Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 9

Stéttabaráttan - 23.05.1975, Blaðsíða 9
STÉTTABARATTAN 23.5. 5. tbl. 1975 Einingarsamtökin ? Fyrir rúmum þremur mánuðum birtist enn einn hópur á vinstri kant- inum f fslenskum stjórnmálum, sem gerir tilkall til að reka hina einu, sönnu marxfsku pólitík. Þessi hópur kallar sig Einingarsamtök Kommún- ista m-1 og gékk sem næst í heilu lagi úr Fylkingunni, síðastliðið haust. • Margt gott má segja um þennan hóp, einkum á hann skilið hrós fyrir upp- gjör sitt við trotskíistana sem nú eru alls ráðandi í Fylkingunni. En Ein- ingarsamtökin ætluðu sér þó ekki að sameinast KSML og leggja hönd á bagga í uppbyggingu kommúnfsks flokks á fslandi, forvígismenn þeirra láta sér nægja að lýsa sameiningar- markmiðum sfnum yfir í hátíðlegum orðum, en þar fylgir hugur lítt máli. f stað þess að vinna heilir að sam- einingu allra marxista-lenfnista á Islandi, afneita þeir KSML og upp- liefja sjálfa sig sem einu, sönnu kommúnistana hérlendis. Þessi broslegi sjálfsþótti nær jafnvel svo langt, að þeir álfta uppgjör KSML við einangrunarsinnana sem klufu sig út úr KSML f fyrra, vera fyrir áhrif sín. En mitt í hástemmdum yfir- lýsingum um að KSML sé nú að gera upp við fyrri "vinstri villur" sfnar og nálgst fordyri sannleikans, þar sem þeir tróna á hásætinu, gjeymist þeim að pólitfk EIKm-1 er enn sem kopiið er pappfrsgögn ein og að auki byggð á fremur grunnristri bók- hneigð og fræðilegum viðvanings- hætti. 'Ahrif' Einingarsamtakanna á KSML Aðeins þeir sem ekki hafa kynnt sér pðlitíska þróun KSML geta ályktað sem svo, að Kommúnistasamtökin hafi gert upp við einangrunarstefnu og huglægni í vinnubrögðum f einu vetfangi, eða vegna þess að rúmur tugur fyrrver. íylkingarfélaga hafi útnefnt sjálfa sig framverði komm- únismans á Islandi. Þegar frá stofn- un KSML ríkti hörð fræðileg barátta um stefnu samtakanna. Hugmyndir sem EEm-1 hefur gert í dag að sín- um, réðu þá að ýmsu leyti afstöðu samtakanna, einkum afstaðan til stéttanna og þjóðernismálsins. En á stofnþingi KSML komu líka fram þær hugmyndir um verkalýðsfélögin og gerð ríkisvaldsins, sem upprætt- ar voru í baráttunni gegn einangrun- arsinnunum í fyrravor. Strax að loknu stofnþinginu hófust deilur inn- an KSML um afstöðuna til stjórnlist- arinnar og verkalýðsfélaganna. 1 desember 1972 er þá þegar sett fram sú afstaða, sem síðar varð ofan á. I formála að bæklingnum "Um flokk- inn" (apríl '73) dregur K. G. fram stefnu KFÍ og Komintern I fagfélags- málum: "Innan fagfélaganna börðust kommúnistar og sameinuðu líka aðra verkamenn, sósíaldemókratíska, sem ekki fylgdu broddunum í einu og öllu, eða flokkslausa verkamenn í andstöðuhópa eða svokölluð lið. Hlut- verk liðanna var að veita forystu hinum faglega andstöðuarmi, sem spratt fram í sjálfri baráttunni, * fylkja verkamönnum neðan frá til baráttu á vinnustöðunum sjálfum og í verkalýðsfélögunumV (Um flokkinn, bls. 16). Þessi afstaða óx fram og styrktist í baráttunni gegn "vinstrivillum" sem teknar höfðu verið í arf frá KFMLr, sænskum samtökum sem höfðu mikil áhrif á stefnumótun stofnþings KSML. Það er því fáránlegt að halda þvf fram, að stofnun EIKm-1 I janúar 1975 hafi verið tilefni uppgjörsins við einangrunarhyggjuna í röðum KSML, þvert á móti var ástæðan aukin fræðileg og starfræn reynsla fslensku kommúnistanna, sem opinberaði villurnar í kenningum stofnþings KSML, um að verkalýðsfélögin væru ónýt og ekki bæri að vinna þau yfir. Einangrunarstefnan Einangrunararfur KSML frá Svíþjóð náði einnig til annarra mála. 1 af- stöðu samtakanna til samfylkingar bar framan af mjög á tvenns konar tilhneigingum, sem báðar voru rang- ar. Ilin fyrri birtist í fjandsamlegri afstöðu til fjöldasamtaka gegn heims- valdastefnunni, eins og t.d. Víet- nam-nefndarinnar. Lengst gekk þessi fjandskapur í ársbyrjun 1973, þegar KSML gáfu út aukablað um Vfetnam, sem réðst gegn tilraunum Víetnam-nefndarinnar til sköpunar breiðrar samfylkingar um málstað Eijóðfrelsisfylkingarinnar. Þá litu KSML eingöngu á Víetnam-styrjöld- ina sem vogarstöng fyrir uppbyggingu kommúnistaflokks á felandi og ein- angruðu sig frá lýðræðis- og and- heimsvaldasinnuðum öflum, sem reiðubúin voru til að sfyðja ÞFF á grundvelli víetnömsku alþýðunnar. Þá var enginn skilningur fyrir þvf, að fullur og skilyrðislaus stuðningur við þjóðfrelsisöflin í Víetnam á breiðum grundvelli, var um leið öfl- ugt vopn f baráttunni fyrir skipu- lagningu íslensks verkalýðs. En þessi ranga stjórnlist átti sér ekki langa lffdaga í KSML. Þegar um haustið 1973 er eftirfarandi sett fram í Rauða Fánanum í afstöðunni til bandalags verkalýðsstéttarinnar og annarra stétta og þjóðfélagshópa: "Að lama eða vinna til liðs við bylt- inguna smáborgara eða menntamenn er einnig eitt af meginverkefnum hinnar sósfalísku byltingar. Þessir millihópar milli borgara og öreiga mynda varalið, sem nauðsyn ber til að virkja. Urslit byltingarinnar geta oltið á því, hvort þeir verða varalið gagnbyltingarinnar eða byltingarinnar" (RF. 1-2. tbl. 2. árg. okt. 1973). Þessi afetaða lá til grundvallar þeirri breyttu afstöðu til samfylkinga yfirleitt, sem fékk yfirhöndina í KSML á síðasta ári. Þetta birtist glögglega í framkvæmd, þegar Víet- nam-nefndin vaknaði af löngum dvala á 2. ára afmæli Parísarsamkomu- lagsins, en þá tóku KSML þátt í að- gerðum hennar. Allsherj arsamfylking Sfðari tilhneigingin birtist f óskum um samfylkingu við allt og alla, án tillits til Hagsmuna öreigalýðsins eða grundvallarreglna kommúnism- ans. Eftir stofnþingið 1972 voru innan samtakanna öfl, sem litu á ís- lenska auðvaldið (hluta þess) og alla smáborgarastéttina sem bandamenn verkalýðsins f baráttunni gegn er- lendri heimsvaldastefnu. Þessi skoðun var raunar aðeins arfur frá Alþýðubandalagsforystunni og átti sér einnig fylgjendur innan íylking- arinnar. 1 dag, þremur árum eftir að KSML hafa gert upp við þessar hugmyndir, básúna foringjar EKm-1 samfylkingu allrar aljjýðu og nokk- urra auðherra gegn faeinum einok- imarkapitalistum. EIKm-L hafnar vígorði KSML, "stétt gegn stétt", og telja það bera vott um einangrun- arstefnu. Hinir Bjálfkrýndu "meist- arar" stjórnmálanna í forystu EKm-1 telja sig koma auga á af- drifaríkar breytingar á eðli auð- valdsþjóðfélagsins, sem svipti verkalýðinn byltingarsinnuðu for- ystuhlutverki sfnu að nokkru, en geri f staðinn "alla alþýðuna" bylt- ingarsinnaða í baráttu hennar gegn einokunarauðvaldinu. Þessar af- drifaríku breytingar stafa af þróun heimsvaldastefnunnar, að mati EK m-1. Nútfma endurskoðun á byltingar- stefnu marxismans-lenfnismans EKm-1 eru ekki ein um að sjá þessar "breytingar." ÞÓ svo að EKm-1 vilji helst ekki hafa slíkt í hámælum og fari með það sem feimnismál, þá er ekki hægt að neita því, að þeir eiga sér volduga skoð- anabræður. A 23. flokksþingi sov- ésku endurskoðunarsinnanna í Kreml, segir sjálfur höfuðpaurinn, L. Brésneff, eftirfarandi lærdóms- ríku orð: "Aðrir þjóðfélagshópar sem eru andstæðir einokunarauð- valdinu - meginþorri bænda og menntamanna - eru að safnast meira og meira um verkalýðinn. Breið and-einokunarfylking er að skapast. Þessi þrðun krefet nánara bandalags alþýðunnar og örvar bar- áttuna fyrir iokatakmarkinu - fyrir byltingarsinnaðri umbreytingu þjóð- félagsins fyrir sðsíalismanum" (L. Brésneff, Ræða á 23. þingi KFRR(b) 1966, Moskva, bls. 21). Og hugmyndin um and-einokunarfylk- ingu er ekki bara "vanhugsuð orð" sovéska sósíalheimsvaldasinnans í ræðu hans, ekki ne.in undantekning frá almennri línu "nýju Zaranna í Kreml." Þessi hugmynd er megin- þráðurinn í endurskoðun þeirra á byltingarsinnaðri stjórnlist marx- ismans-lenínismans og aðalafbökun- in á kenningum marxismans-lenín- ismans um öreigabyltinguna. Þegar Enver Hoxha, leiðtogi albönsku kommúnistanna, gagnrýnir nútfma endurskoðunarstefnuna í ræðu árið 1971, farast honum svo orð: "Skil- yrðin, sem gera verkalýðsstéttina að meginaflinu í nútfma þjððfélags- þróun, leiðandi aflið í baráttunni fyr- ir byltingarsinnaðri umbreytingu hins kapitalíska heims hafa ekki breyst á nokkurn hátt" (Ræða á 6. þinginu 1971, bls. 216), Klofningurinn á vinstrikantinum fer í vöxt. Hér er sýnishorn af útgáfu- efni smáhópa, sem sumir verða ekki langlífir. Það nýjasta er málgagn EKm-1, þrátt fyrir "einingartalið" eykur þetta bara á klofninginn. merkjum eins stjórnmálaflokks, sem túlkar hagsmuni hennar og stendur ævinlega í fylkingarbrjósti fyrir baráttu hennar á öllum vígstöðv- um þjóðfélagsbaráttunnar. Það er markmið KSML að stofna slíkan flokk og slíkt verður ekki gert með fræðilegum yfirlýsingum eða bóklestri, heldur með fórnfúsu starfi og þrotlausyi baráttu í anda marxismans-lenínismans. lyrir KSML vakir ekki að verja kenningar sínar og hugmyndir í fræðilegri umræðu, hvað sem það kostar, held- ur hitt, að reyna þær í þjóðfélagslegu starfi og sannprófa gildi þeirra. Þess vegna eru KSML órög við að játa skyssur sínar og rífa rangar hugmyndir upp með rótum, þegar raunveruleikinn hefur sýnt fram á hið rétta eðli þeirra. Marxisminn- lenínisminn er ekkert "kerfi" sem á að þröngva upp á raunveruleikann, hann er byltingarsinnuð rannsðknar- og starfsaðferð sem byggir á al- Ef forvígismenn EKm-1 álíta, að uppgjör KSML við einangrunarstefn- una innan eigin raða, eigi einhvern tíma eftir að leiða samtökin ofan I forarpytt nútíma endurskoðunar- stefnu, skjátlast þeim hrapallega. KSML hafa fullkomlega hafnað þess- um hugmyndum og álíta, að svo lengi sem EKm-1 hafi þær að leiðar- ljósi, séu EKm-1 taumdragar nú- tfma endurskoðunarstefnu og ekki marxistar-lenínistar. Einingarsam- tökin eru fremur óspör á fréeðilegar kórvillur, en hér er ástæðulaust að rekja þær nánar. Hins vegar er eftirtektarvert, að talsmenn EKm-1 hafa lýst sig ófúsa til opinskárrar baráttu gegn skoðanabræðrum sínum í Kreml. Baráttan gegn risaveldunum Afetaða KSML til baráttunnar gegn styrjaldarfyrirætlunum risaveldanna og alþjóðlegum kúgimaraðgerðum þeirra, felur f sér, að stofnuð verði Alþýðufylking gegn heimsvaldastefnu og fasisma, sem hefur þremur meg- inverkefnum að gejgna: - Baráttu gegn yfirgangi og stríðs- ógnunum bandarísku heimsvalda- stefnunnar og sósíalheimsvaldastefn- unnar f Sovét. - Baráttu gegn aðild felands að hern- aðarbandalögum og fyrir úrsögn úr NATÖ og brottrekstri bandaríska hersins. - Baráttu fyrir samstöðu með þjóð- frelsis- og andíasfskum öflum um allan heim. Slík samfylking ætti að byggja á breiðum grundvelli og verða að vold- ugum bakhjarli fyrir byltingarbaráttu íslenska verkalýðsfjöldans. En forvígismenn EKm-1 eru þessu ósammála í einu atriði. Þeir vilja samkvæmt ummælum þeirra sjálfra sleppa baráttunni gegn sósíalheims- valdastefnunni í Sovétríkjunum. Og ástæðan ? Sovétríkin hafa ekki verið nægjanlega afhjúpuð hérlendis ennþá til þess að hægt sé að berjast gegn þeim óg þar að auki myndu "gamlir sósíalistar" ekki styðja baráttu gegn Sovét.’; En þessum "riddurum samfylkingariimar" láist að gá að þvf, að andheimsvaldafylking sem þessi, hefur einmitt það verkefni að afhjúpa kúgunareðli og styrjaldar- ógnir risaveldanna - hver ætti að gera það annars ?! Þessa afstöðu er ekki hægt að skoða örðu vísi en sem undanslátt gagnvart nútíma endurskoðunarstefnunni og sósfal- heimsvaldasinnunum í Sovét. Og í þessu efni nægja engar yfirlýsingar. Þær verða fundnar ámóta léftvægar og yfirlýsingar EKm-1 um "sam- einingu allra íslenskra sósíalista" í einn flokk - svo lengi sem starfið fel- ur í sér sundrungu fslenskra marx- ista-lenínista, með stofnun nýrra samtaka og andstöðu við einarða bar- áttu gegn sósíalheimsvaldasinnunum í verki. Markmið KSML er sameining márx- ista-lenfnista í Kommúnistaflokk Lenín sagði éitt sinn, að án byltingar- sinnaðrar fræðikenningar yrði ekki nein byltingarsinnuð hreyfing til. Því er einnig svo varið, að án bylt- ingarflokks, sem hefur byltingar- ■ sinnaða fræðikenningu marxismans- lenínismans að leiðarljósi, verður ekki um sósíalíska byltingu né alræði öreiganna að ræða. Til þess að verkalýðsstéttin geti komið bylting- arsinnuðu ætlunarverki sfnu til leið- ar, verður hún að sameinast undir mennri reynslu af baráttu stéttanna f þjóðfélagsþróuninni. Þess vegna er barátta kommúnistanna fyrir bylting- arflokki alls ekki fólgin f því að semja byltingarsinnaðar heitstreng- ingar eða skrifa doðranta um "bar- ■áttuleið alþýðunnar" heldur að beita almennri reynslu heimshreyfingar öreigalýðsins . - fræðikenningu marxismans-lenínismans - í bylt- ingarsinnuðu starfi, og uppgötva þannig það sem er sérkennandi og þjððlegt í stéttabaráttunni á felandi. I þessu starfi mega hugmyndir og kenningar nútíma endurskoðunarstefn- unnar sín einskis, þvert á móti leiða þær til sáttfýsi við borgarastétt- ina og afneitunar á byltingarsinnuðu forystuhlutverki verkalýðsstéttarinn- ar. KSML hvetja því félagana í EK m-1 til að nema og gagnrýna afetöðu sfna rækilega, gera hreint fyrir dyr- um sínum og hafna öllum útgáfum nútúna endurskoðunarstefnunnar. -/KG Efnishyggja og hughyggja Þegar umræður f kunningj ahóp eða á vinnustað snúast að kommúnisman- um, koma ósjaldan upp hinar furðu- legustu myndir guðsóttans f orðsins fyllstu merkingu. Þó svo að flestum leiðist að of miklum tíma sé varið í umræður um trúmál og annað rugl, verðum við að taka virkan þátt í að kveða niður þessa fordóma, og þá al- veg sérstaklega hjá yngra fólkinu, vegna þess að sá hópur fólks sem tel- ur sig geta byggt afkomu sína á bæn- um til "almættisins" og "guðdómlegri fyrirgefningu" er alls ekki smár, og virðist yngra fólki fara þar fjölgandi, samfara stórauknu trúboði og miðils- kukli. Almættistrúin er til þess fallin að telja fólki trú um, að enginn sé þess megnugur að ráða sfnum málum sjálf- ur, að enginn geti í samvinnu við félaga sína bjargað sér sjálfur eða unnið sjálfstætt og lagt sitt af mörk- um til betra lífs og réttlátara þjóð- félags, nema til komi vilji guðdóm- legrar veru, einhvers afls sem hafið er yfir mannlega eiginleika og tilveru hins daglega lífs. Þannig kemur hún í veg fyrir sjálfstæða hugsun f anda vísinda og framfara, og stuðlar að því að margskonar fordómar setjast að í hugsun fólks og að fólk sætti sig við óréttlæti og kúgun þar sem vegir Guðs séu órannsakanlegir. Heimspeki marxista er byggð á efnis- hyggju og því eðlilegt að fók kveinki sér, sem gengið hefur í gegnum hið borgaralega skólakerfi og látið þar staðar numið, og frá fæðingu hlotið slíkt uppeldi sem gerir þvf ilimögu- legt að hugsa sjálfstætt. Almættistrúboð og boðskapur þeirra manna, sem á einhvern hátt telja sig starfa í umboði einhvers heilags anda, er eitt afkastamesta vopn aftur- haldsins, ásamt margskonar eitri og vímugjöfum, sem valda sljóvgandi of- mati á gildi margskonar skemmtana mannsins, eins og t.d. þegar líf ein- staklingsins snýst orðið meir og minna um þá brennandi spurningu: Kemst ég f rfkið fyrir helgi eða ekki, og dans og drykkja verður undirstaða felagslffsins. Munurinn á þeim sem útdeilda hinu "heilaga orði" og þeim sem útdeila eitri og vímugjöfum á ólöglegan hátt er einfaldlega sá, að trúboðinn er ekki talinn tugthúsmatur á sama hátt og sá, er selur vímu- gjafa ólöglega í hinu borgaralega þjóðfélagi, þó svo að hvort tveggja deyfi og sljóvgi vitund og baráttuvilja mannfólksins. Ekki sakar í þessu sambandi að minna á, að áfengis- verslun og þjóðkirkjan eru rekin af sömu aðilum og liggur því beint við að álykta, að hvort tveggja þjóni hagsmunum valdastéttarinnar, enda má að því færa fjöldamörg fleiri dæmi. Ösjaldan er kúgun og óréttlæti framið f guðs nafni, eins og þegar kristni er troðið upp á fjölda þjoða f fögnuði hinnar einu sönnu menningar hins vestræna heims, en að sjálfsögðu er því gjarnan sleppt, að láta það fylgja sögunni, að hagsmunir einokunarkap- ítalistanna, olfuhringa og annarra glæpaflokka eru einmitt í því fólgnir að sem fléstir séu fluttir niður f svað frumspeki og hughyggju og gleymi sér í allskonar hindurvitnum og eitur- rugli. Fjöldi fólks lætur atvinnulygara telja sér trú um það, að þeir séu nú búnir að biðja guð að hjálpa bágstöddu fólki úti um allan heim og að það þurfi ekkert að hugsa úm eða vera neitt að skipta sér af málefnum snauðra og kúgaðra á annan hátt en þann, að fórna ef til vill einni sunnudagsmáltío og biðja í hljóði eða upphátt upp í loft. 1 þeim boðskap sem dýrkendur hans segja guð hafa sagt við eitthvert tæki- færi: Komi það sem koma skal, felst ein meginfjarstæða og afturhald trú- arbragðanna. Það er furðulegt, að á þessari tuttugustu öld þess tímatals er hér tíðkast, skuli enn þurfa að berjast gegn slíkri hjátrú. I>að skal þvf endurtekið, að hvers konar al- mættistrúboð og andadýrkun, hvort sem er f formi djöfla eða dýrlinga, er og hefur verið of afkastamikið vopn f hendi afturhaldsins og böðla þess, til þess að unnt sé að þegja það í hel. Það borgar sig að sjálfeögðu ekki að fara um landið með dýnamit og sprengja musterin í loft upp, enda yrði það sóun á ágætu sprengiefni og yrði slíkur barnaskapur sjálfeagt til þess eins að flýta fyrir endurbyggingu og fjölgun þessara umboðsfyrirtækja eilífe lífe, og hughyggja og andakukl yrðu til alveg jafnt eftir sem áður. En þess utan eru margar leiðir færar og okkur skylt að fara eins kröftug- lega og frekast er unnt. Það þarf að skrifa meira um efnis- hyggjuna, og hughyggjuna, f blað • okkar, en taka þó tillit til þess að við höfum ekki bolmagn til þess að standa undir þeim fjárkröfum í formi skaða- bótai, sem mun skjóta upp eins og gorkúlumum leið og trúboðinu fyndist of nærri því höggvið. Heppilegasti vettvangur til umræðna er að sjálf- sögðu vinnustaðurinn og kunningjahóp urinn, enda kemur þetta upp þar, eins og áður er getið, nánast dag hvern í einhverri mynd. Því verður hver og einn, eftir sinni bestu getu, og hvenær sem færi gefst að reyna að sýna hinu vinnandi fólki fram á, að enginn getur lifað og tekið þátt í baráttunni með því einu að glápa upp í loftið, spenna greipar og væla einhverjar hendingar sem það hefur lært utanbókar sem börn, heldur verði hver og einn að leita sannleikans og byggja á þeim raunveruleika sem við búum við sem hluti af náttúrinni, ásamt vísindalegum rannsóknum í þágu hins vinnandi fjölda. Marxisminn-lenínisminn, þar sem reynsla verkalýðsins í heiminum er dregin saman, og díalektfeka og sögu lega efnishyggjan (".. .hinn eðlilegi skilningur á náttúrinn eins og hún birtist manni án allrar annarlegrar viðbótar..." (Engels)) er eina mögu lega leiðin til þess að verkalýðurinn fái sigrast á óvinum sfnum. -/JJ

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.