Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 4
a STÉTTABAEATTAN 23.5. 5. tbl. 1975 WILFRED BURCHETT .. Hvers vegna „féllu borgirnar í S-Víetnam? I mörg ár reyndi Thieu-stjórnln að breiða yfir hið raunverulega ástand sem ríkt f S-Víetnam - en í þriðju viku mars s. 1. tók yfirbreiðslan að rifna af og hið raunverulega ástand kom fyrir auglit allra. Margir fréttamenn lýstu furðu sinni fyrir því að Thieu-stjórnin hefði á örfáum dögum "misst" mörg héruð og "yfirgefið" hin hernaðarlega mik- ilvægu miðhálendi. I rauninni hafði Thieu-stjórnin aldrei baldið þeim héruðum sem hún lýsti nú töpuð og því síður miðhálendinu. Hún réði aðeins yfir héraðshöfuð- borgunum og nokkrum mikilvægum vegamðtum. Það sem hefur gerst síðustu vikur var ekki "allsherjarsókn" eins og Thieu reyndi að útskýra það í ávarpi til þjóðarinnar 20. mars - heldur framkvæmd lokastigsins í.alþýðu- strfði. Umsátur um borgirnar, fyrst og fremst af skæruliðum úr héraðinu ásamt reglulegum herdeild- um, hafði náð slíku hámarki að fá- einar hnitmiðaðar árásir héraðs- skæruliðanna á lykilstaði - t. d. Ban Me Thuot í miðhálendinu - nægðu til þess að öll byggingin hrundi. Um- sátrinu lýkur og lokastigið - taka borganna - er framkvæmd. HLutverk fjallaþjóðflokkanna Hið hrottalega morð á fréttamannin- um Paiil Leandri 14. mars s.l. í Saigon varð vegna þess að hann hafði vogað sér að eyðileggja eina best varðveittu blekkingu Ihieu- stjðrnarinnar - nefnilega þá að hern- aðarósigrar Thieu stöfuðu af "inn- rás norður-víetnama." Leandri var færður til höfuðstöðva lögreglunnar vegna þess að hann skýrði frá því að hermenn frá fjallaþjóðflokkum á mið- hálendinu hafi borið hitann og þung- an af sókninni að Ban Me Thuot, senj er opinber höfuðborg miðhálendisins. Leandri var skotinn þegar hann ýfir- gaf lögreglustöðina. Bandaríkin höfðu eytt milljónum dala í tilraunir til þess að vinna fylgi fjallaþjððflokkanna, en þeir uppskáru stöðugar uppreisnir sérstaklega á svæðinu umhverfis Ban Me Thuot, uppreisnirnar voru kæfðar niður af mikilli hörku. Þegar að því kemur að allur sannleikurinn um aðgerðir Washingtonstjórnarinnar gagnvart fjallaþjóðflokkunum kemur f ljós, munu þær eflaust verða taldar með ljótustu köfhim í sögu stríðsins. Bandaríska stjórnin reyndi að vinna fylgi þeirra sér til handa - en þegar það mistókst beitti hún fjöldamorð- um gegn þeim. Þegar ég heimsótti frelsuðu svæðin í fyrsta skipti árin 1963-64 voru stórir hlutar miðhálendisins þá þeg- ar á valdi fjallaþjóðflokkanna sem voru í bandalagi við Þjóðfrelsisfylk- inguna. Hermennirnir, sem voru undir stjórn liðsforingja úr sömu þjóðflokkum og þeir, réðu svæðinu alveg að úthverfum borganna Ban Me Thuot, Pleiku og Kontum. Með yfirráðum sínum í lofti og stöðugum eftirlitsferðum um helstu þjóðvegina tókst yfirherstjórn Bandaríkjanna/ Saigon að halda þessum borgum - og viðhalda blekkingunni um að Thieu- stjðrnin réði miðhálendinu, sem hún þó f rauninni aldrei gerði. Einn af meginliðum í pðlitískri stefnu- skrá Þjóðfrelsisfylkingarinnar fjall- ’ar um sjálfstjórnarhéruð minnihluta- þjóðflokkanna á miðhálendinu - og í 10 ár hefur þessum ákvæðum verið framfylgt í verki. Ybih Aleo, gam- alreyndur leiðtogi Rhade þjóðflokks- ins, hins fjölmennasta af minnihluta- þjóðflokkunum, ervaraforseti Þjóð- frelsisfylkingarinnar - en hann er ættaður frá svæðinu við Ban Me Thuot. Þegar ég heimsótti frelsuðu svæðin í fjórða og sfðasta skiptið höfðu fjallaþjóðflokkarnir myndað heila herdeild (division) í fastaher Þjóðfrelsishersins - og þar að auki voru til staðar héraðsherflokkar'og sjálfsvarnarsveitir þorpanna. Þessi upptalning nær aðeins yfir Ban Me Thuot-svæðið, hersveitirnar saman- stóðu af mörgum minnhlutaþjððflokk- um undir stjórn liðsforingja úr sömu ættflokkum og unnu sem ein skipu- lögð heild. Það ástand sem ríkti á miðhálendinu ríkti einnig í norðurhluta S-Víetnam, f þeim héruðum sem Thieu-stjórn- in "yfirgaf". Það voru aðeins hér- aðshöfuðborgirnar og nokkrar smærri borgir sem voru á valdi Thieus, en allt svæðið umhverfis borgirnar voru undir öruggri stjórn Bráðabirgðabyltingarstjórnarinnar (BBS) og Þjóðfrelsishersins. Þetta er skýringin á því hvers vegna^þess- ar borgir voru látnar af hendi an orrustu - en skýring Thieus þ. 20. mars, þe. að "liðsflutningar norður- víetnama" hafa neytt hann til að láta þær af hendi, er tómt þvaður. James Schlesinger, varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, útskýrir hinn mikla flótta Saigonhersins með því að benda á neitun bandaríska þings- ins um 300 milljón dala viðbótar- hernaðaraðstoðar til Thieu. Þetta er fráleitt. Sannleikurinn er sá að milljörðum dala hefur verið fleygt í áraraðir til þess að viðhalda þeirri blekkingu að Thieu-stjórnin réði þessum svæðum. Nguyen Huu Tho Aldrei nokkurn túna, ekki einu sinni þegar Bandaríkin höfðu hálfa milljón hermanna í Suður-Víetnam, tókst herstjórn Bandarikjanna/Saigon að ná hernaðarlega mikilvægustu stöðv- um Þjóðfrelsisfylkingarinnar, eða að brjóta á bak aftur sfhert umsátur um borgirnar. Einstaka sinnum tókst þeim að gera skyndiárásir ínn á svæðin og þrýsta umsátrinu til baka um eina eða tvær mílur, en það var allt og sumt. I viðtali við Nguyen Huu Tho, forseta Þjóðfrelsisfylklngarinnar f Suður- Víetnam, stuttu eftir að bandarískar hersveitir komu til Suður-Víetnam í mars 1965, spurði ég hann hvernig mótspyrnuliðið gæti brugðist við svo ðskaplegum hernaðarstyrk. "Stríði er stundum jafnað við skák," svaraði hann. "Ef þú tapar einni skák, hreinsar þú borðið, hver um sig safnar saman liðinu og síðan er leikurinn hafinn að nýju. Þannig er það ekki í stríði. Með því að leggja fram sitt eigið herlið, hafa banda- ríkjamenn viðurkennt að þeir hafa tapað fyrstu lotu í "sérstöku stríði," þar sem þeir lögðu allt til nema her- liðið og hafa fært sig út f l'takmark- að stríð." Þegar þeir fara út f "tak- markað stríð" er staðan þannig að okkar menn eru þegar komnir f stöðu á skákborðinu, vinningsstöðu. Þeir koma inn í ástand þar sem við erum algerlega ríkjandi, þar sem við höfum frumkvæðið, hernaðarlega séð. Þeir áttu fárra kosta völ varðandi það hvar þeir gætu staðsett peð sín og hershöfðingja. I>eir gátu ekki dregið línu og sagt við okkur: "Sunnan línunnar er okkar svæði, norðan megin er ykkar - berjumst og sjáum hver vinnur." Þeir gátu að- eins flutt sig til þeirra svæða sem hinn óstöðugi leppher hafði getað haldið til þessa, og nokkurra annarra sem bandaríkjamenn voru reiðubún- ir að gjalda mikið fyrir að ná og enn meir fyrir að halda. Hver staður sem þeir hafa náð hefur umsvifalaust verið umkringdur af herjum okkar og þvf mun haldið á- fram. Einn ákvarðandi þátturinn mun að sjálfsögðu verða sá hverjir setja skilyrðin fyrir baráttuna. Ef bandaríkjamennimir gætu ráðið skil- málunum, þá mimdi her okkar tapa fljótlega. Við höfum engar flugvélar engin herskip, enga skriðdreka og ekkert stðrskotalið (þetta var f nóv- ember 1965 -W. B.). En þar sem við ráðum ástandinu þá erum það við sem ráðum skilmálunum, hvenær og hvernig afgerandi orrustur eiga sér stað. Bandaríkjamennirnir verða að berjast út frá okkar skilmálum, en við ekki samkvæmt þeirra. Jafn- vel þegar þeim tekst að taka frum- kvæðið með einhverri árásaraðgerð sinni, þá eru það samt sem áður okkar herir sem ákveða hvar og hvernig barist verður..." Þessi skilgreining heldur sínu fulla gildi f dag, tíu árum seinna, og hún á jafnvel við um Saigonherinm sem Bandarikin skildu eftir til þess að taka við eftir að þeir höfðu tapað annarri lotu f hinu "takmarkaða strfði." Astandið í Suður-Víetnam sfðustu mánuði hefur verið sláandi likt á- standinu f sumum hlutum landsins rétt fyrir orrustuna um Dien Bien Phu (1954) - orrustunni sem gerði út um völd frakka - útávið synist allt vera með kyrrum kjörum, en undir niðri kraumar og sýður. Hin rétta stund I ávarpi sínu 20. mars sagði Thieu að her hans ætti við ofurefli að stríða - hann sagði að gegn hverjum her- manni hans stæðu 3 óvinir. Þessi játning kemur á ðvænt þar sem fastaher Thieus samanstendur af 1,1 milljón manns. Ef þetta ofurefli (3 gegn 1) er tU Btaðar er það ekki sökum "innrásar að norðan" heldur verður að skoða það út frá lögmálum alþýðustríðsins þar sem allar her- deildirnar eru umkringdar af skæru- liðum og héraðshersveitum. Þetta umsátur er ætíð til staðar, jiífellt áhrifarikari ógnun sem hefur verið framfylgt allt strfðstfmabilið. Fasta- her Þjóðfrelsishersins, sem er bet- ur vopnum búinn, er svo til staðar sem varalíð, reiðubúið til átaka á réttri stund. Hin "rétta stund" var nú greinilega samræmd, og til stuðnings, sókn Þjóðfrelsishersins f Kambodíu - þar sem sú hætta lá í loftinu að Saig- onherinn myndi reyna aðra innrás í Kambódíu til þess að freista þess að opna aftur Mekongfljótið. Hernaðarlegir árangrar sameigin- legrar ráðstefnu alþýðunnar f Indó- kfna, sem var haldin fyrir fimm ár- um (24-25 apríl 1970) þar sem bar- áttan var sameinuð og samræmd, eru nú að koma f ljós. Þær 300 milljónir dala sem Ford bandaríkja- forseti hefur sóst svo grimmt eftir til hernaðaraðstoðar munu ekki einu sinni duga til að borga pappírinn sem þarf til að endurprenta herstjónar- kortin í Suður Víetnam. Þýð. HH/JJ (Wilfred Burchett starfar við banda- rfska blaðið "Guardian". Hann er þekktur fyrir skrif sín um Víetnam- strfðið - en hann hefur oft heimsótt bæði Norður og Suður Víetnam. Til glöggvunar skal það tekið fram að þessi grein er skrifuð í lok mars "75) Viðtal við Ólaf Gislason formann Vietnamnefndarinnar Hver verður framtíð Víetnamnefndarinnar? Stéttabaráttan átti nýlega viðtal við Ölaf Gfslason, formann Víetnamnefndar- innar á Islandi. Víetnamnefndin hefur starfað allmikið að undanfömu og Stéttabaráttan viH með þessu viðtali gefa lesendum yfirlit yfir starfið í dag. Ennfremur stendur Víetnamnefndin frammi fyrir tímamótum í starfi sínu þar sem aUt Suður-Vfetnam er nú laust undan oki bandarísku heimsvalda- sinnaima. Við ræddum því lítillega um framtíðarstarf nefndarinnar og þær skoðanir, sem eru uppi í því sambandi. Ólafur Gíslason, formaður VNI, ásamt Tran Van An og Huynh Thai Son, sem voru hér í heimsókn fyrir skömmu á vegum nefndarinnar og SHl. Sp.: Hvað getur þú sagt okkur af gangi söfnunarinnar ? - EYam að þessu (14. maí) hefur safnast liðlega hálf milljön króna í Víetnamsöfnunina, sem er aðeins helmingurinn af þeirri upphæð, sem við höfðum ásett okkur að safna fram að 1. maí. Þetta er auðvitað mun lélegri árangur en við höfðum gert okkur vonir um. Veldur þar margt. Undirtektir fólks á fjöldafundi nefnd- arinnar í Háskólabfói og f göngum og á útifundum 1. maf f Reykjavík voru mjög góðar. Þátttaka háskólastú- denta f söfhunni hefur einnig verið mjög góð og hafa þeir bæði lagt af mörkum fé og starfskrafta. Einnig hefur söfnunin tekist allvel á Nes- kaupstað og Laugarvatni. Hins vegar hefur fremur lítið safnast inn á reikning nefndarinnar á milli hinna skipulögðu söfnunarherferða. Erfitt hefur verið að fá sjálfboðaliða til söfnunar vegna prófanna, fleiri safn- anir, sem verið hafa f gangi samtím- ís hafa f reynd eitthvað spillt fyrir okkur söfnun, áróður íhaldsaflanna gegn söfnuninniog lygaherferð ríkis- fjölmiðla og annarra gegn Þjóðarein- ingarstjórninni í Kambódíu; allt hef- ur þetta haft sfn áhríf, og að lokum höfum við nú áttað okkur á smávægi- legum mistökum nefndarinnar í sam- bandi við skipulagningu söfnunarinn- ar, en þar erum við nú reynslunni ríkari. Sp.: Vfetnamnefndin hefur verið gagnrýnd bæði frá hægri og "vinstri", m. a. hafa "vinstri"mennirnir haldið því fram, að söfnunin sé háð þeim skilyrðum, að fénu sé eingöngu varið til s.k. mannúðarmála og að í>jóð- frelsishreyfingunni sé ekki leyfilegt að verja henni til vopnakaupa. Gagn- rýnin frá hægri snertir sama atriði, þ. e. að söfnunarfénu verði einmitt varið til vopnakaupa. Hvað vilt þú segja um þessa gangrýni ? - Gagnrýni þessi fellur um sjálfa sig og er greinilega sprottin af van- þekkingu eða andúð á þjóðfrelsisbar- áttunni f S-Víetnam, nema hvort tveggja sé. Við höfum stpðugt sam- band við upplýsingaskrifstofu BBS í Osló og heir hafa sagt okkur, að þörfin se nú brýnust fyrir matvæli og lyf til þess að aflétta þeirri neyð, sem Thieu-stjórnin hafði skapað á yfirráðasvæði sínu. Það gefur auga leið, að BBS vantar ekki vopn, því Bandarfkjastjórn skildi eftir vopn f S-Víetnam, sem metin eru á fleiri milljarða bandarikjadollara. Sp.: Hvað er framundan varðandi söfnunina? Hvenær lýkur henni ? - Framundan er einfaldlega meiri söfnun. Við sættum okkur ekki við þennan lélega árangur og munum halda áfram þar til a.m.k. einni milljón hefur verið safnað. I þvf skyni er m. a. í bígerð, að Víet- namnefndin gangist fyrir tðnleikum, þar sem ágóða verður varið til söfn- unarinnar. Einnig munum við láta reyna enn frekar á það, hvort ekki sé hægt að fá Alþýðusambandið, verkalýðsfélög og önnur samtök al- þýðunnar til að leggja fé f söfnunina. Jafnframt þarf að knýja á íslenska rikisvaldið að veita BBS fjárhags- lega aðstoð. Þetta sýnir okkur, að verkefnin eru nóg. Sp.: Hvað vilt þú segja um framtíð Víetnam-nefndarinnar - nú þegar gjörvallt Víetnam er frelsað ? - Fýrst um sinn munum við eín- beita okkur að söfnuninni og kröfunni um að fslenska ríkisstjórnin taki frumkvæðið að formlegri viðurkenn- ingu á BBS og Þjóðareiningarstjórn Kambódfu. Síðan verður nefndin og þau samtök, sem að henni standa, að taka sameiginlega ákvörðun um hvort nefndin víkki út starfsvið sitt með almenna and-heimsvaldasinnaða baráttu í huga. Sjálfur teldi ég slika þróun æskilega. ,Sp.: Hvað líður viðurkenningu ís- lensku ríkisstjórnarinnar á BBS ? - Einar Agústsson hefur sem kunn- ugt er gefið frá sér einstæða yfirlýs- ingu um að viðurkenning á BBS hafi f raun gerst sjálfkrafa við fall Thieu- klíkunnar. Ég veit ekki hvort yflr- lýsing þessi lýsir meira aulahætti eða fákunnáttu, en hún fær engan veg inn staðist, því sendiherra sá frá Thieu, sem afhenti E.A. trúnaðar- bréf sitt s.l. vetur var sendiherra rikisstjórnar "Lýðveldisins Vfetnam" sem nú er ekki lengur til. Það stjórnarkerfi sem þessi sendiherra var fúlltrúi fyrir er ekki heldur lengur til. Því ber utanrildsráð- herra að taka frumkvæði að því að stjórnmálasambandi verði komið á á milli Islands og Lýðveldisins Suð- ur-Víetnam. A meðan slíkt hefur ekki gerst er ekki hægt að túlka mál- in öðru vísi en að íslenska rikis- stjórnin viðurkenni ekki tilvist Lýð- veldisins S-Víetnam nú, frekar en á meðan Thieu sat að völdum f Saig- on. Að lokum má geta þess, að ráðuneytisstjóri f utanrfldsráðuneytr inu lét þess getið í símtali við mig 13. maí að BBS væri aUs ekki við völd f S-Víetnam, heldur "herinn." Taldi hann rétt að bíða þar tíl stjórnin hefði sýnt að hun væri við völd. Slík svör frá embættismanni sýna okkur að f utanríkisráðuneytinu íslenska sitja menn, sem kannski ættu betur heima á öðrum stöðum. Islenska þjóðin á a. m.k. að setja það skilyrði fyrir viðurkenningu sinni á utanrikisráðuneytinu að það sýni fram á að því sé ekki stjórnað frá Pentagon.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.