Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 1
ÖRÐGAR ALLRA LANDA SAMEINIST! Uppbyggingin í Víetnam er nú í full- um gangi. Aðstæðurnar eru breyttar eftir að þjóðfrelsisöflin hafa hrakið bandarfsku heimsvaldasinnana úr landi. Litla myndin sýnir skólabörn flýja undan sprengjukasti USA. Stóra myndin sýnir ástandið f dag. Lan (8 ára) og Vot (6 ára) sitja á skóla- bekk og búa sig undir framtíðina í frJálBu landi. imákí' •iÍCr "«It !^í-*5& J&i WBLFRED BURCHETTI S-VIETN AM: Nýtt Víetnam rís úr rústum þess gamla Wilfred Burchctt cr bláðamaður bandárfska vikúblaðsins Guardian. Ilann hefur mai'gsmnis heimsóti V'íetnam allt frá upphaiVð stríðsins Þessi grein ci' skrifuð { Saigon í áííúst s. 1. Hvað hefur kaupið rýrnað mikið?bls. 3 Hvað er að gerast á Grænlandi? bls.5 Hvern styður Kína i Angóla? bls. 4 A Spáni Alþýða S-Vfetnam, sem nú hefur öðlast frelsi eftir aldarlanga nýlendu- hlekki, éinbeitir sér nú af sama krafti og er hún barðist fyrir frelsi sínu að uppbyggingu lands síns. "Enginn víetnami er nógu gamall til að muna þá tíð, þegar borg þessi var ekki hernumin af erlendum herjum og þegar víetnamar réðu sínum málum sjálfir." Þannig lagði talsmaður Bráðabirgða- byltingarstjórnarinnar (BBS) áherslu á þá staðreynd að "land okkar er nú algerlega frelsað," eftir meira en hundrað ár af franskri nýlendustefnu, japönsku hernámi og, löks, langvar- andi tilraun bandarfkjamanna til að drottna yfir Suður-Víetnam. "Sigur okkar er afgerandi og alger á öllum vígstöðvum," bætti hann við. "í öllu landinu sakna menn aðeins eins - að Ho Chi Minh for- seti skuli ekki hafa lifað til að sjá hann. En erfðaskrá hans var fram- fylgt. Sigur hefur veitt okkur full- komið sjálfstæði og frelsi og við munum verða við öðrum óskum hans, að endurreisa landið svo það verði fallegra en nokkru sinni áður en við hófum baráttu okkar. " Geysileg félagsleg vandamál við að . glíma. Framúrskarandi árangri hefur verið náð við að gera lífshœtti hér eðlilega á ný á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá frelsun Saigon. Brátt verður mögulegt að breyta He rstjórn- arnefhdinni í byltingarnefnd alþýð- unnar, svipaðri þeim sem þegar eru teknar til starfa í nokkrum úthverf- um borgarinnar. Herstjórnarnefnd- inni varð komið á fót til bráðabirgða vegna alvarlegra öryggisvandamála og annarra, sem frelsisherirnir erfðu frá leppstjórninni og ameríska hernáminu. "Auk venjulegra heilbrigðis- og fæðuþarfa 3,5 milljón manna borg- ar," sagði dr. Nguyen Van Tliu, sem fer með heilbrigðis- og félags- mál, "skildu ameríkanarnir eftir sig 130.000 eiturlyfjaneytendur og , kynsjúkdómasjúklinga f Saigon einni saman. Vændlskonur voru milli 100 - 300.000 aukum 300.000 vasaþjófa og annarra þjófa," sagði læknirinn. FRAMHALD BLS. 4 Ríkisstyrkur til Iscargo Einokunarhringarnir stjórna ráðuneytinu Brotið gróf lega á verkamönnum hjá Togaraafgreiðslunni! Samkvæmt landslögum ber fyrirtækj- um að inna reglulega af hendi greiðsl- ur í lífeyrissjðði fyrir hönd starfs- manna sinna, og einnig ber þeim að greiða regluíega orlofsie til Pósts og Sfma. í Lífeyrissjóðunum er féð á vöxtum uns eigandi fær það greitt til eigin nota. Þá er það forsenda fyrir láni úr lífeyrissjóðum að viðkomandi hafi greitt reglulega í sjððinn. . Togaraafgreiðslan hefur ekki borgað inn á Lffeyrissjóð Dagsbrúnar fyrir hönd verkamannanna í 15 mánuði. Meðan féð hefur átt að vera á vöxt- um innan sjóðsins, eiganda þess til góða, hefur Togaraafgreiðslan verið að braska með stórfé sem tilheyrir verkamönnum, f eigin gróðaskyni. Eins og að Ifkum lætur er hér um stðrfé að ræða, þar sem af launum hvers verkamanns fer 4% f lffeyris- sjðð, og fyrirtækinu er skylt að leggja 6% við, þannig að fyrir hvern verkamann er borgað sem svarar 10% launa. Hjá Togarafgreiðslunni vinna um 30 manns svo það er ljóst að þær flárhæðir sem um er að ræða skipta milljónum á 15 mánuð- um. Það er þvf stórtap fyrir verkamenn- ina þegar féð er ekki á vöxtum inná sjóðnum, og auk þess getur þetta gert þeim erfitt fyrir ef þeir ætla að fálffeyrissjóðslán, því skilyrði fyrir lánveitingu er, að viðkomandi hafi greitt reglulega til sjóðsins. Talað hefur verið við Dagsbrún, en að venju er eins og að fara í geitar- hús að leita ullar að fá hjálp úr þeirri áttinni. Dagsbrúnarforystan hefur ekkert gert til að þrýsta á mál- ið. Sennilega býr hun enn að launun- um fyrir að þröngva upp á verkamenn Togaraafgreiðslunnar smánarsamn- ingum f vetur sem leið. Auk þess að hai'a vanrækt að borga inn a Lífeyrissjððinn, hefur Togara- afgreiðslan ekki greitt orlof til Pósts og Síma það sem af er þessu ári, og þannig augljðslega fengið fé sem er eign verkamannanna til að braska með. Það er krafa verkamannanna hjá Togaraafgreiðslunni að þegar f stað verði greitt inn á Lífeyrissjóðinn og orlofið. Kaup og kjör verkamanna eru nægilega bágborin fyrir, þó að ekki þurfi að stela af þeim orlofi og lffeyri sem þeir hafa réttilega unnið til. Stéttabaráttan tekur undir kröfur verkamanna Tog raafgreiðslunnar, og lofar fullum ^tuðningi komi til róttækra aðgerða til að knýja fyrir- tækið til að fara að lögum. Undanfarið hafa komið fram í dag- blöðunum upplýsingar um það að rfkið styrkti flugfélagið Iscargo til vöruflutninga á milli landa. Þær upplýsingar sem fram hafa komið segja auðvitað ekki alla sögvma - og draga alls ekki fram kjarna máls- ins. Enda var ekki við þvf að búast. Stéttabaráttan hefur aflað sér heim- ilda fyrir þvf, hvernig málin gerð- ust. Þessar upplýsingar eru mjög afhjúpandi fyrir það hvernig ríkis- valdið þjónar einokunarauðvaldinu íslenska, hvernig hið marglofaða lýðræði og fulltrúakjör til Alþingis er aðskilið framkvæmdavaldinu, sem fer síhu fram óháð "vilja fólks- Ins." Upphaf málsins er starfsemi flug- félagsins FRAGTFLUG. Þetta flugfélag var stofnað til vöruflutn- inga eingöngu, aðalstarfsemin var flutningur á hrossum til Evrópu. SlS var áðalútflytjandi hrossa og starfaði Fragtflug þvf mikið á veg- um SÍS. Flugfragt notfærði sér sérstiik ákvæði í tollalögum frá 1963, sem kváðu á um að tpllar skyldu vera lægri á vörum sem væru fluttar með flugi en þeim sem kæmu sjðleiðis. t«ssi tollalagaá- kvæði gerðu mögulega samkeppni flugfélaga við skipafélögin um vöru- flutninga til landsins. Þáttur Flugleiða En Fragtflug var ekki lengi í para- dís - stóru flugfélögin Loftleiðir og Flugfélag Islands stunduðu einnlg vöruflutninga. Aðgerðir rfkisvaldsins til þess að sameina þessi tvö flugfélög koma einnig inn í myndina. Flugfélögin settu fram ýmsarJcröfur f þvf sam- bandi, m. a. að öðrum flugfélögum , yrði ekki veitt rekstraraðstaða nema með samþykki Flugleiða. (Þessi samningur kom fram þegar Vængir hf áttu í stappi til þess að fá leyfi til áætlunarflugs á Vest- firði - ennfremur lætin út af þotu- kaupum Guðna f Sunnu). Til þess að hindra samkeppni af hálfu Fragtflugs heimtuðu Flugleið- ir að þeir yrðu stoppaðir. Sam- göngumálaráðuneytið sá um að framkvæma vilja Flugleiða, en það taldi ekki taktískt að svipta Fragt- flug rekstrarleyfi svona hreint og beint. Fínni aðferðir þurfti til. Það var ákveðið að breyta túlkun tollaákvæðanna þannig að tollfrfð- indi á flugfragt skyldu aðeins gilda fyrir flugfélög með reglubundið á- ætlunarflug. Og þar með voi-u það bara Flugleiðir sem gátu fengið af- sláttinn. Fragtflug hraktist úr landi og færði starfsemi sfna til meginlands Evrðpu. Þáttur SIS Eins og fyrr segir voru hrossin frá SlS flutt með flugvélum Fragtflugs. Og þá koma hagsmunir SÍS inn í myndina, því hrossin varð að flytja á markaðinn. SlS kippti f sína spotta í samgöngumálaráðuneytinu, og heimtaði að Fragtflug kæmist aftur f hrassaflutningana. Sam- göngumálaráðuneytið fðr nú á stúf- ana og samþykkti að veita Fragt- flug (sem nu birtist undir nafninu Iscargo - sömu eigendur, sömu flugvélar) ríkisstyrk sem nemur tollaafslættinum og hrossin fengu loks flugfar. Flugleiðir urðu að sætta sig við þessi málalok - f bili. -/hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.