Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 28.08.1975, Blaðsíða 7
STÉTTABARATTAN 28.8. 8.tbl. 1975 Rauður vettvangur Rauður vettvangur Rauður vettvangur | „KSML EIGAVAXANDI HLJOMGRUNN" Um nokkurt skeið hef ég verið á- skrifandi að málgagni KSML, Stétta- baráttunni. Mig langar til að senda blaðinu stutta hugleiðingu mína um samtökin nú í dag og baráttuna fyrir sköpun nýs kommúnistaflokks. Það er skoðun mfn að Stéttabaráttan taki stöðugum framförum, blaðið er vel skrifað, og félagar greinilega all- flestir vel að sér í marx-lenínism- anum, og útlit blaðsins sem skiptir ekki litlu máli er í alla staði til fyrirmyndar. Stéttabaráttan er í dag eina raun- verulega málgagn marx-lenínista á Islandi. KSML áttu við barnasjúk- dóma að stríða f upphafi og bar stefnan oft talsverðan keim af ein- angrunarpólitík en skoðun mín er sú að KSML hafa lært af mistökum og komi nú fram sem einu baráttusam- tök marx-lenínista hér á landi. Það var mikil og góð hreinsun að losna við kliku Gústafs Adolfs úr samtök- unum. Afhjúpun þeirrar klíku og brottrekstur úr samtökunum, á eftir að hafa góð áhrif á þróun samtak- anna í framtíðinni. En víkjum nú að öðru. Um nokkurra ára skeið var ég félagi í Fylkingunni, sat þar í stjórn f nokkur ár og tel mig hafa verið allvirkan félaga. Þetta var á þeim árum þegar rylk- ingin lét mikið að sér kveða, stóð fyrir mótmælaaðgerðum gegn banda- rískri heimsvaldastefnu og virkjaði margan góðan félaga til baráttu gegn auðvaldinu. A þeim árum hafði Fylkingin mikla möguleika ájþví að verða verulegt afl marxista a ís- landi, ef rétt hefði verið haldið á málunum. Undantekningarlaust voru allflestir félagar í forustu lýlking- arinnar á þeim árum ágætir kommún- istar, og vel að sér f sögu hinnar alþjóðlegu kommúnísku hreyfingar. En hvflík umskipti nú fimm til sex árum síðar. Neisti, málgagn Fylk- ingarinnar er orðið fræðilegt mál- gagn stigamennsku trotskismans, allflestir félagar Ifylkingarinnar sýktir af hugmyndum hans, og hug- myndafræðingar Bylkingarinnar námsmenn frá Norðurlöndum og Vestur-Evrópu, lærisveinar Leon Trotskfs. Og það verður að segj- ast eins og er, að Fyikingin er að einangrast, áhrif hennar eru engin úti á landsbyggðinni, þar sem áður var að finna allöflugar deildir. Hér í Reykjavík eru einkennin einnig ljós. Fýlkingin er á undanhaldi, fé- lagatala fer minnkandi, reykvfskir sðsíalistar og kommúnistar finna nályktina frá Laugavegi 53A. Alþýðubandalagið er sðsfaldemð- kratfskur flokkur, sem opinberar eðli sitt æ betur. Þinglið þess er máttlaust baráttulið, og foringjar- nir í verkalýðshreyfingunni úrkynja. En þróun Alþýðubandalagsins á sér langan aðdraganda, sem rekja má allt til daga Kommúnistaflokks ís- lands og flestum marx-lenínistum á að vera kunn. En nú ætla ég að fara að stytta mál mitt, ætlunin var aðeins að skrifa Stéttabaráttunni nokkrar lfnur. Eins og sjá má af þessu bréfi er það skoðun mín að KSML séu nú í dag þau samtök íslenskra kommúnista sem eiga framtíðina fyrir sér. Og ég er ekki einn um þessa skoðun, margir félagar sem starfað hafa innan Fylkingarinnar og Alþýðu- bandalagsins eru að átta sig á þeirri staðreynd að KSML eiga vax- andi hljómgrimn meðal marx-lenín- ista á fslandi. Persónulega get ég ekki skrifað undir allt sem KSML hafa gert að baráttumálum sínum, t.d. finnst mér afstaða þeirra til utanrikis- stefnu kfnverska alþýðulýðveldis- ins ekki ávallt rétt og hef ýmislegt við hana að athuga og svo veit ég að er um fleiri. En það sem ræður úr- slitum um það að KSML fá aukinn styrk á næstu mánuðum og árum er það, að samtökin hafa tekið þá ákveðnu stefnu að vinna að því að byggja upp hér á íslandi nýjan for- ustuflokk vinnandi alþýðu, nýjan marx-lenínískan flokk, nýjan Komm- únistaflokk. -/Askrifandi og stuðnings- maður. TVOFELDNI ALÞYÐUBANDALAGSINS Nýlega birti Þjóðviljinn nokkrar grein- ar þar sem sýnt var fram á að Is- land væri s.k. láglaunaland. Blaðið birti nokkrar tölur sem voru byggðar á samanburði á launum hér og á öðr- um Norðurlöndum. Gott og vel. En veit ekki vinstri höndin hvað sú hægri gerir ? A sama tíma eru verkalýðsforingjar Alþýðubandalagsins (Alþýðubandalag- ið hafði mikil ítök f 9-mannanefnd- inni) að semja um kaup og kjör verka- lýðsins. Maður skyldi ætla að þeir tækju mið af því sem '• Þjððviljinn upplýsir um láglaunalandið Island! En þvf er ekki fyrir að fara. Þessir höfðingjar sitja og semja um skitin 11% (sem eru nú horfin aftur f vasa auðvaldsins) þegar það er sannað að verkamannslaun þurfa að hækká um ca 50% til að dekka brýnustu lífs- nauðsynjar! Allt tal Þjóðviljans um láglaunaland- ið sýna hversu langt frá hagsmunum verkalýðsins Alþýðubandalagið stend- ur. Flokkurinn segir eitt - en gerir allt annað! Aðferðir verkalýðsforystunnar til að koma kjaraskerðingunni í gegn eru lærdómsrík dæmi um það hvoru meg- in víglínunnar hún stendur. Þeir sitja við samningaborðið mánuðum saman. A sama tíma skellur yfir hver verðhækkunin á fætur annarri. Þegar svo loksins "gengur saman" með samninganefndunum, þá er verkafólk orðið svo illa statt að það samþykkir samningana og getur ekki annað. Enda væri það til lítils að leggja í orrustu með 9-mannanefnd- ina sem herstjórn. Sú orrusta yrði aldrei skeinuhætt auðvaldinu. Ég segi því: Köstum þessum mútu- þægu verkalýðs"foringjum" út úr verkalýðsfélögunum! -/ Fyrrverandi kjósandi A lþýðubandalagsins. LYGAR MOGGANS úgnarðld I KamDödfu Enn heldur Morgunblaðið áfram að Byltlngarglundroðl að fræða okkur um bloðbaðið i Kam- Dakl bambustlaldslns bódfu. 27. júlís. 1. var heil opna ~ “ um "Ognaröld í Kambódfu. " Það virðist þó vera þannig með mig að Morgunblaðinu hafi ekki enn tekist að snúa mér til betri vegar, þrátt fyrir alla fyrirhöfnina sem blaðið hefur haft af fréttaflutningi sínum af blóðbaðinu í Kambódíu. Allavega verður mér ætfð fyrst hugsað til þess, hve Mogginn stóð sig illa f fréttaflutningnum þegar hið raun- verulega blððbað stóð yfir, þ. e. þegar bandaríski flugherinn myrti 600.000 kambðdíumenn með loftár- ásum. Og þegar ég hugsa um það, þá dettur einhvern veginn botninn ur þessu hjá Morgunblaðinu f dag. Afstaða blaðsins er of augljðs - það þegir yfir þvf þegar heimsvalda- svfnin myrða hundruð þúsunda. En ________ þegar ljúga skal um þjóðfrelsisöflin þá er strfðsletrið notað; og alltaf ~-T_~-- nóg pláss. Mllilúnip vlð vtaou I itmhMmiii m wrli sila I nm I bomuin on nalum sveinn ST.------ Baraltueining marxisfa- leninista á Norðurlandi 5. tbl. Nýja verkamannsins er að koma út. Menn munu eflaust reka augun strax í það, að þetta blað er gefið út af báðum fslensku marxísku- lenínísku samtökunum, EIK(m-l) og KSML, og verður svo framvegis. Yfirlýsing undirrituð af Akureyrar- sellu KSML og Akureyrardeild EIK (m-1) birtist í N. V. og fer lokakafli hennar hér á eftir: "Þrátt fyrir þessa baráttueiningu um blaðaútgáfuna eru enn þá nokkur pólit- ísk atriði sem greina á milli EIK (m-1) og KSML, og vonum við þvf að með þessu samstarfi milli samtak- anna komist verulegur skriður á við- ræður og samstarf milli samtakanna, bæði hér á Akureyri og f Reykjavík, sem leiði til pólitfskrar sameiningar. Allar slíkar viðræður og samstarf verður að fara fram í félagalegum anda. Vonum við sfðan að þessi eining KSML og EIK(m-l) um útgáfu Nýja verkamannsins verði til þess að styrkja blaðið og efla sem sameigin- legt málgagn kommúnista (marxista- lenínista) á Norðurlandi.» íyrir utan þessa álitsgerð hefur ver- ið gerður ellefu liða samstarfsgrund- völlur og er aðalinntakið það, að samstarfið fari fram á algerum jafn- réttisgrundvelli. 1 grundvellinum má m.a. finna þessi atriði: Blaðið er málgagn kommúnista (marxista-lenfnista) á Norðurlandi. Stefnt skal að því að gera blaðið að virku málgagni vinnandi alþýðu á Norðurlandi. Báðir aðilar eru sammála um að samstarfið -sé skref í átt til samein- ingar marxista-lenínista um bylt- ingarsinnaðan verkalýðsflokk - Kommúnistaflokk Islands. Harðnandi stéttabarátta og dýpkandi kreppa krefst þess af marxistum- lenínistum að þeir sameinist og vinni sameiginlega að uppbyggingu komm- únistaflokks sem fær sé um að leiða baráttu vinnandi alþýðu. Baráttueining marxista-lenfnista á Akureyri á að vera lýsandi dæmi um hvernig starfi okkar á að haga svo kommúnistar geti beitt samtakamætti sfnum f áróðri og útbreiðslu. Gott samstarf hefur verið á milli EIK(m-l) og KSML á Akureyri, sér- staklega í verkalýðsmálum og hefur þvf í raun verið um að ræða nokkurs konar baráttueiningu samtakanna um nokkurt skeið, og þarf því engum að koma á óvart samstarfið um útgáfu Nýja verkamannsins. Vonandi verður þetta samstarf hér á Akureyri þess valdandi að meiri skriður komist á umræður milli KSML og EK(m-l), umræður sem fari fram í félagalegum anda og leiði að lokum til pólitískrar og skipulags- legrar sameiningar. -/GM Nýi verkamaðurinn Nýi Verkamaðurinn er málgagn kommúnista (marxista-lenínista) á Norðurlandi. Nýi Verkamaðurinn er eina komm- úníska blaðið sem gefið er út á Norðurlandi. Lesið Nýja Verkamanninn, fylgist með atburðum á Norðurlandi. Gerist áskrifendur f Rauðu Stjörn- unni, Lindargötu 15, Reykjavík eða með þvf að skrifa til blaðsins f pósthólf 650, Akureyri. Arsáskrift kostar aðeins 300 krón- ur. Nýi Verkamaðurinn pósthðlf 650, Akureyri. Framhald af forsíðu Rikisstjórnin svikur... hann vinnur hjá. Þess er tryggilega gætt að hver einasta króna sem verkamaðurinn vinnur sér inn sé talin fram til skatts. En kapitalist- unum eru allar leiðir færar til að stela undan skatti, enda er það opin- bert leyndarmál, sem aðeins er rætt um við sérstök tækifæri, að ef tæk- ist að ná inn öllum þeim tekjum og grðða af fyrirtækjum sem stolið er undan, þá væri hægt að afnema skattana á láglaunafólki. En ríkis- valdið er ríkisvald auðvaldsins og skattalögin og ýfirleitt allt skatta- ■ kerfið er þvf sniðið að hagsmunum auðherranna. Þeim er gefinn kostur á því að telja næstum þvf hvað sem þeim sýnist fram. Þess þekkjast dæmi, og það ekki fá, að báta- og togaraeigendur skrái öll útgjöld fjölskyldunnar á kostnað út- gerðarinnar. Það er f sumum til- fellum fleiri en ein fjölskylda sem þurfa nokkuð mikið til sfn. Þetta, auk þess að falsa sölutölur og aðrar tekjur kemur svo þannig út, að það verður botnlaust tap á pappfrunum. En í raunveruleikanum lícur þetta öðruvísi út. Þessir sömu menn, sem samkvæmt skattskránni hafa engar tekjur, lifa samt ðtrúlega flott, búa í dýrum einbýlishúsum, aka um á rándýrum lúxuskerrum og ferðæt til útlanda mörgum sinnum á hverju ári. En skattar eru til, vegna þess að kapitalisminn er til og 12% vörugjaldið er einmitt aðför borgara- legs ríkisvalds að verkafólkinu, sem borgar lang stærstan hluta af útgjöld- um ríkis og sveitarfélaga. Auknar byrðar lagðar á herðar verka- lýfesinst Nú í ágúst er það orðið ljóst að kaup- hækkunin frá því í júní er upp urin, þó að enn vanti þó nokkuð á að "rauða strikinu" svokallaða sé náð. Það kemur fram í útreikningum Hagstofu Islands 1. ágúst s.l., að vfstala framfærslukostnaðar hefur hækkað um 7,5 stig, en þá er reyndar búið að falsa hana um 8,6 stig vegna ráð- stafana ríkisstiórnarinnar ("skatta- laskkanna" o.s.frv.), sem eru í rauninni einskis verðar fyrir verka- fólk. Þannig er framfærsluvfsitöl- unni haldið fyrir neðari "rauða strik- ið", það er 477 stig. Samkvæmt Hagstofu Islands var f. vísitalan, 1. 'águst 459 stig en hefði átt að vera 467 stig og hefði hækkað um 14 stig sfðust 3 mánuði ef ekki hefði komið til fölsunar á henni. Allt til að koma í veg fyrir að umsamin launahækk- un komi vegna verðbólgunnar eins og samið var um f júní síðastliðinn, en þar segir að allar hækkanir á f. vfsi- tölu fram yfir 477 stig verði bættar 1. des. Þannig eru svokallaðar skattalaskkanir og niðurgreiðslur not- aðar til að halda kaupinu niðri á sama tfma og ríkisstjórnin hækkar heildsöluverð á stórum hluta innfluttra vara um 12%. Þessi aukaskattur er raunverulega enn meiri en 12% vegna þess að hann kemur til með að haskka heildsöluverðið en þá á eftir að leggja á smásöluprósenturnar. Þarna er þvf um verulegan aukaskatt að ræða sem ekki hefur enn komið fram f hækkuðu vöruverði nema að hálfu og á því enn eftir að valda töluverðum verðhaskkunum umfram það sem fram kemur í útreikningum Hagstofu Is- lands. ASl-forystan óvinur f herbúðum verka- lýðsins. Það fer ekki milli mála að hin auknu afskipti ASl-forystiumar af kjara- samningum hafa orðið til að styrkja kjaraskerðingar ríkisstjórnarinnar. Þannig voru samningarnir f júnf samspil ASÍ-forystunnar og ríkis- stjórnarinnar til að koma í gegn dul- búinni kjaraskerðingu. Sfðan þá hafa allar aðgerðir ríkisstjðrnarinnar miðast við að gjörnýta alla þá mögu- leika sem samningarnir gáfu. Til dæmis þessi svokallaða skattalækkun, hún er nú notuð til að falsa verðhækk- anir til að laun hækki ekki. Það sama er að segja um niðurgreiðslurnar sem aftur eru teknar inn með 12% vörugjaldinu en eru samt notaðar til að halda kaupinu niðri á sama hátt og skattarnir. Allar þessar falsanir og hundakúnst- ir ríkisstjórnarinnar eru gerðar með samþykki ASl og f krafti sfðustu kjara- saminga. Það verður því ekki ann- að sagt en að barátta gegn þessari uppkeyptu forystu verkalýðshreyf- ingarinnar sé ekki síður nauðsynleg en gegn stéttaróvininum sjálfum. Þessi barátta verður aldrei ljósari en einmitt á tfmum eins og núna, þegar verkalýðshreyfingin hefur sér- lega mikla þörf fyrir sterka og bar- áttufúsa forystu. Eina leiðin til að eignast slíka forystu er að verka- menn f verkalýðsfélögunum taki sjálfir þátt í starfi verkalýðsfélag- anna. Til að þetta sé mögulegt verð- ur að hefja virka baráttu innan verká. lýðsfélaganna fyrir auknu lýðræði og starf félaganna verði í auknum mæli byggt á virku starfi félaganna sjálfra, en hálaunaðri og gjörspilltri klíkunni verði ýtt til hliðar. Það er til dæmis ekki nóg að fá að sam- þykkja verkfallsboðun til að teljast taka þátt í starfi verkalýðsfélaganna. Verkamenn í félögunum verða að krefjast ráðstefnu sem allir félags- memi fái tækifæri til að taka þátt f, og þar verði lögð línan fyrir væntan- lega samninga. Bæði til að ákveða kröfurnar og undirbúa samningana og komandi átök. Slíkar kjaramála- ráðstefnur fyrir kjaraátök yrðu til að auka lýðræðið til mikilla muna innan verkalýðsfélaganna og yTðu einnig til að veikja einræðisstöðu uppkeyptu forystunn- ar og styrkja verkalýðshreyfinguna til mikilla muna. Til þess að^þessi barátta beri árangur verður su and- staða sem nú fyrirfinnst innan verka. lýðsfélaganna að sameinast og leiða þessa baráttu til að breyta verka- lýðsfélögunum úr undirlægjum í raimveruleg baráttutælú. KSML hef- ur nú áætlað að freista þess að reyna að sameina einhvern hluta þeirrar andstöðu sem nú fyrirfinnst innan félaganna fyrir þau markmið að endurreisa félögin sem baráttu- tæki og freista þannig að koma í veg fyrir að ASÍ-forystan komi öðrum eins svikasamningum í gegn aftur. Við skorum þvf á alla heiðarlega verkalýðssinna að koma til liðs við okkur f baráttunni fyrir öflugum og virkum félögum. -/GA

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.