Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 31.01.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 31.01.1931, Blaðsíða 1
BIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KONMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 31. janúar 1931 5. tbl. Vestmannaeyjum Sambandsstjórn Alþýðuflokksíns semur að baki verkamanna Föstudaginn 22. janúar slitnaði upp úr samn- ingum milli Gunnars Ólafsson & Co. og verka- mannafélagsins „Drífandi". Verkamannafélag- ið gekk þó mjög langt í tilraun sinni til að ná samkomulagi, þar sem það bauðst til að semja upp á kaup, sem lá töluvert undir taxta þeim, sem verkamannafélagið hafði lagt fram, gegn því, að G. Ól. & Co. semdu strax. Tilboð þetta var mjög aðgengilegt fyrir G. Öl. & Co., sem þó höfnuðu því og sýndu með því, að þeir vildu enga samninga. Þegar G. Ó. & Co. höfðu hafnað þessu boði, þá gilti það að sjálfsögðu ekki lengur, heldur taxti verkamannaf élagsins óbreyttur. Þegar slitnaði upp úr samningum var G. Ól. & Co. sagt að þeir mættu búast við að verka- menn myndu neyta samtaka sinna til þess að koiria kröfum sínum fram. Aðrir atvinnurekendur, þar á meðal H.f. „Mjöl og Lýsi", G. J. Johnsen, sem hefir af- greiðslur Bergenska og Sameinaða gufuskipa- félaganna, K.f. Drífandi, höfðu lofað að greiða sama kaupgjald og áður var unz samningar tækjust við stærri atvinnurekendur, en þar var Gunnari 01. & Co. einum til að dreifa. Þann 5. janúar hafði fundur í verkamanna- félaginu (á fundinum voru nær 200 karlar og konur) samþykkt að fela stjórninni að ákveða um vinnustöðvun og væru framkvæmdir henn- ar jafngildar og fundur hefði samþykkt. 1 úfc- varpinu var því logið eftir tíðindamann F. B. í Vestmannaeyjum, að verkfallið hefði verið samþykkt með 18 atkv. gegn 16. Þetta er vís- vitandi uppspunnin lýgi til Þess að koma verka- mönnum í Reykjavík til að trúa því, að örfáir verkamenn séu í kaupdeilunni. Kvöldið áður en vinnustöðvun var gerð, var fundur í Verka- mannafélagnu þar sem samankomnir voru 130 manns og samþykkti sá fundur að láta til skar- ar skríða við fyrsta tækifæri. Þegar „Gulfoss" kom á föstudagsmorgun 24. þ. m. ákvað stjórnin að stöðva vinnu í „Gullfoss", sem lá á ytri höfn. Voru verkamenn í landi að vinnu, einnig í lest skipsins og enn- fremur verkamenn í bátum við skipshliðina. Fóru náleg-a 30 verkamenn um borð í skipið og tilkynntu skipstjóra vinnustöðvun. Lögðu verkamennirnir úr landi niður vinnu, ' en skipstjóri varð æfur og skipaði skipsmönn- um að halda áfram að ferma bátinn. Tóku þess- ir menn til starfa og báru því við ér þeir voru aðspurðir, hvort þeir væru í Sjómannafélagi Reykjavíkur eða Alþýðusambandsfélagar, að þeir hefðu enga „formlega" yfirlýsingu um að. leggja niður vinnu og sögðust hlýða skipstjórn. Var þá vinna þeirra stöðvuð. Verkamenn leystu uppskipunarbátinn, sem lá við skipshliðina, frá og sigldi hann hálffermdur í land. Voru allir yfirmenn skipsins samtaka í verkfajlabrotum. Einn einkennisbúinn dólgur, sem sagt yar að væri stýrimaður á skipinu veifaði handleggj- Með þessu hafa verkamenn fengið alt, sem þeir fóru fram á. — Alþbl. 28. jan. um til verkamanna, en högg hans mistu marks — lentu í loftinu. Væskilslegur, borðalagður matsveinn brúkaði munn og óskaði sér hástöf- um vopna. Æddu þessir yfirmenn, með skip- stjóra í fararbroddi um allt skipið og böðuðu út höndunum. Fyrirskipanir komu frá skip- stjóra um að setja vatnsslöngur við eimkatlana og skorti ekki á stór orð og hótanir. Verka- menn tóku þessu öllu með stiilingu og kváðust ekki mundu yfirgefa skipið fyr en skipstjóri færi með vörurnar í burtu. Skömmu síðar kom bátur úr landi. Voru á honum nálægt 20 manns, útgerðarmenn og formenn, úr verkfallsbrjóta- liði Gunnars Ól. & Co. Höfðu menn þessir sig lítt í frammi er þeir komu í skipið, er þeir höfðu heyrt málavöxtu og blygðuðust sín sýni- lega fyrir að láta gabba sig um borð. Lagði vinþef af sumum þessara manna, en þó verð- ur að segja það þeim til lofs, að þeir hreyfðu ekki hönd eða fót til þess að taka upp vinnu. Fóx þá skipstjóri að linast 'í sókninni, skipaði \'erkamönnum að fara í bát sinn og lofaði þeim að fara samstundis til Reykjavíkur. Verkamenn kváðust ekki fara að sinni úr skipinu. Gaf skip- stjóri þá fyrirskipun um að létta akkeri og er verkamenn sáu, að akkerisfestin var dregin inn og skipstjóri sagðist mundi leggja af stað, fóru þeir í bát sinn og reiddu sig á orðheldni skip- stjóra. Höfðu þeir og margir hverjir áður heyrt gumað af mannkostum sMpstjóra og truðu, að hann myndi standa við orð sín. Svo reyndist þó ekki. Er verkamenn voru komnir í bát sinn, dró skipstjóri upp skipsstigann, rað- aði verkfallsbrjótunum, sem nú tóku hendur úr vösum, á borðstokkinn og lét menn sína draga fram á þilfarið hvítar vatnsslöngur. En verka- meim fóru í land. Settist þá allt hið fagra lið skipstjóra, verkfallsbrjótar og yfirmenn að sumbli og sigarettureykingu á kostnað Jóhanns alþingismanns. Á leiðinni í land mættu verka- menn öðrum vélbát með verkfallsbrjótum, smáútvegsmönnum. Bát þennan hafði Jóhann alþingismaður mannað út. Allir kannast við Jóhann (úr Eyjum). Hann hafði, þegar kaupdeilan var í byrjun, haft það á orði við verkamenn, að kaup það, sem greitt var síðastliðið ár væri sízt of hátt og mætti ekki lækka frá því. Nú æddi hann um allar bryggjur og götur bæjarins, skipaði fyrir og eggjaði smáútvegsmenn með stórum orðum til atlögu og bað þá engum hlífa. Var ofsi þing- mannsins svo mikill á bryggjunni, að smáút- vegsmönnum þeim, er mest eiga undir Tanga- mönnum, hvað útgerð snertir, hraus hugur við og röltu niðurlútir út á stað til að berja á verkamönnum. Sagt var að þingmaðurinn hefði vopnað þetta lið sitt með kaðalspottum með hnút á enda» sem hann sjálfur hefði skorið niður og hnýtt. Nokkuð var það, að svo var þingmaðurinn sjálfur ólmur til víga, að hann Framh. á 3. síðu. Kosningahiti í „Tímanum64 Þær vitlausustu greinir, sem líklega hafa nokkurntíma verið skrifaðar í blöð í siðuðum löndum, hafa verið skrifaðar hér á landi fyrir kosningar. Tíminn er þegar kominn í kosninga hita, og er vitleysan þegar orðin svo hóflaus, að allar horfur eru á því, að Tíminn setji nýtt met að þessu sinni, ef þess er gætt að enn er um það bil hálft ár þar til kosningar fara fram. 1 síðasta tbl. „Tímans" hafa stjórnmála- sppkingar „Framsóknar" fundið það upp, að náið bandalag væri milli Kommúnistaflokks- ins og Ihaldsflokksins. Röksemdaleiðslan er þannig: Kommúnistar vilja endilega að neyð ríki meðal verkalýðsins. Til þess hafa þeir skapað kreppuna, sem eins og kunnugt er, er þeirra verk.*) Og nú ætla þeir að róa að því öllum árum, verkalýðnum til bölvunar, að 1- haldsflokkurinn sigri við næstu kosningar! Þetta þykir Framsóknarmönnum afar illt, því vakandi og sofandi hugsa þeir um það eitt að bæta kjör verkalýðsins! Þess vegna láta þeir ríkið borga verkamönnum sínum 60—80 aura um tímann í kaup, þess vegna siguðu þeir lög- reglu á ótætis kommúnistana, sem voru að hjálpa stúlkunum sem unnu í garnahreinsun- arstöð S. I. S., og voru svo vitlausar að halda, að það væri betra fyrir sig að fá 80 aura um tímann en 70 aura, eins og Sambandið vildi borga þeim af einskærri umhyggju fyrir yel- ferð þeirra. Þessvegna létu þeir taka kommún- istana fasta, sem voru að heimta atvinnubæt- ur fyrir verkamenn. Stjórnin vissi svo sem, að það var verkamönnum fyrir beatu að ganga atvinnulausir fram eftir vetrinum. Af ein- tómri umhyggju fj^rir velmegun verkamanna og fátækra bænda, framlengdu Framsóknar- menn verðtollinn og gengisviðaukann, og hækkuðu verðtollinn um 50%, og lögðu þannig nýja milljónaskatta á alþýðu manna. Til þess fengu þeir að vísu aðstoð bæði sósíaldemó- krata og íhaldsmanna, enda var enginn óhræsis kommúnistinn á þingi, til að spilla þessum flokkum og æsa þá upp gegn Framsókn. SÖmu- leiðis var það af vísri, föðurlegri umhyggju fyrir verkalýðnum þegar Jónas frá Hriflu hót- aði að svelta verkamenn á Siglufírði með því að stöðva síldarbræðsluverksmiðjuna í heilt ár. Aftur á móti gera kommúnistar allt, sem þeir geta til að skapa neyð meðal vierkalýðsins. Þess vegna berjast þeir á móti öllum kaup- lækkunum, og fyrir kauphækkun. Þess vegna lintu þeir ekki látum, fyr en verkamenn hér í Reykjavík fengu vinnutímann styttann og kaup sitt hækkað nú í vor. Þess vegna eru þeir að heimta atvinnubætur handa verka- *) Kommúnistar eru eini flokkurinn í landinu, som nokkurn skilning hefir á þróun þjóðfélagsins. þess vegna gátu þeir sagt fyrir um kreppuna, þeg- ar allir aðrir flokkar velta sér i fögrum framtíðar- draumum. þegar kreppan var orðin staðreynd, datt einum borgaranum (Ólafi Friðrikssyni), það snjallrœði í hug, að kenna Verklýðsblaðinu um að hafa skapað hana!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.