Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 2
vfcrkalýðurinn stóð á bak við þá, þorðu þeir ekki annað en láta þá lausa. Fyrir hvaða sakir voru félagarnir handteknir? Þeim félögum er gefin að sök truflun á opin- berum fundi. Hverjir voru þeir þá, sem áttu sökina á „óspektunum" á bæjarstjómarfundin- um? Það er eins og kunnugt er lögreglan ein, sem á sökina. En lögreglan var send af lög- reglustjóra, sem aftur er stjórnað af Jónasi frá Hriflu. Fyrir óspektirnar á bæjarstjómarfund- inum á því fyrst og fremst Jónas frá Hriflu til sakar að svara. En ef einhver hefði verið látinn sæta ábyrgð af áheyrendum, þá hefði þurft að setja yfir 100 manns í gæzluvarðhald, en ekki þessa menn eina. Þeir höfðu ekki gert annað en láta í ljósi samúð sína með gremju þeirri, sem atvinnu- lausir verkamenn létu 'í ljósi á fundinum. Ekk- ert annað „til saka“ unnið en að bera djarflega fram kröfur atvinnulausra verkamanna. Hversvegna voru þá einmitt þessir menn handteknir? Fyrst skulum vér athuga hversvegna lög- reglan var kölluð á bæjarstjómarfundinn. Ekki gat það verið til að stilla óspektir, því það var einmitt lögreglan, sem kom óspektunum af stað. Og engin leið var til að svona fámenn, vopnlaus lögregla gæti orðið mannfjöldanum yfirsterkari. Það er því margt, sem bendir til þess, að lögreglan hafi verið sótt til þess að koma óspektunum af stað, til þess að geta feng- ið átyllu til að handtaka foringja atvinnuleys- ingjanna. Og Kommúnistaflokk íslands átti að kæfa í fæðingunni og svifta hann foringjunum. Þessvegna voru einmitt þessir merm teknir fastir, að það átti að ræna atvinnulausa verka- menn forustunni. Alþýðublaðið vegur aftan að föngunum með ósannindum. Daginn eftir að félagarnir vora handteknir, birtir Alþýðublaðið viðtal við lögreglustjóra. Ekki verður séð af því samtali skoðun Alþýðu- blaðsins á málunum. En þar er sagt að Guð- jón Benediktsson hafi játað, að hann hafi stað- ið fyrir óspektunum á bæjarstjórnarfundinum ogv haft eftir lögreglustjóra. Var þetta ágætt vopn í höndum andstæðinganna um hríð. Verk- lýðsblaðið spurði lögreglustjóra hvort þetta væri rétt frá skýrt, og kvað hann þetta til- hæfulaust, en var þó ófáanlegur til að leiðrétta það. Hinsvegar leyfði hami að hafa það eftir sér, að ummæli Alþýðublaðsins væra tilhæfu- laus. Þegar Alþýðublaðið komst að' raun um, að þessi lýgi væri búin að lifa sitt fegursta, birti það svokallaða „leiðréttingu“. En það var alls engin leiðrétting, heldur ný ósannindi. Sagði Alþýðublaðið að það væri missögn, að Guðjón hefði játað, að hann hefði verið foringi þeirra manna, sem kröfðust atvinnubóta á bæjar- stjórnarfundinum. Um það hefir Guðjón ekk- ert sagt, en hitt vita allir að svo er. Guðjón Ben. var aðalleiðtogi þeirra verkamanna, sem kröfðust atvinnubóta á bæjarstjómarfundin- um. En hann stóð ekki fyrir neinum óspektum. Upphafsmaður óspektanna var lögreglustjóri eða öllu heldur Jónas frá Hriflu. Þannig vegur Alþýðublaðið aftan að félög- unum, sem sátu í fangelsi fyrir starfsemi sína í þágu atvinnulausra verkamanna. Er slíkt næsta ótrúlegt, en þó satt. Hvað líður atvinnubótunum? Það er vafalaust að allar þessar kröfugöngur verkamanna hafa haft mikil áhrif í þá átt að fullvissa yfirráðamenn þessa bæjarfélags um það, að hér sé atvinnubóta brýn þörf. Og allar atvinnubætur, sem fást kunna í vetur verða beinlínis samtökum verkamanna að þakka. Hinsvegar reynir bæjarstjóm að draga úr þeim og draga þær á langinn eins og hún mögulega treystir sér. í þeim tilgangi kom fram tillaga á bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var á miðvikudaginn var, frá sósíal- demókrötum og borgarstjóra í sameiningu um það, að fela borgarstjóra í samráði við nefndir bæjarstjómarinnar eða bæjarráðið, að sjá um, Verkalýðurinn mótmælir pólitísku íangelsununum Frá Jafnaðarmannafélaginu „Sparta“. Aðalfundur Jafnaðáimannafél. „Sparta“ mótmælir harðlega kúgunarráðstöfunum ríkis- stjómarinnar, með fangelsun félaganna: Þor- steins Péturssonar, Guðjóns Benediktssonar, Magnúsar Þorvarðarsonar og Hauks Bjöms- sonar. Er fundurinn fullviss um það, að handtaka þessi er pólitísk ofsókn ríkisvaldsins á hendur verkalýðnum, einungis gjörð, til þess að svifta hann foringjum. Fundurinn lýsir fyllstu samúð sinni með framkomu þessara félaga og starfi þeirra í þágu verkalýðsins. Jafnframt fordæmir fund- urinn einræðis- og harðstjómar-tilhneigingum Framsóknarstjórnarinnar, og krefst þess að hinir pólitísku fangar verði látnir lausir þegar í stað, og skorar á allan íslenzkan verklýð að krefjast hins sama, og búa sig' sem bezt gegn frekari árásum af hendi ríkisvaldsins. Fi'á Verkamannafélagi Sigluf jarðar. Afar fjölmennur fundur, haldinn í Verka- mannafélagi Siglufjarðar, mótmælir harðlega þeim svívirðilegu aðferðum, sem lögreglustjór- inn í Reykjavík beitir verkalýðinn þar. I fyrsta lagi, með því að nota lögregluliðið til þess að vernda verkfallsbrjóta. 1 öðru lagi, að setja verkamenn í fangelsi fyrir það eitt, að krefjast þess að fá vinnu. Álítur verkam.fél. framkomu lögreglustjóra og dómsmálaráðherra sönnun þess, að þeir séu með þessu að reka erindi fas- ismans á íslandi, og stimplar þá verklýðsböðla cg krefst fundurinn þess, að þeir félagar, Guð- jón Benediktsson, Haukur Bjömsson, Þor- steinn Pétursson og Magnús Þorvarðarson verði tafarlaust látnir lausir. Ennfremur lýsir verkamannafélagið því yfir, að það hefir fyllstu samúð með verklýðnum þar syðra í þessari' harðvítugu baráttu. Frá Verkamannafél. „Drífandi“, Vestm. Fyrir hönd 250 verkamanna og kvenna mót- mælum vér harðlega gerræði því, sem beitt var af ríkisvaldinu gegn verklýðsstéttinni með handtökum hinna ötulu foringja atvinnulausra að byrjað yrði á þeim verklegum framkvæmd- um sem fyrst, sem eru ákveðnar í fjárhagsá- ætluninni, svo sem greftri fyrir vatnsæðum, gatnagerð og skurðgerð og sé borgarstjóra heimilt að taka bráðabirgðarlán í því skyni, ef fé verður ekki fyrir hendi i bæjarsjóði. Er það fremur skringilegt, að nú fyrst skuli þessi tillaga koma fram, þegar atvinnubótamálinu hefir ekki verið sint fyr og allir skilja að nú nægir ekkert bráðabirgðakák. Er þetta sýni- lega gert til þess að reyna að sýna verkamönn- um, að eitthvað verði ef til vill gert og borgar- stjóra og nefndum bæjai'stjóraarinnar gefið vald til að draga þetta á langinn von úr viti. Halda þessir menn að hægt sé að sefa kröfur atvinnulausra verkamanna með því, að gefa þeim vonir um að eitthvað verði einhvemtíma gert. Það er því nauðsynlegt að atvinnulausir verkamenn haldi fast við kröfur sínar um at- vinnubætur og haldi þeim áfram með nýjum ‘krafti, því þaraa er bæjarstjóinin þó farin að gefa sig eit’thvað, þótt með ólund sé. Hópur at- vinnuleysingjanna vex með hverjum deginum sem líður. Nú þessa dega lætur Reykjavíkur- deild Kommúnistaflokksins fara fram skrán- ingu atvinnulausra manna í Verkamannaskýl- inu og er það mjög nauðsynlegt, að menn noti það tækifæri og láti skrá sig. Bæjarstjórnarfundur undir vernd lögreglu og hvítliða. Á miðvikudaginn var, var engum áheyrend- um hleypt inn á bæjarstjómarfundinn fyrr en verkamanna í Reykjavík og krefjumst að þeir verði dæmdir sýknir allra saka, og þegar látnir iausir. Frá Sjómannafélagi Vestmannaeyja. Fundur 2. jan. í Sjómannafélagi Vestmanna- eyja sendir hinum ötulu foringjum atvinnu- lausra verkamanna í Reykjavík heitar þakkir fyrir góða framgöngu í málum verklýðsins og baráttukveðju sína. Fundurinn mótmælir at- hæfi ríkisvaldsins í þessu máli, og heimtar sakbomingana nú þegar sýknaða og látna lausa. % Frá Jafnaðarmannafélaginu á Akureyri. Fundur í jafnaðarmannafélaginu á Akur- eyri, þar sem mættir eru 80 verkamenn og verklýðssinnar, lýsir fyllstu samúð sinni með þeim foringjum atvinnuleysingja, sem ríkis- valdið hefir hneppt í fangelsi fyrir ötula og ósérhlífna baráttu í þágu verkalýðsins og mót- mælir kröftuglega ofbeldi ríkisvaldsins og krefst þess að fangarnir verði látnir lausir nú þegar. " Stjórnin. Frá Verkakvennafélaginu á Akureyri. Verkakvennafélagið Eining á Akureyri hefir á fundi 4. jan. (1981) samþykkt eftirfarandi tillögu með öllum atkvæðum, 60 á fundi: Fund- urinn mótmælir eindregið aðförum íslenzkra stjórnai’valda gagnvart reykvískum atvinnu- leysingjum og foringjum þeirra og krefst þess að hinir 4 handteknu félagar verði lausir látn- ir. Um leið vottar félagið þeim fyllstu samúð sína. Stjórnin. Heillaóskaskeyti til fanganna. Heill sé baráttu ykkar. Innilegar samúðar- kveðjur með óskum um gleðilegt nýár. Með kommúnistakveðjum. Einar Olgeirsson. Aðalbjörn Pétursson. Bjöm Grímsson. Jón Guðmann. Gunnar Benediktsson og fleiri. að bæjarfulltrúárnir voru komnir inn og for- seti hafði sett fund. Var 6 manna lögreglusveit í anddyrinu meðan bæjarfulltrúar vora að týn- ast að og vamaði hún áheyrendum inngöngu, þar til fundur var settur. En er áheyrendur komu inn, sátu þó um 40 til 50 menn á áheyr- endasvæði. Þektust þar margir hvítliðar frá gamlárskvöldi. Hefir þeim víst verið skipað þangað inn, til að hafa umsjón með reglu og góðri fundarstjóm, ef verkamenn gerðust svo djarfir að láta í ljósi kröfur sínar um atvinnu- bætur. Er nú ljóst, að lögreglustjóri ætlar í nafni Jónasar frá Hriílu að bæla niður með valdi kröfur verkamanna um aukna atvinnu. Verkamenn! Höldum samt óhræddir áfram að bera fram kröfur okkar, þótt réttur okkar sé fyrir borð borinn. Með samtökunum sigrum við. Verkamenn á Eskifirði knýja fram kauphækkun (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Eskifirði 6. jan. 1931. Nýjir kaupgjaldssamningar undirskrifaðir hér í gær. Hækkun á öllum liðum gamla samn- ingsins um firdm aura um klukkustund. Fréttaritari.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.