Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 3
Stéttabaráttan í Vestmannaeyjum Hvernig islenskir verkamenn eru arðrændir Uppskipun í Reykjavík Verkamenn standa óskiftir í kaupdeilunni. Nýlega var haldinn fundur í verkamannafé- laginu „Drífandi'i Var „Þórshamarsmönnum“ (sósíaldemókrötum) boðið á fundinn. Rætt var um kaupdeiluna og voni allir verkamenn sam- huga um að hvika hvergi frá kröfunum. Voru þeir menn beðnir að standa upp, sem væru fús- ir til að veita alla aðstoð í kaupdeilunni. Stóðu þá upp allir meðlimir verkamannafélagsins, á annað hundrað manns, sem á fundinum voru og auk þess verkamennimir úr „Þórshamri“, en foringjar „Þórshamars“ sátu og fáeinir tryggir liðsmenn með þeim. Útvegsbankinn vill velta byrðum kreppunnar yfir á sjómenn. Aðalforingi útvegsmanna í Vestmannaeyj- um, Viggo Bjömsson, ibankastjóri útbús Út- vegsbankans, berst mjög fyrir því, að sjómenn ráði sig upp á hlut í vetur, og hótar útvegs- bændum útilokun frá lánum, ef þeir gangi að kröfum sjómanna. Fyrir sjómenn myndi það þýða, eins og nú standa sakir, að þeir slmpuðu verðmæti fyrir atvinnurekendur nærri kauplaust. Sjómenn mega halda áfram að framleiða, þrátt fyrir kreppuna, bara ef þeir vinna kauplaust, eða því sem næst. Sjó- menn í Eyjum standa fast við kröfur sínar, um fast kaup. Hvorumegin er Jón Baldvinsson, bankastjóri Útvegsbankans? Fylgir hann mál- stað sjómanna eða atvinnurekenda ? Á þingi Alþýðuflokksins voru sósíaldemókratar með hlutaráðningunni. Sjómannafundur Mótmæli gegn Útvegsbankanum og útvárpinu. Kröfur um atvinnubætur. (Einkaskeyti til Verklýðsblaðsins). Vestmannaeyjum 7. jan. 1931. Fundur haldinn í Sjómannafélagi Vest- mannaeyja 6. jan. mótmælir harðlega því ger- ræði Útvegsbanka íslands, að láta bankastjóra sinn hér hóta þeim útgerðarmönnum, sem ekki vilja ráða sjómenn upp á hlut og þáð hlut sem hann sjálfur ákveður, að útiloka þá frá lánum »g þannig stöðva útgerðina. Fundurinn væntir þess af fulltrúa alþýðunn- av í bankastjórninni, Jóni Baldvinssyni, forseta Alþýðusambands íslands, að hann beiti sér fyr- ir því að Útvegsbankinn viðurkenni taxta Sjó- mannafélags Vestmannaeyja, sem hinn lægsta, sem útgerðarmenn megi greiða. Sami fundur samþykkir eftirfarandi: Fundurinn mótmælir því harðlega að út- varpsráðið lætm’ það viðgangast, að í útvarp- inu er ráðist á tilverurétt sjómanna með agita- tion fyrir hlutaráðningu á komandi vertíð, þar sem þó er fyrirsjáanlegt, að hlutur þessi myndi vegna kreppunnar einskisvirði. Enn- fremur mótmælir fundurinn harðlega þeirri hlutdrægni og beinum ósannindum, sem út- varpið hefir flutt af atvinnuleysismálinu í Keykjavík. Fundurinn krefst þess, að í fram- tíðinni verði fullti-úar kosnir af alþýðunní sjálfri í útvarpsráðinu, sem lagt geti bíann á slíkar fregnir og agitation. Atvinnuleysingjafundur hér í gær samþ. áskoranir til bæjarstjórnar um að hefja þegar atvinnubætur með framkvæmd gatna- gerða, sjóveitu, verkamannabústaða. Að öðrum kosti atvinnuleysisstyrk jöfnum fullum dag- launum, án réttindamissis. Sami fundur samþykkti baráttukveðju til atvinnuleysingja og foringja þeiiæa í Reykja- vík og mótniælir framkomu lögreglu og ríkis- valds og skoðar það sem árás á verkalýðsheild- ina. Skyrslusöfnun um atvinnulausa í dag. Eftir 4 klukkustunda söfnun komið á annað hundrað sem ekkert hafa framundan til bjargar. Reikn- ingslán til flestra smá-útvegsmanna stöðvuð í kaupfélögum þeirra. ísleifur. í hvert skipti, sem verkamenn hafa farið fram á kauphækkun hafa útgerðarmenn sagt. að útgerðin þyldi ekki hærra kaupgjald, uppskipunin vrði svo dýr o. s. frv. En hvað kostar uppskipunin útgerðarmenn raunveru- lega. Það er vitanlegt, að flest skip, 4em flytja vörur milli landa, flytja vörurnar kornnar á bryggju á áfangastað eða skipshlið. Nú er það vitanlegt, að skipin, þ. e. þeir, sem flytja vör- umar, annast aldrei uppskipun varanna. Það er venjulega kaupandinn, sem tekur að sér alla uppskipunina, en flytjandinn greiðir viðtak- anda ákveðið gjald fyrir hvert tonn, fyrir að koma vörunum að skipshlið. Gjald það, sem skipin greiða fyrir uppskipun, er og hefir ver- ið svo að ségja undantgkningarlaust 1 kr. og 50 aurar á hvert tonn. Með tækjum þeim, sem notuð eru við uppskipun og auknum vinnu- hraða þá kostar það enganveginn krónu og fimmtíu aura að koma vörum á skipshlið. Þessi . hluti uppskipunar hefir því verið útgerðar- mönnurn og öðrum vörukaupendum stór tekju- lind. Þess rnunu jafnvel dæmi, að kaupendur hafa fengið vörur sínar komnar í hús svo að segja kostnaðarlaust, og á þetta sérstaklega við $lla þungavöru. Tökum t. d. uppskipun á kolum og salti. Við uppskipun á kolum vinna venju- lega 16 menn við hverja lest við að koma kol- unum á skipshlið, kaup þessara manna er 1 kr. 36 aur. á klst. eða kr. 13,60 á dag. Það verð- ur samtals kr. 217.60. Þessir verkamenn koma 200 tonnum á dag á skipshlið, og fyrir það fær útgerðarmaðruinn kr. 1.50 aur. pr. tonn eða fyrir 20þ tonn kr. 300,00. Hreinn ágóði af þess- Frá Vestmannaeyjum . Vestmannaeyjum 29. des. 1930. Félagar! Verkamannafélagið Drífandi hefir birt kaup- kröfur sínar fyrir næsta ár og tilkynnt þær atvinnurekendum, en ekki enn fengið svar frá þeim. Búast má við harðvítugri kaupdeilu út af þessu nú eftir nýárið. Sjómannafélag Vestmannaeyja hefir einnig birt kaupkröfur sínar og ekki heldur fengið svar við þeim frá Útvegsbændafélaginu. Munu því félög þessi samtímis heyja baráttu sína og styðja hvort annað eftir megni. Eitt af því, sem sjómenn berjast nú ákveðnast á móti, er hlutaráðningin, sem útvegsmenn ota nú að sjó- mönnum, vegna þess að þeir búast við !águ fiskverði næsta ár. Hlutaráðning fyrir sjó- menn þýðir því ekkert annað en tómur vasi og jafnvel skuld á baki, að loknu vetrarerfiði. Sérstaklega myndi þetta koma þungt niður á aðkomumönnum, sem kynnu að láta véla sig inn á hlutaráðninguna, því að þeir hefðu manna síst aðstöðu til að koma hlut sínum í peninga, jafnvel þótt eitthvað verð yrði seint og síðarmeir á fiskinum. Þeir yrðu því að þessu sinni frekar en nokkurntíma áður fiskspeku- löntum og bröskurum að vissrí bráð í þessu efni. Samtökin eru því eina vopnið, sem gagnar. Sjómenn í Eyjum munu standa fast saman urn kröfur sínar, en fyrst og fremst gegn hluta- ráðningunni. En það er, ekki nóg. Allir íslenzkir fiskimenn og sjómenn verða að standa með í þessari baráttu. Enginn sjómaður eðá verka- maður í landi má sjálfs sín, eða stéttar sinnar vegna, fara til Eyja, fyr en Sjómannafélagið og verkamannafélagið Drífandi hafa fengið kröfur sínar uppfyltar og.gert það opinbert. Félagar! Það sem ykkur er nú lagt á herðar, er: 1. Að þið í blöðum ykkar, á fundum ykkar um hluta uppskipunarinnar verðui' því kr. 82,40, sem dregst frá öðrum kostnaði við upp- skipunina. — Annað dæmi: Við að koma salti á skipshlið vinna venjulega 18 menn með sama kaupi og áður er greint, það vérður samtals kr. 244,80 á dag og þessir verkamenn koma 250 tonnum á skipshlið, fyrir það fær útgerðar- maðurinn kr. 1,50 aur. pr. tonn, samtals kr. 375,00. Hreinn ágóði kr. 131,80. Nýlega tóku nokkrir verkamenn að sér að skipa upp kolum fyrir kr. 2,00 pr. tonn. Verka- mennirnir komu kolunum í bing, höíðu allan kostnað af uppskipuninni, bifreiðakostnað o. ff. Skipið (flytjandinn) greiddi útgerðannannin- um kr. 1.50 pr. tonn fyrir að koma kolunum ó skipshlið. í þessu tilfelli hefir uppskipunin því lostað útgerðarmanninn 50 aur. á hvert tonn komið í bing. Dæmi þessi eru tekin af handa- hófi, og munu þess mörg dæmi að útgerðar- menn hafi greitt mun minna fyrir uppskipun á þessum aðalvörum útgerðarinnar. Verkamenn! Hvað sýnir þetta okkur, það sýnir okkur að barlómur útgerðannanna um hag atvinnuveganna er ekki annað en blekk- ingar og glamuryrði í þeim tilgangi að reyna að rugla stéttarmeðvitund verkamannsins. Hvenær hafa atvinnurekendur tekið tillit til ástæðna okkar verkamanna. Aldréi. Höfum við iniokkru sinni fengið kjör okkar bætt, vegna þess að atvinnurekendur vildu bæta lífskjör okkar? Nei, aldrei. Kjör okkar hafa aldrei ver- ið bætt nema með samtökum okkar sjálfra. Þorsteinn Pétursson. og alstaðar þar sem þið getið, beitið ykkur fyrir því, að enginn félagi, eða utanfélags verkamaður eða sjómaðpr, ráði sig eða flytji til Eyja fyrri en verklýðssamtökin þar hafa sigrað í þessari kaupgjaldsbaráttu og auglýst samkomulag. 2. Að þið fyrst um sinn, eftir að þið hafið fengið orðsendingu frá félögunum hér, stöðvið allan vöruflutning til Eyjanna. 3. Að þið, ef á þarf að halda, haldið áfram stöðvun vöruflutnings til þeirra atvinnurek- enda, sem eiga eftir að semja og við gefum ykkur upp nöfn á. 4. Stöðvun á uppskipun á vörum frá Eyjum, ef þess yrði farið á leit af verklýðsfélögunum í Eyjum. Þetta eru na^iðsynlegar ráðstafanir ef verka- lýðurinn á ekki að bíða ósigur. Ekki síst fyrir ]i>á sök, að atvinnurekendur hafa nú orðið bundist samtökum um land allt, til að þröngva kosti verkamanna og velta þunga kreppunnar á herðar þeirra. Ósigur verkalýðsins í Vestmannaeyjum að þessu sinni myndi verða til þess, að styrlcja stéttarandstæðinginn á öðrum stöðum lands- ins og veikja aðstöðu verkalýðsins í yfirvof- andi baráttu um land allt. í því trausti að þið liefjið nú þegar öflugan uiidirbúning í þessum málum, sendum við ykkur félagskveðju. F. h. Sjómannafélags Vestmannaeyja. Guðm. Kristjánsson, formaður. F. h. verkamannafél. Drífandi. Guðm. Gí&lason, formaður. Bréf til allra verklýðsfélaáa

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.