Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 3

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 3
STÉTTABARATTAN 11.7.. 6. tbl. 1975 Leiðarinn er fi fibyrgð miðstjórnar. STÉTTABARATTAN 6. tbl. 4. árg. 11. júlf 1975 (Jtg. Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavík Sími: 27810 Ri tstj. og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal. Nútímaendurskoðunar- stefnan er höfuðfjandmaður okkar! Kínverska alþýðulýðveldið og Filippseyjar komu á stjórnmálasambandi fyrir skömmu. Samtímis sleit stjórn Marcosar á Filippseyjum stjórnmálasam- bandi við Formósu, sem einangraðist enn frekar á alþjóðavettvangi. Hér er um að ræða sigur fyrir utanrikispólitílí kfnverja og enn einn hornsteinn er lagður f samfylkingu þriðja heimsins gegn yfirgangi og kúgunarstefnu risaveldanna. Það er táknrænt fyrir nútíma endurskoðunarstefnu Alþýðu- bandalagsforystunnar, að Þjóðviljinn ræðst gegn kínverska alþýðulýðveldinu og sakar það um bandalag við bandarísku heimsvaldastefnuna vegna þessa atburðar og eins vegna afstöðu kínverja til Efnahagsbandalagsríkjanna. Þá sakar Þjóðviljinn "maóista" í Portúgal (MRPP eða Samtökin til endurreisnar öreigaflokksins) fyrir árásir þeirra á lýðræðið sem nýlega komst á aftur eftir fall fasismans, og fyllyrðir að kfnverjar liggi að baki þessari afstöðu. I heimsmálunum tekur Þjóðviljinn og Alþýðubandalagsforystan afstöðu fyrir Sovésku sósíalheimsvaldastefnuna og ver afturhaldssamar aðgerðir hennar í hvívetna. Forkólfar AB saka kínverja um bandalag við bandarísku heimsvalda- stefnuna og ljúga til um raunveru- lega afstöðu kínverja til portúgölsku byltingarinnar - allt í þeim tilgangi að hylja yfir landvinninga- og út- þenslustefnu endurskoðunarsinnanna í Kreml. í raun og veru tákna sam- skipti kínverja og Filippseyja og ein- angrun Formósu ný.tt skref í átt að algerri einangrun og áhrifamissi bandarísku heimsvaldastefnunnar í Asíu. Stjórn Marcosar er vissulega afturhaldssöm, en það breytir engu um þá staðreynd, að aukið sjálfstæði Filippseyja merkir minnkandi tök bandaríkjanna þar í landi. Aukið efnahagslegt og pólitískt sjálfsforræði ríkjanna í þriðja heiminum sviptir heimsvaldastefnuna baklandi hennar, einangrar hana og veikir. Því er barfitta jafnvel afturhaldssamra stjórna gegn áhrifum og kúgunar- fjötrum heimsvaldastefnunnar og sósíalheimsvaldastefnunnar jákvæð og miklu framfarasinnaðri en stuðn- ingur AB-forystunnar við íslenska einokunarauðvaldið. Hlutlægt séð er aukið sjálfsforræði ríkja þriðja heimsins þáttur í heimsbyltingu öreigastéttarinnar, jafnvel þótt stjórnir landanna séu langt frá því að vera byltingarsinnaðar og jafnvel afturhaldssamar. Stuðningur nútíma endurskoðunarsinna við "eigið" ein- okunarauðvald gegn þriðja heiminum og í þágu risaveldanna er hinsvegar gagnbyltingarsinnað. Baráttan gegn risaveldunum er mikilvægasta baráttan í dag. Efnahagsbandalagslöndin voru við styrjaldarlok undir kúgunarhæl banda- rísku heimsvaldastefnunnar. En . styrkur bandarísku heimsvaldasinn- anna er ekki eilífur, honum tók fljót- lega að hralca, samfara auknu sjálf- stæði þeirra auðvaldsríkja sem höfðu lotið henni í Evrópu. Stofnun EBE var liður í að losa þá fjötra er bandaríska heimsvaldið hafði lagt á Evrópu eftir styrjöldina. I dag einkennist þróun Evrópu af sívaxandi samkeppni risaveldanna tveggja, um hinháþróuðu og vélvæddu iðnaðar- svæði Evrópu. Samtfmis samninga- viðræðum um afvopnun og frið, efla bæði Sovétríkin og Banda ríkin hernaðarmátt sinn daglega. Sovét- ríkin hafa nýlega hafið smíði á flug- vélamóðurskipum, en tilgangur slíkra skipa er einungis að flytja árásarflugvélar nær skotmarkinu og þess vegna eru þau alls ekki ætluð til varna, heldur til árása, Vígbúnaðarkapphlaup og efnahags- leg og pólitísk samkeppni risaveld- anna um yfirráð yfir Evrópu ógna heimsfriðnum í dag. Þess vegna táknar aukið sjálfstæði EBE-rikjánna og vaxandi samstaða gegn íhlutun risaveldanna minnkandi hættu á heimsstyrjöld. Þess vegna merkir stuðningur Alþýðulýðveldisins Kína við sjálfsfikvörðunarrétt Evrópu- landanna og rétt þeirra til að ráða málum sínum sjálf og án afskipta risaveldanna, stuðning við heims- friðinn. Falskar kenningar nútíma endurskoðunarsiiuia um "friðsam- lega sambúð" verða að lygum, þegar íhlutun Sovétríkj anna í málefni Tékkó- slóvakíu 1968 og Póllands 1970 eru teknar til samanburðar. "Afvopnun- arvilji" sósíalheimsvaldasinna verður að dauðum og ómerkum orðum, þegar tekið er tillit til sívaxandi her- væðingar sovéska hersins, byggingu langdrajgra kjarnavopna, flugvéla- móðurskipa og flotaæfinga sem miðast við innrás í Noreg og önnur ríki N-Evrópu. Andstaða AB-for- ystunnar gegn þjóðlegum sjálfs- ákvörðunarrétti EBE-landanna undir því yfirskyni að hann tákni aukin völd bandarísku heimsvaldastefn- unnar, er í raun ekkert annað en stuðningur við útþenslustefnu Sovét- rfkjanna. Sjfilfsforræði EBE-land- anna merkir ekki einungis minnlcandi ítök bandarísku heimsvaldastefnu- ubnar, heldur einnig minnkandi ftök sovésku sósíalheimsvaldastefnunnar og það er raunverulega orsökinfyrir því að Þjóðviljinn snýst gegn sjálfs- ákvörðunarrétti Evrópulanda. Nútfma-endurskoðunarstefnan er heisti óvinur verkalýðsstéttarinnár Fyrir 55 árum síðan sagði Lenín um hentistefnuna í röðum byltingarmanna, þegar hann skilgreindi II. Alþjóðasam- band verkalýðsins: "Hentistefnan er höfuðóvinur okkar. Hentistefnan í forvígi verkalýðshreyfingarinnar er ekki sósíalismi verkalýðsins heldur sósíalismi borgaranna. Reynslan Hafió samband vió KSML Eskifjörður: Umboðsmaður er Emil Bóason, Hfitúni, sími: 6138. Hafnarfjörður: Fulltrúi KSML er Fjóla Rögnvaldsdóttir, Vitastfg 3. Hellissandur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. Isafiörður: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Agnar Hauksson, Tangagötu 20, sími: 3651. Neskaupsstaður: Stuðningsdeild KSML, Pétur Ridgewell, Miðhúsum Qlafsvík: Stuðningsdeild KSML, Matthías Sæmundsson, Hjarðar- túni 10. Sauðárkrókur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Einar Helga- son, Víðigrund 6 (þriðja hæð). Siglufiörður: Söluturninn, Aðal- götu er með umboðssölu fyrir Stéttabaráttuna og Rauða fánann. Stykkishólmur: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Olafur Þ. Jónsson, As. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Jónas H. Jónsson, Holtsgötu 26, Njarðvík. Sími: 2641. BREYTT HEIMILISFÖNG: Akureyri: Stuðningsdeild KSML, Guðvarður M. Gunnlaugsson, Helga- magrastræti 23, sími: 23673/ pósthólf 650, Akureyri. Húsavfk: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Olafs- son, Sólbrekku 5. Reykjavfk: KSML, Lindargötu 15, eða postholf 1357, sími: 27810. NÝIR UMBOÐSMENN: Egilsstaðir: Umboðsmaður fyrir útgáfuefni KSML er Stefán Jóhanns- son, Bjarkarhlíð 6. Vestmannaeyjar: Umboðsmaður fyrlr útgáfuefni KSML er Guðrún Garðarsdóttir, Þorlaugsgerði, Vestmannaeyjum. hefur sýnt, að þeir stjórnmálamenn úr röðum verkalýðslireyfingarinnar, sem aðhyllast hentistefnu, eru betri forsvarsmenn borgarastéttarinnar en borgarastéttin sjálf. Borgarastéttin gæti ekki haldið velli, ef hún hefði ekki stjórn verkalýðsins f höndum sér". Þessi skilgreining Leníns á svikurum í stjórn II. Alþjóðasamband- sins gildir fyllilega um nútifna-endur- skoðunarstefnuna og flokk íennar hér á landi f dag. Islenska einokunarauð- valdið gæti ekki haldið velli, ef það hefði ekki stjórn verkalýðshreyfingar- innar í hendi sér og Alþýðubandalag- ið er tækið sem gerir þvf þetta fært. Ahrif AB-forystuklíkunnar innan fag- félaganna og ítök þeirra meðal verka- lýðsins í pólitískum málum, klafa- bindur liann við borgaralega þingræð- ið og heldur honum frá baráttunni - ekki einasta byltingarbaráttunni heldur jafnvel einnig baráttu fyrir stundahagsmunum sínum, kaupi, kjörum osfrv. Stuðningur AB-for- ystunnar við sovésku sósíalheims- valdastefnuna er ekki nein undantekn- ing frá almennri pólitískri línu hennar, í vandamálum íslensku verka- lýðshreyfingarinnar snýst hún einnig á sveif með auðvaldinu og gegn byll- ingarhrey fingunni. Svik nútíma-endurskoðunarstefnunnar við heimshreyfingu verkalýðsins og þjóðfrelsisbaráttu nýlendnanna gerir þörfina á nýjum kommúnistaflokki að knýjandi nauðsyn, Umfram allt verða fslenskir marxistar-lenínistar að hefja baráttu fyrir sköpun kommún- isks flokks sem sameinar alla íslenska kommúnista í eitt og gerir þá þar með hæfari til að berjastgegn borgaralegum áhrifum í líki AB- forystunnar, innan raða verkalýðs- hreyfingarinnar. A n sameiningar íslenskra marxista-lenfnista í einn kommúnistaflokk, er sigur yfir nú- tíma -endurskoðunarstefnunni óhugs- andi. Floklcsstofnun er aðkallandiog knýjandi verkefni og smávasgilegar deilur um taktísk atriði og mismunur á skilgreiningum í einstakaspurninum má ekki hindra sameiningu í kommún- istaflokk. 10/7 Framhald af forsíðu Kjaraskerðingin Söngbók verkalýösins Nú er í þann mund að koma út á vegum Verkalýðsforlagsins söngbók er inniheldur um 40 nýja og gamla verkalýðssöngva. Með flestum söngvunum eru sýndar nótur og gítargrip. Bókina er hægt að panta frá Rauðu Stjörnunni. Verð enn óákveðið. smAauglYsingar IbOð OskAst . Ung barnlaus hjón óska eftir að talca á leigu tveggja herbergja íbúð á viðráðanlegu verði, sem fyrst. Vinsaml. hringið f síma 34365. á mánuði, en þá hefði kaupmátturinn líka verið orðin svipaður og við samninga síðastliðins árs. Krafa ASÍ; 38% á 6. texta Dags- brúnar og síðan sömu krónutölu- hækkun þar fyrir ofan, var því allt of lág til að vinna upp kjaraskerðing- una. Þessi krafa auk vísitölutrygg- ingarinnar á laun hefði þó orðið nokkur kjarabót, ef hún hefði náðst öll fram. Sökum þessara miklu kjaraskerðinga og einnig vegna þvingunarlaga ríkisvaldsins, sem nota átti í kjaradeilu starfsmanna í ríkisverksmiðjunum, töldu flestir að nú yrði gengið hart fram í því að ná fram þessum kröfum. En þvingunarlögin voru brotin á bak aftur með samræmdum aðgerðum af hálfu félaganna. Það hefði því mátt ætla að þessi átök starfsmanna í ríkis- verksmiðjunum hefðu aðeins verið forleikurinn af aðalátökunum. ASl forystan og þjóðviljinn kepptust líka við að gefa stórorðar yfirlýsingar um að átök væru óumflýjanleg til að ná fram þeim kröfum sem verka- lýðshreyfingin hafði sett fram. En útkoman var í öfugu hlutfalli við yfir- lýsingarnar. Það kom I ljós að ekki hafði orðið nein grundvallarbreyting á verkalýðsforystunni. Hún var aðeins nokkuð sjálfumglaðari og meira á lofti nú en í tíð "vinstri- stjórnarinnar", en var jafn íhald- söm og framtakslaus og áður. Ilún hafði engu gleymt, en heldur ekkert lært. Hin "hörðu átök" leystusc upp, verkföllunum var aflýst. Samið var um tæpan þriðjung af því sem farið halði verið fram á í upphafi(um 11% kauphækkun). Öðrum sérkröfum var sleppt eða skornar niður I það að skipta engu máli. Þetta dæmalausa samkomulag knúði forystan I gegn í félögunum með venjulegum aðferðum eins og menn muna. Nú spyrja menn sjálfa sig hvernig staðið getur á því að þegar verðbólgan á síðustu 1 12 mánuðum er tæp 48% að þá skuli vera samið um 11% kauphækkun og dagvinnan ein hrekkiu- enganvegin fyrir lífsnauðsynjum. Við getum vissulega fundið ástæðuna fyrir þessu ef við skygnumst aðeins á bak- við yfirlýsingar forystunnar og á hreyfinguna sjálfa. Þá sjáum við að þessi fyrrum öfluga hreyfing hefur ekki aðeins týnt niður öllum hug- sjónum og baráttumarkmiðum sínum heldur hefur hún einnig öðlastnýjan fjandmann innan eigin raða; verka- lýðsforystuna. Hér fyrr á árum sköpuðu aðstæðurnar og virk þátt- taka fjöldans baráttunni farveg og hæfa foringja. Baráttan stóð um hagsmuni verkalýðsins í baráttunni við arðræningjana. Nú eru flestir foTingj ar verkalýðsfélaganna búnir að selja sfnar fyrri hugsjónir, hafi þeir einhverntíma haft þær, fyrir vellaunaðar stöður I ríkisvaldUnu eða aðra vel launaða bittlinga. Að verka- lýðsforystan hefur þannig gengið borgurunum á hönd á þó sérstaklega við um forystunaí Reykjavík og ná- grenni. Þar sitja flestir hinna stein- runnu, hugsjónasnauðu og íhald- sömu verkalýðsforingjar, sem eru staðráðnir I að hamla gegn hvers- konar hreyfingum semgætu á ein- hvern hátt sett bittlingastöður þeirra í hættu. Það er því ekki einkenni- legt að þessir sjálfumglöðu riddar- ar íslenskrar verkalýðshreyfingar snúist hart gegn allri gagnrýni sem beinist gegn þeirra heilagleika. Gegn slíku beita þeir fullri hörku og ef félagsmenn segja ekki já við öllu geta þeir átt á hættu að vera jafn- vel reknir ( t. d. var andstaðan gegn forystunni I Einingu á Akureyri rekin að stórum hluta), en þessum aðferðum beittu kratarnir líka á þriðja áratugnum gegn þeirratíma baráttufúsum verkamönnum. Kratarnir okkar nú eru I litlu frá- brugnir svikurunum fyrr á árum eða íkringum 1930, og þeir beita sömu eða svipuðum baráttuaðferðum. Annarsvegar skríða þeir f duftið fyrir auðvaldinu, en beita hins vegar hörku gegn verkalýðnum. A fundum með VSl eru þeir tunguliprar og vingjarnlegar undirsátur, en á verka- lýðsfélagsfunum remba þeir sig eins og montnir hanar. Þar eru það þeir sem valdið og vitið hfifa, þessir sjálfumglöðu foringjar sem eru sú fimmta herdeild sem kemur í veg fyrir alla baráttu verkalýðsfélag- anna í dag. Sú afstaða, sem KSML hefur sett fram er því augljóslega rétt, til leiðsagnar fyrir starfið innan verka- lýðsfélaganna. Það verður að losna við forystuna, þvf það er hún sem hamlar gegn því að nokkur árangur náist og að hreyfingin eignist aftur hugsjón og markmið. Til að þetta takist verðum við að skipuleggja andstöðuna sem nú þegar er fyrir hendi. 1 hverju félagi verður að koma upp samhæfðum baráttuhóp sem hefur það markmið að endur- reisa verkalýðsfélögin sem virk og raunveruleg baráttutæki verkalýðs- ins með það að markmiði að binda endi á kjaraskerðingar, vinnuþrælk- un og atvinnuleysi. _/GA. Gerist áskrifendur að STÉTTABARÁTTUNNI Nýi Verkamaðurinn 3.tbl.komið út Askrift kostar aðeins 300 kr. yfir árið. Sendið beiðni í pósthólf 650 eða til Rauðu stjörnunnar. Fýlgist með atburðum á Norðurlandi lesið Nýja Verkamanninn. Nvi c pósthólf 650, Akureyri. NYTT HUSNÆÐI! Reykjavíkurdeild KSML hefur tekið á leigu nýtt húsnæði, sem hún opnar inn- an skamms. Það er að Lindargötu 15. Þar verður til húsa skrifstofa deildarinnar og bókaverslunin RauðaStjarnan, Opnunartími skrifstofu deildarinnar er ekki enn ákveðinn, en verður auglýst- ur síðar. Bókabúðin Rauða Stjarnan verður opnuð innan skamms. Fyrirhugað er að opna kaffisölu í bókabúðinni, þar sem fólk getur fengið kaffi gegn hóflegu verði og lesið erlend og innlend blöð og tímarit, sem þar munu liggja frammi. Daglegur opnunartími Rauðu Stjörnunnar verður frá kl. 14-19, en vegna við- gera á húsnæðinu, er ekki mögulegt að opna fyrr en síðast í þessum mánuði. Nánar auglýst sfðar. Frá deildarstjórn Reykjavíkurdeildar. Sumarmót KSML Undirbúningur sumarmótsins er núi fullum gangi. Nauðsynlegt er fyrir sumarmótsnefnd að þátttakendur tilkynni sig sem fyrst, helst fyrir miðjan júlí, bréflega eða símleiðis, svo hægt sé að áætla sem nákvæmlegast hversu margir munu koma. Hægt er að tilkynna þátttöku í síma: 27810 milli kl. 14 og 18 frá mánudegi til föstudags. Og bréflega til: Sumarmótsnefnd KSML pósthólf 1357, Reykjavík. Allir félagar, stuðningsmenn og aðrir sem áhuga hafa á þátttöku eru velkomnir og hvattir til að taka möð sér vini og kunningja. Auk skemmtidagskrár, íþróttaiðkana, gönguferða og annars þ. h. verður rætt um fjöldastarfið og flokksbygginguna á Islandi. Gefið hefur verið út sérstakt námsefni varðandi þessi mál, og geta þeir sem þess æskja fengið það sent. STYÐJIÐ UPPBYGGINGU KOMMUNISTAFLOKKSINS Gefid í baráttusjóð KSML Póstgíró 42000 AÐALFUNDUR MAÍ Aðalfundur MAI - Menningartengsla Albaníu og Islands - var haldinn 14. júní s. 1. Sú stjórn, sem tók við í fyrra, var að mestu endurkjörin, en hana skipa: Sigurður Jón Ölafsson, formaður, Ari Trausti Guðmundsson, Hjálmtýr Heiðdal, Gylfi Már Guð- jónsson og Haukur Arnþórsson. MAl hélt nokkra félagsfundi s. 1. vetur, en hæst bar alm. fund I Lindarbæ I tilefni 30 ára afmælis Alþýðulýðveldisins Albaníu. Stjórn MAl hyggur á auknu starfsemi félags- ins næsta vetur, m. a. útgáfustarf- semi og hefur I þvf sambandi verið sett á laggirnar sérstök útgáfunefnd. Nýtt vinstrisinnað forlag Stéttabaráttunni hefur borist frétta- tilkynning frá nýstofnuðu forlagi, Októberforlaginu. 1 fréttatilkynn- ingunni segir m. a. -"Forlagið(...) hefur að markmiði útgáfu sósíal- ískra fræðirita, alþýðubókmennta og annars róttæks efnis." Ennfremur er getið nokkurra rita sem forlagið hyggst gefa út, þar á meðal eru ljóð Ho Chi Minhs úr fangelsisdvöl hans og bók Jan Myrdals um þróunina í Kína. Stéttabaráttan mun fjalla nánar um útgáfuefni forlagsins eftir því sem það birtist.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.