Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 10.01.1931, Blaðsíða 4
Viðtal við félagana, sem nýkomnir eru úr fangelsinu Tíðindamaður Verklýðsblaðsins kom að máli við félagana, sama daginn sem þeir komu úr Síeininum og spurði þá frétta. — Rvemig höfðuð þið það í fangelsinu? — Auðséð er að fangavörðurinn hefir of mikið að gera. Vegna anna verður hann vin- samlega að fara fram á aðstoð gæzlufanga til að hreinsa klefana. Heyrst hefir að gæzlufang- ar hafi verið látnir greiða fésektir, ef þeir hafa skorast undan að vinna þessi verk, sem þeim vitanlega ber engin skylda til að inna að hendi. — Hvað var ykkur gefið að sök? — Við erum kærðir fyrir óspektir á bæjar- stjómarfundi. Er framkoma okkar talin brot á 12. gr. hegningarlaganna frá 1869 og á ein- fcverri grein lögi’eglusamþykktarinnar. — Hafið þið játað á ykkur nokkra sök? — Við gáfum sýrslu frá bæjarstjómarfund- iniim. Teljum við lögregluna eiga sök á óspekt- unum, ennfremur þá bæjarfulltrúa, sem töfðu atvinnu bótamálið. — Er það rétt, sem útvarpið segir, að þið hafið játað á ykkur það, sem þið eruð sakaðir um? — Nei. Það er mesti misskilningur.^Það lít- ur svo út sem útvarpið sé eingöngu notað sem vopn yfirstét’tarinnar í stéttabaráttunni, til þess að bera út ósannar fréttir. Okkur var sleppt úr gæzluvarðhaldinu, eftir rúma 4 sólar- hringa eftir að rannsókn var lokið. En sú rann- sókn fólst ekki í öðm en skýrslum þeim, sem við gáfum af bæjarstjómarfundinum og vitna- framburði nokla’a lögregluþjóna. Búast má við, að leppar ríkisvaldsins haldi þessum skrípaleik áfram með málshöfðum, þó málið ætti hérmeð að vera úr sögunni. V erkamannaskýli (Verkamannabréf frá ísafirði). „Verklýðsblaðið“ vill þakka félaga I. M. S. fyrir að vekja máls á þessu nauðsynjamáli verkalýðsins. En vér getum ekki fallizt á, að það eigi neitt skylt við ragmennsku, eða skiln- ingsleysi á nauðsyn bættra kjara, að allir verkamenn bera ekki fram kröfur sínar jafn djarflega og snjallt og félagi I. M. S. Ástæð- urnar fyrir íhaldssemi margra verkamanna era í fyrsta lagi ótti við kúgunarsvipu atvinnurek- endans, sem stöðugt er reidd yfir höfðum þeirra og í öðru lagi úrtölu hugdeigra og falskra foringja. Ritstj. Á engan hátt er líf verkalýðsins sambærilegt við líf amiara stétta þjóðfélagsins. Til þess er misskipting lífsgæðanna allt of mikil. Verka- lýðurinn er algerlega háður dutlungum þess, sem hann vinnur hjá, og virðist ekki nema að örlitlu leyti geta ráðið við þóttafulla og mikil- úðlega yfirdrottnun atvinnurekendans. Kemur þetta skýrlega í ljós næstum því í hverju ein- asta smáatriði og óneitanlega er sá illa sjáandi, sem ekki getur komið auga á hvílíku ranglæti verkalýðurinn er beittur í einu og öðru. Ef við leitum að orsökinni til þess að slíkt ranglæti getur þrifist, þá rekum við okkur svo að segja strax á þann sorglega sannleika, að einmitt verkalýðurinn sjálfur hlúir áð rót ranglætis- ins, með takmarkalausri hlífð sinni og þræls- legri undirgefni við þá, sem drottna. Hann þol- ir möglunarlaust sársaukann, sem svipuólar harðstjórans veita, af því að. hann er í senn bæði tryggur og ragur. Hann þorir ekki að hreyfa mótmælum gegn einni eða annari rang- sleitni, af ótta við atvinnumissi.og þorir heldur ekki af sömu ástæðum, að heimta betri kjör og bættan aðbúnað. Allt þetta er vel skiljan- legt, þegar athugað er hve verkalýðurinn er enn þá lítið trúaður á mátt sinna eigin sam- taka, og gengur þessvegna dreifður til barátt- Skráníng atvínnulausra verkamanna Reykjavíkiudeild Kommúnistaflokks íslands lætur fara fram skráningu atvinnulausra verkamanna þessa daga í verkamannaskýlinu. Verkamenn! Látið nú ekki undir höfuð leggjast að koma og láta skrá ykkur. ---- unnar, sem illar aðstæður hans knýja hann til taka þátt í. Auðvald allra tíma og allra landa hefir staðið ósundrað í áhugamálum þess, sem alltaf og allsstaðar hafa verið lituð kúgun- arblóði verkalýðsins og arðráni. Það hefir legið á verkalýðnum eins og hýenur á nái, og sogið og sogið, án afláts. Með allskonar brögðum og lygi hefir því heppnast að svæfa verkalýðinn, svo að hann hefir sofið gegn allri þess eitrun og litla tilraun gert til þess að stemma stigu fyrir eyðileggingu auðvaldsins á lífi hans og barna hans. Hungur og kulda hefir hann talið óhjákvæmilegt, og þrældómi og kúgun hefir hann tekið möglunarlaust á móti. í gegnum aldaraðir hefir trúin á auðvaldið. sem hina einu máttarstoð þjóðfélagsins gagn- sýrt verkalýðinn, en nú sem betur fer eru augu hans loks farin að opnast fyrir þeirri stað- reynd, að slíkt sé hin bitrasta lífslygi. Á síð- ustu árum ihefir meðvitund hans um, að það er- hann einn, sem skapar auðinn með vinnu sinni, vaknað, og nú eru kröfur hans sífellt að verða æ háværari. Ein slíkra krafa er krafan um verkamannaskýli, sem hér verður lítillega rætt um. í engu landi mun veðrátta vera eins breytileg og ill eins og einmitt hér á landi. Og þegar þess er gætt, að yfirleitt öll sú vinna, sem hér er stunduð, er útivinna, þá liggur það an það sötrar í sig kaffið, og verður fegið að taka sem fyrst aftur til vinnu vegna kulda, enda þótt að það hefði gjama þegið dálítið lcngri hvíld frá vinnunni. Við fiskþvott er einkanlega kvenfólk. í 7—8 tíma stendur það við fiskbalana og þvær fisk- inn upp úr ísköldu vatni í húsi, sem opið er á marga vegu og vindurinn leikur um. Heilsubætandi er slík vinna áreiðanlega ekki og fávitrir eru þeir menn, sem ekki geta skilið að þær hefðu gott af því að geta, meðan þær drekka kaffið sitt, setið niðri þar sem hlýtt er og notalegt í stað þess að svolgra það í sig við fiskbalana. Vegna þess er krafan um verka- mannaskýli til orðin. Og með verkamannaskýli er átt við, að á hverjum vinnustað sé hús, sem hitað er upp og í því borð og bekkir fyrir verkafólkið að nota í kaffitímum þess og eins meðan það bíður eftir vinnu. Efalaust er slíkt eins mikill hagur atvinnu- rekandans eins og verkalýðsins, því fullvissa er fyrir því, að betur vinna menn heitir en skjálfandi í kulda. En í stað þess að hlúa lítil- lega að fólkinu í þessum smáhvíldartímum þess er breytt við það ver en sveitabóndanum kem- ur til hugar að breyta við skepnur sínar. Eða hvar finnast dæmi þess, að skepnum sé borin heytuggan á gaddinn? Y erðlaunasamkeppni Yerklýðsblaðsins Þessa dagana vilja allir Iesa V erklýðsblaðið. Nú er tækifærið til að safna á- skrifendum. Ef þú starfar vel þessa dagana, kemstu til Sovét- Rússlands. Mundu að samkeppninni er lok- ið 1. febr. —itwiiwi iiiinimr —— í augum uppi að krafan um verkamannaskýli er sprottin af brýnni nauðsyn. Hinsvegar er þó ekki hægt að segja að þessi krafa sé sameigin- leg öllum verkajýð, jafnvel þótt atvinnustað- urinn sé hinn sami. Til þess eru allt of margir, sem ennþá eru skilyrðislaust undir áhrifum atvinnurekandans, og líta því á skíka kröfu sem einskonar heimskulega fjarstæðu. En um álit þeirra verður á engan hátt spirrt, frékar en annara óvita í þessari grein, heldur reynt að skýrgreina hvað átt er við með kröf- unni um verkamannaskýli og færð rök að nauð- syn þess. Sú vinna, sem er unnin, er einkanlega fiskvinna og er eins og öllum er ljóst, í aðalat- riðunum uppskipun, þvottur og uppskipun og þurkbreiðsla. , Fiskiveiðar eru hér mestar um vetranTiánuðina, þegar veðrátta er sem köld- ust og verst. Hvernig sem viðrar gengur verkalýðurinn til vinnu sinnar og er við hana að jafnaði í tíu tíma, þegar frá er dregin ein stund til matar. Óhætt mun nú að fullyrða, að margt af þessu fólki mundi gjarnan óska sér annars en að vera hvíldarlaust háð þessari vos- ' búð, sem óneitanlega er mikil í köldu veðri og blautum fiski. En það má ekki leyfa slíkum hugsunum að verða að kröfum, vegna þess að vinnan er þess eini lífsmöguleiki. Tvisvar sinnum á dag tekur það sér litla hvíld til að drekka kaffi. Það leitar sér hælis jak við fiskhlaða og inni í geymsluhúsum með- Er ekki kappkostað að hafa fjárhúsin sem hlýjust, svo skepnunum líði vel? Og eta þær nokkumtíma, þegar illa viðrar öðra vísi en úr jötum sínum? Nei, við verkalýðinn virðist mega breyta ver en við skepnur, enda þótt að mann- inum sé frá náttúrunnar hendi gefið meira vit. Að lokum þetta. Verkamannaskýli er nauð- synlegt og krafan um það aðkallandi. Verkafólk rná engan bilbug láta á sér finna, en krefj- ast með sameiginlegum og ótakmörkuðum krafti. Atvinnurekandinn, sem situr heima í upp- hitaðri stofu þegar kalt er úti, getur af heimsku sinni og illgirni ekki skilið þessa kröfu, en við skulum ekki linna látum fyr en við höf- um 'hamrað því inn í hans ferkantaða kaus, að hann verður að láta undan síga, eða að öðrum i kosti vikið honum úr sæti, og sjálf tekið að okkur ráðin. Fylgjum kröfum okkar með djörf- [ ung og þyrmum engum þeim, sem reynir að | spyma í móti þeim. I. M. S. Opið bréf til lögreglustjóra frá Guðjóni Benediktssyni kemur í næsta blaði. „V erklýðsblaðið4'. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnaaon. — Árg. 5 kr., i lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verkiýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavik. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.