Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 8

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 8
STÉTTABARATTAN 11.7. 6. tbl. 1975 „þróum áfram sósialismann og drekkum Pepsi“segir Brésjnev! Bandaríska gosdrykkj afyrirtaskið Pepsi-Cola opnaði nýverið átöppun- arverksmiðju í Novorossisk við Svartahag. Samstarf Rússa og Bandaríkjamanna byggir á því, að Sovétmenn kaupa inn sykurvökvann, sem drykkurinn er bruggaður úr, og átöppunarverksmiðjan er í þeirra eigu, en undir firmanafninu Pepsi- Cöla. Verksmiðjan á samkvæmt áætlun að átappa 2, 6 milljónir kassa af drykkn- um á ári, en hver flaska er seld á verði sem samsvarar um 100 krónum fslenskum. 1 borgun fyrir iðnaðar- leyndarmálið fær Pepsi-Cola fyrir- tækið aukreitis einkarétt á sölu og dreifingu Stolichnaj a vodkans á Bandaríkj amarkaði. Það var í maí á síðasta ári sem fyrsta flaskan af Pepsi var' átöppuð í Sovétríkjunum og í tilefni dagsins kom forstjóri Pepsi-Cola Company, Donald M. Kendall, til Sovétrikjanna til að geta fært Leonid Brefsnev fyrstu flöskuna og til að skála í blöndu af vodka og Pepsi fyrir heilla- drjúgu samstarfi. 1 förum með hon- um var öll stjórn fyrirtækisins eins og hún lagði sig, og eftir að hafa spjallað við Brefsnev góða stund var haldinn stjórnarfundur Pepsi-Cola í sölum sovéska iðnaðarmálaráðu- neytisins. Meðal mála á dagskrá fundarins var skipun stjórnar í nýju verksmiðjunni og launamál. Svo vitað sé er þetta í fyrsta skipti sem bandarískt fyrirtæki heldur stjórnarfund á sovéskri grund og ræðir þar stjórnun fyrirtækis og launamál, sem fyrir valdatöku end- urskoðunarklíkunnar voru í höndum verkamannanna í verksmiðjunni. En skyldi þetta vera í síðasta skiptið sem slíkt hendir ? (01 þýddi og endursagði úr "Fortune'! ágústhefti 1974) Framhald af forsfðu Sjónarvottur í Phnom Penh: „Fréttir um blóðbað eru lygar “ Eins og flestir muna birtu borgara- blöðin undir risafyrirsögnum fréttir um blóðbað í Phnbm Penh eftir að þjóðfrelsisöflin höfðu tekið borgina. Flestar þessar fréttir voru hafðar eftir meðlimum í fréttamannahópi sem kom ti! Tailands tveim vikum eftir fall borgarinnar. Hér á eftir fer frásögn Richards Boyle, stríðs- fréttaritara Pacific News Service, sem var einn fréttaritaranna sem dvöldust í Franska sendiráðinu í Phnom Penh. Frásögn hans var skrifuð 19. maf í Bankok: Sem síðasti bandaríski fréttamaðurinn til að yfirgefa Kambódíu þann 8. maí var ég vitni að bardaganum um Phnom Penh, talaði við hundruð manna í Franska sendiráðinu, og fór land- leiðina gegnum Kambódfu til Tailands í síðustu bílalestinni út. Sögur um blóðbað sem aðrar fréttastofur sendu frá sér, er ekki hægt að staðfesta og allt bendur til þess að þær séu hreinar lygar. Til dæmis sendi AP frá sér fréttir um að frönskum konum hefði verið nauðgað og þeim misþyrmt. Ég, eyddi tveim vikum í bráðabirgða- sjúkrahúsi Framska sendiráðsins og talaði við franska lækna og hjúkrunar- konur þar. Ekkert okicar sá nokkru sinni fórnarlamb nauðgunar. Eftir minni reynslu að dæma, voru hermenn þjóðfrelsisherjanna mjög liðlegir. Til dæmis má nefna, að fjölmargir "sunnudagaveiðimenn", franskir málaliðar sem farið höfðu Hvern eru forráðamenn ÍSAL að blekkja? Eins og komið hefur fram í fréttum lét héraðslæknirinn í Hafnarfirði stöðva vinnu við að ryðja ýmiskonar úrgangsefnum, gjalli, súráli og skautmolum, í sjó fram við Alverið f Straumsvík. , I þpssum úrgangs- efnum er að finna m. a. blásýrusam- bönd, sem eru skaðleg sjávarlífi. Forráðamenn verksmiðjunnar hafa borið þvf við að þetta væru mistök sem þeim hafi verið ókunnugt um, og komið hefur fram í fréttum að þeir sem starfið unnu hafi verið af- leysingamenn sem ókunnugir voru meðferð úrgangsefna. Manni verður spurn: Er því þannig farið að í Al- verinu geti verkamenn ráðskast með hættuleg efni að vild og hent þeim í sjónn ef þeim sýnist svo ? Nei, því er ekki þannig farið. I Staumsvík er mikið verkstjóraveldi og hver silkihúfan ofar annarri gefur skipanir sem verkamönnum er ætlað að framkvæma. Allur fyrir- sláttur sem ætlað er að koma sök- inni á verkamenn er því ekkert annað en aumleg tilraun til að reyna að sleppa frá sök f málinu. Með- fylgjandi mynd er tekin við Alverið í lok mars sl. og sýnir vinnu við undirbúning þess að úrgangsefnunum yrði rutt í sjó fram, og sjórinn látinn skola hættuleg efnasambönd burtu. Þetta sýnir, að úrgangs- efnin voru sett í sjóinn af ráðnum hug og með fullri vitund verkstjóra og yfirmanna. Hvern eru forráða- menn ÍSAL að reyna að blekkja? -/ritstj. CIA-rannsóknin í USA: skopleikur settur á svið af stjórnvöldum! Guðmuíjdnr -T„ G j ' myndBaoi Nóatúui 26 R. Reitur til áskriftarmerkingar. og fjármagna aðgerðir og stefnu ley niþj ónus tunnar. 2. Lyman Lemnitzer, hershöfðingi. Einn af æðstu mönnum Pentagon í stjórnartíð Kennedy og Johnsons, formaður herráðsins, meðlimur öryggisráðs Bandaríkjanna og æðsti yfirmaður herafla Nató í Evrópu 1963-69. Heríoringi í Kóreustríðinu. En það sem vafalaust olli þvf að Rockefeller valdi harm í nefndina er sú staðreynd að hann tók þátt í undir- búningi Svínaflóainnrásarinnar og aðgerðin varð að vera samþykkt af honum. 3. Erwin Griswold. Lögfræðingur dómsmálaráðuneytisins í stjórnartíð Kennedys og Johnsons. Vann líka fyrir fjármálaráðuneytið og var með- limur í and-kommúnísku yfirheyrslu- nefndinni undir Mc Charty í Massa- chusett. En það sem gerði hann hæfan í augum Rockefellers var vafa- laust það, að hann sótti fyrir hæsta- rétti rétt ríkisstjórnarinnar til að banna útgáfu Pentagon-skjalanna og að hann varði fyrir dómsstólunum á "þjóðfrelsisliðaveiðpr" sér til ánægju í strfðinu, og bandaríkja- menn í tengslum við CIA og DIA (leyniþjónusta varnarmálaráðu- neytisins) leituðu hælis í Franska sendiráðinu. Frelsisherirnir vissu nöfn þeirra og sögðu í útvarpsút- sendingum að þekktir "stríðsglæpa- menn" væru í felum í sendiráðinu. En samt sem áður var þelm öllum leyft að yfirgefa landið í öryggi, því þjóðfrelsisöflin vildu forðast árekstra á alþjóðavettvangi. Einn bandaríkjamaður, Douglas Sapper, fyrrverandi Grænhúfa (Green beret), montaði sig af því svo allir heyrðu að hann hefði í hyggju að fara með vélbyssu að vopni að sendiráði bandaríkjanna og reisa þar, ameríska fánann og "drepa eins marga komma og ég get. " Þrátt fyrir þetta var Sapper nú einn þeirra fyrstu til að leita hælis í Franska sendiráðinu, og honum tókst að komast úr landi með fyrstu bfla- lestinni ásamt Sydney Schanberg fréttaritara New York Times og sjö sovétmönnum. Rauðu Khmerarnir sem vissu um hótun Sappers létu hann fara úr landi ásamt öðrum bandarískum blaðamönnum sem al- talað var að ynnu fyrir bandarfskar leyniþjónustur, Sapper vinnur nú hjá AP fréttastofunni. Falsanir f blöðum Það hafa verið annarskonar rang- færslur í fréttum frá Kambódíu. AP bað mig um að sjá um fréttastofu þeirra; borga starfsliði þeirra laun og senda þeim fréttir um leið og PNS eftir hina skyndilegu brottför banda- ríkjamanna frá Kambódfu. Ég sendi fréttir af því sem ég fékk að vita frá innfasddum starfsmönnum: Rauðu Khmerarnir sögðu stjórnarher- mönnum að þeir væru bræður og skyldu ekki verast á banaspjótum. Það voru frásagnir sjónarvotta sem unnu fyrir AP að stjórnarhermenn og þjóðfrelsisliðar föðmuðust á víg- vellinum, Allt sem ég sendi um þetta var ritskoðað af AP. Eftir að þessum frá sögnum var stungið undir s*ól, kom f fréttum frá AP að þjóðfrelu'sherinn brenndi niður kofa flottamann i tveim dögum fyrir fall Phnom Per. , en innfætt starfs- lið AP sem heimsótti vígvöllin allan þennan dag gut eaki staðfeat þessar fréttir. Ég varð vitni að því er fyrstu her- menn þjóðfrelsishersins komu inn í Phnom Penh úr norðri og sá harðan bardaga fyrir utan dyr Franska sendi- ráðsins. Fyrstu framlínusveitunum sem aðeins töldu 200 hrausta her- menn var fagnað sem frelsurum af stúdentum og borgurum Phnom Penh. An trausts stuðnings íbúa Phnom Penh, sem reistu hundruði hvítra fána á loft og hertóku brynbfla stjórnarhersins, hefðu hinum 200 hermönnum reynst ógerlegt að taka borgina með svo litlu mannfalli. Rauðu Khmerarnir komu fram við mig og aðra blaðamenn með virðingu. Þrátt fyrir að mergir fréttmenn væru grunaðlr um að vera njósnarar. Mér var leyft að taka af þeim myndir að vild og það var aldrei gerð minnsta tilraun til að taka af mér filmur eða myndavélar. Þegar við yorum að verða vatns- lausir var mér og öðrum blaða- mönnum gefið leyfi til að fara út að brunni við nálæga strætisvagnastöð og saskja vatn. En skipanir frakka voru á þá leið að við mættum ekki fara út fyrir sendiráðslóðina eða tala við Rauðu Khmerana. Eitt skipti komu tveir hermenn Rauðu Khmer- anna f heimsókn til okkar og töluðu við okkur í nokkrar klukkustundir. Franskur öryggisforingi kom og rak þá ut, þrátt fyrir að við vildum að þeir yrðu áfram. Nauðsyn nr, 1: Matur Þá örlagaríku daga sem fylgdu töku borgarinnar sá ég Rauðu Kh merana hvetja íbúana til að yfirgefa borgina og tæma búðir af nauðsynjum. Her- mennirnir útskýrð fyrir mér að þeim yrði leyft að koma aftur eftir að bafa eytt nokkrum tíma út í sveit við að rækta rís til að fæða íbúana. Margir kaupmenn voru greinilega æstir yfir að búðir þeirra skyldu tæmdar og þeim sjálfum þröngvað til að fara út í sveit að rækta rís, en þjóðfrelsis- liðar sögðu að þeir yrðu að gera þessar ráðstafanir til að bjarga landinu. Fyrir þennan tíma hafði borgin, sem stækkað hafði frá 600.000 íbúum f tvær milljónir íbúa sökum sprengju- árása hers Lon Nol á byggð svæðid til sveita, verið á barmi hungurs- neyðar. Þessvegna ákváðu Rauðu Khamerarnir að setja fbúa Phnom Penh til vinnu á ökrunum, til að forðast hungursneyð. -/ÖI þýddi úr Gugrdian no. 33. "rétt" hersins til að njósna kerfis- bundið um einstaklinga sem tóku þátt í hreyfingunni gegn Vietnam-stríðinu. 4. John Connor. Annar samstarfs- maður Rockefellers. Hann er aðal- framkvæmdastjóri Allied Chemical sem er hápunktur fjármálaveldis Rockefellers, og situr í stjórn Chase Manhattan Bank (sem er í eigu Rockefellers). A árum seinni heims- styrjaldarinnar vann hann við bygg- ingu kjarnorkusprengjunnar, þjónaði sem öryggisforingi og var sérlegur aðstoðarmaður Flotamálaráðherrans. 5. Lane Kirkland. Sem yfirgjald- keri AFL-CIO (verkalýðssamband) var hann í aðstöðu til að koma á fram- færi ClA-fé til "frjálsra" verkalýðs- félaga og stjórnmálamanna í Evrópu og S-Amerfku. Hann hefur líka setið í stöðum í Rockefeller-pin- okunarsamsteypunni. Ilann vann fyrir Nixon við endurbætur sem stuðla áttu að betri hæfni varnar- málar áðuneytis ins. 6. Edgar Shannon. Eýrrverandi forseti Virginíuháskóla. Hann var kennari í herfræði og flotatækni við Harvard og vann sem ráðgjafi hjá James Schlesinger, seinna Varnar- málaráðherra. 7. Ronald Reagan. Ifyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu og marg- millionari. Hann virðist einkum þjóna því markmiði innan nefndar- innar að friða mesta afturhaldið í SW-ríkjunum, sem kynnu að gera uppsteit út af uppljóstrunum nefndar- innar. Hann virðist helst vera ein- hverskonar málamiðlun milli hinna helstu stríðandi arma Republikana- flokksins. Allir þessir menn hafa mikil tengsl við, og eru hluti af bandaríska ein- okunarauðvaldinu. CIA þjónar hags- munum þess, og það eru hagsmunir þessara manna að ekkert sem skiptir máli komi fram við rannsóknina. Það er auðvelt að skella skuldinni á fráfarna forseta og gleymda em- bættismenn. CIA rannsóknin á að gera lireint fyrir dyrum CIA, "modernisera" hana í augum hins vestræna heims og gera hana betur færa um að þjóna hlutverki sínu. Bandaríski blaðamaðurinn Tom Wicker sem skrifar greinar í New York Times sagði þegár hann frétti hverhir ættu að skipa rannsóknar- nefnd forsetans: "þetta er eins og að setja geit í að gæta kálgarðs. Að láta hóp af svona mönnum rannsaka CIA er það sama og ætlast til að Maflan höfði mál gegn sjálfri sér fyrir glæpi." -/ÖI þýddi og endursagði úr Guardian nr. 27, 1975. FÉLAGAR ASKRIFENDUR. Ritstjórn vill brýna það mjög fyrir ykkur að þið gætið þess að tilkynna bústaðaskipti. Islendingar eru mikil "flökkuþjóð" - menn eru sífellt að skipta um íverustað. Þess gætir í áskrifendaskrá Stétta- baráttunnar, við erum nú með nokkra tugi áskrifenda sem hafa trassað að tilkynna okkur breytingar á heimilisfangi og við getum ekki sent þeim blaðið þarafleiðandi. Lengst af voru það námsfólk á heimavistarskólum sem voru erfið- astir I þessu tilliti, en eftir að við beindum sérstökum áskorunum til þeirra um að tilkynna okkar sumar- dvalarstaði sína, hefur ástandið stórbatnað. Við skorum nú á alla aðra áskrifendur að gleyma ekki að tilkynna bústaðaskipti - það má m. a. gera með því að fylla úr sér- stakt eyðublað(póstfangsbreyting) sem pósturinn hefur. Nú hefur STÉTTABARATTAN fengið póstgíróreikning, nr. 27810. Það auðveldar ykkur að greiða áskriftirnar- nú getið þið gengið bæði í banka og pósthús og greitt þar. Askriftargjöld eru sem hér segir: Venjuleg áskrift : 600 kr. Stuðningsáskrift : 800 - Baráttuáskrift : 1000 - Seinkun blaðsins Þetta eintak af Stéttabaráttunni kemur nú út 15 dögum á eftir áætlun. Orsakir þessarar seinkun- ar eru fyrst og fremst þær að rit- stjórn hefur verið fáliðuð í sumar og þar að auki staðið í þvf að flytja r its tj ór nar skr ifs tofuna. Uppr unn- lega var ætlunin að vinna þetta ein- tak á gamla staðnum, en sökum tímabundins fámennis í ritstjórnar- liðinu gátum við ekki annað því ásamt tilfærslunni á ritstjórnar- skrifstofunni. Var því blaðið látið bíða fram yfir flutning. Um leið og við biðjum alla lesendur vel- virðingar á þessari seinkun til- kynnum við útkomu væntanlegs auka- blaðs (eða sérblaðs) sem fjalla ein- göngu um taráttuna í Palestínu. Ritstjórnarfélagar voru nýlega á ferð I Líbanon í boði PLO (Frelsis- hreyfingar Palestínu) og hafa þeir unnið efni blaðsins. Þetta sérblað mun koma í lok júlí. ÁRID ER HÁLFNAÐ! Nú er árið hálfnað-en við höfum ekki náð 50%aukningu enn. En það er engin ástæða til að örvænta-á sfð- asta ári varð langmesta áskrifenda- fjölgunin síðustu þrjá mánuði ársins. En það er heldur ekki ástæða til að slá slöku við f sumar, þótt haustið sé eftir-ef við höldum okkar strik (rauðu línunni), þá er mögulegt að fara fram úr ársáætluninni, yfir 100 prósentin. Sú áskrifendafjölgun, sem nú þegar er komin, nálgast það að gera blað- inu kleyft að ráða sér starfsmann - en herslumuninn vantar. Askrifenda. söfnunin hefur gengið mjög mis- jafnlega eftir landshlutum, besti 1 Ftt. 'mÍuI.1 Wt.1 MAi.1 JIM.1 M..1 «SV.' ur. 1MT.1 árangurinn hefur náðst á Akureyri, 60%, sem þýðir að þeir eru á undan áætluninni. Neskaupstaður hefur einnig staðið sig mjög vel og er einnig á undan áætlun með 55%. Aðrir staðir sem eru á undan áætl- uneru: Sauðárkrókur, Hornafjörð- ur, Húsavík , Hveragerði, Akranes, Stykkishólmur, Hellissandur, Hafnarfjörður og Keflavík. Þeir staðir, sem eru nokkurn veginn eftir áætlun eru: Reykjavík(37%), Kópavogur(32%) og Ölafsvík(45%). Syndaselirnir í áskriftasöfnununni eru: Isafjörður, Eskifjörður, Patreksfjörður, Selfoss, Borgarnes, og Siglufjörður. Askrifendafjölgunin á tíma- bilinu frá 17. maí til 7. júlí var 12,5% heldur hasgara en á tímabilinu á undan. Heildarfjölgunin er því orðin 48%. Við beinum þeirri áskorun ,. til allra nýju áskrifendanna ■' að greiða áskriftirnar við fyrsta tækifæri - blaðið er alltaf í fjárþröng og á úti- standandi heilmikið fé í ógreiddum áskriftum. Það er hagur áskrifendanna að blaðið sé fjáhagslega sterkt, því þá er útgáfan reglu- bundnari og möguleikar rit- stjórnar til að gera blaðið betur úr garði meiri. GERIST 'ASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.