Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 1
VERKLÝÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík IO. janúar 1931 2. tbl. Fangelsanirnar oo itilmlijsll VerkalýSurinn í Reykjavík knýr í gegn að pólitísku fangarnír eru látnir lausir. Stærsta kröfuganga, sem nokkurntíma hefir sést í Reykjavík. Sósíaldemókratar vega aftan að föngunum meðan þéir sitja í gæsluvarðhaldinu. Auk þeirra Guðjóns Benediktssonar, Hauks Björnssonar og Þorsteins Péturssonar, var tek- inn fastur sama dag ungur sjómaður, Magnús Þorvarðarson að nafni, í sambandi við þá at- burði, sem gerðust á bæjarstjórnarfundinum. Þegar fréttist um handtöku þeirra félaga, varð svo mikil gremja meðal verkalýðsins í Reykjavík, að fjöldi manha vildi fara upp í hegningarhús og frelsa pólitísku fangana með valdi. Munu þeir-hafa verið fáir verkamennirn- ir, sem ekki skildist það þessa daga, að þjóð- félag, sem réttir svöngum mönnum steina fyrir brauð og svarar kröfunum um atvinnubætur með fangelsunum á foringjum atvinnulausra manna, á engan rétt á sér. Atvinnuleysisfundurinn í Dagsbrún. Daginn eftir fangelsanirnar s. 1. laugardag átti að halda fund um atvinnuleysismálið kl. 2 e. h. í Bröttugótu.Var búið að fá húsið til fund- arhaldanna, en eftir að þeir félagar voru hand- teknir var fundurinn aflýstur og borið við að húsið fengist ekki. Jafnframt var auglýst að atvinnuleysismálið yrði rætt á almennum Dags- brúnarfundi um kvöldið kl. 8. Ákveðið hafði verið að ganga í kröfugöngu eftir atvinnu- leysisfundinn. Fundurinn um kvöldið var einhver hinn f jöl- sóttasti, sem haldinn hefir verið í „Dagsbrún". Var húsið troðfullt og fyrir utan beið mikill mannfjöldi, öll Brattagata full, allt niður í Aðalstræti., Kommúhistarnir tóku fyrstir til máls og ræddu um atvinnuleysið og frekari athafnir í því máli. Sýndu þeir fram á hvernig hinar sam- huga kröfur reykvískra verkamanna hafa orð- ið til þess að nokkurt lát hefir komið á stéttar- andstæðinginn. Nú væri um að gera að ganga á Iagið. Þyrfti allur þessi sægur verkalýðs, sem hér væri samankominn að ganga kröfugöngu um bæinn og sýna valdhófunum að reykvískur verkalýður stendur að baki kröfunum um at- vinnubætur. Mætti yfirráðastéttin fá að líta að verkalýðurinn lætur ekki velta yfir á herð- ar sínar byrðum kreppunnar möglunarlaust. Og kröfurnar væru í kvöld: Atvinnu handa hverjum einasta atvinnulausum verkamanni og út með pólitísku fangana, sem sitja í Hegning- arhúsinu 'fyrir starf þeirra í þágu atvinnu- h.usra verkamanna. Jafnfrarnt báru þeir fram eftirfarandi tillögu: „Fundur Dagsbrúnar og atvinnulausra manna lýsir algerðri samúð sinni með hinum fangelsuðu félögum: Guðjóni Benediktssyni, Hauk Bjömssyni, Þorsteini Péturssyni og Magnúsi Þorvarðarsyni og skoðar fangelsun þeirra tilraun til að brjóta á bak aftur við- leitni verkalýðsins til þess að bæta úr sárastá aivinnuleysinu. Fundurinn mótmælir því harð- lega, að lögreglan sé notuð til þess að berja 'é, verkalýðnum og krefst þess að fangarnir sé tafarlaust látnir lausir. Jafnframt lýsir fund- urinn megnasta viðbjóði á einræðisbrölti Jón- asar dómsmálaráðherra Jónssonar og skorar á verkalýðinn að vera á verði gegn öllum slíkum tiiraunum frá foringjum yfirstéttarinnar". Þá stóð upp Ólafur Friðriksson og tók að ráð- ast á pólitísku fangana. Kallaði hann þá öllum illum nöfnum og varði framkomu lögreglunnar á bæjarstjórnarfundinum með líkum röksemd- um og Morgunblaðið. Mælti hann mjög á móti því að gengin væri kröfuganga og eins mælti hann á móti tillögu kommúnistanna (Eggerts Þorbjarnarsonar). I sama streng tók Héðinn Valdimarsson og aðrir sósíaldemókratar. Lagði stjórnin síðan fram aðra tillögu í málinu, sem taldi fangelsunina „óþarfa" og ákvað að Dags- brún frestaði frekari ákvörðunum. Tillögu þessa rökstuddu þeir þannig, að rannsókn hefði eigi leitt í ljós enn, hvort þeir væru sekir eða eigi. Með öðrum orðum, kratarnir viðurkenna hérmeð beitingu hinna borgaralegu laga gegn verkalýðnum í stéttabaráttunni. Þessi- ósvífna framkoma kratanna og þetta lítilmótlega baknag þeirra á fangana, sem tekn- ir voru fastir fyrir ötula framgöngu sína í atvinnuleysismálinu, vai'ð til þess að um- ræður snerust meir um fangana en um sjálft aivinnuleysismálið. Stóðu upp margir verka- menn og mótmæltu slíkri framkomu, en sósíal- demókratar fengu illt hljóð, er þeir héldu ræð- ur sínar. Þegar sósíaldemókrötum þótti sýnilegt, að þeir væru í minni hluta á fundinum, spiluðu þeir út sínum síðustu trompum og sögðust skoða það sem vantraust á stjórniha í Dags- brún, ef tillaga þeirra í fangelsunarmálinu væri ekki samþykkt. Neituðu þeir að fara eftir fundarsköpum og báru fyrst upp sína tillögu, er, frestuðu tillögu kommúnistanna. Var síðan gengið til atkvæða um tillögu Dagsrúnar- stjórnarinnar með handauppréttingu. Erfitt var að telja atlívæðin, en stjórnin úrskurðaði að tillagan væri samþykkt með rúmum 130 atkvæðum gegn 90. Hitt var sýnilegt að til- lagan var felld, enda var það mál hlutlausra manna, sem töldu atkvæðin. Síðan harðneit- aði stjórnin að bera upp tillögu Eggerts Þor- bjarnarsonar, þó gseinilegt væri að þorri fund- armanna væri henni fylgjandi. Síðan var fundi slitið, og menn gengu út. Stærsta kröfuganga í Reykjavík. Þegar úr var komið ávarpaði Brynjólfm Bjarnason mannfjöldan og bað menn að bíða meðan sóttur væri rauður fáni, sami fáninn og atvinnulausir verkamenn gengu undir í fyrri kíöfugöngunni. Stakk síðan upp á þvi, að geng- ið væri til ráðherrabústaðarins til þess að bera fram kröfurnar. Var því vel tekið af mann- jfjtöidianunr og biðu menn eftir fánanum, en krataforingjarnir og nokkrir menn með þeim gengu heim til sín. Þegar fáninn kom lögðu menn af stað til ráð- herrabústaðarins og sungu byltingarsöngva. Munu hafa tekið þátt í þeirri göngu á annað þúsund manns. Er það tvímælalaust, stærsta kröfuganga, sem sést hefir í Reykjavík. Á tröppum ráðherrabústaðarins ttöluðu þeir Brynjólfur Bjarnason og Eggert Þorbjarnarson nokkur orð. Var þar borin upp tillaga Eggerts Þorbjarnarsonar, sem kratamir neituðu að bera undir atkvæði'á fundinum og rétti mannfjöld- inn upp hendumar til samþykktar henni. PJeyrðust þá háværar raddir um að fara upp í tukthús og sækja fangana með valdi. Kommún- istarnir töldu tímann ekki kominn til að láta of- beldi koma gegn ofbeldi. Fangahúsið var fullt af lögreglu og hvítu liði, sem lögreglustjóri hafði safnað. Bentu kommúnistarnir á, að vald- höfunum mundi ekki vera óljúft þó róstusamt yrði og stórmeiðsl hlytust af, til þess að fá frekari átyllu til að fangelsa þá, sem forustuna hafa í stéttabaráttunni, og til þess að koma upp ríkislögreglu á þinginu í vetur. Þótti flest- um verkamönnum þeir hafa rétt að mæla. Og ástæða er til að ætla, að heyrst hafi raddir, sem ekki eggjuðu af heilum hug. Flugumenn vei-ður verkalýðurinn jafnan að varast. Áður en menn gengu frá ráðherrabústaðnum hrópaði mannfjöldinn allur einum rómi hvað eftir annað: Út með pólitísku fangana! Út með Guðjón Benediktsson, út með Hauk Bjömsson, ut með Þorstein Pétursson, út með Magnús Þorvarðsson. Hélt mannfjöldinn síðan af stað upp í sam- bandshús, til að heimsækja foringjaefni fas- ismans á Islandi, Jónas frá Hriflu, og votta honum andstyggð sína á einræðisbrölti hans. Gengu verkamenn gegnum Austurstræti og sungu byltingarsöngva. Þegar komið er upp að Ingólfsstræti mætir kröfugangan lögreglusveir. Var þá tekið það ráð að fara ekki leng^'a til þess að gefa ekki lögreglunni tækifæri til að koma af stað slagsmálum og meiðslum, enda var Jónas frá Hriflu ekki heima. Áður en menn skildu hrópaði mannfjöldinn kröftugar en nokkru sinni fyr: Út með pólitfsku fangana! fi. s. frv. Verkalýðurinn knýr valdhafana til að láta pólitísku fangana lausa. Á þrettándakvöld voru fangamir allir látnir lausir. Þessa frelsun sína eiga þeir eingöngu verkalýðnum í Reykjavík að þakka. Hefðu þeir staðið einangraðir myndi þeim sennilega hafa verið haldið lengi í gæzluvarðhaldi; allt þar til dómur félli í hæstarétti hefði verið hægt að halda þeim, en það hefðu getað orðið margir mánuðir. En þegar valdhafarnir sáu að allur

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.