Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 25.09.1975, Blaðsíða 7
Stéttabaráttan 9. tbl. 25. sept. 1975 B Rauður vettvangur Rauður vettvangurRauður vettvangur | GAGNSLAUSAR ÞRÆTUR KOMMÚNISTA ".. að þræða þá krákustíga, sem til þarf svo greindur verði stefnumunur KSML og EK(m-l).." (Guðbr. Magn. í Stb, 6. tbl. '75) -um ágreining KSML og EIK(m-l) Undirritaður er ekki félagi í neinum kommúnfskum samtökum, en telur sig - eins og m.a. félagar í KSML og EK(m-l) - vera kommúnista í öllum þeim grundvallaratriðum, sem ís- lenska kommúnista skiptir máli. Und- irritaður er því einn þeirra fjöl- mörgu íslensku kommúnista, sem hfma utan kommúnískra sámtaka og horfa á þau vegast á í flestum atrið- um, en starfa saman í alltof fáum. Ég álít, að þessir flokkadrættir skaði stærsta hagsmunamál íslenskrar al- þýðu, nefnilega tefji fyrir stofnun ís- lensks kommúnistaflokks, sem standi undir nafni. Stofnun slíks flokks er að mfnu mati eina stóra máli?, sem íslenskum kommúnistum ber að starfa að í nútíð og náinni framtíð, - öll önnur mál eru minni og verða að miðast við flokksstofnunina. Meðan íslenskir kommúnistar eiga sér engan flokk, geta þeir ekki vænst þess að hafa nein teljandi áhrif á gang mála, hvað sem lfður öllum til- raunum til samfylkinga, rauðra and- stöðuhópa innan verkalýðsfélaga o. s. frv. Ég vil taka fram, áður en lengra er haldið, hvað ég á nákvæm- lega við, þegar ég ræði um íslenska kommúnista. Félagar KSML og EK (m-1) eru að sjálfsögðu kommún- istar f skoðunum, svo og líklega flestir (fárra) félaga Sósfalistafél. Rvk. Einnig álít ég, að s.n. "sentr- istar" í Fýlkingunni megi vel teljast kommúnistar. Þá má og telja lík- legt, að innan Alþýðubandalagsins eða f hópi fylgismanna þess og í verkalýðsfélögunum leynist enn einn og einn kommúnisti, sem svo megi kalla (þ. e. andstæðingur endurskoð- unarstefnu og stéttasamvinnustefnu). Hentistefnumenn og lftt kommúníska tel ég hins vegar f. o. f. trottalið Fyikingarinnar og KSML(b) til vinstri og Alþýðubandalag & Co. til hægri. Allir þeir, sem ég her á undan hef nefnt kommúnista, eiga að mínu viti að standa að eða taka þátt í stofnun íslensks kommúnistaflokks, - ásamt þeim mörgu meðal íslenskrar alþýðu og íslensks verkalýðs, sem bíða átekta utan allra samtaka. En hinn drffandi kraftur áð baki slíks flokks f byrjun hlýtur að vera menntaðastí, virkasti og skipulagðasti hluti hans, núverandi félagar EK(m-l) og KSML. Málefni og deilur Ég hef að undanförnu gert mér far um að komast til botns í ágreiningi KSML og EK(m-l). Það hefur ekki verið auðvelt verk, því að samtökin hafa talað framhjá hvort öðru í þess- um umræðum, að því leyti að umfjöll- un EK(m-l) um málið hefur nær eingöngu snúist um hina starfrænu hlið, en umfjöllim KSML um hið fræðilega. t>að hefur einnig valdið mér miklum vonbrigðum, að sjá, bæði í rituðu máli og í samræðum, hversu einstakir forystumenn sam- takanna eru iðnir við að fróa sjálfum sér með illkvittni og skætingslegum ummælum um hverja aðra. Upp- hrópanir af slíku t£dd sæma ekki kommúnistum og gagna engum nema óvininum, fslensku borgarastéttftmi og stéttasamvinnupostulunum. En hvað um það. Að baki þessu tali og f umræðum annars kemur í ljós, að um ágreining er að ræða, - ekki grundvallarágreining að mfnu mati, - heldur ágreining um baráttulínu, einkum stjórnlist og áhersluátriði baráttunnar. Ég skal reyna að út- skýra þessa skoðun mfna nánar. Höfuðmóthverfa Eins ogekki þarf að útlista fyrir les- endum þessa blaðs snýst megindeila KSML og EK(m-l) um, hver sé höf- uðmóthverfan á Islandi, - verkalýðs- stétt : borgarastétt (KSML) eða, alþýða : einokunarauðvald (EK(m-l)). Jafnframt er rifist um, hvort höfuð- móthverfa geti við stigþróun auðvalds- þjóðfélagsins þokað úr sæti fyrir annarri móthverfu. Mér skilst, að bæði samtökin viðurkenni tilvist beggja móthverfanna, styrrinn standi aðeins um það, hvor sé mikilvægari. Þetta er vissuíega mikilvæg spurning, þegar ákveða skal stjðrnlist íslenskra kommúnista í nánustu og fjarlasgari framtíð. En að tilvist tveggja (ekki einna) kommúnískra samtaka geti byggst á þessu, fæ ég ekki skilið. Slíkar umræður eiga auðvitað heima innan einna og sömu samtakanna. Þær varða ekki grundvallaratriði kommúnismans, heldur stjðrnlistar- lega útfærslu á vfsindum kommún- ismans. Samfylking Deilan um höfuðmóthverfuna kristall- ast einna best í umræðum um sam- fylkingu sem stjðrnlistartæki komm- únista. Ég álft þessa deilu í raun- inni ástæðulausa. Kommúnistum ber ekki að einangra sig við baráttu fyrir lausn einnar móthverfu í þjóð- félaginu, heldur hljóta þeir að berj- ast á öllum þeim sviðum, sem þjóna hagsmunum byltingarinnar. Þess vegna hlýtur að verða að meta í hvert sinn, með hverjum kommún- istum beri að samfylkja, út frá því hver sú móthverfa sé, sem viðkom- andi barátta knýr lausnar á. Að sjálfsögðu verður þó ávallt að hafa Er þetta markmiðið Guðmundur? I viðtali við Alþýðublaðið, fimmtu- daginn 8. sept., sagði Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dags- brúnar, eftirfarandi: ,,Sannleikurinn er sá, að dður en langt um liður munu Islend- ingar einfaldlega ekki Fást til aö vinna störf verkamanna og verkakvenna vegna þess hve iila þau eru launuð. Þaö er örugglega stutt i þaö, aö nauösynlegt reynist aö flytja inn Tyrki eöa eitthvert annað erlent vinnuafl hingað til lands. Þetta munu menn vafalitið sjá jafnskjótt og atvinnulff lands- manna kemst í eðlilegt horf og grósku fer að gæta I þvf á ný”, sagði Guömundur J. Guðmunds- son, varaformaöur Dagsbrúnar, I viötali viö launþegasíöu Alþýöu- blaösins. Tekið beint úr Alþýðublaðihu Er þetta virkilega markmiðið ? Að flytja tyrki eða annað erlent vinnu- afl til að vinna lægst launuðu störfin hér á fslandi. Þegar fram- boð á atvinnu eykst ? Skemmtilegt viðhorfið sem kemur fram hjá Guðmundi til tyrkja, eða hitt þó held- ur: Þeir eru nógu góðir f skítverkin. Skyldi Guðmundi og kollegum hans í Dagsbrún aldrei hafa dottið f hug að knýja fram það miklar launahækkan- ir til handa þeim lægstlaunuðu svo að íslendingar geti haldið áfram að vinna þessi störf, eða hefur þetta alltaf legið á bakvið: Að fá hræodýrt vinnuafl til landsins þegar gróska er í atvinnulífinu, næga atvinnu að fá fyrir íslendinga, en vísa því svo úr landi þegar samdráttur verður (það ku víst vera hægt, sbr. önnur evr- ópulönd). Ef þetta er viðhorfið, þá er Guðmundur sokkinn dýpra f spilllngar- og fúafen stéttasamvinn- unnar og undirlægjuháttarins en nokkurn grunaði. Haf þú óþökk fyrir uppástimguna Guðmundur! Hann var góður þessi Föstudagseftirmiðdag einn fyrir skömmu lenti félagi í KSML í rökræð- um við tvo trotskista úr Fylkingunni um afstöðu kommúnista til ýmissa mála. Meðal þess sem talað var um var áfstaða trotskista til stefnu Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Víetnam. Eins og menn vita, telja trotskistar. stefnu Þjóðfrelsisfylkingarinnar ranga, og að þeir séu betur færir um að leggja upp stjórnlistina í Víetnam en víetnamar sjálfir. Þá mælti trotskistiim (Gestur Ölafsson) þessi kostulegu orð: "Ég tel afetöðu Fyikingarinnar til mála f Víetnam mun raunsærri og f samræmi við ástand mála í Víetnam en stefnu Þjóðfrelsisfylkingarinnar." Ennfremur upplýsti hann félagann úr KSML um þann "sannleik" að "stal- fnistinn" Ho Chi Minh hefði fagnað innrás heimsvaldas tefnunnar og unn- ið að því að afvopna alþýðuna. Það er kannski þess vegna sem Þjðð- frelsisfylkingin sigraði, eða er mál- •um þannig farið að trotskistar standa algeralega á haus í afstöðu sinni til raunveruleikans og gera ekki annað en að reyna og sundra og eyðileggja fyrir framsadcnum öflum?*íhugi nú hver ofangreind ummæli trotskist- ans og svari fyrir sig. Heiður hundingjans Stéttabaráttunni hefur borist eftir- farandi kvæði. Það er eftir Rögn- vald Sigurðsson, trésmið, Vor háborg er svört eins og sauða- tað, svfvirt af blettuðum lýð. Oþverrinn klessist á blað eftir blað, boðandi hernám og stríð. Lög verða klækir í hundingjans hönd, og handvömmin meistarstig. Þjóðfrelsið harðsnúin herfjötursbönd, sem herðast um landið og þig. Brennur í holdinu heiftarþung, hyggjan um arðrán og blóð. Gengisfellt mannorð í maurapung, magnar þá helvítisglóð. Þótt landráðakirnurnar komist á þing, með kveðju fra Loka og þór, og náhrafnar fagnandi freti í kring, er fjörráðaglæpurtan stór. Að krefjast síns heiðurs að hof- mannasið, það hæfir ei þjóðvillingsglóp, sem prangar með átthaga eigur og grið, við útlendan morðingjahóp. Mörðurinn lifir þótt liðinn sé Njáll, landeyður viðgangast mjög. Nú herma þeir feðgar Pétur og Páll, að pungrottur þréyti lög. Rögnvaldur Sigurðsson. til leiðsagnar kjörorð allra kommún- ista, er þeir ganga til samfylkinga; "samfylking á grundvelli stéttabar- áttu", - þ. e.a. s. samfylkingin verð- ur að þjóna bæði skammtíma- og framtiðarhagsmunum verkalýðsstétt- arinnar. Ég álít því, að spurning- unni um það, með hverjum sé hægt að samfylkja, verði ekki svarað með hrokafullum yfirlýsingum eða tilvitn- unum í orð meistaranna. Eða er það ekki rétt skilið hjá mér, að hvorki Marx, Engels, Lenín, Stalín né Maó hafi byggt upp neina stjórnlist og baráttuaðferð fyrir íslenskan komm- únistaflokk ? Hafa þeir ekki aðetas lagt fyrir okkur þann vísindalega grundvöll, sem íslenskum kommún- istum ætti að vera treystandi til að byggja á sjálfir? A dagskrá Þrátt fyrir þá gagnrýni, sem ég hér hef haft í frammi á málflutning KSML og EK(m-l), vil ég flýta mér að lýsa þvf yfir, að flest af því sem þessi samtök hafa gert í starfi, saman eða í sitthvoru lagi, hefur vissulega ver,- ið jákvætt og þjónað hagsmunum fe- lenskrar alþýðu. En margt er líka óunnið enn. E>að er mitt álit, að þvf sem ljúka þarf fyrir stofnun íslensks kommúnistaflokks, verði.ekki lokið á sómasamlegan hátt nema með nánu samstarfi eða sameiningu KSML og EK(m-l). íslenskur kommúnista- flokkur þarf að vera orðtan að veru- leika innan tveggja - þriggja ára, og áður þarf að vera búið að gera ná- kvæmar, sjálfstæðar skilgreiningar á felensku stéttaþjóðfélagi, felensku auðvaldi o. s. frv. Það er naumur tími til stefnu, og við megum ekki dreifa kröftunum um of. í 6. tbl. Stéttabaráttunnar 1975 set- ur Guðbr. Magn., Akureyri, fram ágæta tillögu um sameiginlegt fræði- legt rit KSML og EK(m-l). Ég trúi ekki þeim fregnum, að aðetas helm- ingur miðstjórnar KSML sé þessu sammála, og ég trúi því heldur ekki, að EK(m-l) ætli, eftilkemur, að hafna þessu boði. A grundvelli þessa trausts míns á forystumönnum beggja samtakanna og á grundvelli eim stefkara trausts til almennra félaga þeirra, vil ég bæta við nokkr- um atriðum, sem hafa mætti f huga næstu vikur og mánuði: 1) - að Október-forlagið og Lenín- Stalín-forlagið sameinist. (Mál- gögnin, Stb. og Vbl., verði rekin og fjármögnuð sér í íagi.) 2) - að EK(m-l) og e.t. v. fleiri að- ílar taki þátt í rekstri bókaversl- unar KSML í Rvk. , Rauðu stjörn- unnar, og svipaðar bðkaverslanir verði settar á stofn víðar um land, s. s. á Akurey.ri. 3) - að KSML og EK(m-l) sameini vinnustaðasellur sfnar og starfi saman í andstöðuhðpum innán verkalýðsfélaga. 4) - að Stéttabaráttan og Verkalýðs- blaðið taki upp nána samvinnu með það f huga, að þessi tvö blöð verði sameinuð innan ekki of langs tíma. Auk þessa legg ég til, að bæði Stb. og Vbl. taki upp beina ritskoðun á alli efni, er varðar ágreining EK(m-l) og KSML, og útiloki allt, sem hefur að geyma órökstuddar fullyrðingar eða illkvittni. Slík beiting miðstjórn- arvalds-er ekki aðeins afeakanleg, heldur nauðsynleg í baráttunni fyrir stærsta hagsmunamáli felensks verkalýðs og allrar alþýðu, stofnun fslensks kommúnistaflokks. Að lokum: Aukið samstarf og minni erjur EK(m-l) og KSML mun hvetja til starfa fjölmarga hæfa kommúnista og verkalýðssinna, sem þar með sjá, að einhver alvara er að baki tali KSML og EK(m-l) um nauðsyn ilokks stofnunar kommúnista á felandi. 2. ágúst 1975. Guðmundur Sæmimdsson. Framhald af bls. 4 Orðsendng tíl Neista: Pappframireru á bordinu! sleppa þeim hluta sem útskýrir af hverju Sovétríkin ásælast Evrópu, auk þess sem þeir skjóta inn f enda greinarinnar bút sem tilheyrir allt annarri grein, þótt úr sama blaði sé. Ennfremur falsa þeir afstöðu kfn- verja með því að segja, að "nú les- um við í Peking Review að kfnverski Kommúnistaflokkurtan líti á það sem athæfi í hæsta máta gagnbyltingar- sinnað að reka áróður gegn EBE." Þetta er bein fölsun á því sem Pek- ing Review skrifar, greinta fjallar etas og fyrr segir um afstöðu Sovét- ríkjanna, en ekki um "í hæsta máta gagnbyltingarsinnað athæfi" komm- únista. Ekki eru þessar tilfærslur Neista gerðar án tilgangs. Tilgangurinn kemur í ljós þegar aðrar tilvitnanir, sem fylgja gretainni (úr Stéttabar- áttunni o| Morgunblaðinu), eru skoð- aðar. Þa sést greinilega að til- gangurinn er fyrst og fremst sá að verja sósíalheimsvaldastefnuna og fela eðli hennarI Hvorki tilvitnunin úr Stéttabaráttunni né úr Mogganum fjalla um EBE og afstöðuna til þess. Tilvitnunin úr Stéttabaráttunni fjall- ar um flotaumsvif Sovétríkjanna á , N-Atlanshafi og baráttuna fyrir friði í heiminum. Moggatilvitnunin er eitt af aðsvifum Matta Jó - tilraun hans til að nýta sér afetöðu Kína gagnvart Sovét f áróðri gegn sósíal- ismanum. (Qg Peking Review grein- in fjallar eins og fyrr segir um af- stöðu Sovét til V-Evrópu). Spurningin sem Neisti varpar fram til okkar "maóistanna" (ER ÞAÐ RÉTT AÐ UPPBYGGING STERKS, SAMEINAÐS E FNAHAGSBANDALAGS SÉ EITT MKILVÆGASTA VERK- EFNl BYLTINGARSINNA 1 DAG ?) lendir þvf dálítið á ská - þvf að hálfu Neista er spurningin fyrst og fremst að styðja Sovétríkin og ráð- ast gegn Kína. En þeir vilja svar við spurningunni. Eins og við sjá- um þá eru "pappírar" trottaranna falskir og allar forsendur málsins af þeirra hálfu. Við verðum því að hafa nokkuð langt mál um utanríkis- , pólitík sósíalískra ríkja og hvernig EBE kemur inn í þá mynd. Sökum plássley: :s verður seinni hluti þessarar greinar að bíða til næsta blaðs. ÖRSTUTT SVAR Eins og við tókum fram f 6. tbl. , þá stendur Stéttabaráttan opin öllum þeim sem vilja leggja orð í belg um flokksbygginguna. Ritstjórn fagnar því þessu framlagi Guðmundar til þessara umræðna. Varðandi hug- myndir hans, viljum við taka fram eftirfarandi: Við álítum að samein- ing samtakanna verði ekki leyst með skipulagsaðgerðum eingöngu. Enn- fremur er það skoðun okkar að sam- sláttur skipulagsins (svipað og Guðm. leggur til) verði fyrst og fremst að eiga sér forsendur í árangursríku samstarfi í sem flestum málum. Sú sundrung sem er á vinstri kantinum á sér pólitfekar forsendur, og við leysum þvf málin í pólitfeku starfi í stéttabaráttunni. Varðandi þær fréttir, að "aðeins helmingur miðstjórnar KSML sé þessu sammála (að EKm-1 og KSML gefi út sameiginlegt fræðilegt rit, innsk. ritstj.) " þá er rétt að taka það fram að málið hefur verið rætt innan miðstjórnar KSML og var sam. hljóða samþykkt að slíkur samslátt ur yrði að eiga sér pðlitfekar for- sendur, samanber ofanritað. Framhald af baksíðu borgurunum þykir hæfa letilíferni og allsnægtum. Inni f borginni, þar sem blærinn frá hafinu svalar ekki í gífurlegum hitanum er alþýðuna að finna. Þar búa iðnverkamenn og fólk f ýmsum þjónustu-og fram- leiðslustörfum við ömurleg lffs- skilyrði. Að baki lúxusbúða og hótela má sjá gömul 3-4 hæða hús f algjörri niðurnfðslu. Öllum frá- gangi á sorp-og skolpleiðslum er mjög ábótavant, og 3-4 íbúðir eru um hvert salerni. Böð eru fáséð. A götunni leika sér fátæklega kÍEedd börn innan um sorp og hundaskít. I nágrenninu er eld-og reykspúandi olíuhreinsunarstöð, og í sótinu hangir þvottur á snúrum. I iðnaðar- borgum Júgóslavfu er þessi sjón mjög útbreidd. Meðan borgararnir lifa hátt og aka um á Mercedes Bens á alþýðan vart fyrir mat og lifir sultarlífi. Þannig er "hinn mannúðlegi og frjálsi sósíalismi" Titos sem borgarar vesturlanda róma svo mjög. Þannig er ástandið í landi sem kallar sig sósfalfekt, en er kapitalfekt. En alþýða Júgóslavíu á eftir að segja síðasta orðið, og varpa auðvalds- hyskinu sem mergsýgur hana á rusla- hug sögunnar. -/01. Geríst áskrifendur að Grundvelli Leninismans Greiðið kr 500 inn á giroreikning nr 51000 Framhald af bls. 6 WHFRED BURCHETT Meðal fyrstu verksmiðjanna, sem voru endurreistar, voru verksmiðjur sem framleiða gervilimi fyrir örkumla fórnarlömb stríðsins. Af- dönkuðum hermönnum hefur verið kenndur vefnaður, klæðaskurður, vélritun og önnur störf, sem hjálpa þeim til að taka fljótlega til höndum við framleiðsluna. Eldneytisskortur hefur valdið stór- felldri minnkun bflanmferðar og mengunar. Reiðhjól eru að verða á ný aðalflutningatækið. Frelsisher- mennirnir og almenningur hafa mjög hlý og bróðurleg samskipti. A kvöldin er hægt að sjá ungmenni hreinsa götur jafnframt því að læra byltingarsöngva. Hér rfeir kátt, heilbrigt andrúmsloft, þrátt fyrir nú verandi efnahagsörðugleika. -/óhs sneri Kaupið Söngbók verkalýðsins. Fæst f Rauðu Stjörnunni, Lindargötu 15.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.