Stéttabaráttan - 30.12.1975, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 30.12.1975, Blaðsíða 4
1975-ár mikilla sigra fyrir Palestínsku Mynd: Palestínska æskan býr sig undir langa baráttu fyrir endur- heimt föðurlands síns. Hér eru unglingar við heræfingar. 1975 er tfunda ár palestínsku byltingarinnar. A þessum tíu árum hefur margt breyst. Það var 1. janúar 1965, sem skæru- liðar Al-Fatah mörkuðu upphaf palestínsku byltingarinnar með árás inn í hina herteknu Palestínu Allt frá 1948 hafði stór hluti þjóð- arinnar búið við hlutskipti flótta- mannsins víðsfjarri heimilum sínum. Allar tiiraunir Paiestfnu- manna til baráttu voru barðar nið- ur með harðri hendi, og þeim var meinað að reyna sjálfir að finna lausn á Paiestínuvandamálinu. En sú stefna stjórna arabaríkjanna að frelsa Palestínuaraba beið alg- ert skipbrot. Hin þróttmikla bar- átta, sem leidd er af PLO hefur náð geysilegum árangri á öllum sviðum. 90% Palestínuaraba styð- ja og viðurkenna PLO sem eina. löglega fulltrúa sinn, og meðal pal- estínskar alþýðu hefur vaknað enn ríkari skilningur á hvernig frelsa skuli föðulandið. Aðgerðir PLO á öllum sviðum, jafnt hernaðarlegum sem menningarlegum færast í vöxt og fjoldi aðgerða inni í hinni her- teknu Palestínu hefur aldrei verið meiri en árið 1975. En á alþjóða- vettvangi hefur árangurinn þó orð- ið langsamlega mestur. lo5 ríki hafa viðurkennt PLO sem einu lög- legu ríkisstjórn Palestínu, og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er hætt að líta á palestínumálið ein- göngu sem flóttamannavandamál, en farið er að fjalla um það sem vandamál þjóðar, sem er í útlegð og fórnarlamb heimsvaldastefnu og kynþáttahaturs. Fulltrúum PLO hefur verið boðið að tala á vettvan- gi SÞ, og þeir hafa rétt til að hafa áheyrnarfulltrúa á allherjarþinginu. fsrael einangrast æ meir, og það er aðeins með stuðningi Bandaríkj- anna sem það helst á iloti. Isráel er í dag einangrað herveldi, sem óhjákvæmilega mun iúta réttlátum dóm sögunnar og falla. Þar geta örvæntingaraðgerðir þeirra og hem- darverk ekkert um bætt. Augu al- þýðu heimsins eru að opnast fyrir því að það eru síonistarnir, sem eru hryðjuverkamennirnir fyrir botni miðjarðarhafs. Þetta sést best þegar samþykkt var að fordæ ma síonismann sem kynþáttastefnu á þingi SÞ. Til að hefna þess gerðu síonistarnir loftárás gegn flótta- mannabúðum í Líbanon og drápu 90 manns og særðu 107. Sprengjur- ar sem notaðar voru, voru flísa- sprengjur sem framleiddar eru ein- göngu með það í huga að drepa og særa sem flesta. Það var að vfsu ekki fjallað mikið um þennan atburð í borgarapressunni, en það sannar okkur bara enn betur með hvaða öflum hún stendur. Ætli Morgun- blaðið hefði ekki grátið vel og lengi ef Palestínumenn hefðu drepið 90 og sært 107 manns í Israel? En ofbeldisaðgerðir síonistanna geta ekki bjargað Israel úr þeirri ein- angrun sem það er nú komið f. Fyrir Palestínumönnum er fram- tíðin björt. Þeir eygja þann dag er þeir geta snúið aftur til síns föðurlands. Bárátta þeirra á sér að bandamanni kúgaða alþýðu þrið- ja heimsins og verkalýðsstétt auð- valdsríkjanna. I bígerð er stofnun Islenskrar Palestínunefndar. Við verðum að styðja nana af öllum riiætti, því sú barátta sem fram- undan er krefst þess að allir þeir sem vilja stuðla að framgangi Pal- estínsku þjóðarinnar leggi hönd á plógin til að stuðla að lokasigri og stofnun lfðræðislegs ríkis í Pale- stínu, þar sem allir geta lifað sam an í bróðerni án tillits til uppruna eða trúarskoðana. -/01 Gue.^uöduz- j, Gulímawfeaoa NoaiuBl 26 E. Kjarasamningar framundan FRAMHALD AF FORSlÐU ASi-forystan starfar eins og áður í anda auðvaldsins einu sinni að beita þessum "hefð- bundnu aðferðum". Nei, nú skal enn frekar komið til móts við at- vinnurekendur og ríkisstjórn þeirra með því að gera svolitlar endurbæt- ur á efnahagsáætlunum stjórnar framsóknar og sjálfstæðismanna. I ályktunum kjaramálaráðstefnu Al- þýðusambandsins eru mótaðar á- kveðnar tillögur, sem ASÍ-forystan telur heillavænlegri í efnahagsmál- um. Allar þessar tillögur miða náttúrulega fyrst og fremst að því að hrófla í engu við gerð þjóðskipu- lagsins, heldur miða þær að því, hvernig byrðum kreppunnar skuli velt yfir á verkalýðinn á sem "hag- kvæmastan hátt. " Athugum nokkur þessara atriða. Grundvallaratriði þessarar stefnu- mótunar í efnahagsmálum telur ASl vera 1) að full atvinna sé tryggð, 2) að launakjör almennings verði bætt og kaupmáttur tryggður og síð- ast en ekki sfst, að dýrtíðaraukning- in sé innan ákveðinna marka, t.d. 10-15% á ári! Þessum grundvallar- atriðum telur ASl-forystan best náð m. a. með þvf að "áherzla verði iögð á að nýta til fulls framleiðslu- getu þjóðarinnar og auka á þann hátt þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur." Sem sagt: herðum vinnuálagið og aukum þar með arðránið* "Há- marksverð verði sett á sem flestar vörur og breytingar háðar markaðs- athugunum og athugunum á afkomu fyrirtækja." Það er allt í lagi að hækka vöruverð upp úr öllu valdi, sé eftirspurnin það mikil (sbr. lög- málið um framboð og eftirspurn) og þar sem ASl-forystan hefur tekið undir söng atvinnurekenda um tap- rekstur fyrirtækja, má vöruverðið að sjálfsögðu ekki vera svo "lágt", að viðkomandi fyrirtæki fari á haus- inn! Og til að hjálpa vesalings burg- eisunum enn frekar er þetta ein af ráðstöfunum: "Vextir verði lækkað- ir nú þegar og áherzla lögð á að bæta lánakjör framleiðslufyrirtækiaV (allar undirstrikanir mfnar). Látum auðvaldið borga kreppuna Það er ljóst af þessum ályktunum ASÍ-forystunnar, að hún krefst þe'ss, að verkalýðsstéttin taki á sínar herðar hluta af ábyrgð auðvaldsins á kreppunni - á sama tíma og krafan um lífvænleg laun fyrir dagvinnu verður enn tímabærari vegna minnk- andi yfirvinnu og sífelldrar dýrtfð- araukningar. Vinnandi alþýða á ís- landi getur á engan hátt tekið undir launakröfur embættismannanna f ASl-forystunni (sem þeir hafa sjálf- ir sagt vera 28-32%) og aðgerðir þeirra til að bjarga ríkisstjórn auð- valdsins í efnahagsvandræðum sín- um. Þess vegna setjum við fram kröfúna: Gegn verðbólgu og atvinnuleysi - Látum auðvaldið borga sfna eigin kreppu! Kjaramálaráðstefna starfandi verkafólks FRAMHALD AF FORSlÐU um. Að vfsu töldu tveir ræðumenn að krafan um lífvænleg laun fyrir dagvinnu væri ótímabær og gengi alltof langt, en svoleiðis úrtölum og barnaskap var svarað af hörku af öllum öðrum ræðumönnum. Því næst voru niðurstöður starfs- hópsins um ASI og samningsvaldið. Þar segir að I komandi samningum verðum við að berjast fyrir því að ASl-forystan fái ekki samningsvald í sínar hendur. Þessi krafa beinist gegn miðstýringu ASI f samninga- málum verkafólks og verður hún að skoðast sem liður í almennri lýð- ræðisbaráttu verkalýðsfélaganna. Við krefjumst opinna samninga, samninganefnda sem kosnar eru af verkafólki á félagsfundum, sem verða undir stöðugu eftirliti verka- fólks og tíðari funda I verkalýðsfé- lögunum. Starfið innan fagfélag- anna verður að vinna undir eftirfar- andi vígorðum: Væntum einskis af hinum endurbótasinnuðu verklýðs- foringjum, þeir munu svíkja okkur. Tökum málin í eigin hendur og bú- umst til baráttu, annars verðum við yfirunnin. Sex tóku til máls að lok- inni þessari framsögu og var ekki teljandi ágreiningur um neitt sem máli skipti og var klukkan að verða sjö, þegar fundarstjóri sleit fundi þegar mælendaskrá var tæmd. Sunnudagsmorgun 30. nóv. hófust umræður kl. rúml. 10 um húsnæð- is- og skattamál. Niðurstöður af umræðum starfshóps voru tvíþætt- ar, í fyrsta lagi um húsnæðismál- in. Auka þarf möguleika verkafólks á því að komast f ódýrt leiguhús - næði, stofna þarf samtök leigjenda sem berjast gegn húsaleiguokrinu sem er hrikalega mikið, svo sem mörg dæmi voru tínd til um. Leigu- húsnæði þarf að vera leigt út af hinu opinbera, eins og tfðkast t.d. í Danmörku og víðar á norðurlöndum. Bent er á að eins og málum leigj- enda er komið nú, eru þeir alger- lega réttlausir gagnvart leigusölum, I öðru lagi voru það skattamálin. Sýnt var fram á hvernig skattar eru aðeins eitt form arðráns á verka- lýðnum, og hvernig meginþungi skatt byrðanna lendir á verkafólki, en atvinnurekendur eru mikið til skatt- lausir. Þarf þar aðeins að minna á þau 432 fyrirtEeki í Reykjavík sem hafa 20.000. 000.000 veltu en greiða engan tekjuskatt. Sú leið sem íbúar Bolungavíkur og Ilveragerðis fóru er þeir afhjúpuðu ranglátar skatt- píningar, þarf að fara víðar. Kraf- ist er að þurftarlaun, þar eð laun sem þarf til framfærslu meðalfjöl- skyldu séu skattlaus. Berjast verð- ur fyrir bví að afnema söluskatt af nauðsynjavöru. Margir tóku til máls og afhjúpuðu ranglætið í hús- næðis- og skattamálum. Síðan var tekið matarhlé. Að því loknu var lesin upp niður- staða hóps um nærtækustu verk- efni BSV. Þessar niðurstöður urðu helstar: 1. Gefa þarf út fréttatilkynningu um ályktanir kjaramálaráðstefnu BSV. Senda hana til allra helstu fjölmiðla. 2. Halda almennan fund til þess að kynna BSV og niðurstöður ráðstefn- unnar. 3. Kynningarrit um BSV verði gefið út. Fela þarf einum til tveimur mönnum að undirbúa útgáfuna. 4. Skipulag BSV varðandi væntanlega samningagerð: Félagar í BSV mæti á alla fundi verkalýðsfélaganna og berjist þar fyrir þeim kröfum sem samþykktar eru á kjaramálaráð- stefnu BSV. Félagar BSV í einstök- um verkalýðsfélögum gefa út dreifi- rit og skipuleggja baráttuna eftir að- stæðum í hverju félagi. 5. Meðlimir BSV skulu skipuleggja sig á verkfallsvaktir innan sfns fé- lags ef til verkfalls kemur. 6. Verði verkfall (bar sem prentar- ar verða meðal verkfallsmanna) skulu viðkomandi félagar sem eru í BSV stefna að bví að gefa út fjölrit- að verkfallsblað. 7. BSV mun þ. 1. mafn. k, koma fram og berjast fyrir baráttumálum sínum og þau séu jafnframt reiðubú- in til að taka þátt í breiðri samfylk- ingu að bví tilskyldu að framkvæmd aðgerðanna brjóti ekki gegn stefnu BSV. Umræður voru nokkrar um niður- stöður um næstu verkefni BSV, en eftir kaffihlé var samþykkt alls- herjarályktun um þau mál sem báru á góma á ráðstefnunni. Fjölmenni var ekkl mikið á ráðstefnunni en 35 þegar flest var. Voru það verka- menn og konur á öllum aldri. -/bsk NÝÁRSKVEÐJUR Með þessu eintaki lýkur 4. árgangi Stéttabaráttunnar. Blaðið hefur vaxið töluvert á árinu 1975 - og upp- byggingin mun halda áfram. En rððurinn hefur þyngst, Sífelldar hækkanir a öllum kostnaðarliðum gleypa hverja krónu sem skilar sér útgáfusjóðinn. Það er sífellt tóma- hljóð íkassanum. Utgáfa STÉTTA- BARATTUNNAR er átak sem margir sameinast um. Blaðið á marga vel- unnara um allt land og það er ósér- hlffið starf þeirra, sem gerir það mögulegt að halda blaðinu úti. Allir þessir baráttumenn blaðsins eru sammála um, að það verði að efla útgáfuna - og þeir eru reiðubúnir til frekari átaka Við vitum, að það eru margir sem vilja styðja blaðið betur en hingað til - og nú er tfminn kominn til að fá fleiri undir árar. Það verður að auka útgáfu- tfðnina og það verða því fleiri að starfa af meiri krafti en hingað til. Um leið og ritstjórn STÉTTABAR- ATTUNNAR óskar öllum lesendum veigengni á nýa árinu, þá skorum við á það að taka þátt í eflingu þessa blaðs og þannig styrkja mál- stað verkalýðsstéttarinnar. Það eru margar leiðir til þess að koma til liðs við blaðið - t.d. með söfnun fleiri áskrifenda, með því að gerast styrktarmenn, með þvf að taka blöð til sölu - og sfðast, en ekki sfst, með þvf að skrifa f biaðið.' Kaupið Söngbók verkalýðsins. Fæst í Rauðu Stjörnunni, Lindargötu 15. Miðstjórn KSML mótmælir harðlega árás breska NATO-flotans inn á ís- lenskt yfirráðasvæði. Við mótmælum árásum bresku heimsvaldasinn- anna á rétt íslenzku þjóðarinnar til að ráða sínum eigin auðlindum. Her- skipainnrás breta er skýlaust brot gegn sjálfsákvörðunarrétti íslensku þjóðarinnar. Framkoma breska NATO-flotans á miðunum, og sérstaklega ásiglingar á varðskipið Þór, sýnir og sannar hvers eðlis hið svokallaða varnarbanda- lag NATO er í rauninni. Þessum flota er hér ætlað að kúga þjóð, sem setur fram réttmætar kröfur, til uppgjafar. Islenskur verkalýður og vinnandi alþýða á ekkert sameiginlegt með slíkum kúgunaröflum og kraf- an um úrsögn úr NATO er fullkomlega í samræmi við hagsmuni yfirgnæf- andi meirihluta fslensku þjóðarinnar. Þáttur íslenzku borgarastéttarinnar í þessu máli er skýrt dæmi um það, að hún hefur fyrir löngu hætt að gegna framfarasinnuðu hlutverki í Is- landssögunni. Undansláttur og prang með auðlindir landsins og verndun þeirra, er það sem einkennir aðgerðir hennar. Þetta sannar, að hags- munir verkalýðsins og borgarastéttarinnar fara ekki saman I þessu máli, þar sem borgarastéttin er reiðubúin til að selja yfirráðaréttinn á þeim auðlindum sem eru undirstaða efnahagslffsins hér á landi. Islenska ein- okunarauðvaldið hyggst með útfærslunni ná yfirráðum yfir fiskimiðunum til þess að stunda þar sjálft skefjalausa rányrkju og að hagnast á því að sel ja öðrum þjóðum fiskveiðiréttindi hér við land. Allt þetta er gagnstætt. hagsmunum íslenskrar alþýðu. I samræmi við hagsmuni kúgaðrar alþýðu þriðja heimsins og íslenskrar. alþýðu þá setur miðstjórn KSML fram kröfuna um 200 mílna landhelgi, þ.e. fulla lögsögu til að hindra að heimsvaldaríki á borð við Engiand og risaveldin USA og Sovétríkin geti siglt árásarflotum sfnum upp í land- steinana. . HM. JUl. 1 ÁC(J. StP. OKT. 1 MOV.’ MS. fll. 'MUUt.' »M. náð 95% aukningu. Það vantar enn uppá - og það þarf töluvert átak til þess að ná því sem eftir er á þeim stutta tíma, sem er til stefnu. 95% er frábær árangur - en 100% er betri! Félag- ar, gerið skil strax á þeim nýju áskriftum, sem ykkur hefur tekist að afla á loka- sprettinum. GERIST ’ASKRIFENDUR!

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.