Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.01.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 03.01.1931, Blaðsíða 1
[Uanossokasapn Jrt 1.2890J RKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A. K.) II. árg. Reykjavík 3. janúar 1931 1. tbl. Atvínnuleysí ð Einar Olgeirsson rekinn Atvinnulausir verkamenn karef jast átvinnu. Auðvaldið lætur lögreglustjóra svara fyrir sig. Lögreglustjóri svarar með því að siga lögreglunni á atvinnulausa verkamenn. Pundur atvinnulausra verkamanna. Fundur var haldinn með atvinnulausum verkamönnum 29. des. kl. 2 e. h. í Templara- salnum við Bröttugötu. Á þeim fundi voru mættir ca. 200 manns og skiluðu að þeim 180 skýrslum um atvinnu sína síðastliðið ár. Af þessum 180 voru 119 fjölskyldumenn er höfðu 1—12 ómögum fyrir að sjá. Hafa þessir 119 menn til samans 446 manns í heimili til að sjá fyrir. Það eru því 506 manns er þurfa að lifa á vinnu þessara 180 manna, sem létu skrá sig. Það er óhætt að fullyrða, að þetta er ekki nema örlítill hluti þeirra, sem nú ganga atvinnulaus- ir, enda var fundurinn fremur illa boðaður. Á fundi þessum kom það greinilega í ljós, að neyðin er byrjuð að sverfa að hjá allmörgum og með hverjum deginum sem líður eru það fleiri og fleiri, sem eyða sínum síðasta eyri og taka út á sitt síðasta lánstraust, sem er eins og kunnugt er mjög takmarkað allra heM á svona tímum. Kröfugangan. Þegar fundurinn hafði staðið í rúma klukku- stund, skipuðu verkamennirnir sér í fylkingu til að hefja kröfugöngu. Hafði Félag ungra komm- daginn eftir. Meðan nefndin átti tal við bovgar- stjóra hélt kröfungangan upp að Stjórnarráðs- húsi og fór einn nefndarmanna þangað með þeim og tók tvo með sér inn. Fengu þeir þegar áheyrn hjá atv.m.ráðh., sem tók fremur vel í kröfur þeirra, en áleit sig þó hafa litla vetrar- vinnu nú, en lofaði að gera eitthvað ef unnt væri. Bað hann nefndina að finna sig aftur eftir nýjárið, Verður þá séð hvaða atvinnubæt- ur ríkisstjórnin lætur af hendi rakna. Biðu kröfugöngumennirnir úti á meðan undir rauð- um fána og sungu jafnaðarmannasöngva. Var svo haldið af stað þaðan og gengið um bæinn og sungið. Var göngunni hætt við afgreiðslu Verklýðsblaðsins og spjöldin borin þar inn og geymd þar. Viðtal við Guðm. Ásbjörnsson. Eftir hiádegi 30. des. fór nefnd sú, er kosin var á fundi atvinnulausra verkamanna, á fundi forseta bæjarstjórnar Guðm. Ásbjörnssonar og og beiddi hann þess, að atvinnubætur yrðu teknar á dagskrá á aukafundi bæjarstjórnar er þá átti að halda um kvöldið. Tók hann því mjög fjarri, því fjárhagsáætlun bæjarins yæri á dag- skrá og myndi taka tímann mesta hluta nætur. Guðjón Benediktsson, Haukur Björnsson og Þorst. Pétursson teknir fastir. Búist víð fleíri fangelsunum Rétt þegar blaðið var að fara í pressuna bárust oss þær fregnir, að búið væri að setja þá Guðjón Benediktsson, Hauk Björnsson og Þorstein Pétursson, í Hegningarhúsið. Hvaða hafá þessir félagar til saka unnið? Þeir hafa borið frarn krófur atvinnulausra verkmanna og talað fyrir þeim. Þessvegna voru þeir teknir fastir til að ræna atvinnu- lausa verkamenn forustunni. Þegar verkamenn heimta brauð handa börn- unum sínum er þeim svarað með fangelsunum. Það er verra en steinar fyrir brauð. Verkamenn! Komið allir á atvhmuleysingja- fundinn í Bröttugötu kl. 2 í dag og# svarið þessum nýju ofbeldisverkum fasistanna! únista útbúió spjöld, þar sem voru áletraðar kröfur atvinnulausra verkamanna. Fyrir fylk-* ingunni gekk þriggja manna nefnd er kosin var á fundinum til að bera fram kröfur verka- manna fyrir borgarstjóra og ríkisstjóm. Blakti rauður fáni með sovjetmerki í brjósti fylking- ar. Tóku allir verkamenn er á fundinum voru þátt í kröfugöngunni og brátt bættust fleiri við. Var numið staðar á móts við skrifstofu borgarstjóra og gekk nefndin upp. Varð hún að bíða stundarkorn eftir því kð fá talað við borg- arstjóra. Bar hann sig illa undan slæmum fjár- hag bæjarins og taldi litlar líkur tíl nokkra verulegra atvinnubóta og ekki vildi hann bein- Tínis lofa því, að atvinnubótamálið yrði tekið fyrir á aukafundi bæjarstjómar, er halda átti Nefndin sýndi honum fram á, að neyðin væri farin að sverfa að hjá mörgum verkamönnum og nauðsyn bæri til að bæta úr því atvinnuleysi, sem nú ríkir hér. Svaraði G. Á. því einu til, að dýrtíðin gæti ekki minnkað meðan verkakaup væri eins hátt og það væri nú, húsaleigan væri svona há vegna hárra vinnulauna, sýnir þetta vel skilning íhaldsmanna á kreppunni og öðru böli er auðvaldið veldur mannkyninu. Kvöddu nefndarmenn G. Á. með þeirri fullyrðingu að hitta hann aftur á bæjarstjómarfundi þá um kvöldið. Bæjarstjórnarfundurinn, Bæjarstjórnarfundur var settur kl. 4 ura kvöldið og var tekin á dagskrá fjárhagsáætlun Frh. á 4. síðu frá Síldareinkasölunni Síldareinkasalan flettir af sér grímunni Þau tíðindi hafa nú gerst, sem lengi hafa verið yfirvofandi: Einar Olgeirsson hefir verið rekinn frá starfi sinu við Síldareinkasölu Is- lands. Síðan Einar varð framkvæmdarstjóri einka- sölunnar hafa íhaldsmenn aldrei á lint á kröf- um sínum um að Einari væri vikið frá starf- inu. Svo að segja vikulega og stundum daglega hafa íhaldsblöðin krafizt brottreksturs Einars og íhaldsmennimir í stjórn einkasölunnar hafa hvað eftir annað borið fram tillógur um að Ein- ari væri sagt upp starfinu. En Framsóknar- menn hafa ekki viljað fallast á það fyr en nú. Engin furða þó íhaldsblöðin telji Jónas á bata- vegi! - ^ Hyer er astæðan fyrir brottrekstri Einars? Síldareinkasalan er hringur síldarútgerðar- manna, skipulagður og studdur af ríkisvaldi auðvaldsins. Það er því „skylda" starfsmanna hennar, að gæta í öllum atriðum hagsmuna þeirra, sem eiga einkasöluna og ráða yfir henni, að gæta hagsmuna útgerðarmanna. Nú eru hagsmunir útgerðarmanna algerlega and- stæðir hagsmunum sjómanna og verkafólks, Það getur því ekki samrýmst að berjast fyrir hagsmunum verkafólksins og að vera fram- kvæmdaa-stjóti hrings, sem er fjandsamlegur verkafólkinu. Síðan Einar tók við starfi sínu við Einka- söluna, hefir hann jafnan staðið á oddinum í baráttu verkamanna og sjómanna fyrir bætt- um kjörum. Og þessi barátta hefir borið árangur. Mennimir, sem Einar átti að þjóna, útgerðarmenn og atvinnurekendur, hafa hvað eftir annað orðið að láta í minni pokann fyrir samtökum verkalýðsins norðanlands, sem Einar hefir verið lífið og sálin í. 1 annan stað hefir Síldareink'asalan þrengt mjög kosti sjómanna með venjulegri kaupkúgun, með takmörkunum á saltsíldarframleiðslunni og með því að halda fyrir þeim kaupi sínu. Einar hefir jafnan bar- i^t drengiega fyrir málstað sjómanna í öllum þessum málum, gegn hagsmunum útgerðar- manna. Hann ihefir staðið fremstur í flokki í kaupbaráttu sjómanna, hann hefir unnið af alefli gegn öllum takmörkunum á saltsíldar- framleiðslunni og lóks greiddi hann þeim sjó- mönnum, sem óskuðu þess, hlut þeirra beint við afskráningu síðastliðið sumar. Með þessari ráðstöfun gætti Einar skyldu sinnar við sjó- menn og greiddi þeim réttmæta eign þeirra, en með þessu brást hann líka „skyldu" sinni við útgerðarmenn, sem er í því fólgin að halda kaupinu fyrir sjómönnum. Fyrir þetta kærðu útgerðarmenn Einar fyrir atvinnumálai'áða- neytinu. Og fyrir alt það, sem hér hefir verið talið.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.