Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 25.04.1975, Blaðsíða 8
STÉTTABARATTAN 4. tbl. 25.4. 1975 FRAMH. AF FORSIÐU. K.A. smiðjurnar á Selfossi Samstaðan að bakl I upphafi vakti verkfallið ekki mikla athygli, ekki fyrir utan Selfoss. Það hefur lengi verið raunin að slíkar vinnustöðvanir hafa blossað upp en dáið jafnskjótt, bæði vegna innri ó- einingar og ekki síst vegna þess, að skæruverkfalismenn hafa oftast orð- ið að berjast á tvær hendur. Slík dæmi þekkjum við t.d. úr Reykjavík og vfðar, þar sem atvinnurekendun- um hefur oftar en ekki borist "óvænt- ur" (. ?) stuðningur frá skriffinnun- um í viðkomandi verkalýðsfélagi. Um ekkert slíkt var að ræða í þessu máli. Verkameimirnir nutu strax í upphafl stuðnings forystu verkalýðs- félaganna á Selfossi. A sama tfma hófst sterk samúðar- alda með þeim meðal allrar alþýðu. Ýmis félög og einstaklingar hafa lát- ið fé af hendí rakna til stuðnings verkfallsmönnum. Hér yrði það of langur listi, ef ætti að telja þá upp. Einnig hafa verkstæðismenn notið beins stuðnings frá starfsbræðrum sfnum á öðrum verkstæðum Sam- bandsins, sem hafa neitað og af- greiða varahluti til KA og neitað að vinna við viðgerðir á bílum þess. Orsakir þeissarar samúðaröldu eru vafalaust þær, að verkfallið hefur endurvakið trú verkalýðsins á sjálfan sig. Það hefur endurskapað trú, sem hefur farið þverrandi sfðustu áratug- inga vegna skrifræðislegra vinnu- bragða verkalýðsforystunnar svoköll- uðu. Það hefur sýnt og sannað að til eru verkamenn, sem ekki gefast upp þegar að þeim er sótt og standa fast á rétti sínum, þegar að honum er vegið. Kommúnistasamtökin m-1 gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að efla samstöðuna að baki verkfalls- mönnum. Hug sinn til þeirra hafa þau þegar sýnt, er miðstjórn KSML ákvað, strax og sýnt þótti að verk- fallið myndi verða langvinnt, að veita þeim 10. 000 kr. úr rýrum ' sjóðum sínum. En fjárframlög eru ekkl höfuðatriðið, þótt mikilvæg séu. Það er samstaða og vfðtækur baráttustuðningur allrar verkalýðsstéttarinnar og vinnandi alþýðu, sem vegur mest á metun- um. I>ví leggja KSML áherslu á, að stuðningur við verkfallsmenn fari ekki eftir flokkspólitfskum metingi, heldur samkvæmt því kjörorði að sameina alla sem hægt er að sam- eina í stuðningsaðgerðunum. Þegar þetta er skrifað, eru fjórar mfsmunandi fjársafnanir í gangi í Reykjavík á vegum fjögurra mismun- andi samtaka (verkalýðsforystunnar, Rauðrar verkalýðseiníngar, EIKm-1 og "KSMLb"). Okkur finnst alls ekki hæfa að sundra stuðningshreyf- ipgunni enn meir með þvf að efna til fimmtu söfnunarinnar. Það yrði baráttu verkstæðismanna á Selfossi fremur í óhag en.hitt. Markmið KSML hlýtur því að vera að leita eftir samkomulagi við alla þá aðila sem sýnt hafa samstöðu með verk- fallsmönnum. Sundrung f iiði andstæðinganna A sama tíma og fjöldahreyfing er að vaxa að baki verkfallsmönnum, fækk- ar þeim sem mæla KA bót. Öllum spjótum er beint að kaupfélagsstjór- anum og þeim fáu stórbændum, sem standa að baki honum í kaupfélags- Stjórninni. Jafnvel forystumenn Sambandsins í Reykjavik eru orðnir uggandi og leggja að Oddi að gefa eftir og láta málin "sjatla niður. " Þapnig reyna þeira að grípa f hvert það hálmstrá sem eftir er og bjarga andliti SlS. Fyrir þá er þetta ekki aðeins spurn- ingin um að halda í goðsögnina um samvinnufélögin, heldur blandast málið að miklu leyti flokkspólitískum hagsmunum Framsókharflokksins. Allir þekkja hið "ástkæra samband" á milli Sambandsins og framsóknar- maddömunnar. 1 máli verkstæðis- mannanna koma þessi tengsl skýrt í ljós, hvað varðar formann kaupfé- lagsstjórnar KA, sem jafnframt er þingmaður Framsóknarflokksins. Þannig vita fyrirmennirnir f SlS ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Eita þeir að standa með kaupfélags- stjóranum í samdráttar- eða "hag- ræðingar"aðgerðum hans, sem til þess eru ætlaðar að vernda gróðann, eða eiga þeir að bjarga samvinnu- goðsögninni og pólitískum orðstfr Framsóknarflokksins. Einmitt þessi tvístfgandaháttur kemur ber- lega fram í málgagni þeirra Tíman- um, sem annað hvort þegir þunnu hljóði eða veltir báðum vöngum til jafns eins og velþenkjandi kýr f kál- garði. Það eru miklar líkur fyrir því að goðsögnin og stjórnmálaorðstírinn verði ofaná. Verkstæðismenn sjálfir hafa ekki séð í gegnum samvinnuauðvaldið og eru margir hverjir félagsmenn í KA. Af fréttatilkynningum og ýmsu öðru sem frá þeim hefur borist má marka, að allavegana margir þeirra ala þá von í brjósti, að samvinnu- félögin og þar með KA hafi einhverra annarra hagsmuna að gæta en gróð- ans. Þessar vonir eða tálvonir eru ekkert einsdæmi fyrir verkstæðismenn eða starfsmenn KA. Þær eiga sér ræt- ur í mörgum, þykkum lögum verka- lýðsstéttarinnar. Einmitt þess vegna verður að leggja áherslu á auð- valdseðli samvinnufélagsskaparins, sem í engu er "skárri" en t. d. hrein- ræktaðir gróðagarpar í heildsalastétt. En láti Sambandið sér annara um "siðferðileg" áhrif sín, þá er örvænt um stöðu kaupfélagsstjórans á Sel- fossi. Verkfallið er pólitfskt Það verður að taka það skýrt fram, að þegar hér er rætt um að verkíall- . ið sé pólitískt að inntaki, þá er ekki átt við flokkapólitík Framsóknar- flokksins, Alþýðubandalagsins eða nokkurra annarra pólitískra samtaka. Verkfall verkstæðismannanna er pólitískt, hvað varðar hagsmuni allr- ar verkalýðsstéttarinnar. Ýmsir aðilar, svo sem Þjóðviljinn og nokkur smásamtök hafa reynt að hagnýta sér verkfallið til þess að auglýsa sig upp. Og páfarnir í ýms- um verkalýðsfélögum hafa séð þarna kjörið tækifæri til að slá ryki í augu verkamanna. Þeir hafareynt að sýna fram á, að þeir væru áka/ir stuðningsmenn verkfallsmanna á Selfossi, þótt þeir berðust gegn verkfallsmönnum í eigin félögum. Það er rétt að benda á og afhjúpa all- an slíkan tvískinnungshátt. Það er jafn rétt og að bjóða þessum mönn- um samvinnu, því einungis á þann hátt er unnt að skapa trausta og vfð- tæka samstöðu. Alla slíka sam- stöðu verður að byggja á skilyrðis- lausum stuðningi við verkstæðis- menn án nokkurs tillits til flokks- pólitfskra eða annarra eiginhags- muna. Hér er um að ræða mál sem varðar alla verkalýðsstéttina og samkvæmt því verður að starfa. Pólitískt innihald verkfallsins felst einmitt í eftirfarandi atriðum: •Er rétt að þola möglunarlaust þær uppsagnir, sem auðvaldið grípur til á krepputímum? Er það verkalýður- inn sem á að greiða með atvinnu sinni kostnaðinn af stjórnleysi auð- valdsframleiðslunnar ? • A að láta það líðast að mönnum sé sagt upp vegna þess að starfsþrekið er ekki eins og það var um tvítugt ? Ekki eru það góðar horfur, að sjá fram á atvinnuleysi, þegar árin fær- ast ýfir, og vegna þess aðþau fær- ast yfir. • Er rétt að hugsa aðeins um gróða “fyrirtækisins eða "hag atvinnuveg- anna" þegar auðvaldið grfpur til stórfelldra lílskjaraárása? Eigum við að þakka "láglaunamönnunum" í 9 manna nefndinni eða stjórn KA fyrir að bera þungar áhyggjur f brjósti út af þessu ? • Getur verkalýðurinn vænst ein- hvers betra, ef hann starfar hjá samvinnufyrirtæki heldur en "hrein- ræktuðu" auðvaldsfyrirtæki ? A hann að þola kj araskerðingar og láta troða á rétti sfnum möglunarlaust, aðeins vegna þess að samvinnufyrir- tæki á í hlut ? Hver eina8ti verkamaður, sem ein- hverja lærdóma hefúr dregið af und- anförnum atburðum á Selfossi, veit að svo er ekki. Það umrót, sem þeir hafa valdið, bendir og á, að þessi er sú niðurstaða, sem dregin hefur verið og verður dregin af meginþorra íslenskrar alþýðu. 18/4 -/óha „Rauð verkalýðseining“ er sundrungaraf I All't síðan 1. maí 1973 hefur Fylking- ing haft á sínum snærum félagsskap sem gengur undir nafninu "Rauð verkalýðseining". 1 raun réttri er hér aðeins um að ræða dulargervi, því innan þessa félags eru eingöngu meðlimir Fylkingarinnar eða menn handgengnir henni. Þetta fordyri fýlkingarinnar er þó ekki annað en nafnið tómt, því að starf þessa félags hefur ekki falist í öðru en máttvana yfirlýsingum og sameiningu’ýmissa hðpa fyrir 1. maí á ári hverju. Að venju boðaði Fylkingin til samninga- viðræðna um aðgerðir 1. maf, undir nafni "Rauðrar verkalýðseiningar" í ár og beitti henni í tilraunum sínum til að koma ár trotskismans betur fyrir borð en áður. "Grúndvöllur" Rauðrar verkalýðsein- ingar Fulltrúar KSML, Verðandi, SlNE, Stúdentaráðs, Rauðsokka, Sósíalista- félags Reykjavfkur og Eik(m-1) mættu til viðræðna við fulltrúa Fylkingar- innar sem ýmist komu fram í hennar ■nafni eða Rauðrar verkalýðseiningar. ' Skyldi ræða um grundvöll RVEI, sem áðurnefndum samtökum hafði borist áður. Þegar frá upphafi gagnrýndi fulltrúi KSML þennan "grundvöll" bæði hvað varðaði skipulagsatriði og pólitík. 1 skipulagi RVEI var gert ráð fyrir að nánast hver sem vera skyldi mætti hafa þau vfgorð á lofti í göngunni, sem honum þóknaðist, ef hann merkti vígorðið eða afmark- aði það á einhvern hátt. Ennfremur átti 1. maí gangan að vera f nafni RVEI. Fulltrúi KSMI. sýndi fram á, að ef raunin yrði þessi, myndi gang- an vera í innbyrðis mótsögn, hvert vfgorðið öðru andstætt og hin svo- kallaða eining fælist einvörðungu í því, að andstaðan til vinstri við AB sameinaðistum að auglýsa sundrungu sína á 1. maf. Ennfremur gat KSML ekki samþykkt að ganga í nafni eins aðilans. Fulltrúi KSML benti einn- ig á, að pólitíkin í "grundvelli" RVEI væri einvörðungu kjaravígorð og gagnrýndi harðiega, að baráttunni fyrir pólitískri skipulagningu íslenska verkalýðsins í kommúnistaflokk væri varpað fyrir róða. A síðari fundinum kom í ljós, að Fylkingin ætlaði sér að setja fram trotskísk vígorð, sem í eðli sínu eru fjandsamleg verkalýðsstéttinni. Meðal þeirra voru þessi: Sósíalismi eða barbarismi; Sósíalískt Víetnam; Sósíalískt Irland; Alþjóðleg skipu- lagning; Verkalýðseftirlit með fram- leiðslunni, o. s.frv. íviðræðunum kom fram, að öll samtökin nema íýlkingin höfnuðu þessum vfgorðum fullkomlega, þar sem krafan um al- þjóðlega skipulagningu fól ekkert annað í sér en biðlun til hins alræmda glæpasambands trotskista - 4. Inter- nationalsýis. Einnig voru vfgorðið "Sósíalískt Víetnam og Irland" í andstöðu við andheimsvaldasinnaða baráttu þessara þjóða og vígorð sem hafa verið bannfærð í röðum Þjóð- frelsisfylkingarinnar og IRA. Verka- lýðseftirlit með framleiðslunni fel- ur raunverulega ekkert annað í sér, en hið alkunna kratavígorð um "at- vinnulýðræði" og voru allir sammála um að hafna því. Féllust Verðandi, Eik(m-l), Rauðsokkar og KSML á að halda viðræðunum áfram á grund- velli Rauðs framvarðar, þar sem byggt var á marxismanum-lenínism- anum og lögð höfuðáhersla á þrjá meginþætti. Rauður framvörður - ganga fram- sækinna afla á I, maf Þessir þrír meginþættir éru; 1. Gegn arðráni og verðBólgu - látum auð- valdið borgaí 2. Stétt gegn stétt' 3. Gegn stríðsfyrirætlunum risa- veldanna tveggj a - USA og Sovétríkj - anna' Fundur þeirra samtaka sem hafnað höfðu trotskisma lylkingarinnar, náði samstöðii um mörg grundvallar- atriði, en'þó hafði ekki náðst sam- staða um afstöðuna til sósíalheims- valdastefnu Sovétríkjanna, vígorðs- ins "Stétt gegn stétt!" og vígorðsins "Lifi marxisminn-lenínisminn hugs- un Maós Tse-tungs!" Hins vegar varð samstaða um að hafa sérstaka deild í göngunni, sem helguð yrði baráttumálum kvenna og skyldi hún byggja á vígorðinu "Leggjum hags- muni verkakvenna til grundvallar f baráttunni fyrir frelsi konunnar". Var ákveðið að aðilar ræddu málin hver fyrir sig og kæmu síðan aftur læssi moldvarpa prýðir forsíðu 4. tbl. Neista í ár. Fylkingin hefur kosið moldvörpuna, sem táknmynd sfna - og við neyðumst til að viður- kenna það, að þótt Fylkingin hafi yfirleitt alltaf rangt fyrir sér - þá hefur hún hér loksins hitt naglann á höfuðið. saman til viðræðna. En þessi á- kvörðun kom aldrei til framkvæmd- ar. ■Trotskisminn er klofningsafl Þegar Fylkingunni var ljóst, að trotskisma hennar hafði algerlega verið hafnað, hóf hún baktjaldamakk og lygaherferð til þess eins að kljúfa þá samstöðu, sem var að myndast um grundvölí Rauðs framvarðar. A félagsfundi Verðandi þann 16. apríl lagði hún fram falsplagg, sem gaf í skyn, að Fylkingin væri reiðubúin til að bakka með afstöðu sína og falla frá kröfu sinni um nafn göngunnar og skipulag, ásamt trotskískri afstöðu sinni. Þetta leiddi til þess, að um 20 manna fundur Verðandi (þar af voru 10 meðlimir Fylkingarinnar!) tók þá ákvörðun að reyna að nýju að sameina KSML og lyikinguna fyr- ir 1. maí. Braut Verðandi nú gegn samþykkt sinni sem gefin hafði verið í umræðunum um Rauðan framvörð og kallaði saman til sérstakra við- ræðna SR, Rauðsokka, SlNE og Stúd- entaráðs auk þess sem Fylkingin var höfð með í ráðum. Þessir hópar suðu sfðan saman "nýjan grundvöll" upp úr grundvelli Rauðs framvarðar og "grundvelli" RVEI. Síðan kölluðu þeir til fundar þ. 19. april og lögðu "samsuðuna" fram til upiræðna. Kom þá í ljós, að "sam- suðan" hafði látið öll ágreiningsat- riði niður falla og ætlaði að reyna að sameina alla aðila um þau mál, sem Verðandi taldi næst eigin af- stöðu. 1 "samsuðunni" var hvergi minnst á Sovétríkin, fræðikenningu marxismans-lenínismans var sleppt og vigorðinu "Stétt gegn stétt.1" sömu- leiðis! A fundinum 19. apríl sór Fylkingin að hún vildi helst af öllu að til samstöðu kæmi, en KSML bentu hins vegar á, að klofnings- starfsemi trotskistanna hefði þegar eyðilagt alla möguleika á samstöðu, þar. sem þeir hefðu þegar ráðist á KSML í dreifiriti 17. apríl og logið þvf upp að aðrir aðilar væru sam- mála um að ganga'í nafni RVEI. Til- raun Verðandi til að grípa leiðsögn- ina á 1. maf var frá upphafi andvana fædd, með henni hafði Verðandi ein- ungis fengið því áorkað, að samstaða um grundvöll Rauðs framvarðar var rofin og eyðilögð. Starfsaðferðir lyikingarinnar - lyg- ar og falsanir Sú afstaða sem fulltrúar KSML höfðu GuSnr.;nd--r J,,-Gu6'mUndBs Nóatúni 26 R Reitur til áskriftarmerkingar. Félagar áskrifendur' Nú hefur STÉTTABARATTAN fengið póstgíróreikning, nr. 27810. Það auðveldar ykkur að greiða áskriftirnar- nú getið þið gengið bæði I banka og pðsthús og greitt þar. Askriftargjöld eru sem hér segir: Venjuleg áskrift : 600 kr. Stuðningsáskrift Baráttuáskrift 800 1000 HVAR ENDAR ÞETTA? sett fram á fundinum 19. apríl, að lylkingin væri klofnings- og gagn- byltingarafl, sem ekki væri unnt að starfa með, sannaðist rækilega þegar apríl-tölublað Neista, málgagns iylk' ingarinnar kom út. Þetta tbl. er sett í prentun 15. apríl, þ. e. áður en fundir Verðandi voru haldnir, A forsíðu Neista er boðað til göngu á 1. maí, undír fölsku flaggi RVEI og því logið upp, að SR, Verðandi, SlNE , Stúdentaráð, vélskólanemar o. fl. hafi ákveðið að ganga með Fyikingunni á 1. maf. Þessar falsanir verða enn ógeðs- legri í ljósi þess, að Fylkingarfull- trúarnir fullyrtu á fundinum þ. 19. apríl, að þeir væru reiðubúnir til viðræðna um samstöðu á 1. maí og vildu vinna .neð öllum aðilum en falla frá r únu RVEI og trotskísk- um vígoro n sfnum. I rauninni ætl- aði.iylkingin sér aldrei að falla frá einu eða neinu, sem sannast af því, að hún var þegar búin að auglýsa göngu RVEI! Starfsaðferðir Fylkingarinnar sverja sig í ættir við þann moldvörpufélags- skkp, sem alþjóðasamband trotskista er. Enda ekki að tilefnislausu, sem trotskistar um allan heim hafa valið sér moldvörpuna sem tákn sitt. En þrátt fyrir að trotskistunum í Fýlk- ingunni hafi tekist að eyðileggja alla samstöðu á 1. maí, munu KSML fylkja öllum framfarasinnuðum öfl- um undir fána marxismans-lenínism- ans á alþj-óðlegum baráttudegi verka- lýðsstéttarinnar. Það er aðeins eftir að sjá, hvort róttækir stúdent- ar, SR, Eik(m-1) og Rauðsokkar velja heldur að ganga með trotsk- istum eða kommúnistum. Við hvetj- um þessa aðila til að hafna trotsk- ismanum algerlega, afneita öllum stuðningi á 1. maf við þau öfl, sem vinna gegn þjóðfrelsisstríði víet- nama og íra, skipulagningu íslenska verkalýðsins f kommúnískan flokk og baráttu allrar alþýðu gegn stríðs- fyrirætlunum risaveldanna. Verkamenn og vinnandi alþýða) Lát- ið lygar og falsanir trotskistanna í lyikingunni ekki blekkja ykkur, ganga Rauðrar verkalýðseiningar er ekkert annað en ganga þeirra afla, sem vinna að sundrungu verkalýðs- ins, borgarastéttínni í hag. Gangið undir rauðum fánum verka- lýðsbyltingarinnar - gangið með Rauðum framverði á 1. maí 1975! -/KG Jú - með 100% aukningu áskrifenda. A tímabilinu frá lO.mars fram til 19. aprfl fjölgaði áskrifendum um 8,1%, og er það 0,2% betra en á tíma- bilinu þar á undan. Fjölgunin er því núna 23,7%. ,að verður aé vera öll- rljóst, að við erum á áætlun , því samkvæmt .luninni ættum við að komin með 31% aukn- ;u nú - það vantar sem 7,3% uppá. En það eru ekki öll kurl komin til grafar erin - þegar blaðið fór f prentun vissum við um margar nýjar áskriftir sem voru á leiðinni, en hafa ekki áhrif á þessa frá- bæru útreikningar, sem reiknisnillingar Stéttabar- áttunnar hafa afkastað. 1 swJ on1 nóv.1 nis.1 GERIST 'ASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.