Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Blaðsíða 1
SBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 24. janúar 1931 4. tbl. Atvínnuleysíð Hvað líður atvínnubótunum? Þessi spurning gengur frá manni til manns, hvar sem verkamenn hittast. Þetta mál er eina málið, sem kemst fyrir í huga þeirra verka- manna, sem hafa orðið fyrir þeirri kaldhæðni viðburðanna, að ganga nú atvinnulausir og Bvelta, fyrir offramleiðslu lífsnauðsynja. Allar leiðir hafa verið reyndar til þess að gera vald- höfunum það skiljanlegt, að neyðin stendur fyrir dyrum hjá fjölda manns og að daglega bætast fleiri í hópinn, ef ekkert er aðgert til að bæta úr atvinnuleysinu. Það hafa nefndir ?erið sendar til valdhafanna og þeir beðnir um atvinnubætur og ekkert svar fengist. Það hafa verið haldnir fundir með atvinnulausum mönn- «m, gengnar kröfugöngur og bornar fram há- værar kröfur um atvinnubætur, og því hefir verið svarað með því að hneppa í varðhald fjóra menn, er gerðust svo djarfir að krefjast méð fullri alvöru atvinnubóta. Og meðan þessir menn sátu í fangelsinu, tók stjórn Dagsbrúnar málið í sínar hendur. Og síðan hefir ekkert ver- ið aðgert. Stjóm Dagsbrúnar hefir gætt þess vandlega, að enginn hávaði yrði gerður til þess *ð raska ekki ró þeirra, er ennþá hafa með þessi mál að gera. Reykjavíkurdeild Kommún- istaflokks íslands hefir látið skrá atvinnulausa verkamenn undanfarið. Og þrátt fyrir það jþótt sósíaldemókratar hafi unnið leynt og ljóst gegn því að verkamenn létu skrá sig, hafa þó 825 látið skrá sig atvinnulausa. Og allir spyrja: Hvað gerir stjórn Dagsbrúnar í atvinnuleysis- málinu. Og svarið er alltaf það sama: Ekkert. Hún bíður í ró og næði eftir því, að þessum háu herrum þóknist að láta náðarmola falla til ?erkamanna og hafa góðar vonir um það, að 8—10 manna flokkar fái einhverntíma eitthvað! að vinna einhversstaðar út um holt og hæðir, ín nokkurs tillits til hinna raunverulegu þarfa verkamannanna og án þess að taka kröfur þeirra hið minnsta til greina. Kröfur verka- manna eru þær, að allir þeir, sem atvinnulausir eru, fái vinnu til þess að þeir geti séð fyrir heimilum sínum eða atvinnuleysisstyrk er jafngildi vinnulaunum að öðrum kosti. Og þess- um kröfum verður að fylgja fast eftir, því að öðrum kosti mega verkamenn bíða auðum hönd- mu hjálparlausir. Það sama bíður íslenzkra \rerkamanna og stéttarbræðra þeirra erlendis. Þegar allar bjargir eru bannaðar, er máttur samtaka þeirra það eina, sem getur leyst af þeim okið. Nú þegar atvinnuleysið geysar um allan auð- valdsheiminn, meira og ægilegra en nokkru sinni fyrri, þá er þó einn sjötti hluti jarðar, sem vantar verkamenn til að starfa að nauð- synjamálum sínum. Það eru Ráðstjórnarríkin — ríki verkalýðsins —. Þar er framleiðslan miðuð við þarfir þjóðarinnar, ekki framleitt fyrir óvissa markaði. Þessvegna fer kreppan þar fram hjá. Hún getur ekki teygt hramma sína þangað sem framleiðslan er vísindalega skipulögð í þarfir verkalýðsins. Eina ráðið til þess að losast við kreppurnar er því það, að yfirráð framleiðslunnar komist í hendur verka- lýðnum. Sameining okkar nú í atvinnubótamálinu, verður að því vopni, sem við beitum gegn auð- valdinu til þess að heimta einfaldasta réttinn til að Iifa, og síðar meir til að taka völdin í okkar hendur. Og þá þarf enginn að ganga atvinnulaus. Atvinnulaus verkamaður. Skýrsla um atvinnuleysisskráninguna kemur í næsta blaði. Ritsj. Ka.updeilai á* ráskrúðsfirdi 14. þ; m. hófst verkfall á Fáskrúðsfirði. Kröfur verkamanna voru þessar: Fyrir karl- menn kr. 1.00 um kl.st. í dagvinnu, kr. 1.20 í eftirvinnu, kr. 1.50 í næturvinnu og kr. 2.00 í helgidagavinnu. Fyrir konur: kr. 0.70 í dag- vinnu, kr. 1.00 í eftirvinnu, kr. 1.25 í nætur- vinnu og kr. 1.40 í helgidagavinnu. Kaup við uppskipun á kolum og salti kr. 1.30 í dagvinnu og kr. 1.70 í eftirvinnu. Mánaðarkaup karl- manna er 250 kr., en kvenna 170 kr. Kaup- taxti þessi miðast við 10 tíma vinnu. Allt kaup skal greitt í peningum. Kauptaxti þessi et miðaður við kjörin á Eskifirði, en þar hafa verkamenn fengið kauphækkun eins og skýrt var frá í síðasta blaði. Þar sem atvinnurekendur höfðu ekki gengið að kauptaxta þessum á settum frestiv, var verk- fall hafið. Samtökin hafa eflst mjög og verka- fólk streymir inn í félögin. A. S. V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðsins) mun hefja baráttu til styrktar félögunum á Fáskrúðsfirði. Nauðsynlégt er að verkalýður- inn um allt land geri allt til að styrkja stétta- bræðurna þar eystra. Fasisminn færir sig upp á skaftið Jafnaðarmannafélag bannað. Á Kristneshæli höfðu nokkrir sjúkhngar stofnað með sér jafnaðarmannafélag, í þeim tilgangi, að veita hver öðrmn gagnkvæman andlegan styrk og ræða sameiginleg áhugamál. Þegar Ásgeir Bl. Magnússon var rekinn úr Menntaskóla Norðurlands, var jafnaðarmanna- félagið á Kristneshæli eitt þeirra félaga, sem sendu mótmæli. Og Jónas frá Hriflu var ékki seinn á sér og lét banna félagið. Hér er um að ræða óskammfeilið brot á stjómarskránni, sem heimilar mönnum fullt frjálsræði til að hafa félagsskap með sér í öll- um löglegum tilgangi. Sýnir þetta bezt að með hverjum deginum sem líður rekur fasisminn freklegar upp höfuðið. Nú taka valdhafarnir að virða svo gjörsamlega að vettugi hið form- lega borgaralega lýðræði, sem heimilar mönn- um ritfrelsi, málfrelsi og samtakafrelsi að nafninu til, að þeir leysa upp félög, sem þeir þykjast eiga allskostar við, ef þeim mislíkar við samþykktir þeirra. Og hér hefir verið ráð- ist á garðinn þar sem hann er lægstur, á hinu ódrengilegasta og ómannúðlegasta hátt. Áður en þetta gerðist, mun þeim mönnum, sem ratað hafa í þær raunir að lenda í hel- greipum hvíta dauðans, hafa verið svo þungt í skapi til Jónasar frá Hriflu og Co., að ekki var á bætandi. I æsingagrein sem Jónas skrifar í Tímann, lýgur hann upp sögu um blóðspýting, sem ein- hver sjúklingur á Kristneshæli átti að hafa fengið, er hann heyrði um mótmæli jafnaðar- mannafél. gegn brottrekstri Ásgeirs Magnús- sonar. Kennir hann kommúnistum um blóð- spýting þenna, og svarar þeim um banatil- ræði við sjúklinginn af sinni venjulegu kurt- eisi og varkárni í orðum. Er það ærið djarft a£ þeim sem í glerhúsum Ma að kasta slíkum steinum. Níðingsverk Jónasar og hans manna gegn þeim ógæfusömu mönnum, sem hafa orð- ið berklaveikinni að bráð, gætu gefið oss til- efni til að saka hann með nokkru meiri rétti um banaráð við allmikinn hluta þjóðarinnar, ef vér leggðum það í vana vom að nota sama orðbragð og hann. Þess er skemmst að minnast, þegar stjómin tilkynnti að ljóslækningar annarstaðar en á Vífilsstöðum, Kristneshæli og á Röntgenstof- unni í Reykjavík væru ríkissjóði óviðkomandi. Ennfremur að sjúklingar á þeim sjúkrahúsum, sem hafa hærra daggjald heldur en Kristnes- hælið eða Vífilsstaðir, njóti ekki styrks sam- kvæmt berklavarnalögunum. Hér hefir stjórnin gengið svo langt í ofsókn- unum gegn berklasjúklingunum, að hún þver- brýtur berklavarnalögin, sem heimila berkla- vfcikum mönnum styrk úr ríkissjóði, án nokk- urra skilyrða. Hér með eru allir þeir sjúkling- ar, sem ekki komast að á Vífilsstöðum eða Kristneshæli útilokaðir frá læknishjálp og of- urseldir dauðanum, ef þeir hafa ekki efni á að kosta sig sjálfir. Vegna þessara ráðstafana er fjöldi berklaveikra manna utan sjúkrahúsa og breiða út veikina, svo berklavarnalögin verð- skulda varla lengur það nafn, sem þau bera. Sjúklingarnir á Kristneshæli njóta að vísu styrks samkvæmt berklavarnalögunum. En

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.