Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 2
2 STÉTTABARATTAN 11.7. 6.tbl. 1975 MED FJÖLDANUM -FYRIR FJÖLDANN Baráttan fyrir sköpun raunverulegs kommúnisks verkalýðsflokks á fslandi er íólgin í tveimur meginatriðum. Annarsvegar baráttu gegn áhrifum, ítökum og útbreiðslu borgaralegra hug- mynda af öllu tagi, barátta fyrir útbreiðslu marxismans-leninismans meðal verkalýðsfjöldans, fyrir framvexti nýrrar lífsskoðunnar sem hafnar ein- staklingshyggju og yfirborðshætti. Hins vegar baráttu fyrir sköpun víðtækrar samfylkingar verkalýðsfjöldans og allrar vinnandi alþýðu, samfylkingu sem einbeitir afli sínu gegn auð- valdinu, stéttasamvinnunni og heimsvaldastefnunni. Þessi barátta verður aðeins unnin f nánum tengslum við fjöldann, kommún- istaflokkurinn verður að hafa hagsmuni fjöldans að leiðarljósi sínu f smáu sem stóru. Starf kommúnista ætti að einkennast af stöðugum og traustum tengslum við fjöldann og fórnfúsu og þrotlausu starfi fyrir fjöldann. Grundvallarreglur marxlsmans- lenínismans mega aldrei verða hindrun í vegi fyrir nánum tengslum við og starfi fyrir fjöldann. Starf KSML hefur frá upphafi borið keim af vinstri-róttækni. 1 stað þess að setja einingu verkalýðs- fjöldans og allrar alþýðu ofar hags- munum samtakanna, hefur KSML í mörgum atriðum gert fræðikenningu marxismans-lenínismans að hindrun eða afsökun fyrir því, að standa utan við hreyfingu verkalýðsins eða jafnvel snúist öndverð gegn sprotum samfylkingar meðal íslensks verka- lýðs og vinnandi alþýðu. Framan af einkenndist starf okkar innan verka- lýðsfélaganna og afstaða okkar til samfylkinga gegn heimsvaldastefn- unni af klofningi og andstöðu gegn breiðri baráttusamfylkingu, án tillits til pólitískra skoðana eða stefnumála aðilanna í slíkri sam- fylkingu. Þetta stafaði ýmist af ultravinstrisinnaðri tækifæris- afstöðu, sem samtökin tóku í arf frá sænsku hentistefnusamtökunum KFMLr þegar f upphafi, eða af ótta þeirra félags, sem ekki fylgdu KFMLr að málum, við hægrivillur í fjöldastarfinu. 1 verkalýðsfélögunum létu talsmenn samtakanna sér na_*gja að ráðast að forystunni með óhróðri og skömmum, lýstu því yfir að fag- félögin væru gagnbyltingarsinnuð og fjandsamleg hagsmunum verkalýðs- stéttarimmar en veittu enga leiðsögn til myndunar samstöðu sem væri skipulögð og megnug þess að sam- eina þær andstöðuraddir sem komu fram á fundum fagfélaganna, þeim sem voru óanægðir og mættu ekki á fundi. A þennan hátt þjónaði áróður KSML framan af forystunni en ekki fjöldanum, því þótt flest af þvf sem sagt var um svik forystunnar væri hárrétt, tóku margir verkamenn undir með forystunni þegar hún not- færði þetta til að skerða ræðutfma á fundunum, spurði félagsmenn hvort þeir vildu heldur hafa "gasp- rara" fyrir foringja, en "ábyrga" og "þrautreynda baráttumenn" o. s. frv. o.s.frv. Innan andheimsvalda- sinnaðra samfylkinga starfaði KSML ekkert framan af, en snerist gegn þeim, t. d. Vietnam-nefndinni. Til að réttlæta þessar starfsaðferðir báru félagar KSML á borð fræði- legar forsendur og töldu oft við- komandi samfylkingar eða félög of afturhaldssöm til að starfa innan þeirra. En þessar fræðilegu for- sendur voru alrangar. Marxisminn- lenínisminn hefur aldrei sett fram neinar grundvallarreglur, sem meina kommúnistunum að hafa 'styrk tengsl og stöðug samskipti við fjöldann. Þvert á móti leggur hann áherslu á, að slík tengsl verði að skapa, ánþess að kommúnistar geri nokkrar málamiðlanir á grund- vallarreglum sínum. Grundvallar- reglur marxismans-lenínismans mega aldrei verða hindrun í vegi fyrir nánum tengslum við verkalýðs- fjöldann, kommúnistarnir eiga að gera og verða að gera málamiðlanir og tilslakanir til að fylkja sem mestu liði til baráttu í einstökum baráttumálum. Þessar tilslakanir þurfa ekki að ná til grundvallar- reglna eða fræðikenningarinnar og þess vegna er alrangt að setja marxismann-lenínismann upp sem nokkurs konar kínverskan múr milli kommúnistanna og verkalýðsins. Traust fjöldans fæst með fórnfúsu og ósíngjörnu starfi. Þegar uppgjörið við "vinstri"-rót- tadinina hófst innan samtakanna, var félaögum KSML ekki fullljóst, að þeir höfðu skorið upp herör ekki aðeins gegn einöngruðum villum í einstaka málum, heldur gegn ger- völlum grundvelli 1. þings KSML og gegn þvf skipulagi, sem "vinstri"- róttæknin hafði skapað samtökunum. Klofningur KSMLkafði alvarlegar afleiðingar fyrir samtökin. Félögum og stuðningsmönnum fækkaði, starfið komst á ringulreið og fylk- ingar samtakanna riðluðust að vissu marki. En á hinn bóginn táknaði klofningurinn að samtökin gerðu sér ljóst f hverja meinsemd þau höfðu dregist með frá upphafi og tókust á hendur gagnrýni, nám og rannsóknir á reynslunni af vinstri-róttækninni og klofningnum sem hún hafði valdið. Þessi gagnrýni dró smám saman meinsemdina fram í dagsljósið, klofningurinn var engan veginn loka- punkturinn á uppgjörinu við "vinstri"- róttæknina. Útbreiðslu- og áróðurs- starfið tók stakkaskiptum, Stétta- baráttan styrktist, samtökin hófu starf innan fjöldahreyinga og ger- breyttu afstöðu sinni til starfsins innan fagfélaganna. í stað langloka og fræðilegra rullna, sem fæstir lesendur komust fram úr, komu greinar um baráttu verkalýðsins og vinnandi alþýðu, hérlendis sem er- lendis. Askrifendum fjölgaði og blaðið stækkaði, m. a. vegna þeirrar breytingar sem starf okkar tók, vegna ósérhlffins starfs í þágu Vietnam-nefndarinnar og innan Union Carbide-samfylkingarinnar, ' vegna breyttra starfsaðferða innan fagfélaganna og á vinnustöðum. í stað þess að gera marxismann-lenín- ismann að hindrun f vegi fyrir teng- slum við fjöldann, hófu samtökin, þó f smáu væri, að halda út á braut fórnfúss starfs fyrir fjöldann og með fjöldanum. Aðeins þetta getur skýrt út þá staðreynd, að KSML hafa aftur tekið að vinna það traust meðal verkalýðsins, sem þau glötuðu fyrir starfsaðferðir og hugmundir GS- klíkunnar og klofflinginn. f dag er þetta bara vísir að stefnu, en við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að þessum vísi, því að traust fjöldans fæst aðeins með fórnfúsu starfi meðal hans og fyrir hagsmunum hans. Verkefni okkar eru að sameina marxismann-lenínismann verkalýðs- fjöldanum og gera hann að vopni fjöldans í baráttunni gegn kapítal- ismanum. Við verðum að muna, að það er gegn borgaralegu stjórnmála- foringjunum og verkalýðsforkólfunum sem við beinum baráttu okkar, en alls ekki gegn verkalýð eða alþýðu sem fylgja þeim að málum. Þess vegnamegum við ekki standa utan við verkalýðsfélögin eða samfylkingar því að það er á þessu vettvangi sem við náum til hinna "óbreyttu liðs- manna" stjórnmálaflokkanna, öðlumst möguleikann á að heyja bar- áttuna við hlið þeirra og koma skoðunum okkar á framfæri ekki aðeins í orði heldur einkum og sér í lagi í verki. Verkefni okkar er að einangra hina borgaralegu og endur- bótasinnuðu forystu frá öllum þorra verkalýðsins, að einangra og af- hjúpa borgaralegar soðanir ogstefnur frammi fyrir fjöldanum í starfi, en útbreiða í þeirra stað marxismann- lenínismann. Barattuna gegn afbökun a marx- ismanum-lenínismanum verður að heyja jafnt innan sem utan sam- takanna. Baráttan gegn borgaralegum skrum- skælingum kommúnismans er háð á tvennum vígstöðvum. Gegn hægri frávikum og gegn "vinstri - rót- taakni". Þessi barátta beinist ekki einvörðungu gegn stefnumog flokkum utan KSML, heldur einnig skoðunum og frávikum innan samtakanna sjálfra. Frá stofnun KSML hafa samtökin beint baráttu sinni gegn nútíma endurskoðunarstefnu Alþýðu- bandalagsins og lærifeðnjtnþeirra í Kreml. Þetta er gífurlega mikil- vægt verkefni, því falsanir AB á fræðikenningum kommúnismans og áhrif þeirra innan fagfélaganna og meðal verkalýðsins standa í vegi fyrir sameiningu hans á grundvelli stéttabaráttunnar og þar með póli- tískri skipulagningu hans. En þessi barátta verður líka að taka til fylgi- fiska nútíma endurskoðunarstefn- unnar í líki trotskyismans í Ifylk- ingunni og hálftrotskyismans, eins og hann birtist m. a. innan KSML áður en samtökin klofnuðu. Af- hjúpun endurskoðunarstefnunnar krefst einnig einingar marxista- lenínista, hún krefst þess að KSML geri baráttueiningu með þeim sem standa nærri okkur, þó svo að okkur greini á um taktíkina og fræðilegar spurningar. En við verðum að vera þess minnug, þegar við gerum upp við fyrri afstöðu, að tryggð okkar við grundvallarreglur marxismans- lenínismans má ekki yfirgefa. KSML mega ekki gera marxismann- lenínismann að hindrum í vegi fyrir raunverulegu fjöldastarfi, en þau mega heldur ekki fórna grundvallar- reglum hans í skiptum fyrir tfma- bundna málamiðlun eða samstarf. Hafi vinstri-villurnar falist í þröng- sýni og einstrengislegri fastheldni við "hreinkommúniska" verkamanna- hreyfingu og gert marxismann- lenínismann þar með að vissu marki að kreddu og mótstöðu í starf- inu, felast hægri-frávikin í því að grundvallarreglurnar og fræði- kenningin er lögð á hilluna, en sam- fylkingin og fjöldaslarfið gert að markmiði í sjálfu sér. Sáttfýsi við endurskoðunarstefu, borgaralegar kenningar og afbakanir á marx- ismanum-lenínismanum mega undir engum kringumstæðum koma fyrir. KSML berjast gegn hvers konar rang- túlkun á kommúnismanum, hverskonar kenningum sem eru andstæðar marx- ismanum-lenínismanum og hvers konar hugmyndum sem leið til að- skilnaðar marxismans-lenínismans frá verkalýðshreyfingunni. En þessi barátta gegn borgaralegum kenn- ingum og stefnum má heldur ekki hindra að gerðar séu málamiðlanir og bandalög undir vissum kringum- stæðum, í einstökum baráttumálum og við ótrygga bandamenn. Skipu- lagning heillar stéttar fer ekki snuðrulaust fram eða samkvæmt ýtarlegum áætlunum utan við daglegt líf og baráttu fjöldans. Aðeins með þrautseigu starfi meðal fjöldans og fyrir hagsmunum hans, er unnt að koma á skipulagi stéttarinnar, aðeins með því að berjast ótrauð fyrir sér- hverju hagsmunamáli fjöldans, og gegn hverju tilviki kúgunar, vald- beitingar, misréttis eða ójöfnuðar af hálfu borgarastéttarinnar gagn- vart verkalýðnum og allri vinnandi alþýðu, er unnt að skapa trausta samfylkingu sem hefur marxismann- lenínismann að leiðarljósi sínu. Kommúnistar eiga hiklaust að gera bandalag við alla sameiginlega bandamenn gegn höfuðóvini sínum, borgarastéttinni, án þess að ætlast til neins af bandamöimum sfnum fyrir sig eða fórna sjálfstæði sínu og skipulagi. Uppgjörið við einang- runarstefnuna má ekki leiðatil festu- lausrar samfylkingarpólitíkur, sem varpar fræðikenningu og grundvallar- reglum marxismans-lenínismans fyrir róða. Sameining marxista-lenínista - skilyrði fyrir sigri yfir nútíma endurskoðunarstefnu og endurbóta- stefnu. í samræmi við megineinkenni komm- únistaflokks - að starfa í J>águ yfir- gnæfandi meirihluta þjóðfelagsins - verða KSML þegar að vinna að því að sameina alla marxista-lenínista á íslandi í éinn flokk. EIKm-1 standa KSML mjög nærri þó svo að enn greini á um mjög margt og míkilvægt. En fræðilegur ágreiningur á ekki’ að hindra samstarf og baráttueiningu samtakanna tveggja. Vissulega munu KSML ekki leggja gagnrýni sína á stefnu EKm-1 og starfshætti til hliðar, þó svo að baráttueining tækist á milli samtakanna, þvert á móti mundi gagnkvæm gagnrýni og skoðanabarátta á grundvelli baráttu- einingar, leiða til markvissari skoðanaskipta og betri árangurs í því verkefni sem bæði samtökin hafa sett sér - að byggja kommúnískan verkalýðsflokk á Islandi. Við nú- verandi ástand einkennast samskipti samtakanna tveggja af mótspyrnu gegn sameiningu, yfirlýsingum um að hinn aðilinn hafi ómarxfska af- stöðu í tilteknu máli og sé þar með ekki marxísk-lenímsk samtök o.s.frv Þetta er einungis til hagsbóta fyrir stéttarandstæðinginn en til ógagns fyrir verkalýðinn. Aðalsmerki marxismans er sameining stéttar- innar og alþýðunnar undir forystu kommúnísks flokks. Slík sameining verður fyrir skaða, ef tvö marxísk- lenínísk samtök fara í hár saman vegna mismunandi afstöðu til fræði- legra spurninga og taktiskra atriða. Verkefni okkar er að vinna að sam- einingu, ekki sundrungu. En full- komin sameining er óframkvæman- leg eins og nú er málum háttað. Til þess ber of margt á milli. Hins vegar verða samtökin tvö að sam- einast um leiðina til sameiningar og mynda sér baráttueiningu sem grund- völl að pólitískri sameiningu. Bar- áttueining af þessu tagi felur í sér samstarf, byggt á grundvallar- atriðum marxismans-lenínismans, viðurkenningu á alræði öreiganna og forystuhlutverki verkalýðsins fyrir allri vinnandi alþýðu. Sameiginlegri afstöðu í baráttunni gegn heims- valdastefnunni. Og sameiginlegri afstöðu í baráttunni gegn stétta- samvinnunni. Að okkar mati eiga þessi atriði að liggja til grundvallar baráttueiningu KSML og EIKm-1 og á þessum grundvelli eiga samtökin að starfa sameiginlega að uppbygginu kommúnísks flokks. Baráttueining samtakanna tveggja er aðkallandi verkefni fyrir íslenska marxista- lenínista og skoðanaágreiningur og mismunandi afstaða til taktískra vandamála má ekki hindra að hún komi til framkvæmdar. Með skoðanaskiptum á félagagrundvelli, heiðarlegum og opinskáum umræðum sem miða að sameiningu, geta sam- tökin tvö sameinast f baráttunni gegn röngum skoðunum innan raða sinna og fyrir réttri stefnuskrá fyrir Kommúnistaflokk Islands. An sam- einingar marxista-lenínista verður ekki hægt að sigrast á áhrifum nú- tíma endurskoðunarstefnu og endur- bótastefnu meðal verkalýðsfjöldans, hún er skilyrði fyrir sameiningu stéttarinnar undir forystu raunveru- legs kommúnistaflokks. KSML slítur Frá stofnun Kommúnistasamtakanna marxistanna-leninistanna hafa þau haft opinbert samband við sænsk sam- tök, er nefna sig KFMLr. Þrátt fyrir að KFMLr hafi við ýmis tækifæri unnið gegn KSML, stutt hægri-henti- stefnumenn f röðum okkar og beitt félaga okkar, sem starfað hafa með þeim f Svíþjóð misrétti, hefur þessum tengslum ekki verið slitið opinber- lega af okkar hálfu fyrr en fyrir nokkru sfðan. Orsakirnar eru þær, að innan K FMLr hefur farið fram skoðanabarátta, sem sögð var beinast gegn vinstrihyggju og einangrunnar- stefnu. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að þessi barátta beindist ekki gegn einangrunnarstefnu KFMLr, heldur var notuð til að hylja hana. Klíkan í kringum F. Baude hefur rek- ið yfir 40% félaganna og heilu deild- irnar hafa verið hreinsaðar. Meðan þetta var ekki ljóst, áleit miðstjórn KSML, að rétt væri að "frysta" sam- böndin niður en slíta þeim ekki fyrr en Ijóst væri, hver árangur skoðanna- baráttunnar yrði innan KFMLr. KFMLr hefur skaðað kommúnisku hreyfinguna á Islandi. Við stofnþing samtakanna tóku KSML upp vinstri-skoðanir og ranga póli- tík frá KFMLr, t.d. afstöðu sína til verkalýðsfélaganna og ríkisvalds- ins. Þessi afstaða kostaði samtökin mikinn álitshnekki meðal verkalýðs- fjöldans og veldur enn vissri tor- tryggni. En síðast liðið sumar gerði KSML upp við þessar hugmyndir að fullu og þeir sem vörðu kenningar KFMLr voru reknir úr samtökunum eftir að sviksamleg klikustarfsemi þeirra hafði verið afhjúpuð. A annan hátt hefur K FMLr einnig unnið kommúnisku hreyfingunni á íslandi ógagn, en um það segir f bréfi, sem Miðstjórn KSML sendi Miðstjórn KFMLr fyrir nokkru; "Við umræður sem fulltrúar beggja samtakanna áttu í apríl 1973 reyndu talsmenn ykkar að þvinga fulltrúa okkar til að beygja sig undir póli- tfska afstöðu KFMLr f ýmsum spurningum, m.a. afstöðuna til þróunarstigs íslenska auðvaldsins og stjórnlist kommúnista á íslandi. Bæði fyrir og eftir þessar umræður studduð þið skipulagða klíku, sem hafði myndað sérstaka miðstjórn og vann gegn KSML af öllum kröft- um. Þið fyrirskipuðuð agaaðgerðir gegn félögum okkar sem bjuggu f Svíþjóð um þetta leyti og störfuðu með samtökum ykkar, ef þeir studdu línu KSML. Þá studduð þið á allan tengslum við KFMLr hátt þá klfku sem vann að þvf að brjóta KSML niður, ýmist með þvf að birta greinar þeirra um ísland, án þess að gefa KSML nokkru sinni tækifæri til að svara fyrir sig - þess í stað neituðuð þið að birta greinar okkar, hvað eftir annað hótuðuð þið að rjúfa sambandið við okkur ef við færum fram á birtingu þeirra aftur. Eða þá, að þið studduð klíkuna í Gautaborg við að gera bandalag við lítin hóp gagnbyltinga- sinna, sem klauf sig út úr KSML sl. sumar og réðist gegn kommún- ismanum og talsmönnum hans í KSML - en þannig jukuð þið neðan- jarðarstarfsemi ykkar á íslandi. Við álftum þessa starfssemi vera fjandsamlega kommúnisku verka- lýðshreyfingunni á fslandi, og þó hún hafi beðið algjört skipbrot - sem ljóslega kom fram f algjörum vesaldómi skjólstæðinga ykkar á 1. mai í ár - hefði hún auðveldlega getað leitt til stórskaða fyrir komm- únisku hreyfínguna á fslandi." KFMLr eru hálftrotskfsk klofnings- samtök.' f bréfi miðstjórnar KSML er einnig ítrekuð sú gagnrýni, sem við höfðum sent á starfshættí og afstöðu K FMLr fyrir rúmu ári síðan og bent á að brot K FMLr gegn kommúniskum starfsháttum séu grundvallarlegs eðlis. Þá segir ennfremur í bréfi miðstjórnar; "Ennfremur álítum við, að KFMLr hafi sýnt sig vera talsmenn hálf- trotskfskrar æfintýrapólitíkur og skemmdarverkamenn innan sænsku kommúnistahreyfingarinnar, þar sem þið haflð klofið vináttusam- tökin við sósfalísku löndin, Viet- nam-nefndina í Svfþjóð, verkalýðs- félagaandstöðuna osfr." Síðasta afrek Baude-klíkunnar var að krefjast skilyrðislausrar undirgefni allra félaga f KFMLr, með því að senda út bréf þar sem til var ætlast að félagarnir skrifuðu með egin hendí að þeir lytu Baude og miðstjórn hans f einu og öllu. Að öðrum kosti voru félagar, starfshópar og heilar deild- ir reknar orðalaust úr KFMLr. Þá hafa K FMLr haldið áfram að vinna skemmdarverk á andheimsvaldabar- áttunni og sett samtök sfn ofar hags- munum Vietnömsku alþýðunnar, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. í bréfi Miðstjórnar KSML segir enn fremur:' "Vegna framansagðra atriða, slítum við hér með öllu sambandi við K FMLr á flokksgrundvellí. Framkvæmda- Trotsky og F. Baúde - tveir á sama báti. nefnd miðstjórnar KSML óskar e!ii eftir að viðhalda þessu sambandi." Lærdómarnir sem félagarnir verða að draga af þessu "sambandi" við KFMLr verða að koma fram í skil- yrðislausu uppgjöri við leyfarnar af afstöðu hálftrotskísmans í röðum KSML. Við verðum að slíta tengsl okkar við einangrunnarhyggju og beina starfi okkar til verkalýðs- fjöldans f ríkara mæli. -/Miðstj. KSML

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.