Stéttabaráttan - 20.12.1975, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 20.12.1975, Blaðsíða 1
'AskriftasÍBiiinn er aukablað Otfærslan er stuðningur við sjáBfstæðisbaráttu heimsins 13,oo-18, 3o virka daga Hvar er „VariðSand 3ja Bæði Sovétríkin og Bandarikin hafa ¦ lýst yfir samþykki sínu við 200 mílna fiskveiðilögsögu strandríkja, en lagt áherslu á aS hún skerði á engan iiátt "siglingaírelsi" herskipa þeirra eða "rétt" þeirra til vísinda legra rannsókna. Eins og kunnugt er tók fslenska sendinefndin sömu afstöðu á Caraeasráðstefnunni í fyrra og gekk þannig í berhögg við afstöðu Nígerfu og annarra þriðja heimsríkja. Hún studdi raunveru- lega risaveldin, eða málamiðlun þelrra, þvf þannig gat hún tryggt gróðahagsmuni sfna á miðunum, án þess að halda út í opna baráttu gegn hernaðarlegum hagsmunum risaveldanna. Fiskveiðilögsagan. er mikilsvert skref En þrátt fvrir bctta er útfœrsla fisk . veiðilögsögunnar mikilsvert skref, þvf þannig fá strandrfki lagalegan f étt yfir auðlindunum f hafinu um- hverfis. En þetta má aldrei verða aðalatriðið. Heimsvaldasinnum er lagið að gera aukaatriði að aðal- atriðum, að láta svo sem minni- háttar atriði skipti öllu máli - til þess að fela aðalatriðið. Þannig er þetta einmitt f landhelgismálinu. Kjarni málsins er raunverulega efnahagslegt og pólitfskt sjálfstæði nýlendnanna og ófrjálsu landanna. Þvf er haidið niðri og bgnað af flotum og herstyrk risaveldanna og til þess að geta haldið yíirráðum , sfnum í nýlendunum, er risaveld- unum nauðsynlegt að geta siglt flota sfnum upp að ströndum-þess- ara rfkja, til þess að vernda rán- yrkju sína á-auðlindum og náttúru- auðævum annarra ríkja. Frelsi til vísindalegra rannsókna merkir raunverulega ekkert annað, en frelsi til að leita að auðlindum á yfirráðasvæðum annarra ianda, f þeim tilgangi að láta greipar sópa um bær. Þess vegna leggja risá- . veldin svo mikla áherslu á að sigí- ingalögsaga og auðlindalögsaga verði ekki færð út f 200 mflur, þó þau geti sætt sig við að fiskveiði- lögsagan verði færð út. Þessa ¦ steínu hefur fslenska einokunar- auðvaldið gert að sinni og selur þannig rétt íslensku þjóðarinnar lil að ráða algerlega yfir landhelgi sinni,, efnahagslega og pólitfskt. En um leið fær það einokunarað- stöðu gagnvart öðrum fiskveiði- þjóðum á miðunum kringum landið, einokunaraðstöðu sem það notar til skefjalausrar rányrkju. En þrátt fyrir þetta er útfærsla fiskveiði- lögsögunnar mikilsvert skref, því hún er liður í alhliða útfærslu og fordæmi fyrir rfki 3. heimsins til að gera slfkt hið sama. Þess ' vegna styðjum við útfærslu fisk- veiðilögsögunnar um leið og við bendum á að hún er ekki nægileg. Islenska þjóðin verður að öðlast full og óskoruð yfirráð yfir 200 mflunum. Risaveldin og l'relsisbarátta ríkja þriðja heimsins USA hafa goldið mikið afhroð eftir ósigurinn f Indókfna og eru á stöð- ugu undanhaldi undæ framsókn þriðja heimsins. Þannig hafa mynd ast sprungur f NATO, sérstaklega f S-Evrópu og landhelgismálið gæti skapað sams konar hagsmuna- togstreitu f norðri. En jafnhliða þessu undanhaldi USA sækir sov- éska sósfalheimsvaldastefnan fram og reynir að koma ár sinni vel fyr- ir borð, þar sem bandaríska heims valdastefnan er nýhorfin frá hit- unni. Þannig hafa umsvif Sovét- rfkjanna alls staðar aukist þar sen USA hafa hörfað. Þetta á við um S-Evrópu, Indlandsskaga, N-Atl- anshaf, Afrfku og Asfu. En hags- munir þriðja heimsinsog evrópu- fíkjanna eru ekki að komast í klærnar á öði-u stói-veldi, eftir að USA-heimsyaldasinnarnir hafa verið hraktir á b'rott. Barátta þeirra f'yrir sjálfstæði og efna- hagslegu sjálfræði beinist ekkLsíð ur gegn Sovétrfkjunum en USA. Þess vegna er siglingalögsaga' ¦ mikilvæg fyrir þessi rfki, þvf hún veitir þeim aukna tryggingu gegn ásælni Sovétrfkjunna ekki sfður en USA„ íslenskur verkalýður og YÍnnandi alþýða hefur enga hags- muni sameiginlega með kúgurun- um, hvorki íslenska auðvaldinu né risaveldunum1. Hún hefur þvert á móti hagsmuni af því að jafn réttui allra þjóða verði tryggður, að al- þýðan f þriðja heiminum öðlist rétt til að ráða málum sfnum sjáll' og án afskipta ris-aveldanna eða heimsvaldaríkjanna. Þess vegna hlýtur fslenskur verkalýður og vinnandi alþýða að styðja s-kilyrð- islaust hina réttmætu baráttu þriðja heimsins fyrir sjálfsákvörð unarrétti, fyrir óskoruðum yfir- ráðúm yfir siglingalögsögu, aúð- lindalögsögu og fiskveiðilögsögu. Um allan heim er nú að myndast öflug samfylking, samfylking verkalýðsins f heimsvaldalöndun- , um og alþýðunnar f nýlendunum og háðum löndum. Þessi samfyiking Framhald á baksíðu Það er ekki liðinn sv'o ýkja langur tími frá því að nokkrar sjálfskip- aðar hetjur gengu manna á milli og söínuðu uridirskriftum undir kjörorðinu "Varið land". Þeirra krafa var að ekki skyldi endur- skoða hinn svokallaða varnarsamr. ing fslands og Bandarfkjanna, -í stað þess skyldi landið varið og ' hætt við "ótfmabæra brottför hersins".. Nú hafa málin snúist á þann. veg að ráðist hefur verið inn f lög- sögu landsins og hafið er fullt af óvinveittum herskipum - i'rá NATO] Uandvarnarhetjurnar, sem lögou svo mikið f sölurnar og heimsóiiu hvert sjúkrahús og ell'iheimili, láta nú lítið yfir sér. Frá þeim kemur hvorki hósti né stuna. Hvað veldur slflíu sinnuleysi nú- tímalandvætta vorra ? Flestir þeir 55. 000 íslendingar, sem létu glepjast af lýðskrumi þessa hóps se-m stóð að undir- skriítasöfnuninni íumboði Sjálf- stæðisflokksins, þeir ættu nú að • skilja hversu falskur málflutning- ur "Varins lands" var f rauninni. . Tilgangurinn var, þegar allt kem- ur til alls, sá að tryggja þeim sem græða á veru hersins áfram- haldandi gróða (þ. á. m. Geir Hall grfms'syni)1. Og ennfremur var tilgangurinn að freista þess að aulta tiltrú landsmanna á NATO. Postular "Varins lands" - og þeir eru fleiri en þessir 14 sem komu Framhald á balcsfðu ISLAND UR NAT ERINNBURTi Eins lengi og auðvaldsþjóðfélög' verða til viðhaldast hernaðar- bandalög heimsvaldasinna. ixsssi bandalög hafa verið notuð og munu verða notuð til árásar gegn smá- um og meðalstórum löndum, jafn vel þó að þau séu innan bandalag- anna. Dæmi um þetta eru t.d. á- rásir Varsjárbandalagsins á Téldióslóvakfu, árásir breska natóherveldisins gegn fslandi. Bæði þessi ríki eru f þeim hern- aðarbandalögum sem ráðist hafa á þau. f bæði skiptin Ilefur þetta veriðlátið viðgangast mcðal annars vegna þess að þetta hefur verið talið einkamál hermðarbandalag- anna. Þessi dæmi og mörg í'lelri sanna, svo ekki verður um villst, að smáríki eins og t. d. ísland eru verr komin innan hernaðar- bandalaga en utan. Þar fyrir utan sem vera fslands f NATO er beinn stuðningur við USA-heimsvalda- stefnuna og annarra hervelda inn- an NATO gegn þjóðfrelsisöflum víða um heim. Síðustu aðgerðir . br.eta á miounum við ísland sanns þetta ótvírætt og aðgerðir þeirra og þjóðvei-ja gegn útfærslu land- helginnar mætti npta sem skóla- dæmi um aðgerðir og stöðu heims valdastefnunnar f dag. Fyrst er reynt að beita hótunum og efnahagsþvingunum af hálfu bandalagsþjóðanna, með aðstoð beggja ri&aveldanna USA og USSR, Þegar það dugar eldti er'beitt hernaðarlegri yfirdrottnun. Það sem við verðum því sérstaklega að athuga við þessa árás breskú heimsvaldastefnunnar er að hún er gerð í krafti þess m.a. að Is- land er f NATO og er því ekki skoðuð sem innrás heldur sem deilur innan "NATO-fjölskyldunn- ar". En þannig snýr þetta ekki við fslendingum. Augu l'jölmargra sem áður voru eindregnir stuðningsmenn NATO, I nafni svokallaðs vestræns varn- arbandalags, hal'a nú opnast. f ljósi flotainnrásarinnar og nú^sfð- ast ásiglingarinnar á Þor, sjá nú margir að slóru "bræðurnir" í NATO beita hernaðarmætti sínum eingöngu f sfna þágu. Ekki aðeins gegn rflíjum utan NATO heldur einnig innan þess. ÞaðþarT annað- hvort hillfvita eða algjöra pólitíska blindu til þess að sjá þetta ekki.' Slfkir menn eru að vísu til, eins og "Varið land" hópurinn, sem gat notfært sér pólitfskt andvaraleysi fslenskrar alþýðu þegar NATO hafði ekki afhjúpað sig eins og nú er til að fá undirskriftir fjöl- margra við hernaðarbandalagið. En f dag eiga slfliar raddir engan hljómgrunn. VL-hópurinn hefur þvf hægt um sig, en krafan um brottför hersins og úrsögn úr NA TO á auknu fylgi að fagna. Það er engin ný og áður óþekkt reynsla aS skoðanir almennings bre,v tast jafn skjótt og hann fær sjálfur að kynn- ast "gæsku" heimsvaldastefnunnar. Fyrir nokkru skrifaði fjórðungur þjóðarinnar undir VL-plagg^ð, en nú heíur hann fengið að kynnast þvf sem plaggið stóð fyrir, og er tílbúínn áð berjast gegn þvf. Það er þess vegna sem við segjum að kúgun leiði óhjákvæmilega af sér baráttu. Tilraun breska nátóveldisins til að gera sinn vilja að okkar með her- skipainnrás heíur nú þegar" vakið upp breiða andstöðu og baráttu gegn hernaðaríhlutun breta um fs- lensk innanrfkismál. Þannig hef- ur hugarfar og afstaða almennings^ sveiflast á milli þess að vera stuðningur við hernaðarbandalög í það að berjast gegn þeim fyrir friði'og sjálfstæði. Fi-amhald á baksi'ðu

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.