Stéttabaráttan - 30.12.1975, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 30.12.1975, Blaðsíða 2
STÉTTABARATTAN 12. tbl. 4. árg. 30. 12. 1975. Utg. : Kommúnistasamtökin m-1. STÉTTABARATTAN kemur út mán- aðarlega. Póstfang: Pósthólf 1357, Reykjavík. Sími: 27810. Gfrónr. : 2 7810. Ritstj.' og ábm. : Hjálmtýr Heiðdal. EFLUM STETTABARATTUIMA Með þessu tölublaði lýkur 4. árgangi Stéttabaráttunnar. FJögur ár eru að baki, fjögur ár þrotlausrar baráttu til að halda blaðinu úti, fjögur ár pólitískrar þróunar. Næsta ár, hið fimmta, verður baráttan fyrir tilveru blaðsins enn harð- ari. Það vita allir baráttumenn kommúnísku hreyfingarinn- ar að okkur er nauðsynlegt að eiga vopn til að berjast með. Og þessivopn verða ekki látin í hendur okkar, við verðum að smíða þau sjálf. Stéttabaráttan er eitt þessara vopna sem við verðum að smíða. Og þeirri smíð er langt í frá lokið. t>að er þvf ekki nægilegt að halda útgáfu Stéttabaráttunnar í horfinu, við verðum að sadcja fram og efla blaðið að miklum mun. Margar hugmyndir eru á lofti í því sambandi og þá sérstaklega sú hugmynd að auka útgáfutfðnina. En hugmynd- ir halda áfram að vera bara hugmyndir - ef þeim er ekki komið í framkvæmd með hnitmiðuðu starfi. Hnitmiðað, fórnfúst starf allra baráttumanna Stéttabaráttunnar, er það eina sem getur skilað okkur áleiðis í uppbyggingu blaðsins. Nú, þegar stefnt er að því að gefa blaðið út tvisvar í mán- uði, verða liðsmenn okkar að sinna kallinu, að öðrum kosti verður ekkert skref stigið áfram. Staðreyndir málsins eru þær að Stéttabaráttan getur aðeins lifað sem hluti af starfandi baráttufylkingu sem hefur skýr markmið og skipulagt starf. Stéttabaráttan sækir ekki um ríkisstyrki, blaðið sækir styrk sinn til baráttumanna verka- lýðsstéttarinnar, það er því undir þeim komið hversu öflugt blaðið verður. Verkefiiin blasa við; auka verður útgáfutíðnina, auka verður útbreiðsluna. Það verður að afla blaðinu fleiri lesenda meðal verkalýðsins og blaðið verður að styrkjast sem mál- svari verkalýðsstéttarinnar. Verkefni baráttumanna blaðs- ins eru þvi tviþætt: stöðugt starf við útbreiðslu blaðsins meðal æ stærri hluta verkalýðsins - og þrotlaust starf til þess að bæta blaðið pólitískt. Þetta starf er liður í þeirri baráttu að gera blaðið að málgagni verkalýðsstéttarinnar, málgagni sem verkamenn líta á sem sitt eigið og sem þeir taka þátt í að móta með skrifum og öðru starfi. Verkalýðsstéttin verður að eiga sér öflugt baráttumálgagn EFLUM STÉTTABARATTUNA. 45 AR FRA STOFNUN KOMMUNISTAFLOKKS ÍSLANDS Fundur í Reykjavik Sunnudaginn 30. nðvember héldu Kommúnlstasamtökin og Einingar- samtök kommúnista alm. fund í til- efni þess, að þá voru liðin 45 ár frá stofnun Kommúnistaflokks íslands. Fundur þessi var ekki einungis haldinn f því skyni að minnast glæsilegra sigra KFÍ í stéttabarátt- unni á 4. áratugnum, heldur var hér fyrst og fremst um baráttufund að ræða, sem hafði að inntaki stofnun nýs kommúnistaflokks á ís- landi. Fundurinn var haldinn f Iðnó og var fjölsóttur, eða u.þ. b. 200 manns. Grunntónn fundarins var eins og áður segir baráttan fyrir endurreisn kommúnistaflokks.og því var aðalvígorð hans: Endur- reisum merki Kommúnistaflokks Islands. Að auki voru höfð uppi vígorðin Stétt gegn stétt og Lifi samfylking verkalýðsins á grund- velli stéttabaráttunnar, sem minntu á baráttustefnu KFÍ. Dagskrá fundarins var afar fjöl- breytt, en hún hófst með ávarpi Eik(m-1), er Ingibjörg Hjartardótt- ir flutti. Næst kom sönghópurinn CSctóber fram, en þessi sönghópur (sem nú birtist í fyrsta skipti undir nafni) hefur áður komið fram á skemmtunum og fundum hjá KSML Vfetnamnefndinni og kínversku og albönsku vináttufélögunum. Arn- ar Jónsson, leikari, las ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og hann stjórn aði jafnframt flutningi á kafla úr leikriti Bertolts Breehts, Undan- tekningin og reglan. Félagar úr Eik(m-l) og KSML lásu úr gömlum blöðum, sem KFÍ gaf út, aðallega þó úr Verklýðsblaðinu, sem var höfuðmálgagn Kommúnistaflokks- ins. Kristján Guðlaugsson söng nokkra baráttusöngva, en ávarp KSML flutti Sigurður Jón Ölafsson, iðnverkamaður, og var þar skýrt frá þeirri ákvörðun Kommúnista- samtakanna að stofna kommúnista- flokk á páskum á næsta ári. Fund- inum lauk svo, eins og öllum fund- um KFÍ hafði lokið, með þvf að fundarmenn risu úr sætum og sungu Alþjóðasöng verkalýðsins. Öhætt er að fullyrða, að fundur þessi hafi heppnast í alla staði mjög vel, enda var gerður góður rómur að honum. Síðast en ekki síst skal þess getið, að hann varð okkur mikil hvatning f baráttunni fyrir endurreisn kommúnfsks verka lýðsflokks á Islandi. Fundur á Akureyri Fundur var haldinn í Eininingarhús- inu á Akureyri 29. nóvember í til- efni þess að 45 ár voru liðin sfðan gamli Kommúnistaflokkur Islands var stofnaður. Að fundinum stóðu Akureyrardeildir KSML og EIK. Margt gott efni var flutt á fundinum, svo sem ljóð og frásagnir frá tíma þeim sem K Fl var starfandi. Þá voru sungnir verkalýðssöngvar og flutt ávörp. Nokkrlr gamlir félagar úr KFl sóttu fundinn og sögðu þar frá ýmsum atburðum úr stéttabarátt- unni frá þessum tímum. ÞÓtti fund- urinn takast mjög vel og var hann nokkuð vel sóttur þrátt fyrir stór- hríðarveður. -/GM Hvernig kemstu i samband við KSML Miðstjórn: Pósthólf 1357 Reykja- vík, einnig í sfma 2 78 10. Ritstjórnir Stéttabaráttunnar og Rauða fánans: Pósthólf 1357 .Reykja vík, einnig i sfma 27810. Reykj avfkurdeild: Lindargötu 15 Reykjavík, sfmi: 27810. Akureyrardeild: Guðvarður M. Gunnlaugsson Helgamagrastræti 23, einnig pósthólf 650 Akureyri. Suðurnesjadeild: Jónas H. Jónsson Holtsgötu 26 Njarðvík, sími: 2641. Hafnarfjörður: Fjóla Rögnvalds- dóttir, Vitastíg 3. Neskaupstaður: Stuðningsdeild KSML c/o Peter Ridgwell Miðhús- um. Snæfellsnes: Sigfús Almarsson Skolabraut 10, Hellissandi. Eiðar, S-Múl.: Stefán Jóhannsson. Hvar geturðu keypt STÉTTABAR- ATTUNA? SUÐURLAND: Reykjavik: Rauða stjarnan, Lind- argötu 15. Bóksala stúdenta í Félagsstofnun- inni v/ Hringbraut. Einnig fæst blaðið nú í mörgum söluturnum. Suðurnes; Umboðsm. Jónas H. Jónsson, Holtsgötu 26, Njarðvík. Hafnarfjörður: Fjóla Rögnvalds- dóttir umboðsm., Vitastfg 3. Vestmannaeyjar: Umboðsm. Guð- rún Garðarsdóttir, Þorlaugsgerði. VESTURLAND: lleilissandur: Umboðsm. Sigfús Almarsson, Skólabraut 10. NORÐURLAND: Akureyri: Umboðsm. Guðvarður Gunnlaugsson, Helgamagrastræti 23.. Siglufjörður: Söluturninn, Aðalgötu selur Stéttabaráttuna og Rauða fán- ann. Húsavfk: Umboðsm. Þórarinn Ö- lafsson, Sólbrekku 5. Sauðárkrókur: Umboðsm. Einar Helgason, Víðigrund 6 (3. hæð). AUSTURLAND: Borgarfjörður eystri: Umboðsm. Guðrún Steingrfmsdóttir. Neskaupstaður: Umboðsm. Peter Ridgewell, Miðhúsum. Eiðar: Umboðsm. Stefán Jóhanns- son. Islenskir námsmenn erlendis: Nú getið þið keypt Stéttabaráttuna hjá umboðsmönnum okkar í nokkr- um borgum á norðurlöndum. NOREGUR: Bergen: Umboðsm. er Guðmundur Sæmundsson 14-986 Fantoft Stu- dentby, 5036 Fantoft. Oslo: Katrín H. Andrésdóttir, Steimgrimsvei 15, Oslo 11. SVÍÞJÖÐ: Stokkhólmur: Umboðsm. er Magnús Sæmundsson, Sandstensvágen 89, 136 51 Handen. Lundur: Jón Rúnar Sveinsson, Ká'mnársvágen 5 D: 218 222 46 Lund. DANMÖRK: Árhus: Umboðsm. er Magnús Þor- grímsson, Börglum Kolligiet v 444 Börglumsvej 2, 8240 Risskov. Félagar áskrifendur. Nú fer hver að verða sfðastur til að borga áskriftina fyrir STÉTTA- BARATTUNA 1975. Enn eru nokkrir sem hafa trassað skil. Borgið inn á gíró 27810 sem fyrst. Venjuleg áskrift kr_ 600, - Stuðningsáskrift - 800,- Baráttuáskrift - 1000,- 45 AR FRA STOFNUN KOMMUNISTAFLOKKS iSLANDS -Island milli risaveldanna FRAMHALD AF FOWSÍDU. • Það vantar ekki "neista sem kveikt gætu f púðrinu" í stríðsþunguðu á- standi. Októberstrfðið 1973, Kýpur- deilan 1974, innllmun Sikkim og Kasmír í Indland, allt voru þetta at- ,burðir þar sem risaveldin áttu. hlut að máli. Bandaríkin hóta arabaríkj - unum árás vegna stefnu þeirra í olíu sölumálum, Norður-Kóreu er ógnað með kjarnorkuárás og Sovétríkin standa að baki fasískum aðgeið um f Indlandi. I Angóla bítast risaveldin á með hernaðarsérfræðingum, vopn- um, peningum og öllu sem verða mætti til að gera landið sér háð og ráða þróun mála þar. • Risaveldin tala hátt um afvopnun og frið. Þau halda alheimsráðstefn- ur í nafni friðarins á sama tíma og baráttan milli þeirra skerpist og mótsagnirnar dýpka. Helsinkiráð- stefnan er ekki annað en annar Múnchenarsáttmáli og Brésneff og Ford arftakar Hitler og Chamber- lains. Staðreyndirnar tala sínu máli: Eftir- strfðsárin eru orðin að fyrirstrfðs- árum. fsland milli risaveldanna ísland hefur mikið hernaðarlegt mlk- ilvægi. Landið liggur milli risaveld anna, og héðan má hafa eftirlit og fara til árása á allar skipaleiðir f N-Atlanshafi. Héðan má skjóta eld- flaugum á skotmörk í Sovétríkjunum, á meginlandi Evrópu og Bandaríkj - unum. Héðan hefur bandaríski her- inn eftirlit með siglingum sovéska flotans frá Murmansk og inn á Atlanshafið. Það er því mikill á- vinningur fyrir Bandaríkin að hafa hernaðaraðstöðu á íslandi. Bandaríkin hafa mikil áhrif á allt líf í landinu. Island er ofurselt banda- rískum menningaráhrifum, og banda ríski áróðurinn er geysilega áhrifa- mikill. Islenska borgarastéttin er tengd bandarísku auðmagni á marg- an hátt, og hún er mjög háð mörk- uðum í Bandaríkjunum. íslenska borgarastéttin er í öllum málum "hjartanlega sammála" Bandaríkj- unum, og það hefur komið skýrt fram á vettvangi SÞ þar sem Island hefur verið í góðu kompanfi með Bandarikjunum, Chile, S-Afríku og fleiri áþekkum löndum við að verja glæpaverk heimsvaldastefnunnar gegn þjóðum þriðja heimsins. Is- lenska borgarastéttin _er reiðubúin til að selja og skerða sjálfsákvörð- unarrétt þjóðarinnar fyrir gróða- hagsmuni sfna, og hún skirrist ekki við að taka sér stöðu við hlið aftur- haldsaflanna. En eins og svo vfða um heim þar sem bandaríska heims valdastefnan hefur áhrif sækja Sovét- ríkin á. Islensk borgarastétt hefur gffurleg samskipti við Sovétríkin. Þaðan kaupir hún olíu og vélar, og selur þangað fiskafurðir og ullarvör- ur. Öhagstæður vöruskiptajöfnuður hefur leitt til þess að Sovétrikin eru orðin lánadrottnar íslands og eiga hjá þjóðinni 10 milljarði króna. Sov- étmenn hafa reynt að beita viðskipta þvingunum til að mótmæla útfærslu fiskveiðilögsögunnar, og sækja nú stíft að koma upp hér á landi þjón- ustuaðstöðu fyrir fiskiskipaflota sinn sem myndi þýða hundruði tækni- og þjónustumanna á íslenskri grund. En menn ættu að vera á verði gagn- vart slíku. Sósfalheimsvaldasinnar- nir hegða sér ætíð eins og gestir sem neita að fara. Fái þeir ein- hvers staðar að komast með fót á land, fara þeir ekki þaðan, sbr. Bangla Desh þar sem þeir komu und- ir Jjví yfirskini að þeir ætluðu að hjalpa til við að hreinsa hafnir eftir strfðið, en íkjölfarið fylgdi herskipa höfn, olíbirgðastöðvar o.þ. h. Það er víst, að bæði risaveldin vilja ná auknum áhrifum hér á landi, og bæði hafa þau í sfnum fórum áætlan- ir um hvað skuli gera ef til strfðs kemur. Island verður sjálfkrafa á bandi Bandaríkjanna og verður að veita heim alla aðstöðu .vegna þátt- töku íslands f NATO og Sovétmenn hafa sfnar áætlanir; það sýna flota- æfingar þeirra á Barentshafi og inn- rásaræfingar þeirra við Noreg. Heimsástandið leggur okkur þær skyldur á herðar að berjast gegn út þenslustefnu risaveldanna, og krefj- ast úrsagnar úr NATO. Við verðum að standa vörð um þjóðfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt Islands og af- hjúpa miskunnarlaust borgarastétt- ina er hún beygir af til að þóknast öðru hvoru risaveldanna. Hún hefur engan rétt til að ráðskast með fram- tfð íslenskrar alþýðu. ísland fyrir íslenskan verkalýð og vinnandi alþýðu. -/ÖI Mynd: Sovéskir T-55 skriðdrekar aka á land úr risastórum land- gönguprömmum Akureyrardeild RauðrarÆsku stofnuð Fimmtudaginn 11. desember s.l. var Akureyrardeild Rauðrar æsku stofnuð. Stofnendur voru nokkur ung menni, flest í Menntaskólanum á Akureyri. Aðdragandi þessa máls var sá að þegar fréttist til Akureyrar að sam- tök ungra kommúnista, Rauð æska, hefðu verið stofnuð f Reykjavík, þá ákváðu félagar og stuðningsmenn KSML á Akureyri að vinna að stofn- un deildar innan RÆ á Akureyri. Und FRÁ RITSTJÓRN 11. tbl. Stéttabaráttunnar kom mjög seint til áskrifenda í Reykja- vík. Skýringanna er að leita í frá bæru skipulagi póstþjónustunnar sem gerði sér lftið fyrir og sendi öll blöðin, sem áttu að fara til á- skrifenda í Reykjavík, til Suður- eyrar. Þar lágu svo blöðin án þess að það væri tilkynnt og komu etóki til skila fyrr en ritstjórn Stéttabar- áttunnar var búin að setja ný ein- tök í póst. Þannig var sent tvöfalt upplag til áskr. í Rvík. Og það kostar blaðið töluverð fjárútlát þar sem þessi blöð voru ætluð til lausasölu. Þetta mál er ábending til áskrif- enda um að vera vel á verði og til kynna okkur ætíð ef blaðið berst ekki á væntanlegum tíma. Nú þeg- ar vitum við dæmi þess að áskrif- endur fá ekki blaðið hvað efjir ann- að. Astæðurnar geta verið marg- víslegar, m.a. starfshættir póst- þjónustunnar. Nýlega fréttum við af einum áskrifanda sem hafði ekki fengið blaðið f heilt ár þó svo að það hefði verið sett f post rétt merkt allan tímann. Við hvetjum því til aukinnar ár- vekni. irbúningsnefnd var kosin og dreifði hún málgagni RÆ í MA og boðaði síð an stofnfund sunnudaginn 7. des. s.l. A þessum fundi gerðist í stuttu máli ekkert, þvf þrír trotskistar mættu þar og tokst að tefja fundinn með málþófi og rifrildi fram úr þeim tfmamörkum sem fundinum voru sett af húsráðendum. Rifust trott- arnir aðallega út af stuðningi RÆ við Kína og önnur sósíalísk ríki. ÞÓ sögðust þeir styðja þann lið f grund- velli RÆ sem gerir ráð fyrir stuðn- ingi við sósíalísk ríki, en sá "stuðn- ingur" væri "krftískur stuðningur"(.) Einnig voru blessaðir trottarnir al- gerlega á móti þvf að vera í skipu- lagslegum tengslum við deildina f Reykjavík, því þeir vilja alls ekki starfa undir "stalínískri miðstjórn. " Framhaldsstofnfundur var síðan hald inn nokkrum dögum síðar en þá létu trottarnir ekki sjá sig og var því hægt að stofna deildina f friði fyrir öllum klofningsmönnum. A íundin-- um var samþykkt að þar sem trotsk- istar ynnu á allan hátt gegn grund- velli RÆ þá yrði þeim alls ekki veitt inntaka f samtökin. A þessum fundi var jafnframt ákveðið að halda kvöld- vöku fljótlega eftir jól með upplestri úr sósíalískum bókmenntum og bar- áttusöngvum. -/Varði

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.