Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 03.01.1931, Side 3

Verklýðsblaðið - 03.01.1931, Side 3
FráVesfmannaeyjum Sósíaldemókratar ganga í lið með Ihaldinu (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Vestmannaeyjum 24. des. 1930. „Aðalfundur verkamannafélagsins „Dríf- anda*‘ var haldinn 22. des. Kosnir í stjórn: Guðmundur Gíslason, Jón Hafliðason, Isleifur Ilögnason, Haraldur Bjamason og Bjöm Jak- obsson. Fundurinn samþykkti einróma mót- mæli geg-n framkomu „alþýðu“-fulltrúanna í bæjarstjórn, vegna framkomu þeirra í kaup- kröfumáli bæjarverkamanna. Samþykkt var að félagið gengi sem heild í „Alþjóðasamhjálp verkalýðsins“.“ Samskonar skeyti var sent til Alþýðublaðs- ins, en blaðið felldi úr því mótmælin gegn framkomu „alþýðu“-fulltrúanna í bæjarstjóm. Sést bezt á þessu afstaða sósíaldemókrata í Eyjum og Alþýðublaðsins, til hagsmunamála verkalýðsins. Svo er mál með vexti, að verkamannafélag- ið „Drífandi" fór þess á leit við bæjarstjórn- ina, að hún samþykkti taxta félagsins í bæjar- vinnunni. Stóð þá upp einn Ihaldsfulltrúinn og mælti á móti því, að nokkur samþykkt yrði gerð í þessu máli. — Guðlaugur Hansson lagði þá til, að málinu yrði vísað til fjárhags- nefndar. Tillaga Guðlaugs var felld með öllum atkvæðum íhaldsmanna og sósíaldemókrata, annara en Guðlaugs. Þar með var málið úr sögunni. Með öðrum orðum: Einn sósíaldemókratanna leggur til að málið sé svæft í fjárhagsnefnd, hinum sósíal- demókrötunum og Ihaldsmönnunum þykir hreinlegra að málið sé þegar í stað drepið al- gerlega. Það eru svona löguð mál, sem Alþýðublaðið óskar að hylmt sé yfir og þagað um. sem sökkt er í sjó, gjöra skotfæri, vélbyssur og riffla, sem síðar munu leggja ykkur sjálfa af velli. Þið munið náttúrlega einnig drepa verkamenn og bændur, sem ekkert eiga sökótt við ykkur, á sama hátt og þið eruð saklausir gagnvart þeim. Og þetta gagnkvæma sakleysi gerir glæpsemi stríðsins ennþá vitfirtari, enn- þá glæpsamlegri. Um leið og þið smíðið vopn auðmannanna, vinnið þið gegn sjálfum ykkur, á eftir erfiði því, sem þið leggið á ykkur fyrir stríðið, kemur sjálfsmorð. Það er reynt að egna ykkur gegn verkamönnum og bændum Ráðstjórnarríkjanna, sem sýna ykkur, hversu vel má lifa og starfa án yfirboðara. Borgarablöðin kasta daglega skít á Ráð- stjórnarríkin, þau finna upp á allskonar heimsku og ógnum, þetta gera þau til að vekja tortryggni ykkar gegn framgangi verkalýðs Ráðstjórnarríkjanna, svo þið gerist fjandsam- legir verkalýðnum. Sjálfir vitið þið gjörla hve mikill er fram- gangur sósíalistisku endurreisnarinnar í Ráð- stjórnarríkjunum, hversu miklu þar er afkast- að þrátt fyrir skipulagsbundnar tilraunir keyptra leiguþræla til að gjöra skaða. Auð- valdsdrotnarnir skilja vel hættu þá, sem í þessu liggur fyrir alheimsauðvaldið. En borg- arablöðin eru handhæg tæki burgeisanna, blaðamenn borgarablaðanna eru falar sálir, sem ekki mega segja sannleikann, því segðu þeir hann, myndu eígendur blaðsins strax sparka þeim út, eins og verksmiðjueigendurnir sparka í ykkur. ( Auðmennirnir vita það, að þegar verkalýður Ráðstjórnarríkjanna hefir náð marki sínu — og mark þetta er mjög nærri — munið þið fylgja dæmi vinnandi lýðs Ráðstj ónarríkj anna. Vegna græðgi auðmannanna eruð þið æstir til fjandskapar gegn verkamanna- og bændastjórn Sjómannaíundur haldinn á »Esju« (Fundargerð). Sjómannafundur var haldin á 2. farrými „Esju“ laugardaginn 20. des kl. 8 að kvöldi, á leið inn Faxaflóa. Fundarstjóri var kosin Baldvin Bjarnason úr Dýrafirði, ritari Jón Norðqvist úr Bolungarvík. Fyrst vakti máls Rósenkranz Ivarsson. Tal- aði hann um kjör sjómanna á línuveiðurum síð- astliðinn vetur og lýsti ítarlega gjörðum samnr ingsnefndar, sem skipuð var til að ráða bót á þeim. Næst talaði Steinþór Stefánsson frá Siglufirði; lýsti hann áliti sínu á kjörum sjó- manna á línuveiðurum í Reykjavík, sem hann kvað of lág í samanburði við kjör sjómanna á lánubátum á Siglufirði. Þvi næst talaði Bjöm frá Kollafossi í Miðfirði. Gerði hann fyrirspurn um hvað hár meðalhlutur hefði orðið á línu- veiðara í fyrravetur, og hvað fæðispeningar væru miklirSvaraði Rósenkranz því. Voru síð- an nokkrar umræður um kjör sjómanna á síld- veiðabátum, og létu menn álit sitt í Ijós á þeim. Að loknum umræðum var borin upp og samþ. eftirfarandi tillaga: 1. „Fundurinn samþykkir að halda fast við kröfur Sjómannafélaganna í Hafnarfirði og Reykjavík, í deilunni við línubátaeigendur“. 2. „Fundurinn lítur svo á, að athugavert sé fyrir sjómenn að fara til Vestmannaeyja fyr en deilumál milli sjómanna og útgerðarmanna eru jöfnuð“. Báðar tillögumar voru samþ. með 39 atkv. (Enginn á móti). Fundi slitið kl. 9,50. Baldvin Bjarnason frá Brekku í Dýrafirði fundarstjóri. Jón J. Norðqvist, Bolungarvík ritari. Þessi fundargerð er allmerkileg. Sjómenn, sem eru farþegar í atvinnuleit halda formlega fundi um sín áhugamál. Það skal hér tekið fram að skipsmenn „Esju“ voru ekki á fund- inum, heldur voru það menn flestir ókunnug- ir hver öðrum og margir úr sveitum Norður- lands og Vesturlands og Breiðafirði. Því miður vannst ekki timi til að taka fleiri mál fydr t. d. björgunarmálin, gjaldþrotamálin; allt eru þetta mál, sem sjómannastétt landsins verður að íhuga og ræða. Meðhöndlan slíkra mála, er þai-flegri en margt annað, sem ferðamenn með ströndum fram iðka. Það, sem olli því, að Sjó- manna fundurinn á Esju ekki gat tekið fyrir fleiri mál, var það, að skipið var komið svo nærri Reykjavík og farþegamir þurftu að taka saman föggur sínar, áður en skipið kæmi. 1 fundarlok óskuðu menn hver öðrum til heilla með úrslit fundarins og kvöddust með gleði. Farþegi. Verkamönnum kastað á gaddinn fyrirvaralaust Vestmannaeyjum, 2. jan. 1931. Verkamönnum, sem hafa verið fastamenn hjá Gísla Johnsen í 10 ár, hefir verið sagt upp með 3 klukkustunda fyrirvara. Jafnframt hefir öðru starfsfólki (skrifstofufólki o. s. frv.) ver- ið sagt upp með 3 mánaða fyrir vara, Fyrirtækið Gísli Johnsen er nú orðið eign II—HH—'IMI I lllllHIHI'IIIIW'll III III Bl 1 illl II l IHIII llllll IIII IIIIIIIIIMII II II I ll| III Ráðstjórnarríkjanna, af því Ráðstjórnar-Rúss- land er óhemju mikill markaður og stórauðugt land. Vegna ótta eruð þið æstir til fjandskapar gegn henni, af því að verkamenn og bændur Ráðstjórnarríkjanna grafa hratt og óþreytandi auðvaldinu gröf. Auðmennimir vilja senda ykk- ur út í dauðann, til þess að húsbændur ykkar sigri, til þess að auðga sjálfa sig. I Ráðstjórnarríkjunum vita jafnvel börnin, að allar styrjaldir, nema stríð verkalýðsins gegn hinni ríkjandi stétt er vitfirringslegur glæpur verkamanna hinna ýmsu landa hver gagnvart öðrum. Fólkið í Ráðstjórnarríkjunum vill ekkert stríð, en þið skuluð vita, að það óttast stríðið ekki. Það er vígbúið. Þið vitið ennfremur, að fyrir 12 árum vildu ekki verkamenn og bændur Ráðstjómarríkj- anna berjast gegn ykkur og þó þeir væru vopn- lausir og hálfsoltnir, í tötrum einum lögðu þeir þá að velli heri liðsforingja, sem leiddir voru af æfðum herforingj um, heri er vora vel út- búnir af auðkýfingum Frakklands og Englands. Nú eiga Ráðstjórnamkin velbúinn her, þar sem sérhver hermaður veit að hann berst fyrir frelsi sínu og frelsi lands síns, sem hann er réttmæt- ur eigandi að, þar sem engir eru húsbændur, aðrir en verkamennimir sjálfir og bændumir. Þið verðið aftur á móti að berjast fyrir áhuga- málum, sem ykkur era fjandsamleg fyrir áhugamálum auðmannanna, sem verzla með hold yðar og blóð. Þeir kaupa og selja frá einu landi í annað vopn, sem þið hafið gjört, og ef til vill verðið þið sjálfir vegnir með hinum sömu skotum og byssum, sem hendur yðar hafa fjatlað við, vopnum, sem yfirboðarar ykkar hafa selt til svokallaðra „fjandipanna“ ykkar. Skiljið þér nú þessa merkilegu vitfirringu, hlutleysi ykkar gegln hinum blóðuga hildar- Útvegsbankans. Verkamenn hafa því snúið sér til Jóns Baldvinssonar „fulltrúa alþýðunnar“ í Útvegsbankanum og óskað eftir leiðréttingu mála sinna. Þeim héfir engu verið svarað. Hvað gerir forseti Alþýðuflokksins, herra framkvæmdarstjóri Útvegsbankans, Jón Bald- vinsson, í þessu máli? leik, sem yfirdrottnar ykkar aftur magna tfl liöfuðs ykkar — þessir litlu ræningjahópar, sem vanir era að lifa af ránum á erfiði ykk- ar. Þeir undirbúa nú ennþá hræðilegri styrjöld en þá, sem geysaði árin 1914—18. Þeir ætla sér að láta myrða miljónir manna, miljónir ætla þeir að gera að krypplingum. Viljið þið þetta? Þið getið stöðvað stríðið, þið og allir aðrir, sem færir eru um að skilja brjálæði það og glæpsemi, sem nýtt Evrópustríð hefði í för með sér. Þið hafið öll vopn í hendi ykkar tíl þessa. Og þið einkum, verkamenn Frakklands og Englands verðið að krefjast af ríkissstjómum ykkar, að rússnesku flóttamennimir og auð- kýfingamir verði reknir úr landi, þessir menn sem hafa viljað selja verkamenn og bændur Ráðstjórnarríkjanna í hendur auðdrottnum ykkar. Krafa þessi hlýtur ekki eingöngu að vera borin fram af stéttarmeðvitund og samhug yerkalýðsins í öllum löndum, heldur ber að skoða hana sem sjálfsvöm gegn framandi mönnum, sem múta húsbændum ykkar og ráð- herrum og lofa að skipta ránsfengnum með þeim, þegar búið er að æsa upp til nýrra múg- morða, sem munu svifta stétt ykkar miljónum mannslífa. Eiginkonur, mæður, systur og unnustur um heim allan verða að mótmæla slíkum manna- slátrunum. Menntamennirnir, þessir svokölluðu „mannvinir“, sem fyrir skömmu síðan mót- mæltu refsingum gagnbyltingarmannanna, án þess að vita hve viðbjóðslegur glæpur þeirra var — verða einnig að taka þátt í þessum mót- mælum.

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.