Stéttabaráttan - 29.11.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 29.11.1975, Blaðsíða 4
Baráttan ffyrir 8 stunda vinnudegi Ein af meginkröfum verkalýðsstéttt- arinnar í áratugi var krafan um átta stunda vinnudag. Eftir harðvftuga baráttu var átta stunda dagvinna lög- fest, og það var stór sigur á sínum tíma. En hvað varðar möguleika verkalýðsstéttina til að framfleyta sér hefur átta stunda vinnudagur reynst pappfrsplagg eitt. Dagvinnu- tekjur verkamanna hafa aldrei nægt til framfasrslu hans. Þegar kaup- máttur launa var mestur, f mars 1974, nægðu tekjur af dagvinnu að- eins fyrir u.þ. b. 65% framfærslu- kostnaðar, og f dag er þetta hlutfall komið niður í 50%. Eins og málum er háttað er það verkalýðnum lífsnauðsyn að vinna yfirvinnu. Hver verkamaður og kona grípa bókstaflega hvert tseki færi sem gefst til að ná f aukavinnu. Þetta ástand kmeur hart niður á verkafólki. - Verkamannavinna er þreytandi og slftandi og þegar yfir- vinnan er mikil er fólk rænt öllum tækifærum til að hvíla sig og dvelja með fjölskyldu sinni. Þegar bæði hjónin vinna úti ganga börnin oft sjálfala og eðlilega skapar slíkt vandamál. Þetta er ein af ástæðum þess að berjast verður fyrir að átta tfma dagvinna nægi fyrir framfærslu. Verkafólk á rétt á þvf eins og aðrir að hvfla sig frá vinnu og dvelja með fjölskyldu sinni. Launaþrælkunin er glæpur gagnvartbörnum verkafólks. A krepputfmum eins og í dag, tala borgaralegir hagfræðingar gjarna um kaupmátt tímakaups. Það er þeirra aðferð til að falsa ástandið vegna þess að minnkandi yfirvinna sést ekki þegar talað er um kaupmátt tfmakaups, þvf hún skerðir hann ekki. Undanfarnir samningar hafa byggt á því að fyrir hendi væri næg yfirvinna. Opinberar tölur sýna, að meðaltal tekna af yfirvinnu er 40% af heildartekjum verkamanna. Með því að yfirvinna minnkar eða hverf- ur eru þvíkjör verkafólks skert um 40% án þess að brotnir séu samning- ar eða verkafólk geti bætt sér upp kjaraskerðinguna. Þetta er önnur ástæða þess að berjast verður fyrir raunverulegum 8 tíma vinnudegi er nægi til framfærslu. Verkafólk ber enga ábyrgð á kreppu auðvaldsins. Með striti okkar höf- um við skilað milljónagróða f vasa auðherranna, og með vinnu okkar höfum við skapað öll verðmæti þessa lands. Það er kominn tími til að vkð rfsum upp og sýnum bröskurun- um ogbitlingasnötunum f tvo heim- ana. -/Dagsbrúnarsella KSML Björn Jónsson! Úrtölur þínar þjóna auðvaldinu séú nu Z„"'a8ltjaram<II<” ' Snum “«er5umeNúmver6uhrS)' stjírn nást. ' ef ára"8ur á a6 í viðtali við Alþýðublaðið (18.11.) viðrar Björn Jðnsson, forseti ASÍ, skoáðanir sínar á stöðunni íkjara- málum. Það þarf engum sem gerir sér grein fyrir eðli ASf-klíkunnar að koma á óvart skoðanir Björns: "Þeg- ar verðbólgan er yfir 50% á árs- grundvelli er útilokað með öllu að efna til kapphlaups við verðbólgu- skriðuna." tlt úr viðtalinu skín alls staðar að það er alls ekki ætlun ASÍ að reyna að ná aftur þeim kjaraskerð ingum sem framdar hafa verið. Loð- ið tal er um að stemma verðl stigu við verðhækkunum og að berjast verði fyrir kjarabótum í áföngum. En gera mennirnlr sér ekki grein fyrir að þessar "áfangakjarabætur" eru enn vonlausari en full kjarabót í verðbólguimi ? Allir undanfarnir samningar hafa falið í sér örlitla áfangahækkun miðaða við rautt strik eða annað. Næsta kjarabót kemur 1. des. , og verður hvorki meira né minna en 0,6%. Þvf er ekki þannig farið að verðhækkanir hafi ekki ver - ið meiri en svo að kjarabótin verði þess vegna svona Iftil. Nei, 9 manna nefndin samdi um það f sfð- ustu samningum að verðhsekkanir á búvörum skyldu ekki bættar. A máli ASÍ-manna heitir þetta alls ekki hækkun á búvörum, heldur hækkun á launum bænda, sem auðvitað er allt annar hlutur. Nú, og hvað gerir Geir góði. Hann auðvitað hækkar búvörurnar og eykur þar með fæðis- kostnað verkafólks um 40%. Annar máti á samningum þeirra ASÍ-manna er að semja upp á munn- leg loforð. Guðmundur J. Guð- mundsson sagði á Dagsbrúnarfundi, þegar greidd voru atkvæði um samn- ingana, að "Geir Hallgrímsson væri einn sá alúðlegasti og besti maður að tala við sem hann hefði nokkurn tfma átt viðræður við um kjaramál. Geir hefði eiginlega lofað þvf að matvæli skyldu ekkí fylgja verðhækkununum." En það er greinilegt að Geir leggur annan skilning í loforð sfn en verka- lýðsforystan. En snúum okkur aftur að viðtalinu við Björn: "Kjaramálin eru óleysan- leg með hefðbundnum aðferðum - nú verður að beita aðferðum stjórn- málalegs eðlis." Vafalaust á Björn þarna við að það þýði ekkert að ætla sér að fá launahaadcanir, verkafólk verði bara að kjósa Alþýðuflokkinn og fá rfldsstjórn sem er "hliðholl" verkalýðnum. Ekki skaðar það fyrir Björn að sennilega fengi hann þá ráðherrastól og himinhá laun og ým- is fríðindi. Við erum sammála Birni um að kjaramálin verða ekki leyst með hefðbundnum aðferðum ASf-forystunnar, þ. e. makki og undanslætti og smanarsamningum. En það er fullvissa okkar að standi verkafólk sjálft að samningagerðinni en vfsi ASÍ-forystunni inn á kjafta- sali Alþingis þar sem þeir eru best geymdir, séu kjaramálin mun betur á veg með að leysast. Verkamenn. Undansláttur og kjafta- vaðall Björns Jónssonar og annarra ómerkilegra pappfra þjónar atvinnu- rekendum. Búumst til baráttu - annars verðum við yfirunnir. Alyktun f rá Arósum Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á fundi íslendingafélags- ins f Arósum sem haldinn var 31. október s. 1.: "Fundur Islendingafélagsins í Arós- um, haldinn 31, október 1975 vitn- ar til fyrri ályktunar félagsins frá 21. okt. sl. og fordæmir um leið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem lýsa algerri fyrirlitningu á lífshags- munum námsmanna. Kröfur námsmanna um full lán mið- að við mismun tekna og framfærslu- kostnaðar (100% umframfjárþarfar) geta einvörðungu talist sanngjarnar og réttmætar, en þó hefur ríkis- stjórnin virt þær að vettugi. Langt- um stærst er þó ósvffni ríkisstjórn- arinnar f nýframlögðu fjárlaga- frumvarpi, þar sem 50% skerðingu námslána er hótað (miðað við 84% umframfjárþarfar og úrelt mat á fjárþörf). Bein afleiðing af ofan- greindu er að námsmenn eru nú þeg- ar teknir að hrekjast heim frá nami ásamt fjölskyldum sfnum. Slfk eyðilegging á viðleitni fólks til menntunar vitnar um afturhaldsvið- horf rikisstjðrnar sem við getum á engan hátt sætt okkur við og munum berjast gegn af öllu afli. Fundurinn fagnar þeim stuðningi sem verkalýðshreyfingin hefur veitt baráttu námsmanna og skorar á hana að standa vörð gagnvart r%is- stjórninni um lífskjör okkar, styrk- þega almannatrygginga og verka- fólks, sem náðst hafa með langri og strangri baráttu og berjast við hlið okkar gegn öllum kjaraskerð- ingartilraunum rfkisstjórparinnar. Við hvetjum launafólk og námsfólk til að efla sameiginlega baráttu gegn kjaraskerðingu ríkisstjórnar- innar, uns kröfum er fullnægt og rlkisstjórninn knésett." Viðtal við Njál Gunnarsson verkamann: „Það er kominn tími til að spyrna við fótum“ Frá Jjví að við birtum greinina um Barattusamtök verkafólk í síðasta tölublaði Stéttabaráttunnar höfum við fengið fyrirspurnir um samtökin. Nokkuð hefur borið á þvf að menn heyrðu kjaftasögur um BSV, sem greinilega eru samdar með það fyrir augum að níða samtökin niður. Til að skýra betur markmið samtakanna tók Stéttabaráttan eftirfarandi við- tal við Njál Gunnarsson, einn með- lima framkvæmdarnefndar BSV. Njáll er 49 ára gamall Dagsbrúnar- verkamaður, sem staðið hefur framarlega í verkalýðsbaráttunni um árabil. -Stb.: Hvers vegna voru Baráttu- samtök verkafólks stofnuð ? Njáll: Þau voru stofnuð vegna þess að það var orðin knýjandi nauðsyn fyrir verkafólk að rísa upp til bar- áttu fyrir lífsviðurværi sínu. Það er ekki að heyra á forystumönnum ASf að þeir séu tilbúnir að fara út í baráttu fyrir kauphækkunum, heldur hafa þeir einhverjar aðrar "lagfær- ingar" í huga. pa.ð ástand að verka- fólk verður að þræla fast að tvöföld- um vinnutíma til að hafa f sig og á er m. a. um að kenna stefnu ASÍ- forystunnar sem ekkert hefur viljað leggja í sölurnar til að vinna að þvf að 8 stunda vinnudagur verði stað- reynd. Þeir hafa fremur stólað á að samningar gæfu verkafólki "tæki- færi" til að framfleyta sér með yfir- vinnu. Atvinnurekendur hafa viljað ná sem mestri vinnu út úr hverjum verkamannni, því það er ljóst að meiri vinna gefur meiri gróða, og ASÍ-forystan hefur stutt þá í þessu. Það hafa verið gerðir tvisvar sinn- um samningar þar sem ASÍ-forystan hefur hreinlega látið verkafólk sam- þykkja það gerræði ríkisvaldsins að afnema vísitölubætur á laun. Þannig hafa þeir raunverulega verið að gera verkafólk ábyrgt fyrir afleiðingunum af kreppu auðvaldsins. -Stb. : ÞÚ segir að ASÍ-forystan hafi látið verkalýðinn samþykkja þetta? Njáll: Verkalýðsfórystan hefur bar- ið samningana I gegn án þess að fólk fengi tækifæri til að kynna sér þá. Ræðutími verkamanna sem hafa vilj- að andmæla á fundum þegar samning- ar eru upp bornir er takmarkaður meðan forystan hefur ótakmarkaðan tíma. Oft hafaverið gefnar ónógar og jafnvel villandi upplýsingar um samningsdrögin. T. d. kom það mörgum á óvart þegar ljóst var f haust að verðhækkanir á landbúnaðar afurðum og fleiru hefðu ekki áhrif á vísitöluútreikninga sem færa eiga verkalýðnum launauppbót. ASl samdi um þetta. Þá reyna verkalýðsforingjarnir að hræða fólk með því að ef samning- arnir verði ekki samþykktir nú, megi búast við löngu verkfalli. Og auk þess virðist vera nokkur hópur manna, a. m.k. innan Dagsbrúnar, sem er ávallt reiðubúinn til að sam- þykkja það sem forystan vill. Þess vegna er það fyllilega réttmætt að segja að verkalýðsforystan hafi látið verkafólk taka á sig ábyrgð á kreppu auðvaldsins. -Stb. Hvað segir þú um þær kenn- ingar sem m.a. margir verkalýðs- foringjar hafa sett fra, að launahækk. anir séu orsök verðbóígunnar ? Njáll: Því hefur verlð haldið fram, að launahækkanir, og ekki sfst vísi- tölubæturnar væru helstu verðbðlgu- valdurinn. Ef þessi kenning væri rétt, hefði engin verðbólga verið síðustu mánuði þar sem vísitölubætur á laun voru bannaðar og kjör verka- fólks fóru stöðugt versnandi. Það er hins vegar augljóst að þegar vísi- tölubætur eru ekki f gildi og vaxandi verðbólga þýðir ekki hækkuð laun verkafólks er ekkert sem hindrar verðbólguspekúlantana í að snúa verðbólguhjólinu sem hraðast og auka þannig gróða sinn. Vfsitölubæt- ur á laun eru því frekar hemill á verðbólguþróunina. -Stb.: Nú hafa þær sögur farið á kreik að BSV sé samsæri KSML og Fylkingarinnar, meðlimir BSV séu eingöngu menntamenn o. þ. h. Hvað vilt þú segja um þetta ? Njáll: Þessar sögur hafa farið fram hjá mér, og ég veit ekki hvaðan þær eru sprottnar. En sé hér um eltt- hvað samsæri að ræða, þá er það samsæri gegn auðvaldinu og þjónustu ASÍ-forystunnar við það. I BSV er fólk frá öllum róttækum samtökum, flestum flokkanna og að auki erum við nokkrir sem hvergi erum bundnir f flokka eða samtök. BSV eru áháð öllum pólitískum flokk- um og samtökum og eru þvf vett- vangur fyrir allt verkafólk sem ekki vill láta traðka lífskjör sfn endalaust niður f svaðið. Um það atriði að þetta séu einhver samtök mennta- fólks, þá eru það skilyrði fyrir inn- göngu í samtökin að menn stundi verkamannavinnu til sjós eða lands. Telji einhver þann hóp til mennta- manna hef ég ekki nema gott eitt um það að segja, þvf það er fleira mennt un en það sem lærist f skólum. -Stb.: Nú er fyrirhuguð kjaramála- ráðstefna 29-30 nðvember. Hvaða mögulegur ávinningur heldur þú að verði af ráðstefnunni ? Njáll: Þetta verður ráðstefna þar sem starfandi verkafólk ræðir um sínar eigin kröfur, reynir að sam- stilla þær og búa sig til baráttu. Ef vel tekst til gæti þetta orðið upphaf- ið að þróttmikilli baráttu verkafóiks fyrir lifibrauði sínu og réttindum. Munurinn ájjessari ráðstefnu og kjaramálaraðstefnu ASl er sá að þarna ræðir verkafólk um sfn mál, en á ráðstefnu ASÍ mun verkalýðsað- allinn, flestir háttlaunaðir embættis- menn, alþingismenn o. fl. ræða um hvaða kjör eigi að skammta verka- fólki. Þeir eru ekki að ræða sín eig- in kjör, þau ákvarðast á allt öðrum vettvangi og þeirra fffsaflcoma er langtum betri en verkafólks að það er ekki hægt að líkja þvf saman. A ráðstefnu ASÍ verður ekki skipu- lögð barátta sem færir verkafólki þær kjarabætur sem nauðsynlegar eru til að forða neyðarástandi á al- . þýðuheimilum, þegar dregur úr yfir- vinnunni. Það er þvf auðsætt að við verkafólk verðum að hætta að treysta á skrifstofuveldi verkalýðs- forystunnar en skipuleggja okkur sjálf. Þetta er sá eini valkostur sem við höfum. Að færa verkalýðs- baráttuna út af skrifstofunum og til verkafólks. -Nú er farið að líða á kvöldið, og vinna í fyrramálið, svo við spyrjum Njál, hvort það sé eitthváð sem hann vilji segja að lokum. Njáll: Ég vil aðeins skora á verka- fólk að taka þátt í ráðstefnunni og baráttunni sem framundan er. Það er ekki seinna vænna. Kjörum okk- ar hefur verið þrýst það langt niður að tfmi er til kominn að við spyrnum við fótum. -Viðtal tekið þ. 21/11 -/01 FRAMHALD AF FORSÍÐU ASi kjör en verkalýðurinn sem þeir eiga að vera fulltrúar fyrir. Sem dæmi um það má benda á bifreiðaeign sumra þeirra, en hún væri sæmandi hvaða milljónera sem er, en jafn- fram langt fyrir ofan fjárhagslega getu venjulegs verkafólks. Þetta er bara lftið dæmi, en þó skýrt um stöðu þeirra í dag. I dag hefur ASl engin formleg völd yfir aðildafélög- unum - en aukin völd ASI þýðir tryggari stöðu þessara manna sem svo vel búa. Þeim eru kjör sín kær og stefna augljóslega að bví að auka þau og tryggja, það er í þessu samhengi sem við verðum að skoða afstöðu þeirra til væntanlegra breytinga á vinnulöggjöfinni. Ef fyrirhugaðar breytingar ná fram að ganga verða stöður toppklflumnar bundnar f lögum, og því er þess tæplega að vænta að þeir berjist gegn breytingunum nema þvf aðeins að sterk hreyfing meðal verkafólks- ins sjálfs neyði þá til þess að taka afstöðu gegn þeim f orði. Starfsaðferði ASl-toppanna f dag sýna að þeir stefna að auknu mið- stjórnarvaldi. Hin s.k. níumanna- nefnd er eitt dæmið. Einn nefndar- manna, Björn Þórhallsson, for- maður Landssambands fsl. verslun- armanna, sagði nýlega f viðtali "að þróunin stefni að auknum áhrifum heildarsamtakanna (þ. e. ASÍ/iimsk. hh). Samkvæmt íslenskri vinnulög- gjöf er vald þeirra ákaflega lftið, því endanlegt ákvörðunarvald er hjá einstökum aðildarfélögum. Að margra dómi hefur þessi mjög mikla valddreifing marga ókosti og veikir áhrifamátt launþega" (VR- blaðið, júní 1975). Hér er það skýrt að nefndarmenn telja það ó- kost að endanlegt ákvörðunarvald sé hjá einstökum félögum, þeir telja launþega standa betur að vfgi ef hið svokallað samflot (sem þýð- ir ekkert annað en að örfáir forystu menn loka sig inni á fundum með atv. rek. eftir að hafa safnað eins mörgum umboðum og hægt er frá verkalýðsfélögunum vfðs vegar um landið) breytist í formlegt mið- stjórnarvald. Þetta samflot, sem er orðin regla að því er virðist er töluvert frá- brugðin þeirri samstöðu sem ein- kenndi verkalýðsbaráttuna áður fyrr. Samflotið er verk forystunn- ar og nýst f kringum virkni hennar á vökufundunum, en samstaðan f baráttunni náði til verkalýðsfjöld- ans sem tók virkan þátt f alls konar aðgerðum (hér má minna á Borð- eyrardeiluna, Novuslaginn, Hlffar- deiluna o. fl.). Ölafur Hannibalsson, skrifstofu- stjóri ASl, hefur rætt í grein (birt f Vinnunni og Þjóðviljanum) um gagnrýnina á starfsaðferðir foryst- unnar. Öll sú grein miðar að bvf að rökstyðja kosti allsherjarsam- flotsins - og þrengja lýðræðið. Ö- lafur telur að gagnrýnin eigi ekki rétt á sér - þvert á móti snýst hann til sóknar gegn þvf lýðræði sem enn fyrirflnnst mnan Atíl. Hann fullyrðir að svifasein vinnubrögð forystunnar eigi sér orsök í vald- dreifingunni og setur fram harða kosti: "Vilji menn að verkalýðs- samtökin verði skjótvirkt vopn og biturt íbaráttunni, verða menn einfaldlega að velta þelm mönnum sem treyst er til forystu meiri völd og ábyrgð." (Þjóðviljinn 13. 8. ^75). Þessi niðurstaða Ölafs er þveröfug við reynslu undanfarinna ára. Þvf meiri völd sem ASl-forystunni hef- ur tekist að draga að sér - þvf ver hefur verkalýðshreyfingin staðið gegn sðkn auðvaldsins. Beinasta leiðin til að sljóvga baráttuna er að auka völd toppklíkunnar. Vinnubrögð og stefna ASl-foryst- unnar og lagabreytingartillögur VSÍ hafa sama markmið - að skerða enn frekar baráttumátt verkalýðshreyf- ingarinnar. Það er þvf augljóst að árangursrflc barátta gegnauðvalds- árásunum verður einnig að snúast gegn svikurunum f æðstu embættum ASÍ. -/hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.