Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 4
J STÉTTABAEATTAN 11.7. 6.tbl. 1975 Um málefni iðnnema BARÁTTU ER ÞORF Málefnl iðnnema hafa verulega orðið útundan í skrifum framsækinna manna í "rauðu pressunni" á íslandi. Þessum greinarstúfi er ætlað að fylla þar upp í. I iðnnemafélögum og blöðum þess fer sú umræða fram, sem fram fer um málefni iðnnemanna. Þarhefurt.d. verið mikið rætt um brýna þörf iðn- nema á verkfallsrétti. Iðnnemar eru lægst launaðir af illa launaðri alþýðu þessa lands og það, sem meira er, þeir eru nær réttlaus- ir íkjarabaráttu sinni. I gildi eru lög um iðnnám, sem lög- festa arðrán og kúgun á iðnnemum og til þess ætluð að miklu leyti, að hindra að við iðnnemar getum beitt samtakamætti okkar til bættra kjara. Það fyrsta, sem iðnnemi verður að vita, áður en út í baráttuna fer,er að með samvinnu við auðvaldið fær hann engu áorkað, að í sölum Alþing- is verður barátta íslensks verkalýðs ekki háð, eðá til lykta leidd. Okkur ætti að vera orðið ljóst, að baráttu okkar verðum við sjálfir að heyja undir eigin forystu, f stéttar-, eða iðnnemafélögum og á vinnustöðum, í návígi við féndur okkar, atvinnurek- endur. Mjög algengt er að meistarar not- færi sér iðnnema, sem ódýrara vinnu- afl en gengur og gerist. Við erum á lægra kaupi en aðrir hópar verka- lýðsins og er það hugsað þannig, að við skilum ekki jafn miklum afköstum. og aðrir, heldur fari mikill hluti vinnunnar f æfingar og þ. u. 1. Kennslu vanrækja svo allir meistarar á landinu, en krefjast þess af okkur, að við skilum af okkur jafn miklum afköstum og annað verkafólk. Þannig 'er arðránið á iðnnemum stórum meira en 5 öðru verkafólki. Mikið er því um að stóriðnrekendur taki fjöldann allan af iðnnemum og auki þannig hið ódýra vinnuafl sitt og gróðahlutfall sitt. Skýr lagaákvæði eru um að ákveðinn fjöldi faglærðra manna verði að vera á hvern iðnnenm Þessi lög eru ekkert aimað en pappírsplagg í augum atvinnurekenda. Hið ódýra vinnuafl iðnnema er því ó- spart notað til mjög fjarskyldra starfa náminu. Bein afleiðing af þessu er léleg kennsla, eða þá ef til vill alls engin. Allt þetta vita iðnnemar ,en vaninn hefur myndað skel utan um réttlætis- tilfinninguna. Þeim finnst að þessi tími illa launaðra námsára sé óhjákvæmilegur og nauð- synlegur hreinsunareldur. Eina vopn iðnnema gegn misréttinu og kúguninni er samtakamáttur og barátta. Verkfall er það vopn, sem verka- lýðsstéttin hefur gagnvart féndum sínum. Verkfallsrétt hafa iðnnemar ekki, og þó þeir hefðu hann, væri verkfall iðnnemaeinnigvonlaust. Atvimiurekendur mundu svelta okkur f slíku verkfalli á örskömmum tíma. Verkfall okkar iðnnema getur því aðeins borið árangur, að við hlið okkar standi sveinar. Það er til fordæmi fyrir sliku verkfalli þegar járniðnnemar fóru í verkfall um haustið 1932. Sveinar tóku þátt í því og náðust fram miklar kjarabæt- ur til handa iðnnemum. Segir frá þessu verkfalli í Rauða fánanum (útg. Samband ungra kommúnista) í desemberheftinu 1932. Það má skjóta þvf hér inn, að Rauði fáninn var mjög iðinn við að taka fyrir málefni iðnnema. Það hefur verið mér mikið um- hugsunarefni, hvort rétt sé að iðn- nemar séu einungis í "iðnnemafélög- um", en ekki einnig f viðkomandi stéttarfélagi. Krafa okkar hlyti þá að vera að við fengjum skilyrðislaus- an tilverurétt í fagfélögunum með fullt málfrelsi og atkvæðarétt. Barátta okkar ein sér er máttlaus, ef ekki kemur til samstaða frá svein- um. Beint hlýtur þá að liggja við að við fáum að starfa með fullum rétti í stéttarfélögunum. En þá leitar á hugann mikilvæg spurning. Flest verkalýðsfélög á Islandi eru orðin máttlaus tæki fyrir hagsmunabaráttu verkalýðsins, þar sem ASl hefur með sínu ógnarvaldi tekið yfir nær allan samningsrétt félaganna—og öll vitum við um hörmulega svika-og stétta- samvinnustefnu ASÍ-forystimnar. Það er ékki eftirsóknarvert að ganga inn í þessa svikamillu, en þó megum við ekki gefast upp þó móti blási um sinn. Verkefni hvers framsækins iðnnema hlýtur að vera að gera þessi félög að baráttutækjum stéttar sinnar. Iðnnemar, ótal margar eru þær sví- virðingar, sem þörf er á að leiða fram I dagsljósið. Þessi gein var ætluð sem upphaf að umræðu um iðnnema, stöðu þeirra og kjör. Öfl hins rotnandi auðvaldsskipulags sameinast I að arðræna og kúga okkur undir ok þrældóms og van- kunn.áttu. BARATTU ER ÞÖRP. -/GM, prentnemi. MOLAR AÐ NORÐAN "Umræðum lokið." Samningar VSl-ASl voru samþykktir á fundi I Verkalýðsfélaginu Einingu 14/6 með 77 atkvæðum gegn 22. Athyglisvert var, hvað margir voru á móti, því yfirleitt runnu samning- arnir I gegnum félögin mótatkvæða- laust.. Það vakti reiði og furðu margra á fundinum, að þegar fáeinir höfðu tal- að, þá stóð Þorsteinn Jónatansson, ritari félagsins, upp og sagði, að hér með væri umræðum lokið og gengið væri til atkvæða. Fjölmargir voru að búa sig undir að tala. Þetta er lýðræði kratanna. Hótuðu... Jón Asgeirsson upplýsti það á fundi I BSL, að þegar tilboðið fræga kom til níumannanefndarinnar, sem olli því að verkföllum var frestað, þá hefði það verið lagt fyrir baknefnd- ina. Einhver urgur var I baknefndarjnönn- um út í þetta tilboð, en þá sagði níu- mannanefndin, að ef þeir ekki sam- þykktu þetta, á mundu þeir senda þetta I félögin og pressa það í gegn þar. Ajjetta hættu baknefndarmenn ekki af otta við að missa andlit sín sem foringjar. Reknir... Þá má geta þess, þó nokkuð sé um liðið, að vinstri-andstöðuarmurinn frá síðustu stjórnarkosningum var svo að segja rekinn úr félaginu I heilu lagi. Hafa þeir Jón Helgason og Þorsteinn haldið að þar með gætu þeir brallað í friði, en þar skjátlast þeim. Svik sín geta þeir aldrei falið, þó þeir reki menn úr félaginu sem haldið hafa uppi andstöðu. -/GM Barátta vinnandi alþýðu ræður úrslitum BSL á Akureyri-svar við öfugþróun Hlutverk Baráttusamtaka launafólks er skilgreint I stefnuplaggi samtak- anna: ",.. að sameina og skipuleggja I samtök andstæðinga stéttasam- vlnnustefnunnar meðal félagsmanna stéttarfélaga á Akureyri og aðra fylgjendur baráttustefnu I verkalýðs- málum." Hver sá launamaður eða skólanemi, sem samþykkir stefnu BSL getur gerst félagi. Síðustu árin hefur átt sér stað gífur- leg öfugþróun I íslenskum verkalýðs- málum og þá ekki hvað síst I Verka- lýðsfélaginu Einingu á Akureyri. Stofnun BSL er því ekkert annað en svar við þeirri óheillavænlegu þróun íslenskrar verkalýðshreyfingar, en markmið BSL er að endurreisa stéttarfélögin sem baráttutæki verka- fólks á starfssvæði BSL, jafnframt því að stuðla þá um leið að endur- reisn verkalýðshreyfingarinnar á landinu. Til að þetta megi gerast, verða tvö atriði að koma til sögunnar Stéttarþroski verkalýðsins þarf að aukast verulega, þannig að mögulegt sé að framkvæma baráttustefnu I reynd og afhjúpa og setja af erindreka atvinnurekenda I verkalýðshreyfing- Frá útifundi á vegum BSL BSL hafa haldlð nokkra opna verka- lýðsfundi og marga liðsfundi. Þau hafa gefið út nokkur dreifibréf og frá og með síðasta bréfi mun það heita AFRAM. Ikringuml. maf var starf BSL sérlega öflugt og voru gefin út nokkur dreifibréf og plakat. Ein krafa BSL er: Samningana heim í landshlutana og félögin - opnar samningaviðræður ASl semur við atvinnurekendur fyrir luktum dyrum í Reykjavík og stendur síðan upp, þegar ljóst er hvert stefnir og segir við verkafólk: "Þetta eru ykkar kröfurí " Ekkert er gert til að gera hinn almenna félagsmann virkan í kjarabaráttunni Gegn þessu hefur BSL barist og styður þvi þá framfaraviðleitni, sem AN hefur sýnt af sér. Verkafólk og vinnandi alþýða á Ak- ureyri.' Hefjið starf í BSL og takið þátt f skipulagðri baráttu gegn svik- ulli verkalýðsforystu; -/GM Jón Asgeirsson Starfsvettvangur BSL er í dag tví- skiptur. 1 fyrsta lagi setja samtökin sér að knýja sem mesta umræðu inn í stéttarfélögin og í öðru lagi að skipuleggja á hlið við félögin fjölda- baráttu gegn vaxandi kaupráns- og skattaárásum atvínnurekenda og ríkisvalds þeirra. Nokkrir starfshópar eru starfandi í BSL, sérstaklega fyrir aðgerðir. Hóparnir skipta með sér verkum, þannig að t.d. einn tekur fyrir að komast niður á grundvöll, sem allir aðiljar geta sæst á, annar um verk- lega framkvæmd o. s.frv. Síðustu aðgerðir BSL voru 8. júní, en þá stóðu þau fyrir útifundi á Ráð- hústorgi. A fundinum voru þegar flest var um hundrað manns. Þar fluttu ávörp: Öskar Garibaldason frá Siglufirði, Jakobína Sigurðar- dóttir úr Mývatnssveit og Jón As- geirsson, form. Alþýðusambands Norðurlands (AN). Þá voru sungnir söngvar og lesin ljóð. Aðstaða AN er mjög erfið þar sem stærsta og mikilvægasta félagið, Eining á Akureyri, rauf samstöðuna ásamt Fram á Sauðárkróki. Báðum þessum félögum er stjórnað af hægri krötum með alls kyns bolabrögðum. AN náði fram ýmsum mikilvægum málum í samningunum, s.s. fyrir hafnarverkamenn. Forystumönnum Einingar og Fram, þeim Jóni Helga- syni og Jóni Karlssyni, mun eflaust vefjast tunga um tönn, þegar hafiiar- verkamenn á Akureyri og Sauðár- króki krefja þá svara fyrir því, af hverju þeir séu á lægra kaupi en stéttarbræður þeirra annars staðar á Norðurlandi. AN hafði við þrjá andstæðinga að glíma í sinni baráttu: ASÍ, VSl og ríkisvaldið. Það hefur sýnt sig, að kjör verka- fólks verða á engan hátt bætt, ef ekki fylgir hörð barátta þess. Sam- staða og barátta er ckkar eina vopn, og ASÍ rauf þessa samstöðu. Övinur verkaiýðsins lýsir sér því sem þrí- höfða þurs. Sá baráttuhugur sem leynist I brjósti íslenskrar alþýðu er eina vopnið, sem fellt getur þennan Þurs- -/GM, Akureyri Hver ógnar lýðræðinu? Að undanförnu hafa farið fram umræður I málgögnum Sjálfstæðisflokksins um það að lýðræðinu sem hér rikir sé hætta búin af þeirri efnahagslegu ringulreið sem nú er. Talsmenn flokksins, t.d. Ragnheiður Helgadóttir í setningarræðu Norðurlandaráðs, hafa einnig rætt þessa hættu sem blasir við lýðræðisskipulaginu. En hvert er raunverulegt inntak þessa málflutnings - og hver er tilgangurinn ? A sama tfina og krepputeikn efna- hagslífs auðvaldslandanna hrannast upp hefst umræða um að lýðræðinu sé hætta búin af efnahagsglundroðan- um - I málgögnum íhaldsins hérlend- is. Við skulum rétt vitna í Morgun- blaðið til þess að heyra tóninn: "I sambandi við þá alþjóðlegu efna- hagskreppu, sem nú virðist vera skollin á, hafa menn velt því fyrir sér, hversu lengi lýðræðislegir stjórnarhættir geti haldist I ringul- reið óðaverðbðlgunnar. (...) Reynslan sýnir vissulega, að lýð- ræðinu er hætta búin, þegar efna- hagsleg óstjðrn ríkir" (Rvíkurbréf, 6.10. ^4). Samkvæmt útlistunum Morgunblaðs- ins stafar lýðræðinu hætta frá vinstri, þ.e. frá sósíalistum - en sjálft sig telur Morgunblaðið vera fremsta talsmann lýðræðisins að von- um. En ef málin eru skoðuð í sínu rétta samhengi kemur í ljós að það bosg- aralega lýðræði sem hér ríkir er I dag I hættu frá hægri öflunum sem vega að því ótt og títt. Það eru ekki aðeins orð sem geta sannað þetta - fyrst og fremst eru það aðgerðirnar sem afhjúpa, að það eru afturhalds- öflin sem viíja svipta aljjýðuna þeim lýðréttindum sem hún byr nú við. 1 því sambandi má nefna sem dæmi hvernig nú á að stöðva allan mál- flutning I opinberum fjölmiðlum sem reynst gæti borgarastéttinni skeinu- hættur. Fyrrverandi útvarpsráð, AFSKRIFTIR-TÆKI TIL SKATTSVIKA SKATTFRJÁLSIR AUDMENN "Qxlum byrðarnar I sameiningu", segir Geir Hallgrfmsson. Þannig kemst atvinnurekandinn Geir að orði, og þá mætti ætla að hann sýndi verð- ugt fordæmi. En ekki er allt gull sem glóir. Ef við lítum á skattaskrá Reykjavíkur kemur í ljós, að fyrir- tæki hans H. Hallgrfmsson og co greiðir ekki eyri f tekjuskatt. Það Það sama má segja um 240 önnur stórfyrirtæki í Reykjavík. Hálft þriðja hundrað fyrirtækja, sem höfðu yfir 10 miljarða króna veltu 1973, greiða ekki eyri í tekjuskatt 1974. Slík er frammistaða þeirra stétta- samvinnupostula, sem undanfarið hafa stóraukið skattaálögurnar á verkalýðsstéttina. Ef áætluð skipting skatta og tolla á yfirstandandi ári er athuguð, fáum við út "furðulegar" tölur. Samkvæmt þeim nemur tekjuskattur einstaklinga (þ. e. launavinnumanna, því atvinnu- rekendur greiða fæstir tekjuskatt) 6 miliörðum ; tollar nema 12 miliörðum og söluskattur 18 miliörð- um. Samtals eru því beinir og óbein- ír skattar á alþýðuna 36 miljarðar. En hins vegar er áætlaður tekjuskatt- ur á ýmiss konar félög og fyrirtæki aðeins 700 miljðnir* 1. ! Þessar tölur þurfa verkamenn ekki að undrast, því skattalögin eru ekki gerð í þeirra þágu, fremur en önnur lög borgaranna. Geir Hallgrímsson og hans nótar halda um stjórnvölinn og þeir samræma lögin sínum efna- hagsmunum. Lög auðvaldsstéttar- innar eru kúgunartæki gegn vinnandi alþýðu. Þessar staðreyndir verða æ fleirum ljósar, einmitt nú, þegar ráðstafanir ríkisvaldsins fækka sí- fellt krónunum í launaumslögum launafólks. Og menn skulu ekki ætla, að þetta skattleysi auðfurstanna sé "lögbrot", þetta sé viðfangsefni skattalögregl- unnar. Því fer fjarri, þeir fara ná- kvæmlega eftir sínum eigin lögum. Ein helsta leiðin, sem auðmennirnir nota til að svíkja undan skatti, er afskriftaleiðin, Ifyrirtækjum er heimilt að bókfæra 31,5% af stofn- kostnaði sfnum sem afskriftir á einu ári. Með aðgerðum Viðreisnarstjórn- arinnar alræmdu og aðgerðaleysi "vinstri" stjórnarinnar, var þessi leið auðvelduð fyrir auðvaldið I land- inu. Við skulum taka eitt dæmi til skýringar á þessu: Utgerðarmenn kvarta.ósj aldan yfir rekstrarörðug- leikum og tapi og sérstaklega undan- farið hafa harmakvein þeirra verið hávær. Hálf lætur þessi grátkór hjá- róma I eyrum, ef við skyggnumst að- eins bak við tjöldin og f skattalögin. Segjum að útgerðarmaður kaupi sér togara, sem kostar 300 miljónir. Vegna afskriftanna má hagnaður af rekstri slíks skips nema 94,5 miljón- um á ári (31,5% af 300 m.) án þess að nokkur gróði komi fram í bókhalds- reikningum, og þar með án þess að nokkrir skattar séu greiddir. A 4 árum gerir hinn skattfrjálsi gróði 378 miljónir króna. Þá getur útgerð- armaðurinn selt. skipið fyrir miklu hærri upphæð en kaupverðinu nam, án þess að söluhagnaðurinn komi til skatts. Gróðinn er 0 í bókhaldi, en samt get- ur auðsöfnun útgerðarkapftalistans •numið um 100 milljónum á ári , að- eins út á einn togara. Það er ekki að ófyrirsynju að Einar ríki sagði hérna á árunum, að ef menn vildu losna við skatta, þá gerð- ust þeir útgerðarmenn.'.' MVS sem starfaði samkvæmt útvarpslög- um sjálfrar borgarastéttarinnar, var sett af til að fyrirbyggja að sjónar- mið sem afhjúpa rotnun auðvaldsins kæmu frekar fram í útvarpi- Annað dæmi er sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur svipt verka- lýðshreyfinguna frjálsum samnings- rétti með því að beita lögum til að rifta gerðum samningum. Einnig má benda á þær fyrirætlanir borgara- stéttarinnar að takmarka með nýrri vinnulöggjöf enn frekar réttindi verkalýðshreyfingarinnar. Minna má á þær ofsóknir sem Morgunblað- ið sjálft ástundar gegn þeim sem hafa aðrar skoðanir en því eru þókn- anlegar - t.d. hvernig blaðið reðst gegn kvikmyndinni "Fiskur undir steini," tæplega er það lýðræðinu til framdráttar að reyna að útiloka aðr- ar skoðanir en sfnar eigin. Orð Guðmundar H. Garðarssonar á Al- þingi um að ekki megi koma fram sósíalískur boðskapur í opinberum fjölmiðlum er einnig árás á skoðana- frelsi. Allt þetta sýnir að borgaralega lýð- ræðið er ekki ætlað fyrir verkalýð- inn heldur þjónar það aðeins sem dula yfir alræði borgarastéttarinnar - og nú þegar framundan eru harðn- andi stéttaátök koma talsmenn borg- arastéttarinnar fram með þann boð- skap að lýðræðinu sé hætta búin í kreppunni. Þetta er í rauninni hótun gagnvart verkalýðnum - ef hann hef- ur sig ekki hægan og lætur arðræna sig mótþróalaust, lætur reka sig úr vinnu mótþróalaust, þá verði hann sviptur þeim lýðréttindum sem hann býr nú við. Og svona í lokin má minna á þær hugrenningar sem hafa birst f Morgúnblaðinu og Vfsi (Gunnar Guð- bjartsson og Dagrún Kristj ánsdóttir) sem f engu eru frábrugðnar hug- myndum gömlu nasistanna á fjórða áratugnum - mannanna sem flestir fundu sér skjól í Sjálfstæðisflokkn- um eftir að þeirra eigin fley beið skipbrot. -/hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.