Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Blaðsíða 3
andstæðings í verkalýðshreyfingunni. Enda er aðalforvígismaður þessara óhappaverka á Siglufirði, Guðmundur Skarphéðinsson, einhver stærsti atvinnurekandi og eignamaður bæjar- ins og framkvæmdastjóri fyrir síldarbræðslu- verksmiðju ríkisins. Þessar klofningstilraunir á Siglufirði verða vafalaust ónýttar og þeim til skammar, sem stofnað hafa til þeirra. í nafni samtakaheildar verkalýðsins verða allar verkakonur um allt land að standa fast saman um kauptaxta verkakvennafélagsins „Ósk“. Nýlega hefir fé- lagið birt kauptaxta fyrir línustúlkur í fyrsta sinni. Þessi kauptaxti verður seinna birtur í blaðinu. Engin kona má ráða sig í þessa vinnu til Siglufjarðar fyrir lægra kaup en samkvæmt kauptaxta þessum. „Hlutleysi“ Fréttastofunnar. í Alþýðubl. birtist skeyti frá Fréttastofunni um klofning verkakvennafélagsins á Siglufirði. Er þar sagt, að þær konur, „sem fylgja Al- þýðuflokknum“ hafi gengið úr félaginu, en hinar, sem „fylgi klofningsmönnunum“ séu eft- ir í félaginu. Með öðrum orðum, þær sem kljúfa, fylgja Alþýðuflokknum, hinar, sem eru á móti klofningnum, fylgja klofningsmönn- um(!!). Hér hefir Fréttastofan gengið svo langt í hlutdrægni sinni fyrir kratana að hún hefir gert sig hlægilega. \ ' ísleifnr Hög'na.son hefir látið af starfi sínu sem kaupfélagsstjóri í kaupfélaginu „Drífandi“ í Vestmannaeyjum. Ástæðan er sú, að ísleifur vildi ekki gegna starfi sínu meðan þeir menn fara með stjóm í kaupfélaginu, sem nú skipa hana. Blöðin hafa snúið þessu vendilega við og sagt að Isleifi hafi verið vikið frá. bitlinga, er tengja skuli þá við Framsókn" . . . „Hyggst hann svo með því að rétta stórbitlingastaf sinn út yfir Alþýðuflokkinn, að hann geti látið vilja sinn gerast þar í öllu? Bjóst J. J. við að geta lamað vinstri væng Alþýðuflokksins, með því að eiga upp- ástunguna að því að koma mér að Síldareinkasöl- unni og verður hann nú fyrir vonbrigðum, er hann sér að ég reynist skoðunum mínum og hagsmun- um verkalýðsins trúr og vill mig þessvegna frá starfinu?" Neðanmáls bætti ég við, að „það yrði líka við- kunnanlegast og lærdómsríkast fyrir verkalýðinn, að sjá íhald og Framsókn setja -mig frá í sameiningu, ef ég á annað borð ætti að fara!“ Nú er að því komið, að Jónas frá Hriflu hefir framkvæmt hótun sína. Hann hefir beitt þeirri slungnu aðferð í þjónustu auðvaldsins að reyna að kijúfa verklýðsstéttina með því að kaupa foringjana og rígbinda þá sem borgaralega embættismenn í umbótakáki sínu, en berja hina niður og afsækja, sem halda áfram baráttunni gegn hinu borgaralega þjóðfélagi og rikisvaldi þess, kommúnistana. peir verklýðssinnar, sem ekki vilja láta spilla sér, sem ekki vilja halda áfram bræðingnum og verja „hlut- leysið", eru látnir fjúka. þessvegna fyrirskipaði J. J. líka, að ef ég, sem kommúnisti, „klyfi“ flokkinn, eins og hann og kratarnir kalla það, að taka upp andstöðuna gegn bræðingnum, — þá yrði að segja mér upp. Og Böðvar Bjarkan gerði það. Eftir að J. J. hefir hafið hina harðvítugustu of- sókn gegn kommúnistum og verkiýðshreyfingunni, þá er E. F. það bam, að halda áð „fasistinn" hlífi þeim kommúnistum, er fremst standa, — eða öllu heldur, að hann ætlast til að ég þá semji frið við kratana og J. J. — og verði áfram í Einkasölunni með atkvæði B. B. þaö er það, sem hann kallar að halda vel á trompunum, — að svikja sannfæringu sína, hætta árásunum á ríkisvaldið og kratana, — til að sitja áfram i vellaunuðu embætti. þesskonar „tromp“ kæri ég mig ekki um. En hins- vegar efast ég ekki um, að ,verklýðsforingjamir“ syðra eru mér i því sem öðru fremri og munu halda vel á þeim „trompum", er J. J. gcfur þcim. En það hefir samt ekki hovrst, að neinn atvinnurekandi heimti Jón Bald. frá Útvegsbankanum, né heldur hefir verkalýðurinn heyrt um neina kauphækkun enn þá i þeim fyrirtækjum, sem Útvegsbankinn befir yfirtekið. Og ég efast ekki um, að E. F. fær einhvern góðan bræðingsmann til að taka við „trompunum" í Síid- Kröfur atyinnuleysingja í Eyjum Krataforingjarnir í Eyjum svíkja í samiáði við sambandsstjórn. Sambandsstjórnin stingur kröfunum undir stól. Á fyrsta atvinnuleysingjafundinum, hinn 6. þ. m. var samþykkt krafa til bæjarstjórnar um atvinnubætur og fullkominn atvinnuleysis- styrk að öðrum kosti. Er bæjarstjórnin kom saman hinn 8. þ. m. ætlaði hún sér, að dæmi bæjarstjórnarinnar i Eeykjavík, að neita að ræða kröfumar, en af ótta við afleiðingar (kosningar standa fyrir dyrum) neyddist hún til að gera eitthvað. Var því kosin nefnd til að „athuga“ málið. En ís- leifur Högnason tilkynnti fyrir hönd atvinnu- leysingjanna, að 2. atvinnuleysingjafundur yrði haldiim kvöldið eftir, og bauð bæjar- stjórninni á hann. Morguninn eftir auglýsti stjóm jafnaðar- mannafélagsins Þórshamar, að aðalfundur fé- lagsins yrði þá um kvöldið, bersýnilega í þeim tilgangi, að draga frá atvinnuleysingjafund- inum, og til þess að þurfa ekki að koma þangað. Var þá auglýst, að atvinnuleysingjafundur- inn yrði haldinn kl. 3. Á fundinn komu nær 300 atvinnuleysingjar, en bæjarstjórnin mætti ekki né heldur „al- J>ýðufulltrúamir“. Fundurinn samþykkti eftirfarandi kröfur og áskoranir: 1. Fundur atvinnulausra manna, haldinn 9. janúar 1931, krefst atvinnuleysisstyrktar til handa öllum atvinnuleysingjum, sem samsvari fullum daglaunum og krefst þess að nefnd sú, sem kosin var á bæjarstjórnarfundi í gær, taki kröfu þessa til greina. — Fyrsti fundur atvinnuleysingja hefir bent bæjarstjóminni á aðkallandi verkefni, sem hún getur látið vinna fyrir þennan styrk. Dráttur á málinu er sama og að bæjarstjórnin svelti verkalýð Vest- mannaeyja. 2. Fundinum er kunnugt um að bæjarsjóð- arejnkasölunni. Hann telcur t. d. I-Iallgrím Jónsson í þessu vafalaust langt fram yfir mig og þar mun ekki vanta stillingu og fyrirhyggju. Og Framsókn gengur vafalaust mcð glöðu geði inn á hann. Og það 'þarf svo sem ekki að efast um hvílíkt gagn sá mað- ur ynni verkalýðnum í síldareinkasölunni! þó hann sé bæði atvinnurekandi og útgerðarmaður og sé bú- inn að segja sig úr Verkamannafélaginu, þá eru það bara nokkur „tromp" til. Hér áður fyrri sagði E. F. að ef ég yrði rekinn úr Síldareinkasölunni, þá skvldu verklýðsfélögin svara með allsherjarverkfalli. það var í sama mund og liann vildi, að félögin hér færu úr Alþýðusamband- inu, ef kratarnir útilokuðu mig. það þykir drengskapur, að reynast vinur i nauð og standa við sin stóru orð, þegar á herðir. Eg læt verkalýðinn dæma um hvernig E. F. hefir staðið við sín. „Opna bréfið“ er framkvæmdin á hans stóru loforðum. þetta er samt ekkert einstakt fyrirbrigði, heldur þvert á móti siður sósíaldemókrata: Að tala hátt, meðan ekkert reynir á, og renna þegar á hólminn kemur og baráttan krefst fórna. Samanber svikin 1914, þegar stríðið brauzt út. þá kemur „rúsínan" í bréfinu. E. F. segir að ég sé að „æsa þetta fólk upp á móti þeim mönnum, er skapað hafa þeim skilyrði til bjargráða, og með starfi sinu veitt þeirn betri lífskjör en áður“. Væri það gamall íhaldsmaður, sem þetta skrifaði, þá væri það fyrirgefanlegt. F.n að maður, sem starfað hefir í verklýðshreyfingunni í yfir 15 ár, skuli ennþá ekki skilja kjarna hennar, gegnir furðu. E. F. lítur seni sé á „verklýðsforingjana" eins og atvinnurekendur líta á sjálfa sig: það erum við, sem sköpum verka- lýðnum skilyrði til bjargráða og bætum lífskjör hans með starfi okkar, — og auðvitað á verkalýð- urinn að líta upp til þessara mildu gjafara í lotn- ingu og allir, sem „æsa lýðinn“ gegn þeim, eru „að leika skollablindu", afvegaleiða lýðinn og geta ekki talist með „heiðvirðum" borgurum! En við kommúnistar höfum þá skoðun, að það sé verkalýðurinn sjálfur, sem vinnur að frelsi sínu með allri þcirri starfsemi, sem hann framkvæmir, pólitískri og faglegri. Við álítum að það sé verka- lýðurinn sjálfur, sem skapar jafnt atvinnurekend- unum sem hinum svokölluðu „verklýðsforingjum" skilyrði til bjargráða með vinnu sinni. .Við álítum lika að enn sem komið er, þá sé það verkalýðurinn, sem skapað hefir Jóni Bald., Haraldi, St. J. St. og Co. „betri lífskjör", og það svo um munar, en hafi ur á útistandandi í útsvörum hjá stórverzlun- um upphæðir, sem nema þústmdum, eða jafn- vel tugum þúsunda króna. Þessar stórverzl- anir eiga nægar fiskbyrgðir. Almennt er því haldið fram, að fiskur þessi sé að verða verð- laus og honum muni verða fleygt í sjóinn. Fundurinn krefst þess, að bæjarstjómin taki fisk þennan á markaðsverði (t. d. á opinberu uppboði að fjárnámi undangengnu) upp í út- svörin og útbýti honum meðal atvinnuleys- ingja eftir þörfum. Fundurinn telur það glæp ef matvælum þeim, sem verkalýðurinn hefir sjálfur framleitt, verður fleygt, en hann látinn svelta. 3. Fjölmennur fundur atvinnulausra manna skorar á bæjarstjórn Vestmannaeyja að ganga íafarlaust að kaupkröfum vðerkámannafélags- ins Drífandi. Fundurinn mótmælir harðlega tilraun bæjarstjórnarinnar, að skjóta sér und- an samningum með þvi að ota stóratvinnu- rekendum bæjarins fyrir sig, svo að þeir geti kúgað niður laun verkamanna. 4. Fundinum er það kunnugt, að Olíuverzlun íslands hefir sótt um byggingarleyfi fyrir olíutanka. Skorar fundurinn á bæjarstjómina, að veita þetta leyfi, gegn því skilyrði, að byrj- að verði strax á verkinu og að minnsta kosti 50 atvinnulausir verkamenn verði látnir vinna þar. Fundurinn bendir bæjarstjóminni á, að þetta verk, ef framkvæmt yrði, myndi spara atvinnuleysisstyrk að nokkm leyti úr bæjar- sjóði. 5". Fyrir hönd atvinnulausra framfæranda svo hundruðum skiftir, í Vestmannaeyjum, skorar almennur fundur atvinnulausra manna, haldinn 9. janúar 1931, á ríkisstjómina, að verja nú þegar, að minnsta kosti 100.000 krón- um, af tolltekjum og sköttum, sem mnnið hafa í ríkissjóð frá Vestmannaeyjum, til atvinnu- verkalýðurinn eitthvað bætt sín lífskjör, þá sé það með sínu eigin starfi, en ekki þessara herra. Ég hofi nú athugað árásir E. F. á mig. Hinsvegar ætla ég mér ekki ótilneyddur að athugx E. F. sem þingmann, verklýðsforingja, kaupféiagsstjóra og sambandsforseta. það er ekki mitt að dæma þar. E. F. talar um að ég hafi æstar tilfinningar. Til- finningar hefi ég, og raunalaust er mér það ekki, að lifa það, að sjá mann, sem ég hefi treyst, barizt fyrir og unnið sarnan með til 6 ára og sífelt viljað láta skipa forsætið í hreyfingu vorri hér — að sjá hann nú skipa sér í fjandaflokk vorn, þegar mest reið á að lialda liðinu saman. En ég hefi óttast að svo mundi fara. þingsetan og samvinnan við krat- ana og J. J. syðra hafa haft þau áhrif, sem ýmsir óttuðust. í baráttunni um E. F. skal ég viðurkenna, að kratarnir hafa borið sigur úr býtum. Og nú tjá- ir ekki að láta minningar um fyrri samvinnu og forn kynni glepja hug sinn, þegar höggvið er aftan frá svo heiftarlega sem með „opna bréfinu" og sam- tímis hafið samsæri með Guðm. Skarp. og krötun- um til að kljúfa Verklýðssamband Norðurlands og eyðileggja þá hreyfingu, sem lyft hefir E. F. til vegs og valda. Nú eru leiðir skildar. E. F. gengur þá leið, sem allir kratar hafa gengið á undan honum, veg bræð- ingsins, er leiðir til svika við verkalýðinn. þegar kommúnistarnir ganga til bardaga við ríkisvaldið og þjóna þess og eru hnepptir í varðhald fyrir bar- éttu sína, sernja „foringjarnir" frið við verklýðs- böðlana, sundra í samráði við þá hreyfingunni og vega að kommúnistunum aftan frá, meðan lögregl- an gengur framan að. En verklýðshreyfingin á íslandi mun ganga sinn sigurgang, þótt foringjarnir bregðist. Hún hefir ekki dvínað, þótt tveir af stofnendum Alþýðusambands- ins,, Jónas frá Hriflu og Jörundur, gerðust Fram- sóknarmenn. Ilún mun heldur ekki réna nú, þótt E. F. og Guðm. Skarp. bregðist henni og kljúfi allt hvað þeir geta. Verkalýðurinn mun heyja baráttu sina fyrir frels- inu og sósíalismanum til enda, þrátt fyrir kúgun og ofsókn ríkisvaldsins, þrátt fyrir svik og sundr- ungartilraunir sósíaldemókrata. Og sú frelsun verka- lýðsins mun aðeins verða verk verklýðsstéttarinnar sjálfrar, en ekki þeirra foringja, er álíta sjálfá sig stórmenni, er af náð sinni skapi bjargráð handa verkalýðnum, en eru í rauninni aðeins skákpeð Jón- asar frá Hriflu. Einar Olgeirsson.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.