Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 7
STÉTTABARA.TTAN 23.5. 5. tbl. 1975 B 1.MAI REYKJAVIK 1. maí í ár einkenndist hvarvetna af glæsilegum sigrum kambódísku og víetnömsku þjóðanna yfir bandarísku heimsvaldastefnunni og leppuín þeirra. Reykjavikurdeild Kommún- istasamtakanna marxista-lenínista, sem í ár skipulögðu aðgerðir RAUEJ6 FRAMVARÐAR eins og í fyrra, helguðu eina deild göngunnar f Reykjavik baráttu kúguðu þjóðanna fyrir frelsi og sjálfstæði og barátt- unni gegn stríðsundirbúningi risa- veldanna. Meðal krafná í þessari deild voru: Slítið sambandinu við Saigon - Viðurkennið BBS1. og Gegn stríðsfyrirætlunum risaveldanna USA og USSR - ísland úr NATO! Rauðum framverði var skipt í þrjár deildir, en hinar deildirnar tvær voru helgaðar hagsmunabar- áttu verkalýðsins og baráttunni fyrir myndun kommúnísks verkalýðsflokks á Islandi. Má nefna vfgorð eins og mm Gegn atvinnuleysi og verðbólgu — Látum auðvaldið borga! og Burt með ASÍ-broddana - Lifi sjálfstæð skipulagning verkalýðsins! , sem tilheyrðu fyrrnefndu deildinni, en þeirri síðarnefndu voru helguð vfg- orðin Stétt gegn stétt! Lærum af stéttabaráttunni og gerum þekkingu okkar að vopni til flokksmyndunar! svo aðeins fáein séu nefnd. Ekki tókst að mynda samfylkingu í Reykjavík að þessu sinni, eins og á Akureyri, svo sem lesa má um hér annars staðar í blaðinu. Astæðurn- ar fyrir því voru fyrst og fremst sundrungarstarfsemi trotskýistana í pylkingunni. Að öðru léyti vísast hér til greinar í 4. tbl. Stéttabarátt- unnar, þar sem nánar er fjallað um þetta mál. Gangan lagði af stað frá Hlemmtorgi og var gengið niður í miðbæ, þar sem haldiim var útifundur á bila- stæðinu fyrir framan Þórshamar. Þegar mest var í göngunni, en allt- af bættist í hana jafnt og þétt, voru 4-500 manns, en allt að þúsund á útifundinum, þegar mest var þar. A útifundinum voru fluttar þrjár ræður, en auk þess kom sönghópur samtakanna fram og flutti nokkra verkalýðssöngva. Ræðumenn voru félagi Konráð Breiðfjörð Pálmason, iðnverkamaður, og fjallaði hann um svikula starfsemi ASÍ-forystunnar og þá leið, sem verkalýðurinn yrði að fara f kjarabaráttunni; félagi Soffía Sigurðardóttir, iðnverkakona, er fjallaði um baráttu kúguðu þjóð- anna f ræðu sinni og andheimsvalda- sinnaða baráttu gegn stríðsundirbún- ingi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna; félagi Gunnar Andrésson, rafvirki, er talaði um nauðsyn kommúnista- flokks sem forystuafls öreigastéttar- innar í harðnandi stéttaátökum og sósíalísku byltinguna sem rökrétta afleiðingu þeirra. Um kvöldið héldu Kommúnistásam- tökin svo innifund í Lindarbæ og var þar ýmislegt til skemmtunar og • fróðleiks, s.s. upplestur, söngur og ræðuflutningur. Félagi Hjálmtýr Heiðdal flutti þar ræðu um baráttu víetnamskrar alþýðu og sigur hennar yfir einu mesta herveldi mannkyns- söngunnar. Þá var safnað undir- skriftum til áskorunar á ríkisstjórn Islands um að viðurkenna þegar í stað Bráðabirgðabyltingarstjórnina í Suður-Víetnam og fé safnað til styrktar henni við uppbyggingu lands- ins. Ef bornar eru saman göngur KSML f ár og f fyrra má greinilega merkja fylgisaukningu við kommúnismann og þá pólitík sem KSML standa fyrir. Sundrungar- og klofningsstarfsemi ýmissa hópa og viðleitni þeirra til að auglýsa sig í nafni marxismans- lenínismans hefur ekki orðið til þess að veikja samtök okkar og draga úr fylgisaukningu þeirra - heldur þvert á móti haft í för með sér þróun f skipulaginu og pólitíkinni, jafnframt því sem æ fleiri snúa baki við þing- ræðispólitík Alþýðubandalagsins og loddarabrögðum verkalýðsforystunnar og stilla sér við hlið kommúnismans. Sá gífurlegi fjöldi, sem var við úti- fund "Rauðrar verkalýðseiningar" er engan veginn dæmi um vinsældir íylkingarinnar og trotskýismans, heldur ber því aðeins vitni, að sá fjöldi, sem treyst hefur á umbóta- starfsemi verkalýðsforystunnar er óðfluga að týna tölunni. Slíkt ætti að- eins að kenna okkur að færa þessari óánægju pólitíska meðvitund og það skipulagslega afl, sem eitt er fært um að leiða verkalýð og vinnandi al- þýðu til sigurs yfir hinu rotnandi auðvaldi - kommúnískan byltingar- flokk. -/SJO 1.MAÍ NES- KAUPSTAÐ KSML höfðu ekki sjálfstæðar aðgerð- ir á 1. maí í ár. Tókst nefnilega samkomulag við verkalýðsfélögin um ðformlega aðild okkar að fundi þeirra. Einn ræðumannanna er þátttakandi f námshóp samtakanna hér. Einnig fengum við tekið upp sem eitt af vígorðum dagsíns: Stétt gegn stétt, verkalýðsstétt gegn atvinnurekendastétt. Fundurinn sjálfur einkenndist af miklum baráttuhug. Mjög fjölmennt var, öfugt við það sem hefur verið undanfarin ár. Ræðumenn gagn- rýndu harðlega verkalýðsforystuna og sérlega stéttasamvinnu ASI- broddanna. Jafnframt bentu þeir á að verkalýðsstéttin yrði að taka völdin í þjóðfélaginu til að losna und- an kúgun og arðráni, eða eins og segir í 1. maí ávarpi verkalýðsfé- laganna í Neskaupstað: "Þessu má verkalýðshreyfingin ekki una" (þ. e. stefnu verkalýðs- forystunnar). "Hún þarf að hefja sinn hernað á hendur fjendum sín- um og reka þá af höndum sér. Hún þarf að taka f sínar hendur yfirráð yfir atvinnutækjunum og ríkisvald- inu. En til_þess að svo megi verða þarf verkalyðurinn að standa sam- einaður. Verkalýðurinn má ekki láta þá blekkingu sundra sér að kjarabarátta og pólitfsk barátta séu sitt af hvoru tagi." En sigrar alþýðunnar í Vfetnam og Kambódíu settu einnig sérlegan há- tfðarbrag á daginn, í fundarlok söfnuðu félagar f KSML 20.000 kr. í söfnun Víetnam-nefndarinnar. Aætlað hafði verið að hafa göngu en vegna veðurs dagana áður var hætt við það, því miður. -/MS - Nesk. 1.MAÍ Á HELUSSANDI félögunum-lifi sjálfstæð skipu- lagning verkalýðsins. Með 19, ^ móti 8. 4. Fullt jafnrétti kynja á öllum sviðum. Með 33, móti 1. Þessar tölur sýna að hlutleysi hefur verið töluvert miðað við fundarsókn. En þátttakan í göngunni og á fund- inum bendir ótvírætt til, að undan- gengar árásir verkalýðsforystunnar á laun og rétt verkalýðsins hefur vakið hann til umhugsunar. Aður en samstaða náðist með Rauðum framverði og verkafólki höfðu stuð- ningsmenn KSML leytað eftir sam- starfi við forystu verkalýðsfélagsins Aftureldingar um undirbúning að- gerða á 1. maí. I svarbréfi félags- ins, þar sem allri aðstoð eða sam- starfi við stuðningsmenn KSML er hafnað, ásamt ræðu þeirri, sem formaður þess hélt utan dagskrár á fundinum kemur glöggt fram það vonleysi og sú vantrú, sem forystan ber til sjálfstæðrar skipulagningar verkafólks. Félagar verkamenn, látum ekki verkalýðsforystuna blekkja okkur lengur. Sýnum samstöðu-fylkjum okkur undir merki kommúnismans á lslandii dag. An byltingarsinnaðrar fræðikenningar engin byltingarsinnuð hreyfing. Stuðningsmenn KSML, Hellissandi A baráttudegi verkalýðsins 1. maf efndu Rauður framvörður og verka- fólk á Hellissandi til göngu og fundar. Gengið var undir rauðum fánum og borðum með áletrunum: " Stétt gegn stétt", "Niður með ASÍ-broddana", "Lifi sjálfstæð skipulagning verka- lýðsins", "Gegn vinnuþrælkun og arðráni", "Öreigar og alþýða heims- ins sameinist f baráttu gegn heims- valdastefnu og sósfalheimsvalda- stefnu". Meðvitandi þátttakendur göngunnar voru um 30 auk þess um tveir tugir upprennandi æsku. Að göngu lokinni var haldinn baráttu- fundur í félagsheimilinu Röst. A fundinum voru um 70 manns eftir því, sem ljósmyndir herma, en vitað er um 1 mann, sem faldi sig undir stól á meðan á myndatöku stóð. Er það glöggt dæmi um þær smá- borgaralegu sálir er fylkja sér undir merki sósíaldemókratismans (Alþýðuflokksins) f dag. Ræðumaður af hálfu Rauðs framvarðar var Haukur Sigurðarson verkamaður, en Haraldur Hinriksson verkamaður fyrir samstarfsnefnd verkamanna. Annað efni á fundinum var ljóðalestur tónlist, og almennur söngur. Fundar- stjðrn annaðist Einar Már Guðvarðar- son. Fundurinn samþykkti eftir- farandi tillögur: 1. Til baráttu gegn gerðardómum og vinnulöggjöf auðvaldsins. 19 með, móti 2. 2. Gegn atvinnuleysi og verðbólgu. Með 26, móti 0. 3. Gegn stéttasamvinnu f verkalýðs- SK0ÐANIR TVEGGJA VERKA MANNA A HELLISSANDI Einn tfðindamaður Stéttabaráttunnar á Snæfellsnesi átti nýlega viðtal við tvo verkameim á Hellissandi um ástandið í verkalýðsmálum á Hellissandi. Verkamennirnir, Haukur Sigurðsson og Sigfús Almarsson, eru báðir stuðn- ingsmenn KSML. Sp.: Hver eru viðbrögð verkafólks hér á Hellissandi gagnvart málflutn- ingi kommúnista, Haukur? Upphaflega litu menn málflutninginn hornauga og margir gera það enn í dag. En samt sem áður sýna stað- reyndir, að fjöldi þeirra verka- manna, sem hafa vaknað upp af vond- um draumi kjaraskerðinga og launa- þjófnaðar ASf-forystulmar og vinnu- veitenda, eykst stöðugt. Það eru þeir verkamenn, sem hafa tekið mál- flutningi okkar eins og vera ber. Sp „: Sigfús, hver er reynslan af 1. maf aðgerðunum ? Reynslan er sú, að fundarsókn var mjög góð og bendir til þess, að verkamenn séu að leita að einhverju leiðandi pðlitísku afli í baráttunni fyrir bættum lífskjörum. Verkafólk hefur engu að tapa, en allt að vinna, og það gerir það með því að berjast við hlið Kommúnistasamtakanna m-L Sp.: Hvað getur þú sagt um ástandið f verkalýðsfélaginu hér á staðnum, Haukur ? Við verðum að meta ástandið út frá því, hvernig það var áður. Það er ekki lengra síðan en 2-3 mánuðii; að verkalýðsfélagið var f al- gjöru lemstri. Núverandi formaður þess, sem var kjörinn fyrir stuttu, hefur unnið mikið endurreisnarstarf fyrir félagið. En gaUinn er samt sá, að verkalýðsfélagið. hér er á sama grundvelli og önnur verkalýðsfélög f landinu. Þar á ég við, að stéttasam- vinna er tekin fram yfir hagsmuni verkalýðsins. Ég tel, að verkalýðs- félögin geti aldrei náð varanlegum árangri, nema þau starfi á kommún- fskum grundvelli, þvf að baráttan stendur á milli verkalýðsstéttarinnar og borgarastéttarinnar. Sp.: Ogílokin, Sigfús, hvernig hyggist þið þróa áfrgm starfið hér ? ÞROA ? Með þvf að rða að því, að hér verði áframhaldandi uppbygging á stuðningsdeild innan samtakanna KSML. FUÓÐAREIGN ER EKKI FYRIR ALMENNING Lögreglan vaktar tröppumar á Þórshamri. Kommúnistasamtökin marxistar- lenínistar héldu sem kunnugt er fund við Þórshamar á 1. maf. Þar sem Þórshamar er undir yfirráðum Alþingis, þurfti að fá leyfi fyrir staðnum og eins fyrir afnotum af rafmagni úr húsinu fyrir hátalara- kerfið. Leyfisveiting Alþingis er nánast formsatriði. I fyrsta lagi má benda á, að fundir hafa verið haldn- ir á þessum stað og í öðru lagi má benda á, að íyikingin, undir nafni Rauðrar verkalýðseiningar, fékk rafmagn frá Miðbæjarskólanum, op- inberri byggingu, og ASl fékk raf- magn frá Útvegsbankanum, sem er opinber bygging. En annað kom á daginn. Þegar full- trúi KSML hafði gert sér þrjár ferð- ir niður í þing og alltaf sagt að koma seinna, var loks kominn úr- skurður. Hann var sá, að ekkert rafmagn fengist og ræðumenn sam- takanna fengju ekki að stíga upp í tröppurnar á Þórshamri. Forsetar þingsins ráða þessu. Með- al þeirra varð ágreiningur, en for- seti Sameinaðs þings, Asgeir Bjarna- son, úrskurðaði, að samtökin fengju ekki leyfið. Astæðan; hann vildi ekki láta kjósa um málið milli forsetanna. Sem sagt: lýðræðisleg atkvæða- greiðsla er ekki í neinu uppáhaldi hjá þinginu. Tveir þingmenn öðrum fremur voru þó á móti leyfisveitingunni. Það voru þau Ellert B. Schram og Ragn- hildur Helgadðttir. Ellert gaf þá skýringu, að hann vildi ekki að þing- ið styddi KSML, né neina pðlitíska flokka, eins og það hét. Sem sagt: fJtvegsbankinn styður ASl og Mennta- málaráðuneytið eða yfirboðarar MT styðja Fylkinguna, en Alþingi styður engan flokk. Samtökin ákváðu samt sem áður að halda fundinn þarna, án þess þð, að koma við tröppurnar eða nota raf- magn Alþingis. Alþingi á ekkert í gangstéttinni né getur það bannað fólki að vera á bfiastæðinu. En kvöldið fyrir 1. maí klagaði Ragn- hildur Helgadóttir í lögregluna, að KSML ætluðu að halda fund við Þórs- hamar. Varð þvi úr, að fundurinn var haldinn úti á bflastæðinu við mun verri aðstæður. Þetta sýnir okkur, að hlð margróm aða lýðræði er einungis eign borgar- anna sjálfra. Það er ekki til, þegar verkalýðurinn er annars vegar, eða þá að borgararnir búa til einhverja túlkim álýðræðinu. Þetta minnir okkur einnig á, að standa vel á verði gegn hvers konar brotum á skoðana- og fundafrelsi. Þjónar borgaranna á þingi og annars staðar munu f framtíðinni skerða þessi réttindi eða reyna það. Þeim má aldrei takast það. -/eb Gerist áskrifendur að STÉTTABARÁTTUNNI

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.