Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! Eftir margra ára frelsisstrið SIGUR I VIETNAM OGKAM Ht DIU! Mikilvægi þeirra atburða sem nú eru að gerast 1 Víetnam og Kambódíu verður tæplega ofmetið. Þeir hafa heimssögulega þýðingu og bergmál þeirra berst um allan heim. I her- búðum heimsvaldastefnunnar vekja tíðindin ótta og upplausn - en í her- búðum verkalýðsins og alþýðunnar vekja þau fögnuð, baráttugleði. Bandarísku heimsvaldasinnarnir horfa nú vanmáttugir uppá hrun þeirrar stefnu, sem þeir hafa fram- fylgt í Suðaustur-Asiu. Leppherir þeirra hrynja saman eins og spila- borgir - herdeild eftir herdeild gengur í lið þjððfrelsishreyfingar- innar og herdeild eftir herdeild er tekin til fanga eða gerð óvirk. f þessu hruni Bandaríkjaleppanna felst sönnun - sönnun á því, að alþýðu- stríðið er ósigranlegt. Marxistar- lenínistar hafa ætíð haldið því fram, að fólkið sé mikilvægara en vopnin - að lítil þjóð, sem er vopnuð réttri pðlitískri afstöðu geti sigrast á kúg- ara sínum, þótt hann sé stærri. Einnig höldum við því fram, að al- þýða, sem virðist vera vanmáttug, geti sigrað kúgara, sem virðist vera voldugur. Frelsun gjörvalls Víetnam er tfma- mótaviðburður í heimssögunni. Víetnam var sá vígvöllur sem aftur- hald heimsvaldastefnunnar valdi sjálft - til þess að stemma stigu við framsókn heimskommúnismans eins og það heitir á þeirra máli. A þess- um vígvelli skyldi sanna, að máttur stálsins væri framfaraöflunum yfir- sterkari - hér skyldi það sannað, að það væri sprengjumagnið sem skæri úr málunum, en ekki baráttuvilji al- þýðunnar. Við vitum nú hver urðu úrslit mála - og það gerir einnig al- þýða kúguðu landanna. Alþýðan í Indðkína reið á vaðið - miklu fleiri munu fylgja - nú er ðvinurinn mátt- arminni og leiðin er skýrar mörkuð. Við segjum að alþýðustríðið hafi fært fðlkinu sigurinn - en hvað er alþýðustrið? Alþýðustríðið hefur tvö megineinkenni: í fyrsta lagi að það stendur á traustum grunni fjölda- baráttunnar og fylkir til orrustu meirihluta alþýðunnar - í öðru lagi stjórnast það af framsæknum kenn- ingum marxismans-lenínismans. Sigur f alþýðustrfðinu byggir á því, að forystan er í höndum verkalýðs- ins undir merkjum marxismans-len- ínismans. Kommúnistaflokkur Víetnams var stofnaður árið 1930 - hann var aldrei lagður niður - hann hefur ætíð verið í fararbroddi baráttunnar, hvort sem það var barist við japönsku, frönsku eða bandarísku heimsvaldasinnanna. Þessi flokkur var stofnaður undir forystu Ho Chi Minhs - hins mikla leiðtoga víetnömsku þjóðarinnar. Og undir forystu hans lagði flokkur- inn grunninn að þeim sigri, sem við höfum orðið vitni að. Við spyrjum: Hvar væri víetnömsk alþýða stödd í dag, ef hún hefði ekki átt sér slíkt forystuafl ? Svarið ligg- ur í augum uppi. En svarið hefur fleiri hliðar - og þar á meðal eina sem snýr sérstaklega að fslenskum Ho Chi Minh: "Ekkert er verðmætara en'sjálfstæði og frelsi." verkalýð. Sama ár og víetnamski kommúnistaflokkurinn var stofnaður var Kommúnistaflokkur Islands einn- ig stofnaður - en hann var lagður niður eftir fá ár. Síðan þá hefur fs- lenskan verkalýð skort þá forystu, sem ein getur leitt baráttuna til sig- urs. Og hvar stendur íslenskur verkalýður í dag ? Hann er sundrað- ur og ðfær um að fylgja hags- munum sfnum eftir með þeirri festu sem til þarf. Þetta er eitt af því marga, sem al- þýðustríðið í Indðkína getur keHnt okkur. Annar lærdómur þessarar baráttu er: lærðu að þekkja óvininn. I júlí 1966 streymdu bandarískir her- menn til Víetnam - en á sama tíma sagði Ho Chi Minh: "Bandarísku heimsvaldasinnarnir geta sent hingað 500 þús. hermenn, jafnvel eina milljón eða meira til þess að efla árásarstrfð sitt f S- Víetnam. Þeir geta notað þúsundir Thieu og Nixon - fulltruar heims- valdastefnunnar. Allar tilraunir þeirra til að stemma stigu við sðkn frelsisaflanna reyndust árangurs- lausar. flugvéla til að auka árásirnar gegn N-Víetnam. En aldrei skal þeim takast að brjóta á bak aftur stál- harðan vilja víetnömsku þjóðarinn- ar, þeim mun aldrei takast að brjðta niður andstöðuna gegn árás Bandarfkjannaý andstöðuna sem berst fyrir frelsi... Stríðið getur staðið f 5, 10, 20 ár eða jafnvel lengur. Hanoi, Hai- phong og aðrar borgir verða kannskii lagðar í rúst - en vfetnamska þjðð- in verður ekki buguð. Ekkert er v'erðmætara en sjálfstæði og frelsi. Þegar dagur sigursins rennur upp mun þjóð okkar endurreisa landið og færa því betri og fallegri mann- virki." I þessum orðum Ko Chi Minhs felst su vissa, að ðvinurinn muni sigrað- ur - og þessi vissa byggist á þeirri þekkingu, að ðvinurinn, heimsvalda- stefnan, er risi á leirfðtum. Og þessi leirrisi hefur iiú beðið lægri hlut í baráttunni í Indókína - nú gengur í garð tímabil endurréisn- arinnar f þessum löndum. Af sama hugrekki og baráttugleði munu vfet- namar og kambódíumenn nú takast á við þetta mikla verkefni - og í því starfi verðum við að styðjaþá. Öll alþýða heimsins á þessum hetjuþjðð- um skuld að gjalda - skuld sem þo er ekki hægt að endurgjalda að fullu - en við verðum að leggja fram okkar skerf eftir því sem við getum við komið. Enduruppbyggingin er hafin - og við getum stutt hana f verki með því að leggja fé í söfnun Víetnam- nefndarinnar og með því að taka und- ir þá kröfu, að fslenska rfkisstjðrnin viðurkenni tafarlaust Bráðabirgða- byltingarstjórnina í S-Víetnam og Þjððareiningarstjðrnina í Kambðdíu. _____ -/hh __________| SIGALDA Sjálfstœtt skipu lag verkalýðsins Eins og flestum mun kunnugt, var verkfall á Sigöldu nýlega. Þar var um að ræða verkfall, sem byggðist á sjálfstæðu skipulagi verkalýðsins sjálfs, án forystu verkalýðsforystunnar. Formaður verkalýðsfélagsins játaði það reyndar, að slíkar aðgerðir, sem voru framkvæmdar, gætu ekki gerst undir stjðrn forystunnarí Þetta er geysimerkilegt fordæmi og lærdómur fyrir verkalýð á öðrum stöð- umog sýnir ljóslega, að sjálfstætt skipulag er eina leið verkalýðsins f kiara- baráttunni, gegn auðvaldinu og þjónum þess innan verkalýðshreyfingarinnar, Tíðindamenn Stéttabaráttunnar fðru á vettvang og tðku verkfallsmenn á Sig- öldu tali, um verkfallið og fleira sem gerst hefur á Sigöldu. Birtist hér viðtal við Agúst Þór Agústsson, sem er verkamaður á Sigöldu og átti sæti í verkfallsnefndinni. Viðtalið er tekið 9.5. - Sp: Hver er orsök deilnanna? AþA: Hún er náttúrulega sú, að samningarnir hafa verið þverbrotnir mjög lengi og það keyrði um þverbak, þegar neitað var að greiða undirrit- aða samþykkt um áhættuþóknun, sem hjá flestum hverjum er mjög há upp- hæð. Auk þess voru tvö önnur mál sett á oddinn. Annað var í sam- bandi við járnamannaflokk, sem hef- ur verið verkefnalaus hérna töluvert lengi og júgóslavar hafa verið í þeirra verkefnum. Og þá inní þetta komu öryggismál almennt og aðbún- aður. Það hefur ekki verið staðið við neitt af þessu. Það má tína til fleiri atriði. - Sp: Við fréttum af einhverjum . skæruaðgerðum, áður en verkfallið hófst? AþA: Já, ef farið er nokkuð aftur í tímann, þá var sett hérna "slow- strike" f véladeild. Það var stoppað hér á tímabili, nðttina áður en verkfallið hófst, hjá einum flokk, vegna þess að kaup var ekki greitt, almennt kaup. Ég marí nú ekki eftir fleiru. - Sp: Hvernig var skipulagið á að- gerðunum, bæði varðandi með fundi með öllum verkamönnum á staðnum, verkfallsvörslu og einnig eins og við höfum heyrt-, að þið hafið kosið ' verkfallsnefnd ? AþA: Það var haldinn almennur fundur, þegar ljðst var að ENERGO var ekki til viðræðu um neinar úr- bætur fyrr en vinna hæfist aftur. Og það var forsendan fyrir þeim fundi. Það voru haldnir stöðugir trúnaðar- mannafundir í 3 daga áður heldur en aðgerðir hófust og þar voru ræddir þeir möguleikar sem gætu komið upp ef til aðgerða yrði gripið. Svo kom það í ljós að ýmislegt fðr á annan veg, sökum reynsluleysis og þekking- arskorts. En ég held að þetta hafi tekist tiltölulega vel. Það tókst að setja vaktir á öll vinnusvæði, get ég sagt. Og það hefur öll vinna verið stöðvuð, seni við höfum ekki viljað láta framkvæma. En skipulagið er náttúrulega ekki nðgu gott, það mætti vera betra. Frh. á bls. 3 Samningar voru gerðir á Sigöldu þann 10. maí. Samkvæmt símaviðtali við Agúst Þór Arnason, sem sæti átti í verkfallsnefndinni, eru samningarnir viðunandi, en ekki nægjanlega góðir. Það sem samið var um, var að mestu það sem búið var að semja um áður' Þ. e. samningarnir fólust í staðfest- ingu á gömlum samningum, sem Energó hefur ekki haldið! Einnig hljóta það að skoðast sem mistök, að halda ekki til streitu kröfunni um að verkfalls- dagarnir væru borgaðir. Aðalástæðan fyrir því, að þessir ófullnægjandi samningar voru gerðir, voru, að mati Agústs, að verkalýðsforystan, með Jón Snorra í broddi fylk- ingar, pressaði þetta fram með löngum samningafundi, sem stóð alla nðttina. Þetta er alþekkt tækni, sem notuð er af óvinum verkalýðsins; að þreyta menn með löngum fundum. Þetta hlýtur að verða lærdðmur fyrir verkamenn á Sigöldu og annars staðar. Auðvaldið og þjðnar þess hafa 1001 leið til að afvegaleiða baráttu verkalýðs ins. Verkamenn verða að losa sig algerlega við uppkeypta forystuliðið, og taka málin í eigin hendur. _/eD I LESIÐ UM 1.MAI BLS.6 OG 7

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.