Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 6

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 6
6 STÉTTABARATTAN 11.7. 6. tbl. 1975 Rauður vettvangur Rauður vettvangur Rauður vettvangur| Sameiginlegt málgagn? Tvenn samtök á Islandi kenna sig við marxismann-lenínismann (fyrir utan KSML(b) sem vart er hægt að flokka undir samtök, hvað þá marxísk-len- ínísk samtök), Kommúnistasamtökin (m-1) og Einingarsamtök kommún- ista (m-1). Bæði þessi samtök eru með undir sinni stjórn sitt hvort útgáfufyrir- tækið, Október forlagið og Lenín- Stalín forlagið. Ég verð að játa, að ég tel bæði Eik (m-l) og KSML vera marxísk- lenínfsk samtök, þrátt fyrir grein KG í Stéttabaráttunni 5. tbl. 1975. Ég ætla ekki að þræða þá krákustíga sem til þarf, svo greindur verði stefnumunur KSML og Eik(m-l). Það er sorglegt, að hópar, sem ékki ber meira á milli en raun ber vitni um, skuli ekki geta starfað saman í einum samtökum og enn sorglegra, að þeir gefa út sitt hvort málgagnið. Og nú er ég að koma að kjarna þessa greinarkorns. KSML gefur út "fræðilegt málgagn", "Rauða fánann" og Eik(m-1) hefur ákveðið að gefa út samskonar rit og skal það nefnast "Rauðliðinn". Þetta er til þess eins að auka á sundrung- una meðal marxista-lenínista. _ Ég kem með þá tillögu, að Eik(m-l) og KSML gefi út í sameiningu fræði- legt og menningarlegt rit undir rit- stjórn manna, skipuðum til jafns úr báðum samtökunum. Það skiptir ekki máli þ5 sú "lína", sem blaðið fylgi, er sú "rétta", heldur að þar færu fram heiðarleg og ör skoðana- skipti, og það skyldu menn muna, að aðeins þannig fæst "rétt lína". Ég er félagi í KSML, en ég tel þó ekkert því til fyrirstöðu, að Eik(m-l) og KSML gætu hafið samskipti á grundvelli blaðs þess sem ég hef tæpt á. Félagar í KSML, íhugið þetta og þið komist að raun um, að ef við viljum að okkur beri áfram, þá verðum við að ræðast við innan oldcar hóps, jafnframt því að taka upp samstarf við Eik(m-l) í formi ofangreindrar blaðaútgáfu. Guðbrandur Magnússon, Akureyri. „Ófræðilegt“ lesendabréf Fundur á vegum Kommúnistasam- takanna var haldlnn í Lindarbæ 8. mars, s.l. og var umræðuefnið hin svokölluðu kvennamál. Það sem þessi fundur orkaði tölu- vert á mig og þar sem konur voru hvattar til þess að segja álit sitt á hinum ýmsu málum, þá vil ég reyna að tjá mig í málgagni sam- takanna - ekki svo sem með neina úrlausn heldur til þess að opna leið að marki þar sem fleiri með skil- ning á fjöldkylduhaldi og barna- uppeldi leggja orð f belg (og þar á ég ekki eingöngu við hinn pólitíska skilning - persónuleg reynsla er einnig viðurkennd). Hér er ekki pólitíska konan að beita ákveðnum áróðri, ekki mennta- konan með penna í hönd, ekki kona sem hefur við launabaráttu að etja (í bili) heldur "fyrirbærið" heima- vinnandi húsmóðir í Reykjavíkur- borg sem ekki hefur fullt vald á fræðikenningu marxismans-lenín- ismans, en því meðvitaðri um hversu álagið er mikið á henni í sambandi við umhugsun á börnum, og þótt^þau séu heitt elskuð er hún sífellt aleitnari sú hugsun um mis- notkun ákonunni, móðurinni sem slikri í heiminum. Mæður hafa ekkert super-taugakerfi sem aldrei þarf að hvíla, og þjóðsagan um einhverja ultra-móðurást sem um- ber allt, skilur allt, þolir allt er ekki til þess að miklast af, því hún er blekking sem margar konur trúa á. Þótt álíta megi að ég riti frá einstaklingssjónarmiði þá vil ég hiklaust bera á borð þá staðhæfingu að fáar konur eru alltaf "hýrar á brá" (vægast sagt) við þá miklu sí- feldu ábyrgð sem hvílir á þeim (allan sólarhringinn er börnin eru óvær og lasin við tanntöku eða magakveisu ungabarns), þær komast ekki út af heimilunum svo dögum skiptir (dæmin eru til) og hafa svo til enga uppörfun utanfrá - þær missa smátt og smátt tökin og þora ekki út í iðu lífsins vegna ótrúar á getu sína utan bleiuþvottar. Hvernig er hægt að sporna við þessari langvarandi þróun mála? Heimilshald og barnauppeldi er ómetanlegt. Það er fullt starf fyrir eina manneskju í nokkur ár, en er það rétt skipulag mála að t. d. í einum stigagangi í fjölbýlishúsi sem í eru 10 íbúðir sitji lOkonur - hundleiðar á sjálfum sér og hver annari. Feður hafa of oft hið ákjósanlega uppeldi "á prjónunum" en minna fer fyrir framkvæmdum - en hér er alls ekki verið að áfellast karl- kynið sem slíkt, aðeins bent á þetta viðhorf og að breytinga sé þörf, það er ekki í þessu dæmi spurning um peningakapphlaup, heldur breyttar aðstæður í nútímaþjóðfélagi, sem krefjast þess að allir fái að njóta sín og vera "hamingjusöm", konur, karlar og börn. Mig langar til að minnast á vel auglýstan fund sem haldinn var í Lindarbæ 23.feb. s.l. en þá hélt Rauðsokkahreyfingin (sem gagn- rýnd hefur verið í Stéttabaráttunni fyrir agaleysi í 2..tbl. 4.árg.), ásamt Fóstrufélagi Islands, fimd um dagvistun barna og forskólamál. Þar var að finna 2-3 heiðursmenn innan um nokkur hundruð konur (ónákvæm tala). Það er ekki inni- hald fundarins beinlfnis sem er hér til umræðu, aðeins þetta ósamræmi sem ég er ekki sátt við.' Ég veit ekki til þess að börn séu eingetin/! Konur hafa vissulega hæfileika til að vinna utan heimilis og þar liggur hunduriim grafinn, hæfileikarnir njóta sín ekki nógu oft og trúin eins og áður sagði bregst. En atriði sem er samtengt þessu er auð- vitað barnapössun. En þannig er mál með vexti, ef einhver ekki veit að eingöngu börn einstæðra foreldra og börn skólafólks fá inni á dag- heimilum; þetta er sem sagt for- réttindi sem flest heilbrigð börn hefðu gott af. Hitt fólkið verður að borga offjár fyrir börn sín í einka- fóstri (oft fleira en eitt) ef vinnu er æskt eða brýn nauðsyn krefur, og er það ekki óskiljanlegt að sá/sú sem tekur börn inn á sitt heimili þurfi sitt til lífsviðurværis. Þetta er sem sagt vandamál sem krefst úr- lausnar. Nú ætla ég að spyrja að gamni (og alvöru): Hvar voru félagar KSML ? Fannst ykkur þetta ekki nokkuð merkilegt málefni - það fer mikill tími í allskonar fundarhöld - því ekki þennan fund ? Það er oft erfitt að tja sig til hlítar um svona mál- efni þvf börnin eru það sem máli skiptir, en uppalendurnir eru hæfari ef þeir eru ánægðir með lífs- form sitt. Það er sem sagt þetta og annað því um líkt sem mér finnst vanta að tekið sé fyrir og rætt um þegar talað er um stöðu konunnar á fél- agslegum grundvelli. Það er talað um að kona eigi að vera "virk" í pólitík - punktur og basta/ Að lokum ein tillaga: Því ekki að koma með annan fund um stöðu konunnar sem móður og tækifæri hennar til starfa án álags og áhyggja af afkvæmum sínum hluta dagsins ? Rauðsokkur eru kjörnar (ég nefni kvenkynið en karlmenn eru til þar í hópnum) til að vera ásamt Kommún- istasamtökunum marxistunum- lenínistunum fundarboðendur vegna skilnings á málefninu og beinnar athuganna þeirra á konunni í nú- tímaþjóðfélagi og vandamálum hennar. -/Stuðningskona. Fá ■ en 1 Ol rð... —, UMRÆÐUHORNIÐ r við baráttuna í Noregi og Svíþjóð. Orð og gerðir I grein Verkalýðsblaðsins kemur hvað eftir annað f ljós vanmat á starfinu. Þar er sagt, að'EIKm-1 hafni ekki forystuhlutverki verka- lýðsins í baráttunni" og því til sönnunar vitnað í "Baráttuleið alþýðunnar". Mér er kunnugt um að þar er skrifað um forystuhlut- verk verkalýðsiris og mér er líka kunnugt að "f öllu útgáfuefni EIKm-1 er spjótum beint að auðhyggju Sovétríkjanna og heimsvaldastefnu þeirra". Um það deili ég ekki. Ég bendi hinsvegar á hitt, að yfir- lýsingarnar eru einskis virði fyrr en þær hafa verið framkvæmdar í starfi. Menn dæma ekki eftir orðum og yfirlýsingum annarra, heldur eftir því sem þeir framkvæma, eftir gerðunum. Það er fljótgert og breytir raunar engu, að segja þessi þrjú orð : "forystuhlutverkið er verkalýðsins", en þar með er ekki úr því skorið hvort viðkomandi samtök heyi raunverulega baráttu fyrir forystuhlutverki öreiganna fyrir bandalagi þeirra við vinnandi alþýðu. Hið sama er að segja um baráttuna gegn sósíalheims- valdastefnunni. Ef EIKm-1 eru reiðubúin að berjast í verki gegn sósíalheimsvaldastefnunni fagna ég því vissulega og er reiðubúinn að berjast við hlið þeirra. En ef ætlunin er að takmarka baráttuna við "Sovét úr Tékkóslóvakíu" eins og vfgorð EIKm-1 hljómaði 1. maí - væntanlega til að ná til moskvusinna á Islandi, sem hafa eins og kunnugt er snúist gegn innrásinni í Tékkó- slóvakíu af taktískum orsökum - er ég algjörlega ósammála. EIKm-1 er kunnugt um útþennslu Sovétríkj- aima í Norður-Evrópu, ógnunum þeirra á Atlantshafi og Indlandshafi, arðráni þeirra á þriðja heiminum og árásarstefnu þeirra gagnvart Kína og Albaníu , svo nokkuð sé nefnt. Þess vegna ber þeim, ef þeir raunverulega vilja berjast gegn sósíalheimsvaldastefnunni, að taka upp þessi atriði og setja sig ekki gegn tillögum KSML að vfgorðið fyrir 1. maí - "Gegn stríðsfyrirætlunum risaveldanna tveggja - USA og Sovétrfkanna" . Ég get lýst því yfir hér, ef það er greinarhöfundi til hugfróunar, að fulltrúar EKm-1 á Akureyri (Þórarinn og Sumarliði), lýstu sig andstæða baráttu gegn Sovétrfkjunum að áðurgreindum ástæðum á fundum sem þeir áttu með fulltrúum mið- stjórnar KSML í vetur. Þetta'hetju- bragð" mitt var þvf ekki hugsað sem ljrmskufúll árás á EKm-1, eins og greinarhöfundur vill láta líta út, heldur afstaða fulltrúa EKm-1 og ég gat ekki vitað betur en þetta væri' afstaða EIKm-1. Alla vega verður ekki annað ráðið af "Baráttuleið alþýðunnar" en þar segir um and- heimsvaldabaráttu á Islandi að hún sé meðal annars "barátta gegn auknum áhrifum Sovésku sósíal- heimsvaldasinnanna á íslenskt efnahagslff'. Hvergi er minnst á pólítiska útþenslu Sovétríkjanna eða ásælni þeirra eftir heimsyfir- ráðum þarna. Og í kaflanum um samfylkingu gegn erlendri ásælni er ékki minnst á Sovétríkin, hins- vegar er talað um að Slík samfylk- ing muni " veikja stöðu Bandarfskr- ar heimsvaldastefnu á alþjóðarvet t- vangi". Af þessu verður ekki ráðið að EIKm-l.hafi baráttu gegn strfðs- fyrirætlunum risaveldanna beggja á dagskrá sinni og afstaða EIKm-1 á Akureyri styrkir betta. Hafí EIKm-1 hins vegar f hyggju að berjast gegn eósfalheimsvaldaptefnunni ber að fagna bví. Tilvitnun f bréf miðstjórnar KSML frá 28.4.75. sem hljóðar svo:"Alit okkar er, að EIKm-1 séu einarðir andstæðlngar heimsvaldastefnunnar og því bjóðum við ykkur velkomin í Rauðan Framvörð 1975", er í engu ósamræmi við ofansagt. EIKm-1 hefur á stefnuskrá sinni að berjast gegn ji mmsvaldastefnu USA og líka íslenskri heimsvaldastefnu, og er að okkar mati andstæðingur heimsvalda- stefnunnar vegna þessa. En þar með er heldur ekki sagt eitt aukatekið orð um sósfalheimsvaldastefnuna, enda vildi EIKm-1 ekki styðja vígorð KSML "Gegn strfðsfyrirætlunum risaveldanna tveggja - USA og Sovétríkjanna" f umræðunum fyrir 1. maí. Þannig verður móralskur pistill greinarhöf- undar, um að ég hafi brotið "félaga- andann", framkvæmt "fljótfærnis- bragð" af því ég viti "gagnrýni EIKm- 1 á KSML vera rétta" osfr. að stað- lausum fullyrðingum. Væri því svo farið, að ég vissi gagnrýni EKm-1 vera rétta, myndi ég ekki snúast gegn henni, heldur þvert á móti taka undir hana. Þessi orð greinarhöfundar eru ekki annað en yfirlýsing um að ég sé bæði lygari og falsari, hverjum til- gangi það á svo að þjóna. Ég get full- vissað greinarhöfund, sem af ein- hverjum orsökum velur að láta nafns síhs ekki getið, en talar samt í nafni EIKm-1 , um að grein mín er ekki afstaða KSML, enda undirrituð af mér. Ég vona bara að hvumpni hans yfir skrifum mínum fái þvf ekki ráðið að EIKm-1 láti fræðilega og málefna- lega umræðu um vandamál íslensku verkalýðshreyfingarinnar á hilluna - ætlun mfn var ekki að móðga neinn, aðeins að fjalla um viðfangsefni marxista-leninista á íslandi. -/KG. Baráttan fyrir 200mílum 1. september 1971 færði fslenska ríkisstjórnin út í 50 mílur. Þegar núverandi rílásstjórn tók við stjórnar- taumunum úr hendi "vinstri"stjórnar- innar lýsti þessi hægri samsteypa því yfir að fiskveiðlögsagan yrði færð út f 200 mflur. Ein helsta röksemd "vinstri" flokk- anna fyrir útfærslunni var friðun fiskistofnanna, en nú höfum við horft á það undanfarið að útfærslan var ekkert annað en liður í gróða- sókn íslenska einokunarauðvaldsins. Allur sá fiskafli sem erlendar þjóðir sóttu á íslensk fiskimið er nú í höndum íslenskra auðherra. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að munur er á landhelgi ogfiskveiðilögsögu. Landhelgi Islands er í dag 4 mílur, en fisk- veiðilögsagan 50 mflur og fyrir- hugað er að færa hana út í 200 mílur. Islensku ríkisvaldi er ekkert um- hugað að færa út landhelgina, það eina sem þeir hugsa um er að tryggja forystusveit íslenska auð- valdsins, einokunarauðvaldinu, sem mestan og stöðugan gróða. Ut- færsla fiskveiðilögsögunnar þjónar því auðvaldinu. Við kommúnistar berjumst hat- rammlega gegn heimsvaldastefnu og sósíalheimsvaldastefnu. Banda- ríkjamenn og Sovétmenn valsa hér f kring um ísland með herskip sín og önnur manndrápstæki. Heræfingar stórveldanna f kringum Island eru nær hættar að vera fréttamatur, svo daglegt brauð er þetta að verða. Verkefni íslenskrar alþýðu er að berjast gegn heimsvaldaásælni stór- veldanna. Einn þáttur þeirrar bar- áttu er að við berjumst fyrir því að landhelgin verði færð út í 200 mílur og banna allar siglingar her- skipa, kafbáta og slíkra hernaðar- tækja um íslenska landhelgi. Þannig gætum við best barist gegn heims- valdastefnunni; baráttan gegn Nató og úrsögn Islands úr því, og bar- áttan fyrir 200 mflna landhelgi. -/GM, Akureyri. FRAMH. af bls. 7 Reynsluleysi 'ísland er okað af heimsvaldastefn- unni. Stör hluti auðmagnsins í framleiðslu á Islandi er erlent auðmagn...ísland er meira okað af heimsvaldastefnunni en það okar önnur lönd með sinni heimsvalda- stefnu." Og þeir halda áfram: "lslenska heimsvaldastefnan þarf að berjast fyrir tilveru sinni; það er íslensku einokunarhringirnir berjast af veikum mætti fyrir til- veru sinni..." Hér er því beinlínis haldið fram að lsland sé kúgað af heimsvaldastefn- unni og, að íslenska auðvaldið þurfi stöðugt að berjast af veikum mætti til að geta lifað. Hvernig samræm- astþessar kenningar því, að Is- lenska auðvaldið sé komið á sitt efsta stig. Ef land er undirokað efnahagslega táknar það að efna- hagslegt forræði er ekki í höndum viðkomandi borgarastéttar, nema að litlu leyti. Og borgarastétt get- ur ekki verið heimsvaldasinnuð nema hún hafi efnahagslegt forræði. KSML líta svo á að ísland sé minni- háttar sjálfstætt heimsvaldaland. Það er borgarastéttin hér getur ekki haft neina afgerandi þýðingu í auðvaldsheiminum áhrif hennar eru lítil miðað við stærri auðveldi. Það táknar hins vegar ekki að það sé okað af erlendri heimsvaldastefnu eins og EIK vilja halda fram. Fjármagnsútflutningur f formi verkw smiðja f USA auk fjölda annarra fyr- irtækja þátttakan í NATO, landhelg- isdeilan og fleira sannar það. ís - land er lítið, en gráðugt heimsvalda- land sem tekið hefur fullan þátt í uppskiptingu heimsmarkaðarins eftir getu, EIK geta ekki sýnt fram á að erl. fjármagnsinnflutningur s.s. Alverksmiðjan, Kfsilkúrverksmiðj - an og fl. hafi skaðað sjálfstæði landsins og efnahagslegt frelsi borg- arastéttarinnar. Hins vegar mætti segja að Island sé háð, ekki í merkingunni okað, heldur háð á svipaðan hátt og öll önnur auðvalds- lönd. "Þannig er Island háð alþjóðlegu auðmagnsviðskiptunum vegna þess að íslenska auðmagnið hefur sprengt þjóðlegu rammana. Samanburður- inn á viðskiptum Islands á alþjóða- gjaldeyrismarkaðinum og annarra heimsvaldalanda sannar ekki að vegna smæðar ísl. auðmagnsins sé það efnahagslega undirokað. Það væri að skoða efnahagslegu stöðuna út frá erlendu mörkuðunum, en ekki erlendu markaðina sem afleiðingu efnahagsþróunar Islands. " (útdr. bæklingi KSML, Um hægri- hugmyndir f hreyfingu okkar). " Og EIK halda áfram: "Þetta þýðir að Island hlýtur að lenda í harðri baráttu fyrir tilveru sinni, og að stefna ísl. einokunar- auðvaldsins vikur oft fyrir "þjððlegri" stefnu sbr. landhelgismálið . " "Þessvegna geta hlutlægir hags- munir verkalýðs f einu landi farið saman við hagsmuni einokunarhringa sama lands, ef um er að ræða bar- áttu gegn heimsvaldastefnu sem ógnar tilverugrundvelli beggja." Þessar kenningar eru ekki nýjar í íslenskri stéttabaráttu, þær hafa ávallt reynt að réttlæta svik sfn og stéttasamvinnu með því að halda á lofti nauðsyn samfylkingar allra stétta fyrir tilverugrundvelli Islands. Með kenningum sfnum hafa þrír reynt að sefja verkalýðinn, telja honum trú um að höfuðandstæðingur- inn sé ekki innlend auðvaldsstétt heldur erlend heimsvaldastefna. Tökum dæmi: "Hinn tiltölulega frumstæði kapítal- ismi á Islandi, hálfnýlendueðli mikils hluta framleiðslunnar, her- stöðvarnar og hættan á innlimun Islands í ríki vestur-evrópskra auðhringa gera mjög víðfeðma samfylkingu að þjóðarnauðsyn." (Leið Islands til sósíalisma - út- gáfa Sósíalistaflokksins). KSML hafa einnig kynnst þessari kenningu af eigin reynslu. Baráttan gegn hægri klíkunni innan sam- takanna (Artúr, Rósmundi og eo.) snerist fyrst og fremst um þessar spurningar. EIK talar um mögulega nauðsyn þjððlegrar baráttu. Þar j falla þeir í sama fúafenið og hægri- sinnaðir hentistefnumenn yfirleitt. Þjóðleg barátta verkalýðsstéttarinnar og auðstéttarinnar í heimsvaldaríki er ekki möguleg, nema við þær kringumstæður að sjálfsákvörðunar- réttur landsins hafi verið afnuminn t. d. með innrás annars ríkis. En það er ekki það sem EIK meina. Efnahagsleg staða íslands gerir það að verkum að þjóðfylkingarbarátta getur verið nauðsyn. 1 þessu felast grundvallarmistök Eikara, mistök sem geta leitt til ótfndrar henti- stefnu, öfgakenndar samfylkingar- stefnu, undanslætti gagnvart byltingarsinnuðum markmiðum öreigastéttar innar. Ekki bar að álíta að þessi henti- stefna EIK stafr af meðvitandi til- gangi þeirra og vfsvitandi tilraun til að eyðileggja kommúníska hreyfingu, heldur af vanþekkingu þeirra og reynsluleysi. En félagaleg samstaða með KSML og EIK verður ekki, utan að þeir afneiti þessari arfleifð borgara- legrar hentistefnu.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.