Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 3

Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 3
ASÍ-forystan „baráttuglöð“ Okkur almúgamönnunum hefur verlð blrtur boðskapur frá fundi miðstjórn- arASÍþ. 19. sept. s.l. þar sem þeim tilmælum er beint til allra að- ildarfélaga að segja upp gildandi kjarasamningum fyrir 1. des. n. k. sökum verðbðlguþróunarinnar sem étið hefur upp alla "ávinninga" sfð- ustu kjarasamninga. 1 ályktuninni er hvatt til samstöðu og talað um að það verði að knýja fram gjörbreytta stefnu f efnahagsmálu, og klykkt er út með því að lýsa yfir að reynt verði að ná kjarabótum án verkfalla. Mimið þið yfirlýsingarnar fyrir sfð- ustu kjarasamninga? Þá var brýnt fyrir mönnum nauðsyn samstöðu allr- ar verkalýðsstéttarinnar og ennfrem- ur þess krafist, að kjaraskerðingin yrði bætt að fullu. ASÍ fékk umboð sitt frá verkamönnunum með því að strengja þess heit að a.m.k. 38% hækkun yrði á launum, en það þurfti til að bæta upp kjaraskerðinguna. En hvað sömdu kapparnir um ? Jú, 11% hækkun launa, skattalækkun sem enginn varð var við, og hnefafylli af loforðum sem reyndust einskis- nýt (engin hækkun á landbúnaðaraf- urðum o.þ.h.). Orðin voru stór, en gerðirnar litlar. Og út frá reynslu sfðustu kjarasamninga er ljóst, að ASÍ-forystan hyggst eim á ný leika sama leikinn og gera eina háðungar- og svikasamningana enn. Gegn þvf verðum við að standa.' Hvað erorðið um krönuna þína? 33,9% Hvers -virði er krónan sem verka- fólkið fær útborgað þessa dagana? Þessi teikning sýnir hversu kaup- máttur launanna hefur verið skert- ur á tímabilinu mars "74 - 1. ág *75. Hver króna er nú 19,5% verðminni ef farið er eftir opinberum vísi- tölureikningi. En ef við skoðum dæmið betur þá kemur út önnur tala : 33,9%. Hvað þýðir seinni talan? Sú tala er fengin með því að reikna út krónuhaskkun hjá verkamanni á 6. taxta Dagsbrúnar á tímabilinu mars "74 - ág. ”7 5, semer41,l%. Síðan er aukning framfærslu- kostnaðar á sama tímabili fundin, oj reyndist hann hafa aukist um 75%. Þá er "kaup"hækkunin dregin frá framfærsluhækkuninni og út kemur 33,9%. Opinbera talan yfir fall kaupmáttarins er 19,5% - en þá er búið að draga frá skatta"lækkunina" og bæta við öllum breytingunum á vísitölugrundvellinum. Þannig verða þessi 19,5% ekki raunhæf - 33,9% er miklu nær sanni þó svo að sú tala byggi á vfsitölu fram- færslukostnaðar, sem er ekki sannur að öllu leyti. Dæmið sýnir að af hverjum 1000 kr. sem þið fáið útborgaðar, er búið að taka ca. 340 kr. «r£ mmiw Manstu þá daga þegar maður fór útf | búð og keypti inn fyrir helgi og borgaði 500 krónur fyrir ? Til að kanna hvað helgarinnkaup kostuðu í dag fóru blaðamenn Stéttabaráttunn-j ar í Silla og Valda f Austurstræti og keyptu eftirtaldar vörur: Vara; Verð: 1/2 kg. kjötfars 133 kr. 1 kg. kindakjöt 602 1 stk. fiskflak 120 - 21/2 kg. kartöflur 158 - 1/2 kg. smjör 306 - 4 lftr. mjólk 164 - 1 pk. kaffi 118 - 1 stk. fransbrauð 68 - 1 stk. heilhveitibrauð 63 — 1 stk. ostur 250 - grænmeti 305 - 6 stk. epli 224 6 stk. egg 160 - 1 pk. súpa 1 lítri súrmjólk 102 - 40 - 2845 kr. Þetta má kalla eðlileg innkaup fyrir helgi, en reiknað er með að til séu heima hlutir eins og hveiti, sykur, súputeningar o. s. frv. Miðað við verkamannakaup (5. taxta Dagsbrún. ar) sem gerir 2346 kr. á dag fyrir 8 tíma vinnu, tekur það verkamann rúmlega 9 tíma að vinna fyrir mat ofan f fjölskylduna yfir eina helgi. Með sama útreikningi fáum við út að meira en 2/3 af mánaðarkaupinu (sem er kr. 51.612) fyrir 8 tíma vinnudag fara eingöngu í matarkaup. Þá er allt annað eftir svo sem hús- næðiskostnaður, fatnaður, skattar, skemmtanir o.s.frv. Nokkur orð um atvinnuleysistryggingar Ungur verkamaður kom að máli við blaðið fyrir nokkru og sagði sínar farir ekki sléttar af viðskiptum sín- um við atvinnuleysistryggingarnar. Hann hafði orðið að segja upp vinnu sinni af persónulegum orsökum snemma í vor þar eð hann gat ekki fengið frí í vinnunni í þann tfma sem hann þurfti. Þegar hann síðan ætlaði inn á vinnumarkaðinn aftur fékk hann hvergi vinnu. Hann leitaði víða og fór eftir auglýsingum í dagblöðum og auglýsti sjálfur en án árangurs. Þá lét hann skrá sig atvinnulausan hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborg- ar, og mætti þar daglega til skrán- ingar. Eftir að hafa verið skráður atvinnulaus í viku sótti hann um at- vinnuleyslsbætur og fyllti út viðkom- andi eyðublöð og fór með til skrif- stofu atvinnuleysistryggingasjóðs f Dagsbrúnarhúsinu,- Þar fékk hann að vita að málið yrði afgreitt í næstu viku og þá myndi hann fá bætur ef stjórn trygginganna samþykkti það. Þegar hann hafði verið atvinnulaus í hálfan mánuð spurðist hann fyrir hjá Atvinnuleysistryggingunum hvort ekki væri að vænta einhverra bóta, en fékk þvert nei við. Þegar hann spurði um orsakir var höfðað til laga um atvinnuleysistryggingar þar sem sagði eitthvað , á þessa leið: "Sá er teist sjálfur valdur að atvinnuleysi sínu, svo sem sökum drykkjuskapar- óreglu, er ekki bótahæfur." Hann útskýrði fyrir skrifstofumanninum að hann hefði ekki orðið atvinnulaus sökum drykkjuskapar, heldur hefði hann neyðst til að segja upp vinnunni af persónulegum orsökum. Það var alveg sama: Þeir sem eru reknir úr vinnu af orsökum sem þeir eru sjálfir valdir að og þeir sem af einum eða öðrum orsökum segja upp vinnunni fá engar atvinnuleysisbætur. Þó má athuga málið eftir að þeir hafa verið atvinnulausir í 5 vikur. Hann kvaðst hafa bent á að samkvæmt þess- ari túlkun á lögunum fengju engir aðrir bætur en þeir sem sagt er upp sökum samdráttar. Auk þess er ekki hægt að samþykkja að verka- maður sé sjálfur valdur að atvinnu- leysi sínu þó hann segi upp vinnu, þvf hverjum á að vera frjálst að vinna þar sem hann helst óskar og getur, og verkamaður á að hafa fullt frelsi til að segja upp vinnu ef honum likar ekki vinnan. Það er auðvaldsþjóð- félaginu að kenna þegar atvinnuleysi er meðal verkamanna, en ekki þeim sjálfum. Heimildamaður okkar seg- ist hafa verið atvinnulaus í rúman mánuð og mikið reynt til að fá bætur, en því hafi ekki verið við komandi af hálfu Atvinnuleysistrygginganna. Það er hverjum manni ljóst að eng- inn verkamaður með fjölskyldu getur gengið atvinnulaus f 5 vikur án bóta. Og í framhaldi af þvf: Það er hverj- um manni ljóst að sú túlkun sem fulltrúar ASf í stjórn Atvinnuleysis- trygginga samþykkja á framangreindu ákvæði laganna er ekki f þágu verka- lýðs og vinnandi alþýðu. í hverra þágu er hún þá:? Ritstjórn Stéttabaráttunnar hvetur verkamenn sem hafa svipaða reynslu af viðskiptum sínum við Atvinnu- leysistryggingarnar að senda blaðinu lfnu, og leggja þannig lóð á vogar- skálarnar til að afhjúpa það svínarí sem ASf-klíkan á þátt í að viðhalda varðandi rétt atvinnulausra til lífs- framfæris. PLÁSSLEYSI Enn höfum við neyðst til þess að sleppa mörgum góðum greinum sökum plássleysis á þessum 8 síðum sem við höfum yfir að ráða. Fjölgun á blaðsíðum og aukin út- gáfutíðni er eina lækningin - og það kostar fé. Eina leiðin til að styrkja fjárhag blaðsins er sú að fleiri gerist áskrifendur (og borgi) og fleiri verði s fyrktarmenn. Og þá er komið að þér félagi, ennfremur getur þú styrkt blaðið með því að taka nokkur blöð til sölu til vinnu- félaga og kunningja. Sendu okkur fyrirframgreiðslu inn á gíró 27810 fyrir svona 3-5 blöðum og við sendum þér blöð til að selja. Kinverskir listamenn heimsækja ísland! Þann 16. október er von á kfnversk- um listamönnum til landsins. Hér er um að ræða fjöllistamenn frá hafnarborg Peking, Tientsin, en hópur þessi er með fremstu fjöl- listamönnum sinnar tegundar í Kína og reyndar í öllum heiminum. Hóp- urinn mun dveljast á íslandi f um vikutfma, en hann hefur að undan- förnu verið á sýningarferðalagi um Norðurlöndin. Sýningar hópsins munu verða í Laugardalshöllinni og verða þær 3 til 4 að tölu. Um margs konar skemmtiatriði er að ræða, svo sem ljónadans, listir á reiðhjóli, æfingar á slá, línudans og margt fleira. f hópnum eru um 60 manns. Að heimsókn listamann- anna standa Kínversk-íslensku menningartengslin í saniráði við fþróttasamband Reykjavfkur, Hér er á ferðinni skemmtun fyrir alla fjölskylduna, listamenn á borð við þessa heimsækja fsland afar sjald- an. Frá íslandi munu fjöllista- mennirnir halda ferð sinni áfram þann 25. oktðber. Við hvetjum fólk til að leggja leið sína f Laugardalshöllina á sýningar- hópsins og kynnast byltingarsinn- aðri alþýðulist. Gerist áskrifendur að STÉTTABARÁTTUNNI ÚREINU IANNAÐ Enn gerast miklar hræringar á vinstri kantinum. Trottarnir í Fýlkingunni hafa nú hreinsað dálftið til hjá sér, þeir sem koma ekki auga á dýrð Trotskís (sennilega er ævisaga hans skyldulesning) fá reisupassann. Að sögn trottanna sjálfra þá mun þessari hreingern- ingu ljúka um áramót n. k., verður þá búið að fara f öll skúmaskot á Laugavegi 53a og uppræta allar vill- ur, jafnt hugsanavillur sem aðrar. Annars er ævisaga Trotskís soldlð merkileg bók. Ég dreg það f efa að margar sjálfsævisögur séu skrifað- ar af jafn miklu innsæi um eigið á- gæti sem hún. í raun réttri er nú- verandi titill bókarinnar (Ævi mfn) villandi; réttur titíll væri Ævi mín og ástir, þvf ást Trotskfs á sjálfum sér var næsta takmarkalaus. (Nú höfum við fregnað frá Akureyri að búið sé að fslenska orðið trotskismi. Framvegis útleggst það þrotskftur.) Margir muna hin fleygu orð heims- valdasinnans Churchill "aldrei hafa jafn fáir gert jafn mikið fyrir svo marga" - eða eitthvað á þá leið. Þessi orð má heimfæra upp á Gúst- af (b) Skúlason og lið hans f KSML(b). Að vísu þarf að ataðfæra þau örlítið. Ein tillaga hljóðar svona: "aldrei hafa jafn fáir rifist jafn mikið um svo lítið." En þeir sem hafa verið svo heppnir að líta augum nýjasta eintakið af Bolsévíkanum (sem þeir kalla "Fræðilejjt málgagn KSML(b)") munu átta sig a orðaleik okkar. Blaðið innlheldur akkúrat ekkert nema deilur innan þessara pfnulitlu samtaka. Það er Holtavörðuheiðin sem skilur á milli hinna strfðandi herja KSML(b). Akureyrardeildin er í uppreisn gegn Reykjavíkurdeild- inni og fer hver sínu fram. Guð- mundur Armann lýsir því á þessa leið: "þá eru greinilega tvær náms- nefndir í gangi f samtökunum, önn- ur fyrir R. deildina og hin fyrir Ak. - deildina og (er) það í raun svo farið með flest" (Bolsévíkinn 2.tbl. 1. árg. ekkert bls.tal). Sem sagt klofnir f öllum spurningum að eigin sögn. Það er athyglisvert að þetta lið, sem klauf sig út úr KSML vegna ágreinings um ákveðið mál, er nú sjálft klofið vegna ágreinings um sama mál! Stefnuskrá Alþýðubandalagsins hef- ur nú komið fyrir sjónir okkar dauð- legra. Ritið er ódauðlegt - sem minnisvarði yfir úrkynjun sósíal- fskrar hreyfingar á fslandi. Það er víða komið við í stefnuskránni (við gerum henni betri skil seinna), en eitt vantar fullkomlega; það er hvergi minnst á alræði öreiganna. Mikið er talað um stéttabaráttu - en aldrei um alræði öreiganna. Len- ín kannaðist við svona endurskoðun á marxismanum, og hann sýndi fram á hvað það þýddi í rauninni að viðurkenna stéttabaráttuna en ekki alræði öreiganna: "Að takmarka marxismann við kenninguna um stéttabaráttuna, það er að sníða ut- an af honum, afbaka hann og fella svo úr honum að hann verði að- gengilegur fyrir borgarastéttina. Til þess að vera marxisti þarf að viðurkenna stéttabaráttuna í svo vfð- tækum skilningi, að það feli f sér viðurkenningu á alræði öreiganna. f þessu felst meginmunurinn á marxista og venjulegum smáborg- ara (og raunar einnig störborgara). Þetta er prófsteinninn á það, hvort menn f raun og veru skilja og við- urkenna marxismann" (Ríki og bylt- ing, bls. 42). Og það er hreinsað til víðar en í Fylkingunni. Nú hefur Sigfús Daða- son verið hrakinn frá Máli og Menn- ingu. Hann passar ekki í hið nýja straumlínulag Alþýðubandalagsins. Þröstur Ölafsson yfirtekur störf hans og starfar eflaust f anda AB. Það er hin s.k. klika íkringum Magnús Kjartans sem beitir sér til að losna við Sigfús, sennilega er Sigfús ennþá "ofmikill sðsíalisti, og passar þvi alls ekki í kramið. Margur gamall baráttumaður, sem enn bindur vonir sínar við AB, mun furða sig á þessari aðför. En svo eru það aðrir sem skoða málin á raunsærri hátt og sjá hér enn eitt dæmið um úrkynjun AB. Og nú frá vinstri yfir til hægri. Nú virðist sem lftil, alíslensk Vatns- gátt sé að opnast f Sjálfstæðisflokkn- um. Albert Guðmundsson er ein höfuðpersónan, eltur af "morðsveit- um" eins og hann kaus að kalla það. Albert á sér marga óvildar- menn innan flokksins, það kom skýrt fram f síðustu kosningum - enginn frambjóðandi var strikaður jafn oft út af lista flokksins á kjör- seðlunum. Sá sem komst næstur honum var Gylfi Þ. - enda telja margir alþýðuflokksmenn hann á- byrgan fyrir fylgishruni Alþýðu- flokksins. En Alþýðublaðið kemur við sögu í Vatnsgáttinni. Það virð- ist sem "morðsveitirnar" nýti sér Alþýðublaðið og láti sögurnar leka til þess. Alþýðublaðið hefur verið brautryðjandi í afhjúpun Armanns- fellsmálsins, enda yrði það of aug- ljóst ef Mogginn eða Vísir væru not- aðir í "skftverkin." Dagblaðið kemur ekki til greina - því einn af hluthöfum Armannsfells er enginn annar en Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Dagblaðsins. -/Gorgeir . B Áskorun til lesenda blaðsins! Við vinnslu þessarar síðu byggði rit- nefnd að mestu á aðsendum upplýs- ingum og ábendingum. Það er ljóst, að til þess að Stéttabaráttan verði hæfari til að flytja efni um hagsmuna- mál allrar vinnandi alþýðu verður hún að treysta á að lesendur blaðsins sendi ritstjórn upplýsingar. Það þarf ekki mikið: Abendingar, úrklipp- ur með umsögn, upplýsingar um hvað er að gerast á vinnustaðnum o.s.frv. Það er sama hversu lítil- fjörlegt það kann að virðast - svo framarlega sém það segir einhverja sögu um launaþrælkunina og arðránið eða svívirðu auðvaldsþjóðfélagsins, þá getum við notað það til úrvinnslu. Þess vegna; Verið vakandi fyrir að láta okkur vita ef þið hafið eitthvert efni sem við getum unnið úr. Sendið okkur línu. Gerum Stéttabaráttuna að betra og fjölbreyttara blaði. Er þetta jafnréttið hjáhinuopinbera? Kona nokkur sem lengi hefur unnið við útburð á pósti hjá Pósti og Síma hálfan daginn, hefur verið að reyna að fá starf allan daginn við að bera út póst. Tekjur af hálfsdags vinnu nægja henni ekki til framfæris, og því hefur hún orðið að fara út f marg- vísleg störf til að framfleyta sér, svo sem að skúra gólf, bera út blöð, passa börn o. þ. h. En hvers vegna hefur hún ekki fengið heilsdagsvinnu við útburð á pósti? Jú, samkvæmt hefð ganga karlmenn fyrir um það, þegar störf losna. Það er ansi víða pottur brotinn hjá hinu opinbera þeg- ar kemur að jafnrétti kynjanna. Hvaðan kemur gróði Fkigleiða? Flugleiðir hafa, á sama hátt og Eim- skipafélagið, verið kölluð Oskabarn þjóðarinnar. Þessum fyrirtækjum er hrósað uppí hástert fyrir vöxt og viðgang og þeim er þökkuð að nokkru þróun íslensks þjóðfélags á undan- förnum áratugum. En í lofræðunum er sjaldan talað um hvernig gróði þeirra er fenginn. Við munum eftir kjaraskerðingum og auknu arðráni sem hafnarverkamenn hjá Eimskip hafa orðið að sæta þar sem forstjór- ar Eimskip og verkalýðsforystan lögðust á eitt um að þröngva uppá verkamennina. En er ekki málum eins varið með Flugleiðir ? Hvaðan kemur gróði þeirra ? Ritstjórn Stéttabaráttunnar fékk fyrir nokkru ábendingu um hvaðan gróðinn kemur m, a. Verkakona sem unnið hefur hjá Flug- leiðum átti samkvæmt samningum að fá starfsaldurshækkun; Sú hækkun kemur ekki af sjálfu sér, heldur þarf að sækja um hana. Þegar hún fór að nefna þetta við yfirboðara sína fékk hún að vita það "að hún gæti sent uppsagnarbréf með umsókn um starfs- aldurshækkun, því fyrirtækið væri ekkert með fólk á hærri launum þótt ■það hefði unnið þar lengi." Þetta virðist gilda þar, a. m.k. hvað varð- ar verkafólk félagsins. Þegar við spurðum hana hvort hún héfði leitað til verkalýðsfélagsins sagði hún: "Það þýðir ekkert. Þeir eru löngu uppkeyptir þar." Auk þessa er vert að minna á, að eftir að Flugleiðir tóku við rekstri Hótel Esju hefur starfsfólki þar ver- ið fækkað um þriðjung á meðan fjöldi gesta hefur aukist um helming. Gróði Flugleiða kemur af sívaxandi arðráni og launaþrælkun á starfsfólki félagsins. Frelsi „Gagnrýnin á markaðskélfið er vantraust á gildi frelsisins." Fyrirsögn Morgunblaðsins 23. maí 1975 á ræðu for- manns Verslunarráðs Is- lands, Gísla V. Einarsson- ar. „Frelsið er svo skilið í borg- aralegu þjóðfélagi, að það sé frjáls verslun, frjáls kaup og sala.“ Karl Marx og Friedrich Engels: Kommúnistaávarp- ið.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.