var á þeim árum I því að selja KOTUNG hérna í bænum. KOTUNG- UR var útgefinn af Sauðárkróksdeild K. F. I. og kom út I ein fimm ár. Kotungur var fjölritaður hérna í bæn- um í fjölritara sem Sauðárkróks- deildin átti. A þeim árum var rek- in raunhæf byltingarpólitík og ég held að Kotungur hafi verið með betri blöðum sem Kommúnistaflokkurinn átti út um latfd. Pétur Laxdal var .aðalforinginn og skrifaði mest í Kotung og var reyndar ábyrgðarmað- ur hans. En auk ' hans skrifuðu margir I blaðið s. s. Helgi Hálfdán- arson og fl. Mér er það sérstaklega minriisstætt þegar ég var að selja blaðið í húsum hérna íbænum, hve óblíðar viðtökur ég fékk í mörgum húsum. Svo má líka segja frá því að Pétur Laxdal var fyrsti kommúnistinn sem kosinn var I sveitarstjórn utan Reykjavíkur, og segir það nokkuð um styrk K. F. I. hérna á þessum árum. Hvernig líst þér svo á framtíðina? Ég get ekki sagt annað en ég sé bjartsýnn. Eftir að ég fór að fá Stéttabaráttuna lifnaði aftur yfir mér, þetta er gott blað og ég treysti ykk- ,ur til að framkvæma það sem þið stefnið að, að stofna kommúnista- flokk. Og ég get sagt þér það að lokum að áskrifendur Stéttabarátt- unnar eru orðnir nokkrir hérna í samlaginu. -/GM 16. mars s.l. var haldinn fundur I Verkamannafélaginu Dagsbrún og var tilgangur fundarins að skýra frá gangi samningaviðræðnanna og afla heimilda til verkfallsbóðunar. Þessi fundur bar greinilega merki þess, hversu verkalýðsforystunni hefur tekist að þrengja að lýðræðinu innan verkalýðsfélaganna, I skjóli þess, hversu meðvitund verkalýðsins 'er á lágu stigi í dag, og jafnframt, að hún ætlar sér ekki að vekja verka- lýðsfjöldann til nokkurrar baráttu. Þannig sagði formaður Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson, að það væri tómt mál að tala um það, að við fengjum kjaraskerðinguna bættá að fullu nú á næstunni, sllkt þjónaði reyndar engu góðu fyrir verkalýðinn, og það eina sem hægt væri að gera, væri að setjast við samningaborðið og halda makkinu áfram. Einnig sagði hann, að það væri út I hött á þessu stigi málsins að fara að berj- ast fyrir afnámi vísitölubindingu kaupgjálds. Um heimildina til verk- fallsboðunar, sem samþykkt var á fundinum, sagði Eðvarð, að það væri ekki ætlun þeirra í verkalýðsforyst- unni að notfæra sér verkfallsréttinn nema sem algjört neyðarúrræði eins og hann orðaði það. Þetta er sem sagt það, sem formaður fjölmenn- asta verkalýðsfélags landsins boðar: áframhaldani kjaraskerðing, engin barátta af hálfu verkalýðsins, ekkert verkfall. Nokkrir Dagsbrúnarmeðlimir I KSML voru mættir á fundinum og báru þeir fram eftirfarandi ályktun: "Fundur, lialdinn I Verkamannafél- aginu Dagsbrún, 16.3. "75, álykt- ar, að efnahagsörðugleikar undan- farinna mánuða séu afleiðing taum- lausrar gróðasóknar auðvaldsins og að efnahagskreppan, sem framund- an er, sé afleiðing af arðránsskipu- lagi auðvaldsins. Hinar gífurlegu kjaraskerðingar, sem orðið hafa samfara sfhækkandi vöruverði, verður að stöðva og til þess er að- eins ein leið fær - leið verkfalls- baráttunnar. Fundurinn ályktar ennfremur, að forystumenn félagsins hafi svikið hagsmuni félagsmanna með því að láta undir höfuð leggjast að skipu- leggja baráttuna gegn kjaraskerð- ingunum og með því að semja við atvinnurekendur án vitundar og stuðnings félagsmanna. Fundurinn Eðvarð Sigurðsson, form. Dags- brúnar. Sjóndeildarhringur hans takmarkast við borðbrún fundar- borðsins hjá sáttasemjara ríkisins lýsir þvf yfir, að umboð Dagsbrún- arforystunnar til aðildar í 9 manna nefnd ASl sé ólöglegt samkvæmt félagslögum, því það var samþykkt á félagsfundi þar sem einungis 80 félagsmenn voru nærstaddir, en samkvæmt lögum félagsins og yfir- lýsingum formannsins þar að lút- andi þarf 300 manna fund minnst til að samþykkja slíkt umboð. Fundurinn lýsir því yfir vantrausti á forystu sína, en þetta vantraust byggir á þeirri staðreynd, að for- ystan hefur fullkomlega vanrækt að skipuleggja baráttu félagsmanna fyrir hagsmunum sínum, en þvert á móti lýst því yfir að taka verði mið af gróðahagsmunum atvinnuveg- anna, sem eru í einkaeign auðvalds- ins. Fundurinn lýsir yfir, að bar- áttuna gegn kjaraskerðingum auð- valdsins beri að heyja undir vfgorð- unum: - Engar uppsagnir eða kjaraskerð- ingar - Látum auðvaldið borga kreppuna! - Sjálfstæða baráttuskipulagningu verkalýðsins á grundvelli lýðræðis - legra kjörinna verkfallsnefnda á vinnustöðunum sjálfum!" A fundi, sem Dagsbrúnarforystan hélt f desember var töluverð andstaða gegn forystunni, sem þá hafði naum- an meirihluta á bak við sig. I þetta sinn hafði hún allan varan á, því að sögn eins félagsmanns, sem öllum hnútum er kunnugur innan Dagsbrún- ar, hafði forystulið Dagsbrúnar aug- ljóslega smalað á fundinn sér hag- stæðum mönnum. A hinn bóginn var hópurinn gegn Dagsbrúnarforystunni tiltölulega fámennur í þetta sinn. Afleiðingarnar urðu þær, að Dags- brúnarforystan bar fram frávísunar- tillögur á ályktanir KSML-félaga og ífylkingarmanna, sem voru samþykkt- ar með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Þessi fundur ætti að kenna okkur, að við verðum að virkja mun betur og á víðtækari grundvelli en hingað til, andstöðuna innan verkalýðsfélaganna, þvf óánægjan með starfshætti verka- lýðsforystunnar er miklu meiri en þessi fundur gefur til kynna. Við verðum að hvetja baráttufúsa verka- menn til að mæta á fundi verkalýðs- félaganna, hvetja þá, ekki aðeins til að skipuleggja sig sjálfstætt á vinnu- stöðunum, heldur líka að skipuleggja andstöðuna gegn ASl-broddunum' innan fagfélaganna. ___________-/SJO_____________ Gerist áskrifendur að STÉTTABARÁTTUNNI

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.