Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 5

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 5
STÉTTABARATTAN 23.5. 5. tbl. 1975 1 „Hryllilegt blóðbað" í fjölmiðlunum Eftir að frelsisherinn sigraði leppa heimsvaldastefnunnar í KambSdíu hafa fjölmiðlar borgarastéttarinnar um heim allan ekki linnt látunum - samkvæmt þeim rikir nú hin mesta ðgnaröld í landinu - "blóðbað" - "ðtti og flótti" - "Pnom Penh er dauð borg" o. s. frv. - þetta eru nokkrar af þeim fyrirsögnum sem dagblöðin bjðða upp á til að "skýra" frá ástand- inu. Fréttamiðlarnir bjðða upp á marg- víslegt umhugsunarefni - þvf er til dæmis haldið fram að "Rauðu khmer- arnir" (auðvitað er það rangnefni, hreyfingin heitir f rauninni Þjóðar- einingarfylking Kambódíu, skamm- stafað FUNK), sem eru taldir um 60.000, muni eiga f miklum erfið- leikum með þær tvær milljðnir flðtta- manna sem eru í Pnom Penh. En svo er okkur sagt að þeir tæmi sjúkrahúsin og reki fársjúkt fðlkið út. Skynsömu fólki þætti þetta ðlíklegt til að auðvelda "Rauðu khmerunum" stj'ðrn málanna - sjúklingar eru til meiri vandræða liggjandi á götum úti en á sjúkrahúsum, ennffemur mætti ætla að það vekti reiði meðal kam- bðdíumanna að sjá slíkar aðfarir og ekki eru þeir "meðfærilegri" eftir það. Reyndar segja vestrænu fjöl- miðlarnir að nýju valdhafarnir stundi fjöldamorð - og munu þær upplýsingar koma frá sjálfum Ford bandarikjaforseta (en hann hefur það eftir "áreiðanlegum" upplýsingum CIA) en eins og flestir vita eru bandaríkjaforsetar taldir með sann- söglustu mönnum. Ein fréttin hljóðaði upp á að nú ætl- uðu nýju valdhafarnir í Kambódíu að breyta landinu f landbúnaðarland. - og þá er spurningin, hvort Kambódía var iðnaðarríki eða hjarðmannasam- félag ? Hugsandi fðlki þykir það ein- kennileg ráðstöfun í landi þar sem um 90% þjóðarinnar lifir á landbún- aði - að breyta því í landbúnaðarland. Síðustu daga hefur það komið í ljós að allar fréttirnar um "blóðbaðið" ’ eru uppspuni fréttamiðlanna - þeir sem upprunalega voru bornir fyrir þeim hafa borið þær til baka. En þeim fréttum - sem sýna hversu lognar fyrri fréttirnar voru - er Hatur Morgunblaðsins á frelsisbar- áttu kúguðu þjððanna undan oki heimsvaldastefnunnar er löngu þekkt meðal framfarasinnaðra Islendinga. Risafréttir blaðsins um "blóðbað í Kambðdíú", "innrásina að norðan" í S-Vfetnam þjóna þeim tilgangi að vinna gegn stuðningi fslensk verka- lýðs við alþýðu þessara landa. Morgunblaðið er hundtryggt banda- rfsku heimsvaldastefnunni og hefur rekið áróður fyrir hana í áraraðir. Gremja Morgunblaðsmanna var því mikil, þegar f ljós kom, að allar þeirra vonir um sigur heimsvalda- stefnunnar og leppa þeirra urðu að engu. En Morgunblaðið hefur ekkert lært - og því gladdist það mjög, þeg- ar Bandaríkin réðust aftur á Kambð- díu á dögunum, undir yfirskyni björgunaraðgerða, aðgerð sem kost- aði marga fallna er að mati Morgun- blaðsins "vel heppnuð aðgerð". skotið inn í greinar í dagblöðun- um hér svo lítið beri á, æsifregna- stfllinn sem var notaður til að "upp- lýsa um blóðbaðið" fær nú að víkja fyrir smáu letri. Þetta mál afhjúpar enn einu sinni hversu falskur fréttaflutningurinn er hjá málgögnum borgarastéttarinnar. Öll þekkjum við hvernig t.d. Morgun- blaðið (með fréttmn frá AP o.fl.) rangfærði ætíð atburðina í Víetnam, m.a. með því að "útskýra" alla ð- sigra Thieu-klíkunnar méð því að "innrásin, að norðan" væri svo og svo umfangsmikil. Lognar fréttir um heimsástandið í blöðum borgarastétt- arinnar staðfestir það aðeins, að framtíðin er ekki hennar - heldur verkalýðs og alþýðu heimsins, og að sannleikurinn þjónar þeim. -/hh Frh. af bls. 3 Lýdrœðið i verkalýðs- félaginu Rangæingi sérstaklega með það í huga, að 1 verkamenn áttu engan fulltrúa f samn- inganefndinni og vissu þar af leið- andi ekkert hvað f samningunum stóð (undirstr. Sb). Þegar átti að ganga til atkvæðagreiðslu með handaupp- réttingu var mótmælt og farið fram á leynilega kosningu, sem endaði með því, að atkvæði féHu 142 gegn 82, þ. e. samningarnir voru sam- þykktir. Þetta sýnir þó það, að stór hluti hefur séð, að þessir samningar voru fyrir neðan allar hellur og engin kjarabót." Ályktun á t.mai Alyktun útifundar Rauðs Framvarðar 1. maf 1975: Alþýða Indókína sækir nú fram til lokasigurs - heimsvaldasinnarnir og leppar þeirra eru sigraðir. Þeir atburðir sem nú eru að gerast í Vfetnam og Kambódfu eru endanleg sönnun þess að alþýða þessara landa stendur sameinuð - gegn yfirráðum heimsvaldastefnunnar og fyrir frelsi þjóðanna. Fórnirnar sem þessar þjóðir hafa fært eru ekki eingöngu færðar fyrir eigin frelsi - sigur alþýðunnar í Indókfna hefur heims- sógulega þýðingu. og mun verða for- dæmi öllum kúguðum þjóðum í frelsis baráttu þeirra. Frelsim S-Vfetnam og Kambódíu er mikið fagnaðarefni allra framfarasinna á Islandi sem og um allan heim, því að sú frelsun er sönnun þess að sameinuð alþýða kúguðu þjóðanna er fær um að hrista af sér kúgunarhlekki heimsvalda- stefnunnar. Fundurinn álítur að engin haldbær rök séu til gegn því að íslenska ríkisstjórnin viðurkenni Jjegar f stað Bráðabirgðabyltingarstjornina í lýð- veldinu Suður Vietnam og þjóðar- einingarstjórnina í Kaihbódfu - við krefjumst því tafarlausrar viður- kenningar á þessum stjórnum. - Sp: Voru þetta sérsamningar við ykkur ? AþA: Já, þetta voru samningar milli sigölduverkamanna og Energoprojekt. - Sp: Þetta fellur ekki undir ASl- samninginn ? AþA; Aðeins að því leyti að ramma- samningurinn og láglaunabæturnar koma inní. Um það snerust raunar samningarnir, því það átti að taka þessar láglaunabætur af okkur á þeirri forsendu að staðaruppbót bæri að skoða sem laun. - Sp: Hvað voru kjarabæturnar miklar ? AþA: Bara láglaunabæturnar, 4900 krónur. - Sp: Það kom fram í fréttum að þið hefðuð verið sviptir þeim ? AþA: Það er ekki búið að greiða okkur láglaunabæturnar, sem átti að greiða frá 1. mars, á alla unna tíma. Þessar bætur eru líklega um 30-40000 krónur á mann, en meðal- vinnutími er 12-14 stundir á sólar- hring. - Sp: Meira um lýðræðið?.... AþA: Annað dæmi um lýðræði Hil- mars má nefna stöðu hans á vinnu- staðnum Sigöldu. Hann er hér sem yfirtrúnaðarmaður og er á þeim forsendum, að hann er kosinn af full- trúaráði stéttarfélaganna. Verka- menn kjósa ekki aðaltrúnaðarmann- inn.1 Þannig lítur lýðræðið út, séð frá verkalýðnum. Hvað hefur verkalýð- urinn að gera við slíkt lýðræði eða mennina, sem standa fyrir því ? Ekkert* Þvert á móti hefur baráttan á Sigöldu sýnt það og sannað, að þeir menn eiga ekki heima meðal verka- manna, þeir eiga heima hjá atvinnu- rekendum og þangað ber að. senda þá. Við skorum á verkamenn að senda hina svikulu verkalýðsforystu burt og taka málin í eigin hendur. -/eb MÓTMÆLI GEGN ÁRÁSUNUM Á KAMBÓDÍU Föstudaginn 16. maí efndi Víetnam- nefndin á Islandi til mótmæla- aðgerða vegna árása bandarísku heimsvaldasinnanna á Kambódíu. Kröfur göngunnar og útifundarins við bandaríska sendiráðið voru: Bandaríkin burt úr Indókína - Stöðvið íhlutun USA í Kambódíu - ennfremur var krafist viðurkenn- ingar íslensku ríkisstjórnarinnar á Bráðbirgðabyltingarstjórninni í S- Vietnam og þjóðareiningarstjórninni í Kambódíu (GRUNK). Aðgerðirnar voru vel heppnaðar þrátt fyrir að þær væru undirbúnar með stuttum fyrirvara og mistök yrðu við boð- unina (Þjóðviljinn auglýsti aðgerð- irnar þ. 17. maí). Bandaríska sendiherranum var afhent yfir- lýsing frá Víetnamnefndinni þar sem árásirnar voru harðlega fordæmdar. Það vakti athygli þeirra sem þátt tóku í aðgerðum Víetnamnefndarinn- ar, hversu viðbúnaður lögreglunnar var mikill, þ. e. við bandaríska sendiráðið. En svo til engir lög- regluþjónar voru til staðar þegar það þurfti að greiða göngunni leið í gegnum umferðina. Umhyggja lög- reglunnar fyrir eignum Bandaríkja- stjórnar og njósnir hennar á 1. maí ,(sjá bls. 2) um þá sem gengu f öðr- um göngvun en göngu fulltrúaráðsins f Reykjavík eru dæmi um það, að lögreglan er af sama bergi brotin og hersveitir, þjóðvarnarlið og lögregla bandarísku heimsvaldasinnanna - og þvf er hún fulltrúi þeirra afla sem sagan hefur dæmt til glötunar. -/hh Trotskyisminn og barátta kúguðu þjóðanna Eins og við skýrðum frá f síðasta tbl. Stéttabaráttunnar þá hefur Ifylk- ingin tekið upp trotskíska afstöðu í mörgum málum - og þ. á. m. varð- andi baráttuna f Víetnam. Margir eru þeir sem átta sig ekki til fulln- ustu á þeirri gagnrýni sem við höf- um beint að Fyllcingunni í þessu máli - einnig eru margir sem skilja ekki hvers vegna marxistar-lenínist- ar eru svo fjandsamlegir trotskísk- um öflum yfirleitt. Afstaða Fylking- arinnar til Víetnammálsins (þ. e. núverandi opinber afstaða) gefur okk- ur tækifæri til þess að skýra út að hluta í hverju gagnbyltingarstarf- semi trotskismans felst og hvers vegna við berjumst gegn henni. Trotskistar líta svo á að baráttan í nýlendunum sé þess eðlis.að hún leiði beinustu leið til sósíalismans, þeir afneita marxísku-lenínísku stjórn- listinni sem felur í sér "tveggja þrepa" byltingu, þ.e.a.s. að barátt- an standi fyrst fyrir lýðræði undan oki heimsvaldastefnunnar en síðan fyrir sósíalisma. I Neista (4.' tbl. '75 bls. 7) kemur fram afstaðan til nýlýðræðislegu byltingarinnar: "hinn gamli frasi um að verkefni byltingariimar í Víetnam væri nýlýð- ræðisleg bylting. (Þetta stéttlausa hugtak)." Stjórnlist Þjóðfrelsisfylkingarinnar - sem hún hefur fylgt fram af festu í áraraðir - er að mati Fylkingarinn- ar "gamall frasi" og jafnframt "stétt- laust hugtak." Trotskistarnir líta svo á að í öllum löndum, jafnt ný- .lendum sem öðrum, sé aðeins eitt "þrep" í byltingarferlinu - og þar af leiðandi telja þeir að þjóðfrelsisbar- átta, sem ekki hefur sðsíalískt þjóð- félag sem nærtækasta takmark, ranga. Sumir hópar trotskista ganga svo langt að lýsa því að slík barátta byggi á sviksamlegri stéttasamvinnu. Baráttan fyrir ný-lýðræði felur í sér að meginhluti þjoðarinnar, verka- lýður, bændur ásamt öðrum smá- borgurum og hluti borgarastéttar- innar (sá hluti sem ekki er á mála hjá erlendu öflunum) stendur sam- einaður undir forystu verkalýðsins. Það er ekki farin "bein leið" til sósíalískar byltingar - enda væri það bein leið til glötimar ef ekki væri leitast við að sameina megnið af þjóðinni gegn heimsvaldasinnunum, sem eru mörgum sinnum betur vopnum búnir. Þessi "stéttasam- vinna" eru því ekki svik, heldur leið til að ná markinu sem er sósíalism- inn. 1 stað þessarar "tvíhliða" baráttu boða trotskíistarnir einhliða leið til ósigurs. Þessi "vinstri"-hyggja trotskistanna hefur þær afleiðingar að starf þeirra verður andsnúið baráttu Vietnam, sem þeir þó þykjast styðja. Sem dæmi má nefna afstöðu þeirra gagn- vart Parísarsamningunum - sem VÍetnamar sjálfir álitu vera sigur byggðan á styrkleikahlutföllunum á orrustuvellinum. I Neista (4'. tbl.) er illa dulin árás á samningana, þar segir m. a.: "Við höfum áður bent á það í Neista að Parísarsamningarnir fólu ekki f sér skilyrðislausa uppgjöf aftur- haldsins"... og ennfremur: "Það er mikilvægt að undirstrika að um leið og Parísarsamningarnir voru ávöxtur stórra sigra vfetnöm- sku frelsishreyfingarinnar, þá varð hún um leið að gefa eftir í mörgum atriðum. Hvað á svona vaðall að þýða. Til hvers er verið að ræða um Parísar- samningana á þennan hátt ? Stefna trotskíista er’hin beinaleið", þess vegna er þeim mikið í mun að geta sýnt fram á hversu takmarkaðir Parísarsamningarnir voru í stað þess að leggja sama skilning f samningana og vfetnamska alþýðan sjálf, þ. e. að þeir væru mikilvægur áfangasigur. Víetnamar, hertir í eldi margra ára- tuga baráttu, hika ekki við að skrifa undir samning sem felur f sér mála- iniðlun, þeir áttu ekki von á "skil- yrðislausri uppgjöf afturhaldsins" þegar þeir skrifuðu undir samningana. Þegar þjoðfrelsisfylkingin f Vfetnam leitaði til stuðningsmanna sinna um allan heim til þess að krefjast Jjess að Parísarsamningarni'r yrðu í heiðri hafðir af Saigon-klíkunni og USA- heimsvaldasinnunum, þá sagði. Fyik- ingin: "Við megum aldrei takmarka stuð- ning okkar við Parísarsamningana eða neina aðra samninga. Kröfur þær sem Víetnamhreyfingin á að setja á oddinn í dag eru: Öll völd til BBS..." (4.tbl. Neista) Krafan um öll völd til BBS er and- stæð stefnu BBS. Ef BBS hefði fylgt stefnu Fyikingarinnar f verki myndi það hafa haft í för með sér að hún hefði sent stóran hluta af hinu svo kallaða "þriðja afli" beint yfir í her- búðir Thieus. Önnur krafa Fylking- arinnar (sjá l.maí ávarp í 5.tbl. Neista), "Sósíalískt VÍetnam'ler jafn röng út frá ástandinu í dag. I framhaldi af þessu er rétt að fjalla ögn um starf Fylkingarinnar fyrir Vfetnamnefndina nú síðustu mánuði. 1 janúar þegar Vfetnamnefndin setti fram kröfuna "Virðið Parísarsam- komulagið" þá vildu trotskíistarnir setja fram "Sósfalískt Vfetnam" í staðinn. Mjög fáir Fylkingarfélagar studdu starfið við söfnunina sem Víetnamnefndin stendur fyrir. I göngu "Rauðrar verkalýðseiningar" var krafan "sósíalískt Víetnam" borin. Þegar Vfetnamnefndin sendi út fréttatilkynningu um söfnunina, þar sem bent var á að fénu yrði varið til uppbyggingar en ekki vopnakaupa (enda engin þörf á slíku), þá gagn- rýndu trotskíistarnir í Fylkingunni nefndina fyrir að setja skilyrði um þgð hvernig fénu skyldi varið ( í þessu sambandi er vert að skýra frá því að fulltrúar KSML(b) hafa fært fram nákvæmlega sömu gagn- rýni). Sannleikurinn er sá að nefndin setti engin skilyrði um það hvernig fénu skyldi varið (sjá f því sambandi við- talið við ólaf Gíslason formann VNl í þessu blaðí). 1 stað þess að styðja heilshugar starfið til stuðnings baráttunni í Indókfna sitja þessir kumpánar með krosslagðar hendur á innantómu brjóstinu og "gagnrýna" VNl á röngum forsendum. Allar aðgerðir trotskfistanna afhjúpa það að stefna þeirra er sundrungar- stefna sem vinnur gegn sameinaðri baráttu gegn heimsvaldastefnunni. -/hh.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.