Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 5

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 5
STÉTTABARATTAN 11.7. 6.tbl. 1975 s Endurskoðunarstefna Alþýðubandalagsins hefur rutt brautina fyrir trotskyismann AlþýðubandalaglS er flokkur nútíma endurskoðunarstefnu Hér á landl er það Fylkingin sem hefur nú tekið upp stefnu 4. alþjóða- sambands trotskyista - að yísu hefur Fylkingin ekki gengið skrefið til fulls með inngöngu í þetta al- þjóðasamband, en flogið hefur fyrir að það skref verði tekið nú í sumar að lokinni endanlegri yfirtöku trotskyistanna á Fyikingunni. Sú staðreynd að Fylkingin hafi svo auð- veldiega verið innbyrt af trotsky- istunum, á sér ekki eingöngu orsakir í fræðilegum og pólitískum reikanda Fylkingarinnar sjálfrar. Veigamesti þátturinn er sá að Alþýðubandalagið og endurskoðunar- stefna þess hafa fært trotskyistunum þessi fyrrverandi ungliðasamtök Sósíalistaflokksins "á silfurfati" með þeim andsósialiska áróðri sem Alþýðubandalagið (þj óðvilj inn-Réttur) hefur stundað gegnum árin. And- staðan við marxismann-lenínismann er það sem trotskyisminn nærist á og AlJjýðubandalagið hefur veitt ríku- lega a garðann af því fóðri. "And-Stalínisminn" Undir yfirskyni "afstalíniseringar" hófu liðhlauparnir í sovéska kommúnistafiokknum allsherjar endurskoðun á byltingarkenningum marxismans-léninismans, þeir boðuðu fráhvarf frá sósfalismanum eins og hann var framkvæmdur á tíma Lcníns og Stalíns, þeir réðust gegn alræði öreiganna og leystu það upp, þei> hófu skemmdarstarfsemi gegn uppbvggingu sósíalismans í Kína og Albaníu. "And-stalínisminn" er eitt helsta kennimerki trotskyista, og því lágu leiðir þeirra saman við liðhlaupana undir forystu Krúsjéffs. Við svik nútímaendurskoðunarsinn- anna náði trotskyisminn andanum á nýjan leik, (9.heimsþing Alþjóða- sambands trotskyista 1969 lýsti því yfir að það þing væri haldið á mestu uppgangstíma trotskyísku hreyfingar- innar allt frá þeim tfma er Trotsky stofnaði 4. Alþjóðasambandið) Alþýðubandalagið hefur séð um að boða kenningar nútímaendurskoðunar- stefnunnar hér á landi. Nokkur dæmi um það hvernig leiðir endur- skoðunarsinnanna og trotskyistanna liggja saman nægj a til að gefa hugmynd um and-sósíalfskan áróður Alþýðubandalagsins. And-sósfalfskur áróður Alþýðu- bandalagsins. Krúsjoff, Trotsky og Hjalti Kristgeirsson - þessir menn eru sameinaðir í hatri á sósíalismanum. Allir hafa þeir kennt sig við sósíalismann, en öll verk þeirra hafa verið andstæð honum. villimannlegar árásir Krúsjéffs á Stalín skapað trotskyistunum tæki- færi til að viðra á nýjan leik árásir þær sem Trotsky sjálfur gerði á Sovétríkin á Stalíntfmanum. Og nú telja þeir sig hafa "sannanir" fyrir því, að Trotsky hafi h.aft rétt fyrir sér f og með að Krúséff tekur til við að ráðast gegn öllu því sem Stalín stóð fyrir. I meðferð "fræðimanna" Alþýðubandalagsins verður glæpur að dyggð; þeir ganga svo langt að segja, að "tilhneigingin til að horf- ast í augu við mistök fortíðar með þeirri sjálfsgagnrýni, er einkenndi bolsévíkka áður fyrr. . . var sterk á 20. og 22. flokksþingi Kommúnista- flokks Sovétríkjanna. " (Réttur, 4. tbl. 1974, bls. 211). Ein éinmitt á 20. og 22. flokksþinginu var endur- skoðunarstefnan og afneitun á Stalín færð fram (í fyrsta skipti á 20. þing- inu), einmitt þá komu svik Krúsjoff- klíkunnar ljóst fram og voru boðuð með allsherjar endurskoðun á grund- varllarkenningum kommúnismans. Með þessum boðskap um "sjálfsgagn- rýni á fortfðina" taka skríbentar Al- þýðubandalagsins að sér að ryðja svikakenningunum braut hér á landi. En ekki eru allar vitleysur Alþýðu- bandalags"fræðimanna" eins. Einar Olgeirsson gengur svo langt í því að falsa sögu heimshreyfingar kommún- ismans, að hann reynir að leggja að jöfnu þá Stalín og Trotsky. I Rétti, 4. tbl. "74, skrifar hann: "Máske verða þá Stalín og Trotsky gefnir út að nýju í þeirra forna föð- urlandi. . . Máske verða þá Stalfn og Trotsky og fleiri brautryðjendur metnir að verðleikum hver um sig." (bls. 216) Þessi "sentriska" afstaða - að reyna að breiða yfir djúpstæðan ágreining með endurskoðun á sögunni - veitir trotskyistunum byr í seglin, því að með þessu er verið að breiða yfir skemmdarstarfsemi Trotskys sjálfs Alþýðubandalagið hefur algjörlega tekið undir, og útbreitt þær skoðanir að Stalín-tímabilið í Sovétríkjunum hafi verið tímabil harðstjórnar og út- rýmingar "bestu kommúnistanna" (Réttur 4. tbl. 1974 bls.210). Trot- skyistarnir hafa gert "stalínismann" ábyrgan fyrir svo til öllu sem þeir telja að miður hafi farið í sósíalískri rekja þeir Jjær misfellur sém kunna hreyfingu seinni ára - þannig hafa að finnast a sovéskum sósíalisma þeirra í dag nær allar til "stalínism- ans". Þessi kenningasmíð endur- skoðunarsinnanna, sem eru ekkert séríslenskt fyrirbrigði, falla í grund- vallaratriðum saman við kenningar trotskyistanna. Sameinaðir í árásum gegn sósíalísku ríkjunum. Afstaða Alþýðubandalagsins til Al- þýðulýðveldisins Kfna og Alþýðulýð- veldisins Albaníu hefur komið fram oftar en einu sinni í Þjóðviljanum. (Sjá í því sambandi Stéttabaráttuna 1. tbl. '74). Það er ekki langur veg- ur á milli skrifa Hjalta Kristgeris- sonar, sem er einn af höfundum að stefnuskrá Alþýðubandalagsins, og útlistana trotskyistanna á sósíalísku rikjunum. Iljalti kallar Enver Hox- ha, leiðtoga albönsku þjóðarinnar í strfðinu undan oki fasismans, skrímsli f mannsmynd og glæpa- mann - en trotskyistarnir lýsa Al- baníu sem afbökuðu skrifrasðisríki. Krúsjoff lýsti Albönum sem hroka- gikkjum - eftir að þeir höfðu vísað frá kröfum hans um að Albanir takju þátt í herferð endurskoðunarsinn- anna gegn kínverska kommúnista- flokknum. Það sem er þeim sam- eiginlegt er hið botnlausa hatur á verkalýðsríkinu og endalausar rang- færslur á öllu því sem verkalýður- inn í sósíalísku ríkjunum framkvæm- ir. Allt ber þetta að sama brunni - fyrstu skipulögðu samtök trotskyista eru að líta dagsins ljós hér á Islandi. Víða um heim spretta trotskyískir hópar upp eins og mý á mykjuskán. Ef ekki kæmi til allsherjar endurskoðun liðhlaupanna í Sovétríkjunum á marxismanum-lenínismanum, þá væri uppskera trotskyistanna litil sem engin, Ef Alþýðubandalagið hefði ekki unnið ötullega að boðun endurskoðunarstefnunnar hér á landi. á upphafsárum Sovétríkjanna og - , , , .. leggja hann að jöfnu við raunverulegai Þ* heí?u Þær moldvo^ur sem nu leiðtoga hins sósíalíska uppbyggingar- starfs. I dag boða fræðispekingar Alþýðu- bandalagsins þá kenningu, að Sovét- ríkin séu enn sósíalfsk, "þótt sitt- hvað hafi misfarist"; ennfremur ekki getað náð þeirri fótfestu sem þær hafa í dag. Eyðileggingarstarf nútíma endurskoðunarsinnanna er sá grundvöllur, sem and-byltingaröfl trotskyismans geta hagnýtt sér með gervibyltingarslagorðum sínum. -/HH Atök innan AB á Akureyri Mikil átök áttu sér stað á félagsfundi í Alþýðubandálaginu á Akureyri fyrir skömmu, Stóðu harðar deilur um tilvist eins manns f AB, en þróuðust síðan út í deilur um AB stefnu þess og starfs- hætti. Málið ér þannig vaxið. A félags- fundi á undan þessu voru teknir inn nýir félagar og óskaði þá Guðbrandur Magnússon eftir þvf að verða færður úr Skagafjarðardeildinni yfir í Akureyrardeild. Sagði Helgi Guðmundsson þá að nóg væri að skrá slíka millifærslu í fundargerð, og málið þannig afgreitt. Seinna kemur Jón Daníelsson form. félagsins á Akureyri til Guðbrandar og segir honum að hann þoli ekki að félagar f öðrum stjórnmálasam- tökum en AB séu í flokknum. Guð- brandur er félagi í Kommúnista- samtökunum. Sagðist Jón mundi vinna að því með öllum ráðum að GM yrði rekinn. Seinna kemur svo Jón aftur til GM og segir honum að hann hafi aldrei verið tekinn inn í AB félagið og verði ekki. Spurði þá GM ^ón að því hvort taka bæri þetta sem brott- rekstur, Játtj Jón því. GM vildi ekki una þessu og krafðist þess að sjá fundargerð fundarins þar sem hann átti að hafa gerst félagi í Akureyrardeildinni. Fékk hann það, en ekki var þar stafkrókur um þetta. Annað hvort hefur fundarritari verið steinsofandi á meðan þetta stóð yfir, eða skrifað alla fundargerðina upp á nýtt og sleppt þessi máli úr. GM saskir nú formlega um inngöngu á næsta félagsfundi. Urða harðar deilur um beiðnina og gekk Jón Daníelsson þar fram fyrir skjöldu f þvf að berjast gegm inntöku GM. Snerist deilan síðan um AB og benti GM á að flokkurinn væri borgara'- legur hentistefnuflokkur sem værl einskis nýtur til leiðsagnar í stétta- baráttunni. Sagðist hann mundu miða allt starf sitt í AB við þessa stað- reynd, og mundi nota öll tækifæri til að afhjúpa flokkinn,. utan hans sem innan. Helstu talsmenn þess að samþykkja GM inn í félagið voru Jón Asgeirsson og Jón Hafsteinn, þó Jón Hafsteinn hafi gert það á fáránlegum forsendum þ. e. að AB væri kommúnfskur flokkur(r.'). Inntökubeiðnin var samþykkt með mjög tæpum meirihluta. Lærdómar þeir sem við getum dregi? af þessu er fyrst og fremst sá, að skrautfjaðrir eins og "róttæklingar" éins og Jón Dan. og Helgi Guðmundss. eru til þess að fá yfir flokkinn rót- tæknislegra yfirbragð. Það voru þeir sem talja sig vinstra megin í AB sem hvað harkalegast börðust gegn inntöku GM. I öðru lagi ættum við kommúnistar í enn ríkarl mæli að beina spjótum okkar að AB og reka áróður fyrir því að kommún- istar þeir sem ennþá kúldrast í flokknum gangi til liðs við kommún- ísk samtök sem stefna að því að byggja upp kommúnistaflokk á ný í landinu, KSML. -/úr Nýja Verkamanninum Kvennaráðstef na.. Framhald af forsfðu Barátta kvenna stendur í nánum tengslum við baráttuna gegn heims- valdastefnu og kapítalisma, fyrir só- síalisma og þjóðfrelsi. Við getum t. d. skoðað reynslu kínverskra kvenna, en það mun óumdeilanlegt, að í Kína sé raunverulegt jafnrétti kynjanna meira en víðast annars staðar. I kínversku byltingunni voru konur og samtök þeirra virkur aðili í öllu starfinu. Innan kvennahreyfingar- innar komu fram tvær hieginskoðanir á eðli kvennabaráttunnar. Hsu Kuang, formaður kvennasambandsins f Tien- tsin héraði, lýsir þessu þannig: "Þegar ég byrjaði að starfa meðal kvennanna fannst mér sem þær myndu aldrei öðlast nokkur réttindi nema þær berðust gegn eiginmönn- um sínum og fjölskyldum fyrir frelsi. Þegar kvennasamtökin stóðu frammi fyrir því verkefni að virkja konur í and-japanska starfið, komu upp tvær andstæðar skoðanir meðal meðlima þeirra. Öimur skoðunin gekk til móts við kröfur nokkurra ungra kvenna um að harð- ráðir eiginmenn og tengdamæður yrðu opinberlega gagnrýnd á fundum Þetta myndi éfla einbeitni kvenn- anna og veita reiði þeirra útrás, að þeim fannst. Aðrir bentu á, að japanski imperíalisminn, sem þá var, væri óvinur allrar kínversku alþýðunnar, og að þessi aðferð græfi undan einingu hennar gegn inhrásarherjunum, og skerpti mót- hverfurnar innan fjölskyldunnar. Við komumst loks að sameiginlegri niðurstöðu með umræðum. Sigur í stríðinu væri aðeins hægt að vinna með þvf að sameina alla sem hægt væri. An þjððfrelsunar væri merk- ingarlaust að tala um frelsun kvenna." Hsu Kuang segir einnig: "Konurnar börðust við hlið karl- mannanna og áttu stórn þátt í að brjóta japönsku árásarmennina á bak aftur. Það hvatti ekki aðeins karlmennina til dáða, heldur skól- aði þá einnig og alþýðuna f heild. I rás baráttunnar voru lénskar hug- myndir og siðir, sem beindust sér- staklega að konum, brotnar niður. Raunveruleikinn skól aði einnig okkur, sem lögðum hönd á kvenna- starf. Við skildum það betur, að kvennahreyfingin er óaðskiljanleg- up hluti byltingarhreyfingarinnar. Við sáum, að ef kvennahreyfingin hefði verið skilin frá byltingunni yfirleitt og hefði eingöngu barist fyrir kvenréttindum - og þannig orðið að baráttu fyrir að heimta réttindi af karlmönnum og haft þá að skotspæni - þá hefði það sundrað röðum byltingarsinnanna. Afleið- ingin hefði orðið endalausir árekstr- ar milli karla og kvenna, milli ungra kvenna og gamalla. Það hefði orðið afdrifaríkt fyrir frelsun þjóðarinnar og frelsun allra kúg- aðra stétta. Það hefði snúið þjóð- félaginu gegn baráttu kvenna og hindrað framgöngu hennar." Það er mikilvægt, að jafnrétti kín- verskra kvenna hefur einmitt náðst f órofnu samhengi við byltingarbar- áttu alþýðunnar. Þetta þýðir ekki, að sérstök barátta fyrir réttindum kvenna sé óþörf, þvert á móti, eina leiðin til að ná til kvennafjöldans er gegnum kvennasamtök á breiðum grundvelli. Kvennabarátta er stéttabarátta. Þær tvær skoðanir, sem Hsu Kuang lýsir, þekkjum við einnig hér á landi. Ranga skoðunin, sem berst fyrir kvenréttindum einum sér, hef- ur t. d. birst hér á landi í tillögum Vilborgar Harðardóttur o. fl. um eins dags eldhúsverkfall kvenna gegn eiginmönnum sínum. Sannleikurinn er sá, að hér á Islandi er um að ræða ósættanlega móthverfu milli kvenna af borgarastétt og kvenna af verkalýðsstétt. Borgan- frúrnar eiga samleið með stétt sinni, kúgun kvenna borgaranna er f grund- vallaratriðum ólík kúguninni á konum af verkalýðsstétt. Kúgun borgari- kvennanna er fyrst og fremst kyn- ferðislegs eðlis, kúgun verkakvenn- anna er fyrst og fremst stéttarlegs eðlis. Barátta Rauðsokkahreyfingarinnar hefur einmitt verið borin uppi af borgaralegum og smáborgaralegum menntakonum og hefur þess vegna einkennst af borgaralegri kven- rembu (femínisma). Einmitt af Vilborg Harðardóttir þessum sökum hefur hreyfingin hlot- ið sáralítinn hljómgrunn meðal verkakvenna. Þetta á sinn þátt í að stéttarvitund verkakvenna er al- mennt á lægra stigi en stéttarvitund verkamanna, því kvennahreyfingin, sem berst jöfnum höndum fyrir sósí- alisma og kvenfrelsi, skortir alger- lega. I ljósi þessa ástands, sem ríkir í auðvaldslöndunum, verða deilurnar milli kvenna frá vesturlöndum og kvenna frá þróunarlöndunum skiljan- legri. Konur þriðja heimsins gera sér grein fyrir nauðsyn baráttunnar gegn heimsvaldastefnu, sósíalheims- valdastefnu og zíonisma, og að bar- átta kvenna verður ekki slitin úr tengslum við þjóðfrelsisbaráttuna. Þess vegna "rfður alþjóðapólitíkin húsum á kvennaráðstefnunni". Frúrnar fengu ekki ífnuna frá hægri stjórninni. Vilborgar Ilarðardóttir kvartaði í áðurívitnuðu viðtali við Þjóðviljann sáran undan áhugaleysi íslensku hægri stjórnarinnar á kvennaráð- stefnunni, sérstaklega þó því, að ríkisstjórnin tregaðist til að gefa þeim fyrirmæli um það, hvernig þær skildu greiða atkvæði í atkvæða- greiðslunni um ályktun ráðstefnunn- ar. Endirinn varð sá, að íslenska sendinefndin sat hjá, ásamt átján öðrum auðvaldsríkjum; þrjú ríki, Bandaríkin, Israel og Danmörk greiddu atkvæði gegn ályktuninni, en yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims, samtals 89 þjóðir, samþykktu álykt- unina.. Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á afstöðu Vilborgar Harðar- dóttur, sem birtist í því að hún sá enga ástæðu til að gera grein fyrir atkvæði sínu eða á nokkurn hátt taka aðra afstöðu en hinar frúrnar. Vert er í þessu sambandi að rifja upp, að þegar íslenska sendinefndin á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði gegn því að Jasser Arafat, formaður PLO, fengi að halda ræðu á allsherjarþinginu, þá skilaði fulltrúi Alþýðubandalagsins í sendinefndinni, Svava Jakobsdóttir, því séráliti, að fslenska sendinefndin hefði helst átt að sitja hjá. Hér var þó í raun og veru um það að ræða, hvort Palestínumenn væru viður- kenndir sem þjóð. Afstöðuleysi Alþýðubandalagsins í þessum tveimur málum hlýtur að vekja margan til umhugsuhar um hver sé afstaða Alþýðubandalagsins til þjóðfrelsisbaráttu kúgaðra þjóða yfirleitt. I rauninni er í báðum þessum tilfellum, þó sérstaklega í sambandi við kvennaráðstefnuna, um að ræða beinan fjandskap við þær þjóðir, sem standa í eldlínu barátt- unnar gegn heimsvaldastefnu, zíon- isma og kynþáttaaðskilnaðar. Þögn Vilborgar varðandi atkvæðagreiðsl- una á kvennaráðstefnunni verður að skiljast þannig, að hún sé hjartan- lega sítmmála þeim Auði Auðuns og Sigrfði Thorlacius, enda er svo að skiljá á Auði Auðuns í Motgunblað- inu þann 4. júlí, að sönn eining and- ans hafi ríkt f íslensku sendinefnd- inni á kvennaráðstefnunni. Ráðstefnan vfsar veginn fyrir fs- lenska kvennahreyfingu. Við teljum, að ef íslensk kvenna- hreyfing ætli sér að ná raunveruleg um árangri í starfi, þá verði hún óhjákvæmilega að byggja á og taka mið af niðurstöðum kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, því frelsisbar áttu fslenskra kvenna er ekki unnt að slíta úr tengslum við baráttuna fyrir verkalýðsvöldum á Islandi, og ís- lenskar konur ættu eftir megni' að styðja konur kúguðu þjóðanna í bar áttu þeirra gegn heimsvaldastefnu og arðráni auðvaldsins. Jafnframt þessu verður að berjast markvisst gegn borgaralegum hugmyndum um undirgefnishlutverk konunnar. Sag- an hefur sýnt og sannað, að aðeins sú kvennabarátta, sem hefur þetta tvíþætta baráttumarkmið, er sigur- vænleg. -/Breiðholtssellan

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.