Stéttabaráttan - 30.12.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 30.12.1975, Blaðsíða 1
ÖRBGAR ALLRA LANDA SAME/N/ST! UF/ MARXISMINN-LENINISMINN HUGSUN MAOS TSE TUNGS! Stéttabarðttan HLJÓMLISTAR GAGNRÝNI BLS. 3 PALESTÍNA BAKSÍÐA Ný heimsstyrjöld í uppsiglingu -ísland milli risaveldanna 30 ár era liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Manna á með- al kallast þetta tfmabil eftirstríðsár.' En eru þetta eftirstrfðsár ? Að mati marxista-lenfnista má sjá mörg teikn nýrrar heimsstyrjaldar á lofti. Við skulum líta á þau helstu: • Tvö heimsvaldasinnuð stórveldi hafa skapast, Bandaríkin og Sovét- ríkin. Annað risaveldið beitir öllum ráðum til að verja stórveldayfirráð sfn sem það náði f lok seinni heims- styrjaldarinnar. Hitt risaveldið rek ur mikla útþenslupólitík, og ógnar nú "hefðbundnum" yfirráðum Banda- ríkjanna um allan helm. • Þessi risaveldi ráða yfirgnæfandi meirihluta alls herafla og vopna í heiminum. Þrátt fyrir tal um af- vopnun og frið auka þau í sffellu vfg- búnað sinn. Bandarfkin slóu á þessu ári met í útgjöldum til hermála. Sov- étríkin eyða minnst 20% þjóðar- framleiðslu sinnar til hermála. Risa veldin hafa milljónir manna undir vopnum, og þó það í sjálfu sér leiði ekki til strfðs, sýnir það að risaveld in eru búin í stríð. • Alveg eins og fyrir upphaf heims- styrjaldanna tveggja einkennist á- standið f dag af misjafnri þróun heimsvaldablokkanna. Hið svokall- aða jafnvægi f vígbúnaði milli Sovét- rfkjanna og Bandaríkjanna sem borg- aralegir fréttaskýrendur segja vera til verndar friði í heiminum er að hverfa. Sovétríkin eru komin fram úr Bandaríkjunum í vfgbúnaði sínum, og eins og aðalflotaforingi Sovétríkj - anna, Gorschkof, sagði 1969 er floti þeirra nú "fær um að uppfylla skyld- ur sínar hvar sem er f heiminum. " Þjóðrembingsáróðurinn í Sovétríkj- unum er stöðugt efldur, og alþýðan hefur verið rúin öllum lýðræðisleg- um réttindum. Sovétríkin eru f dag vaxandi risaveldi og árásar- og út- þenslustefna þeirra getur hleypt af stað nýrri heimsstyrjöld. • Kreppan skekur allan auðvalds- heiminn. Heimsverslunin minnkar, og atvinnuleysi f auðvaldsheiminum hefur aldrei verið meira. A sama hátt og kreppan 1930 var undanfari nýs uppskiptastríðs ber kreppan f dag með sér öll einkenni strfðsað- draganda; sókn risaveldanna í mark aði og áhrifasvæði verður enn harð- ari fyrir tilverknað kreppunnar. FRAMHALD A SfÐU 2. Myndin: Friðar- og afvopnunnartal þeirra Brésneff og Ford er tilraun til að slá ryki í augu fólks. Risa- veldin kynda að eldum stríðs um víða veröld. Kjarasamningar framundan ASI-forýstan starfar eins og áður í anda auðvaldsins Samningamalík ASf-forystunnar og VSf er hafið. Bráðabirgðasamkomu- lagið, sem gert var í júní s.l. renn- ur út um áramótin. Þetta bráða- birgðasamkomulag, sem gert var eftir langvarandi samningamakk á bak við tjöldin, þar sem allt var reynt til að koma f veg fyrir verk- fall, fól ekki í sér neinar verulegar kjarabætur - þvert á mót sló ASf- forystan mjög af sínum kröfum og þannig var um hnútana búið, að hið fræga "rauða strik" vísitölubinding- ar launa og loforð ríkisstjórnarinnar reyndust einskis nýt til að vega á móti þeim verðhækkunum, sem sfð- an . hafa yfir dunið. ASf vill "heillavænlegri stefnu í efnahagsmálum" Kjaramálaráðstefna starfandi verkafólks ATVINNULEYSI Atvinnuleysið er að halda innreið sína á fslandi af fullum krafti. Aður en Alþingi fór í jólaleyfi afgreiddi það fjárlög sem enn koma til með að ýta undir atvinnuleysisþróunina. A næsta ári verður launafólk f landinu að þola enn frekari kjaraskerðingar, og samkvæmt fjárlögum á að draga stórlega úr allri opinberri þjónustu, og skerða á stórlega hlut þeirra sem minna meiga sín í þjóðfélaginu. En lítum á dæmin sem sanna að atvinnu- leysisvofan er komin á kreik: Sökum bess hvernig auðvaldið hefur braskað með landhelgina eru líkur á bví að hluta bátaflotans verði lagt um áramótin. Sjómenn eru stðrum uggandi um sinn hag. Mörg frysti- hus eru að segja upp starfsfólki sínu, og t. d. á Ölafsvík er fjórðungui bæjarbúa atvinnulaus. Starfsfólk næst stærsta frystihúss Reykjavíkur, Kirkjusandi, hefur allt verið rekið, og þvf sagt að "eftilvill sé reynandi að líta við um mánaðarmótin janúar- febrúar. Flest verktakafyrirtæki eru að segja upp mannskap, og allir bygginga- meistarar í Reykjavík eru að draga saman seglin, sem auðvitað þýðir atvinnuleysi. I Arness- og Rangárvallarsýslum eru á briója hundrað verkamenn á atvinnuleysingjaskrá, og ekkert út- lit fyrir að rofi til fyrr en í fyrsta lagi með vorinu. Svona væri lengi hægt að telja, og enn eru ekki næstum öll kurl komin til grafar. Varaformaður Dagsbrúnar telur líkur á að þúsundir manna verði atvinnulausir á næsta ári ef svo stefnir sem horfir. Þetta er það sem "hið mannúðlega vestræna auðvaldsþjóðfélag" býður verkalýðnum uppá þegar braskarar og stórgróðamenn eru búnir að kollsigla öllu: Þá eru verkamenn sviptir grundvallarmannréttindum, réttinum til að vinna fyrir sér. Til baráttu gegn atvinnuleysi og ör- birgð - látum auðvaldið sjálft borga sfna egin kreppu. En hver eru rfið ASf-forystunnar til að vega á móti þeirri gífurlegu kjara skerðingu, sem orðið hefiir að und- anförnu og öllum tilraunum auðvalds ins til að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar vinnandi fólks ? Björn Jónsson, forseti ASf, gaf út þá yfir lýsingu í haust, að nú yrði fyrst og fremst að einbeita sér að því, að koma í veg fyrir orsakir verðbólg- unnar. Kjaramálaráðstefna ASÍ-for- ystunnar, sem haldin var f desemb- erbyrjun, hefur reynt að móta stefnu "í þessum anda". Þar er "hefðbund- in barátta fyrir kauphækkunum" ekki talin "einhlft aðferð" eins og segir f ályktun ráðstefnunnar, heldur skal tekin upp "gerbreytt og heilla- vænlegri stefna í efnahagsmálum." Þessa "hefðbundnu baráttu" verka- lýðsforystunnar þekkir verkafólk mæta vel f gegnum árin; hún hefur aðallega verið fólgin f því, að hinir hálaunuðu embættismenn í ASÍ-for- ystunni hafa setið að samningamakki við atvinnurekendur bak við luktar dyr á svítum Hótel Loftleiða, en hinn almenni verkamaður kemur þar hvergi nærri; hann hefur hvorki a- hrif á mótun kjarakrafna né hvaða baráttuaðferðum skuli beitt. En nú ætla þessir bitlingaþegar ekki FRAMHALD A BAKSfÐU Laugardaginn þ. 29. nóv. s.l. , hófst í Lindarbæ í Reykjavik tveggja daga kjararáðstefna starfandi verkafólks. Ráðstefnan var opin öllu verkafólki, gagnstætt kjararáðstefnu ASI, sem haldin var nokkrum dögum sfðar og setin var af sjálfskipuðum forystu- mönnum verkalýðsfélaganna, án þess að verkafólk væri spurt um kröfur og kjör. Mikið starf var unnið af Baráttusam- tökum verkafólks til að undirbúa kjararáðstefnuna. I mánaðartíma störfuðu á vegum BSV fjórir starfs- hópar um eftirtalda málaflokka: húsnæðis- og skattamál, kjaraskerð ingarnar og kjarakröfur, ASf og samningsvaldið, og væntanleg ný vinnulöggjöf atvinnurekenda og rfkis- valds þeirra. Kjararáðstefnan var auglýst með veggblaði sem sett var upp á vinnustöðum af félögum úr BSV og Rauðri æsku og að auki dreifðu sömu aðilar 4000 eintökum af dreifiriti sem fjallaði um kjara- skerðingarnar og samningavaldið. Samin var stutt og laggóð fréttatil- kynning bar sem sagt var frá kjara- ráðstefnunni og um leið stofnun Bar- áttusamtaka verkafólks rúmum mán- uði áður, og var hún send til dag- blaða, útvarps og sjónvarps, en að- eins útvarpið og Vfsir birtu tilkynn- inguna. Málgagn þjóðfrelsis, verka- lýðs og sósfalisma þagði, og öll hin borgarablöðin ásamt sjónvarpinu, og sýnir bað hug bessara fjölmiðla, þegar verkafólk heldur kjararáð- stefnu. Baráttusamtök launafólks á Akureyri var boðið að senda full- trúa ásamt öðrum róttækum verka- mannahópum og félögum úti á landi. Laugardagsmorguninn kl. 10 hðfst ráðstefnan með stuttri kynningu á Baráttusamtökum verkafólks og að- draganda kjararáðstefnunnar. Síð- an var ráðstefnugestum skipt upp í fimm umræðuhópa sem tóku fyrir kjaramálin, samningsvaldið, hús- næðis- og skattamál, væntanlega nýja vinnulöggjöf og nærtækustu verk efni BSV. Eftir matarhlé tóku svo hóparnir til starfa og skiluðu þeir niðurstöðum um kaffileytið. Eftir kaffihlé voru niðurstöður hópsins um kjaramál fluttar úr pontu og voru þær helstar, að dagvinnutekjur yrðu að nægja fyrir framfærslu. Rökstutt var að svipta má verkafólk helming tekna sinna, með þvf einu að svipta það eftir- og næturvinnu án þess að brjóta nokkra samninga. Fordæmd er sú fölsun sem gerð hef- ur verið á vísitölunni með því að reikna háa útgjaldaliði eins og hús- næði lágt, sleppa leiguhúsnæði og rekstur einkabifreiðar og áfengi og tóbak, svo að eitthvað sé nefnt. Krafist er fullrar vísitölubindingar launa og fordæmd sú stefna ASl að sleppa henni við sfðustu samninga. Bent er á að verkafólk á enga sök á kreppu þeirri sem auðvaldið stefnir í, þess vegna verður að berjast fyr- ir eftirfarandi kröfum: Gegn at- vinnuleysi og verðbólgu - látum auð- valdið bera sína eigin kreppu. Líf- vænleg laun fyrir 40 stunda vinnu- viku. 12 manns tóku þátt f umræðum um þennan dagskrárlið og voru allir samþykkir því f meginatriðum að berjast fyrir framanskráðum kröf- Mynd: Ef verkafólk áaðná árangrl í baráttunni gegn kjaraskerðingunum og atvinnuleysinu verður baráttan að byggja á fjöldabaráttu sem jafnt beinist gegn auðvaldinu og verkalýðsaðlinum. ASf-broddarnir láta fara vel um sig meðan þeir makka með fulltrúum auð- valdsins um "réttláta" skiptingu þjóðarteknanna því þeir vita að þeir þurfa ekki sjálfir að lifa af þeim smánarlaunum sem vinnandi fólki eru skömmtuð. Vinnulöggjöf in: ASi-forystan á undan sinni samtíð? ASf-forystan er nú sest við borðið hjá sáttasemjara ríkisins - án þess að hafa nokkuð samningavaltTj Vinnulöggjöfin kveður skýrt á um að ASl hefur ekkert samningavald - það liggi hjá hinum einstöku að- ildarfélögum. M.a.s. hefur ASl verið dæmt í Félagsdómi fyrir að taka sér samningavald án umboðs frá félögunum. Það gerðist árið 1944. Eins og kunnugt er standa fyrir dyrum breytingar á vinnulöggjöfinni sem stefna að því að auka völd ASÍ- forystunnar. En enn hefur lögun- um ekki verið breytt - og því er það lögbrot þegar ASf-forystan sest inn hjá sáttasemjara til að semja án þess að hafa aflað sér umboða hjá aðildarfélögunum En starfsaðferðirnar núna sýna vel hvert forystan stefnir f stéttasam- vinnu sinni. Þeir eru farnir að • beita "nýju lögunum" áður en þau hafa verið lögð fyrir Alþingi. -/hh

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.