Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 4
STÉTTABARATTAN 28.8. 8.tbl. 1975 Baráttan milli risaveldanna: Uppspretta nýrrar heimsstyrjaldar! Það er afstaða marxista-lenínista að baráttan milli risaveldanna sé ógnun við frið f heimiuum og hún muni fyrr eða síðar leiða til uppskiptastríðs milli þeirra. Evrópa er keppikefli risaveldanna, og samkeppni þeirra ógnar sjálfs.tæði evröpuríkja og rétti þeirra til sjálfsákvörðunar. í eftir- farandi grein verður reynt að varpa ljósi á stríðsundirbúning risaveld- anna og kraftahlutföllin milli þeirra. Greinin er byggð á efni frá Klasse- kampen, málgagni AKPm-1 í Noregi. "Mikill órói undir himninum" Chóu En-lai sagði á fjðrða þjóðþingi Kfna f janúar s. 1.: "Núverandi á- stand alþjóðamála einkennist af mik- illi ólgu undir himnunum. Risaveld- in berjast. Þau eru uppspretta nýrr- ar heimsstyrjaldar. f dag vaxa bæði forsendurnar fyrir byltingu og stríði." Hvað þýðir það, þegar talað er um "mikla ólgu undir himninum:?" A síðustu árum hafa m. a. eftirfarandi atburðir átt sér stað: Arásarstríð Iiidlands gegn Pakistan, valdaránið í Chile, Parísarsáttmál- inn um Víetnam — USA bíður ósigur. dctóberstrfðið fyrir botni Miðjarðar- hafs - risaveldin geta ekki stjórnað fangi mála þar. Egyptaland brýtur bága við vilja Sovétríkjanna. Ar- abaríkin setja olfusölubann .á Banda- ríkin. Frelsisbaráttan f nýlendum portúgala vinnur sigur, fasistastjórn- in fellur í Portúgal. Fasistastjórn- in í Grikklandi fellur og áhrif Banda- ríkjanna minnka þar. Kýpurdeilan leiðir til stríðs þar sem risaveldin reyna árangurslaust að ráða skipaii mála. Indland innlimar Sikkim og fremur valdarán í Kasmfr. Byltingin vinnur fullan sigur f Indðkína. Þríðji heimurinn kemur fram sem æ sterk- ara afl á alþjóðavettvangi og sam- einast um baráttu fyrir að ráða eigin hráefnum og efnahag. Fasískt valda- rán á Indlandi þar sem Sovétríkin standa á bak við. Þannig mætti lengi telja. En hvað sýnir þetta? ryrst og fremst að heimsvaldastelh- an stendur frammi fyrir kreppu, sem grípur um sig á ae fleirí sviðum. Breytingar eiga sér stað örar og ör- ar. Allar grundvallarmótsetningar heimsins skerpast ört. Risaveldin eiga í baráttu sín á milli um allan heim. Þegar annað risaveldið lend- ir f erfiðleikum með "áhrifasvæði sitt" kemur hitt risaveldið og reynir að auka áhrif sfn. 1968 gat sðsíal- heimsvaldastefnan hertekið Tékkó- slóvakíu án þess að Bandarfkin eða Nató skiptu sér af því. Arið áður stóðu Bandaríkin (CIA) að baki valda- ráni fasista á Grikklandi án þess að Sovétheimsvaldasinnarnir skiptu sér af þvf. En í dag ? Þegar strfðið um Kýpur brýst út, blossar upp pólitfsk spenna um allan heim, sökum til- ””'na risaveldanna til að græða á ástandinu, hvort á annars kostnað. Þessi þróun mun fyrr eða síðar leiða til styrjaldar milli risaveldanna. Það er barátta þeirra sem getur leitt til þess að atburðir á einum stað í heiminum hafi áhrif á gjörvallt heims- ástandið. • Strfð milli þeirra verður um leið heimsstyrjöld. Af risaveldunum tveimur er það USA sem missir fðtfestuna stöðugt Eftir seinni heimsstyrjöldina voru Bandaríkin sigurvegararnir meðal heimsvaldaríkjanna. Einokunarauð- vald Bandarfkjanna færði sér ástand- ið vel í nýt; Það reyndi að taka yfir stjórn efnahags landa V-Evrópu. Sovétríkin og Kfna voru umkringd af óteljandi herstöðvum, og USA-heims- valdastefnan útnefndi sjálfa sig lög- reglu og dómara í málum Asíu, Suð- ur-Ameríku og Miðausturlanda. Þetta gerði bandarísku heimsvalda- stefnuna að sterkasta kúgara og arðræningja sem heimurinn hafði enn séð. En marxistar-lenínistar sem þekkja lögmál auðvaldsþróunar- innar gátu strax séð að USA myndi ekki sitja í þessu sæti lengi. Stalfn benti á strax um 1950 að sökum ó- jafnrar þróunar auðvaldslanda á tíma- bili heimsvaldastefnunnar myndu auðvaldslönd V-Evrópu og Japan o. fl. rffa sig undan oki bandarísku heimsvaldastefmmnar og tilraunum hennar til að gera þau háð sér, og .stefna inn á farveg ðháðrar Jjróunar. Maó Tse-tung benti á, að þótt banda- ríska heimsvaldastefnan væri sterk f dag, gæti það ekki varað. Banda- ríkin væru risi á brauðfðtum. Og hvers vegna ? Vegna þess að þau byggðu veldi sitt á kúgun og arðráni og myndu því mæta andspyrnu um heim allan. Og þannig hafa málin þróast. Til viðbótar því hefur banda- ríska heimsvaldastefnan mætt nýjum hættulegum andstæðingi: Sovétríkj- unum. Eftir valdatöku borgaranna í Sovétríkjunum hefur hið unga risa- veldi orðið í andstöðu við hagsmuni Bandaríkjanna á æ fleiri sviðum. Tökum nokkur dæmi um hvernig USA- heimsvaldastefnan missir fótfestuna stöðugt og verður að láta undan sfga. Bandarikin töpuðu f stríðinu gegn Kfna 1949, gegn Kðreu 1950-53, gegn alþýðu Indókína imdanfarin ár. Til- raunir bandarfsku heimsvaldastefn- unnar til að slá hring um Kína og einangra landið hafa mistekist. Ind- land sem áður var áhrifasvæði banda- rfsku heimsvaldastefnunnar er f dag stjórnað af sósíalheimsvaldastefn- unni. Vestur-Evrópa er ekki lengur samstæð heild sem bandaríska heims- valdastefnan stjórnar. Þriðji heim- urinn greiðir bandarfsku heims- valdastefnunni hvert höggið á fætur öðru.. En bandaríska heimsvalda- stefnan er enn hættulegt stórveldi þó að barátta alþýðunnar um heim allan Meira en 30% fjárfestinga Bandaríkjanna erlendis eru í Evrðpu, og fremur er útlit fyrir að þær vaxi en hitt. Það er því engin ástæða til að vera hissa á þvf að næstum 50% hernaðar"aðstoðar" Bandaríkjanna fer tll landa vestur Evrðpu. Mesti herafli Bandaríkjanna, utan landsins sjálfs, er staðsettur í Evrópu. Myndin sýnir hluta 6. flotans á Miðjarðarhafinu. Staðsetning hans gerir hann að árásartæki jafnt í Mið-Austurlöndum sem í Evrópu komi til stríð8. hafi slegið úr henni nokkrar tennur. Það er enn annar tveggja stærstu kúgara heimsins en það er ekki vax- andi heimsvaldaríki í dag. Sovétrfkin - ungt og vaxandi rlsaveldi í bók sinni, Heimsvaldastefnan... , sýnir Lenfn hvernig grundvöllur fyrri heimsstyrjaldarinnar var hin ójafna þróun hinna tveggja heimsvaldablokka England/Frakkland og Þýskaland. Hann sýndi hvernig efnahagsvöxtur Þýskalands færði stríðið nær og nær sem lausn á kreppu heimsvaldastefn- unna.r, og að Þýskaland, vaxandi heimsvaldaríki varð til að hleypa strfðinu af stað. f dag bera Sovétrflcin flest sömu ein- kenni og Þýskaland hafði fyrir .1914 og 1940, nema í miklu stærri mæli. Við skulum lfta á nokkur dæmi tíl sönnunar því, að Sovétrikin eru vax- andi risaveldi; 1. Þau heljartök sem Sovétríkin hafa á löndum í Comecon og Mongólíu eru miklu sterkari en þau sem Bandarík- in hafa á Vestur-Evrópu. Það var bundinn endi á allar tilraunir þess- ara landa til að taka sjálfstæða stefnu með innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968. Síðan þá hafa Sovétríkin styrkt stjórn sína á Comecon og Varsjár- bandalaginu., og í raun byggt upp kerfi til að kúga þessar þjóðir undir hagsmuni sfna, í þeimmæli, að annað eins hefur heimurinn aldrei séð fyrr. Þau heljartök sem Hitlers- fasisminn hafði á Stór-Þýskalandi fyrir sfðasta stríð kemst ekki f hálf- kvisti við tök Sovétríkjanna á lepp- ríkjum sínum. 2. Meðan Bandaríkin eiga f erfiðleik- um með að viðhalda veldi sínu f stór- um hlutum heimsins, styrkja Sovét- ríkin stöðugt áhrif sfn á hernáðarlega mikilvægum stöðum í heiminum. Skýrasta dæmið um þetta er fram- gangur sðsíalheimsvaldastefnunnar a Indlandsskaga: Bangla Desh, Ind- land. Með stuðningi Sovétríkjanna réðist Indland gegn Pukistan og lim- aði landið f sundur, I dag ríkir fas- ismi bæði í Indlandi og Bangla Desh, en Sovétmenn kalla þessi ríki "lýð- ræðisríki," og eini flokkur Indlands, utan Kongressflokksins, sem styður fasismannjjar, er hinn moskvusinn- aði Kommunistaflokkur landsins. Þegar Indland innlimaði Kasmfr og Sikkim, voru sósíalheimsvaldasinn- arnir ekkert að fela það, að þeir stóðu að baki því og það þjönaði þeirra hagsmunum. f dag eru Bandaríkin og Sovétríkin stærstu útflutningsaðiljar heimsins á fasisma. Bandaríkin komu á fasisma t.d. í Chile og S. -Kóreu, en Sovét- rflún eru ábyrg fyrir fasismanum á Indlandi. A þessu sviði eru Sovét- menn f vexti meðan fasfskar lepp- stjórnir .Bandarikjanna hafa fallið hver á fætur annarri (Grikkland, S-Vfetnam). 3. A meðan Bandaríkin berjast hat- rammlega fyrir að viðhalda áhrifum sfnum og fjárfestingum f V-Evrópu eru áhríf og fjárfestingar Sovétrikj- anna stöðugt að færast f vöxt. Sovét- rfkin notfæra sér þannig hina djúpu kreppu f V-Evrópu til að ná auknum pðlitfskum og efnahagslegum ítökum þar. yið þetta verk sitt hefur sðsfal- hei'msvaldastefnan notað hjálpartæki, sem fá heimsvaldalönd hafa áður haft: Það er blokk endurskoðunarflokk- anna, sumir Jjeirra mjög stórir, sem starfa sem politískir áróðursmenn fyrir þá, eins og f Portúgal, ítalfu, Frakklandi og Danmörku, svo að dæmi séu nefnd. Aðrir flokkar sem lika starfa sem tæki sósíalheimsvalda- stefnunnar eru flokkar á borð við Al- þýðubandalagið hér á fslandi, þvf þó að þeir standi ekki og sitji eins og sósfalheimsvaldasinnarnir vilja, þá halda þeir fram kenningum sósfal- heimsvaldastefnunnar um útþurrkun stéttabaráttunnar og reyna að teyma verkalýðinn inn á ópólitíska braut með lýðskrumi um frið f heiminum. Það eru leiðtogar þessara flokka sem starfa munu sem fimmta herdeild fyrir sósfalfasismann í baráttu risa- veldanna um yfirráðin yfir Evrópu. 4. Heimsvaldaefnahagskerfi fylgja gífurlegar mótsetningar sem erfitt er fyrir viðkomandi heimsvaldaríki að leysa úr. En Sovétríkin reyna að leysa þær með sömu ráðum og Hitler á sfnum tíma; Með útþenslu og árás- arstefnu og með því að virkja þjóðar- framleiðsluna f hernaðarþágu. Þrátt fyrir að heildarþjððarframleiðsla Sovéskir skriðdrekar á æfingu. 1 dag er hernaðarstyrkur Sovétrfkjanna meiri en hernaðarstyrkur Bandaríkjanna og NATO. Gífurlegt magn sovéskra skrið- dreka er staðsett í A-Þýskalanjii, tilbúið til árásar gegn V-Evrópu. Sovétríkjanna sé minni en Bandaríkj- anna eru útgjöld Sovétríkjanna til hermála meiri en Bandaríkjanna. A sfðustu 10 árum hafa nýju sarirnir í Kreml byggt upp meira herveldi en mestu hernaðarsinnar keisara-rúss- lands léfu sig dreyma um. Sovétrfk- in hafa byggt upp gífurlegt herveldi í Mið-Evrópu, við landamæri V- Þýskalánds. Herliðið er f stöðugri þjálfun og er fært um að ráðast inn f V -Þýskaland með styttri fyrirvara og af meiri þunga en dæmi eru um f hernaðarsögunni. Sovéski flotinn er í dag stærstur f heiminum - á öllum höfum heimsins. S. 1. vor voru flota- æfingar á vegum Sovétríkjanna, Ok- ean 75, þar sem samtfmis voru flota- æfingar a öllum heimshöfunum. Þess- ar æfingar sýndu að Sovétrfkin eru í dag fær um að eyðileggja allar sam- göngur. og hráefnisflutninga á sjó milli Bandaríkjanna og V-Evrópu. Mesti flotastyrkurinn er umhverfis Evrópu. 5. Bandarfska heimsvaldastefnan á í erfiðleikum með að færa út af full- um krafti heimsvaldapólitík sfna. Innan Jjröngra ramma hins borgara- lega lyðræðis, á bandaríska heims- valdastefnan f höggi við andstöðu frá verkalýð og vinnandi alþýðu Banda- ríkjanna. Mikil andstaða er innan Bandaríkjanna gegn fasfskum að- gerðum bandarísku heimsvaldastefn- unnar, eins og sjá má skýrt á starfi víetnamhreyfingarinnar þar. En f Sovétríkjunum er f dag ríkjandi fas- ismi, þar sem öll andstaða við heims- valdastefnu ríkisins er barin niður. Fasfska toppklíkan í Kreml hefur í dag alla möguleika á að færa út árás- ar- og útþenslustefnu sfna án þess að andstaða innan rikisins sé fær um að koma f veg fyrir það. Þetta hef- ur Sovét-afturhaldið fram yfir koll- ega sína f Washington. f stuttu máli: f dag er það hættulegt fyrir bylting- arsinna og and-heimsvaldasinna að líta fram hjá þeim einkennum Sovét- ríkjanna, sem gera þau að "ungu, vaxandi, heimsvaldasinnuðu stor- veldi". Slíkt stðrveldi getur hleypt af stað nýrri heimsstyrjöld. Evrópa f dag. Tvær heimsstyrjaldir hafa verið háð- ar f Evrópu. Hver er orsök þess að Evrópa hefur verið vettvangur heims- styrjaldanna, en ekki t.d. Afríka eða Asfa ? f Evrópu er þróaðasti mark- aður f heimi. Bandaríkin hafa þar meira en þriðjung allra sinna fjár- festinga. Stðr hluti iðnaðar heims- ins og tækni er f Evrópu. Hún hef- ur jafnframt menntaðan og hæfasta vinnukraft heimsins. An Evrópu væri bandarfska heimsvaldastefnan ekkert á við það sem hún er í dag. Með því að ráða Evrópu gæti sósíal- heimsvaldastefnan orðið næstum "allt". Sagan kennir okkur að Evr- ópa er eins og stórt kjötstykki sem heimsvaldalöndin bítast um hvað eftir annað. f dag eru Sovétríkin og Bandaríkin stærstu heimsvaldarflcin og höfuð-kúgarar og arðræningjar f heiminum. f dag eru það þau, sem slást um Evrópu. Þess vegna er hættan á heimsstyrjöld mest bundin Evrópu, Tfmaskeið byltingarinnar Við lifum f dag á byltingasinnaðasta skeiði sögunnar. Baráttan gegn risaveldunum eykst dag frá degi, og verkalýður heimsvaldalandanna mynd- ar bandalag við alþýðu þriðja heims- ins í baráttunni gegn sameiginlegum óvini. Forsendur strfðs og bylting- ' ar vaxa fram hlið við hlið. Annað hvort verður heimsstyrjöld afstýrt með byltingu eða henni verður snúið upp f byltingu. I dag er einn mikilsverðasti þáttur byltingarbaráttunnar f sérhverju landi baráttan gegn stríðsfyrirætlun- um risaveldanna og afhjúpun á þeim sem á einn eða annan hátt styðja ann- að hvort risaveldið gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta mannkynsins. ÖI þýddi og endursagði úr Klassekajnpen nr. 25, 1975. Framhald af baksfðu. Vietnamnefndin bandarísku NATO-herstöðinni á Kefla- víkurflugvelli. Baráttan gegn hernum og NATO hefur fram til þessa ein- kennst mjög af upphlaupum fyrir kosningar og verið eins konar kosn- ingaþjónusta fyrir Alþýðubandalagf ð og fleiri vinstriflokka í landinu. Undantekning frá þessu er það starf sem VN hefur unnið á þessu sviði. VN hefur ætfð barist hart gegn öllum tilraunum til að skilja á milli barátt- unnar gegn NATO og gegn hernum, en þessi barátta er að sjálfsögðu. samfléttuð, þvf að ætla að berjast gegn NATO-her án þess að berjast gegn NATO er óframkvæmanlegt og slíkar tilraunir geta aldrei orðið annað en skopmyndir af sjálfu sér. Það er nauðsynlegt að andheimsvalda- sinnuð fylking taki að sér leiðsögn í þessari baráttu sem allra fyrst, ekki síst nú Jjegar þær raddir heyrast að verið se að reyna að kljúfa þessa hreyfingu með því að koma á einhvers konar hægra samstarfi f baráttunni gegn hernum. Hér væri eins og áður aðeins um kosningaundirbúning að ræða og Jjessi samstarfsnefnd myndi lognast ut af strax að kosningum lokn- um. I öðru lagi er barátta gegn stríðs- undirbúningi risaveldanna. Þessi bar- átta er ákaflega mikilvæg og algerlega nauðsynleg ef koma á f veg fyrir nýja heimsstyrjöld. Snar þáttur í þessari baráttu er barátta fyrir 200 mílna landhelgi, þ. e.a. s. rétti þjóða til að nýta ekki aðeina fiskimið sfn og auðævi á hafsbotni, heldur einnig til að ráða algerlega sigllngum á þessu svæði. Þetta er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að heimsvaldasinn arnir geti siglt herskipum sfnum upp að landsteinum strandrfkjanna og ógnað þeim þannig til hlýðni. Islensk ar rfldsstjórnir framtil þessa hafa ekki tekið undir þessa kröfu ríkja þriðja heimsins og það er þvf eitt af verkefnum okkar að berjast fyrir breyttri afstöðu f þessu máli. f þriðja lagi er barátta gegn íhlutunar- stefnu heimsvaldalandanna um innan- ríkismál þeirra rflcja þriðja heimsins sem sjálfstæð eiga að kallast. Hér er um að ræða baráttu gegn atvikum eins og f Chile og mörgum öðrum Amerfku rflcjum, afskiptum rússa og indverja af Pakistan og innrásinni f Tékkósló- vakfu, þó það land teljist ekki til þriðja heimsins. í fjórða lagi er svo stuðningur við lýðræðisöfl og baráttu þeirra annars staðar f heiminum eins og til dæmis á Spáni, í Portúgal og alls staðar anmrs staðar þar sem lýðræðið er fótum troðið f heiminum. Það er von okkar að fyrirhuguð ráð- stefna VN f október megi gefa sem mestan árangur og því markmiði verður aðeins náð með því að vera sf- fellt á varðbergi gegn öllum sundrung- aröflum og sundrungarhugmyndum, ekki síst trotskistum, en bæði vfet- namar og palestfnumenn kenna okkur að trotskistar eru fjandsmenn þjðð- frelsisaflanna. SAMEINUMST f BARATTUNNI GEGN HEIMSVALDASTE FNUNNI.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.