Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Side 4

Verklýðsblaðið - 24.01.1931, Side 4
bóta. Ríkissjóður gæti látið framkvæma ýmsa vinnu hér, á sinn kostnað, svo sem byggingu verkamannabústaða, hafnarmannvirkja, jarð- ræktar á óyrktu Iandi og vegagerðir að því. Að öðrum kosti láni ríkissjóður Vestmannaeyja- kaupstað þetta fé til atvinnubóta á bæjarins kostnað. 6. Fundur atvinnulausra verkamanna í Vest- mannaeyjum 9. janúar 1931, lýsir megnri and- styggð sinni á framferði bankastjórnar Út- vegsbankans, þar sem hún lætur bankastjóra sinn við útibúið í Vestmannaeyjum hóta út- vegsmönnum að stöðva útgei’ð þeirra, nema þeir greiði sjómönnum sínum hlut, sem þeim, vegna kreppunnar, yrði lítils sem einskis vii'ði. Fundurinn krefst þess af fulltrúa alþýðxmnar í bankastjóminni, að hann beiti sér fyrir því, að bankinn viðui’kenni kauptaxta vexklýðs- félaga Vestmannaeyja, sem hið Iægsta kaup, sem útgerðarmenn megi borga og veiti útgei’ð- | inni svo rífleg lán, að hún geti haldið áfram hindrunarlaust. (Þessi tillaga var samþykkt með eitthvað á annað hundrað atkvæðum gegn 3). 7. Fundur atvinnulausra verkamanna í Vest- mannaeyjum 9. janúar 1931, skoi’ar á Alþýðu- samband íslands, að styðja at\innuleysingja í Vestmannaey jum: 1. með því að leggja að ríkisstjórninni, að sinna framkomnum kröfum þeirra um at- virmubætur. 2. Birti kröfur atvinnuleysingja í Alþýðu- blaðinu og öðrum málgögnum flokksins. 3. Láta boð út ganga til allra verkalýðs- félaga og verkalýðsblaða, að vara verka- menn og sjómenn við að koma til Vest- mannaeyja á meðan að atvinnuleysi er þar. (Þessi tillaga var eins og hin fyni samþykkt með á annað hundrað atkvæða gegn 2. Það kom í ljós, að þeir tveir, er atkvæði greiddu gegn tillögum þessum vonx útvegsmenn, sem höfðu slæðst inn á fundinn). Á Þórshamarsfundinum þá um kvöldið lagði Jón Rafnsson fyrir hönd atvinnuleysingja fram nokkrar tillögur, sem gengu í sömu átt. Nú skyldu menn kannske ætla, að stjórnin, þessir „jafnaðarmenn“ og „verklýðsfoi’ingjar“, „brjóstfylking verkalýðsins“ i Eyjum hefði mælt eindregið með tillögum þessum og hvatt meðlimi Þórshamars að greiða þeim atkvæði? Nei, síður en svo! Tillaga um áskorun á bæjarstjómina út af kaupkúguninni samhljóða 3. tillögunni hér að ofan var ekki borin upp, en í staðinn var sam- þykkt meinlaus tillaga um að skora á bæjar- stjómina að borga taxtann(!) Verkíýðsforingj- amar útvöldu báru því við, að ekki mætti byrja á því að svívirða þá menn, sem maður ætlaði sér að semja við(!) Tillaga samhljóða 5. tillögunni hér að ofan um áskomn á ríkissjómina og önnur tillaga, sem gekk í sömu átt, en skemur (frá Þórsham- arsfélaga) voru felldar! Þá var því borið við, að „Þói’shamar* gæti ekki verið þekktur fyrir, að láta frá sér faia f járbeiðni, sem ekki fannst stafur fyi-ir á fjárlögum(!) Tillaga í sömu átt og 6. tillagan hér að ofan, gegn framkomu Útvegsbankans og áskorun til Jóns Baldvinssonar „fulltrúa atþýðunnar“ var felld — vegna þess, að foringjamir lýstu því yfir, að hlutur sá, sem nú væri boðinn, væri sá bezti, sem nokkurn tíma hefði þekkst og að tillagan væri því órökstudd (!!). Smiðshöggið á svik Þórshamarsstjómarinn- ai’ var þó afstaða hennar til tillögu, um að fundurinn samþykkti að styðja vei’klýðsfélögin í kaupdeilunni og skora á verkamenn þá, sem í Þói shamri eru, að ganga í þau. Ætluðu þá for- ingjarnir að verða alveg vitlausir. 1 ræðum sín- um fyr um kvöldið höfðu þeir hver í sínu lagi talað fagui’lega um rétt verkalýðsins og um samfylkingu alþýðunnar, án tillits til póli- tísks skoðanamunar. En nú báru þeir því við, að kröfuntar væru alt of miklai’, að atvinnu- vegimir þyldu ekki hærra kaup, að alt yrði að gera til að forðast verkföll, og að ekki kæmi til mála, að Þórshamarsverkamenn gengju í Verklýðsblaðið er í fjárþrðng Skjótra aðgerða þarf við, ef blaðið á að halda áfram að koma út. Verklýðsblaðið hefir nú komið út í hálft ár. Það hefir þegar náð miklum vinsældum með- | al íslenzkrar alþýðu. Útbreiðsla þess hefir auk- ist stórkostlega dag frá degi. En blaðaútgáfa verkalýðsins hefir ávalt átt við mikla örðugleika að stríða — sem eru fjárhagsörðugleikamir. — Þau blöð, sem túlka hinn rétta málstað verkalýðsins eiga okki í önnur hús að venda en til fómfýsi verkalýðsins sjálfs. Þau verða sjaldnast styrkt með auglýsingum borgaranna, né geta þau flúið á náðir annara peningalinda til aðstoðar útgáfukostnaði sínum. Nú er svo komið að „Verklýðsblaðið" er í fjárþröng. öll vinna við blaðið nema prentun og pappír er leyst af hendi ókeypis, en þrátt fyrir það er kostnaðurinn við útgáfu blaðsins gífurlegur. — Atvinnuleysið og hinar slæmu ástæður verkalýðsins af völdum kreppunnar em ekki minnsta orsökin til þess að hagur blaðsins er svo slæmur. „Verklýðsblaðið" snýr sér því til alls verka- lýðsins og þó sérstaklega til meðlima kom- múnistaflokksins, í trausti þess að þeir gexi allar ráðstafanir til að bjarga við fjárhag blaðsins, svo það geti komið út áfram. Eftirfarandi ráðstafanir eru brýnastar: 1. Að félagarnir hefji öfluga söfnun á sam- skotum til styrktar blaðinu. 2. Söfnun nýrra áskrifanda. 3. Aðstoð við innheimtu áskriftargjalda. „Verklýðsblaðið" verður að koma út áfram! Blaðnefndin. verklýðsfélögin, nema því aðeins, að allir með- limir „Þói’shamars“ fengju upptöku — líka at- vinnurekendur(!) Guðlaugur Hansson sagði, að „Þórshamar“ léti ekki tæla sig(!) til að samþykkja slíka tillögu! Tillagan var síðan felld, eins og hinar, með atkvæðum útvegs- manna, gegn atkvæðum nokkurra verkamanna, en nokkrir verkamenn sátu hjá! Loks var borin upp tillaga samhlj. 7. at- vinnuleysingjatillögunni (áskorun á sambands- stjóm). Nú var stjórnin orðin hrædd, þar sem hún hafði fellt allar tillögumar gegn vilja og hagsmunum Þórshamarsverkamanna og þorði hún því ekki annað en að mæla með tillögu þessari. % Það var heldur ekki hætt við því, að tillaga þessi myndi móðga neina háa herra sérstak- lega þar sem búast mátti við því, að sam- bandsstjórn myndi gera sér lítið fyrir og stinga henni undir stól. Enda hefir hún ekki látið frá sér heyra, þótt henni hafi verið send- ar allar samþykktimar (einnig samþ. „Þórs- hamars“). Þó ber henni samkvæmt tillögu þessari, að styðja allar kröfur atvinnuleysingjanna í Eyjum, einnig þær sem Þórshamar felldi. Fáir búast þó við neinni hjálp úr þeiri átt. En verkalýðurinn í Vestmannaeyjum mun leiða baráttu sína gegn kaupkúgun og fyrir atvinnuleysisstyrk til sigursælla lykta engu að síður, og hann þakkar sósíaldemókrötunum, „jafnaðarmönnunum“, fyrir, að þeir hafa aug- lýst sviksemi sína við verkalýðinn og auð- mýkt sína við borgarastéttina svona rækilega. Verkamenn í Vestmannaeyjum skilja nú, að hinir sósíaldemókratisku foringjar eru þjón- ar borgaranna. Þeir skilja, að kommúnistar einir benda á hinar réttu leiðir til sigurs, og að forustu þeirra megi treysta. „ V erklýðsblaðið‘*. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., i lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiöjan Acta. Eaaptaxti Sjómannafélags Vestmannaeyja 1931. (Allt auk fæðis og húsnæðis). Fasta- kaup i kr. Fastakaup með premiu i kr. Fasta- kaup Premian Yfír 18 tonna báta 12- 18 tonna báta 12 tonn og undir Vélamenn 300 250 5 6 8 Hásetar 250 200 5 6 8 Aðgerðarmenn 220 Fæðispeningar séu 2,75 á dag. Greiðsla kaups sé mánaðarlega og í peningum. — Greitt sc fyrir hvem helgidag sem unnið er minnst kr. 15,00, hvort sem er á sjó eða landi. Taxti þessi er miðaður við minnst 3 mán- aða vinnu. Sé um styttri tíma að ræða gildir annar taxti hærri. Stjórn Sjómannafél. Vestm.eyja. Verkamannaskýlið (Verkamannabréf). Það má með sanni segja, að rekstur Verka- mannaskýlisins sé bænum til stórskammar. I staðinn fyrir að skýlið átti að vera hags- bótaliður fyrir verkalýðinn, þá er það bein kauplækkun. Bærinn á að greiða skýlisverði góð laun, sem tekin séu með útsvörum úr vasa auðborgar- anna. Því skyldu ekki útgerðarmenn og aðrir sem hafa mestan hluta vinnunnar við höfnina í þjónustu sinni, ekki eiga að bera kostnað af skýlinu, nú þegar kröfumar um skýli hjá verk- smiðjum og öðrum fyrirtækjum þar sem flokk- ar manna vinna, em, orðnar svona háværai’. Svo háværar, að það eru ekki nema stöku meinhom, sem álíta það óþarfa að sinna slík- um kröfum. Verkamaðurinn á heimtingu á því að fá þar, með sama verði og í búðum, allt sem harin kaupir, t. d. mjólkurpottinn á 44 aura, vínar- brauðið á 12 aura o. s. frv. Verkamennimir hafa sjálfir komið auga á þetta, eins og fleira, sem laga þarf. Þeir verða líklega lengst af sjálfum sér næstir. Jeg mun síðar skrifa meira um þetta mál, og þá verður tækifæri til að sýna með saman- burði, hvað verkamenn fá mikla kauphækkun, þegar búið er að kippa skýlismálinu í lag. eson. Allir eru Jafnir fyrir ISgunum Hverjir eru látnir borga vínsektimar? Iðulega sér maður meiri háttar borgara þessa bæjar undir áhrifum víns á almanna- færi. En lítið mun vera að því gert að láta þá borga fyrir þau lagabrot, þótt verkamenn séu eltir og þefaðir ef nokkur líkindi eru fyrir lykt. Það er til g'ömul munnmælasaga um það, að eitt sinn hafi þeir Jón Baldvinsson bankastjóri og alþingismaður alþýðunnar og Ólafur Thors alþingismaður og framkvæmdarstjóri Kveld- úlfs verið að koma úr þingveizlu og verið nokk- uð þéttir. Var þeim ekið báðum í sömu bifreið- ir.ni. Sungu þeir og föðmuðust á leiðinni og kysstust að skilnaði. Það hafa eklci verið maðkar 1 mysunni þá. Þessi munnmælasaga hefir það til síns ágæt- i.s að hún er sönn og lærdómsrík er hún. Hún sýnir hversu djvipt er á óvildinni, sem þeir þykjast bera hvor til annars, þegar þeir skrifa í Alþýðublaðið og Morgunblaðið, og þegar þeir tala saman á þingmálafundum. Enda gæta þeir báðir hagsmuna sömu stéttarinnar og tilheyra báðir sömu stéttinni, yfirráðastétt þessa lands. Ö1 er inr.ri maður og þá rennur blóðið til skyld- unnar. Og enginn ótti við þefara eða áfengis- sektir þarf að trufla vínfagnaðinn, þegar yfir- stéttarmenn skemmta sér. /

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.