Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 31.01.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 31.01.1931, Blaðsíða 4
stóð, að félagið „Drífandi'1 í Vestmannaeyjum hefði samþykkt verkfallið á „Gullfossi" síðast með átján gegn sextán atkvœðum. — í dag, 26. jan., barst FK skeyti undirskrifað „Stjórn verkamannafélagsins Drifandi", þar sem framannefnt skeyti er gert að umtalsefni og sagt, að „hið sanna sé, að nær 200 verkafólks hafi falið stjóm félagsins með fundar- samþykkt með öllum greiddum atkyæðum, að frarn- kvæma vinnustöðvunina." (FB.).“ En á miðvikudagsmorgnn er Gullföss leystur úr banninu! Skýringin kom í Alþ.bl. sama dag (28. jan.) með eftirfarandi grein: „Gullfoss leystur úr banni. í gærkveldi um átta-leytið varð samkomulag milli Alþýðusambands íslands og Gunnars Ólafssonar & Co. um skilyrði fyrir að leysa Gullfoss úr banni. Urðu menn ásáttir um að Gunnar Ólafsson & Co. s,endi skeyti með orðalagi svo sem hér fer á eftir, en Alþýðusambandið svaraði með skeyti, sem líka er birt hér. Skeyti G. Ól. & Co. hljóðar þannig: Til Alþýðusambands íslands. Vestmannaeyjum 27.-l.-31. Vér staðfestum hér með samkomulag milli vor og yðar,. að vér greiðum árið 1931 ekki lægri kaup- taxta við út- og upp-skipanir en kr. 1,20 í dagvinnu, kr. 1,40 í eftirvinnu og kr. 1,80 í nætur- og helgi- daga-vinnu; ennfremur, að við greiðum ekki lægri kauptaxta fyrir kvenfólk en kr. 0,70 í dagvinnu og kr. 1,00 í helgidagavinnu, enda sé „Gullfoss" leyst- ur úr verkbanni í Reykjavík. þetta samkomulag er gert, þótt deilunni við verkamannafélagið „Dríf- anda“ sé ekki lokið, en bæði vér og Alþýðusam- bandið getum slitið því, ef deilan verður áframhald- andi milli „Drifanda" og vor út af þessu. Um lausa- vinnu í landi fer eítir samtali voru við Héðin Valdi- marsson. Staðfestið. Mánaðarvinna ekki unnin. Gunnar Ólafsson & Co. Gunnar Ólafsson. Undirskriftina staðfestir Arni Árnason símritari. Skeyti Alþýðusambandsins er þannig: Gunnar Ólafsson & Co., Vestmannaeyj um. Staðfestum samkomulag imlli yðar og vor sam- kvæmt símskeyti yðar í dag. Gullfoss verður leystur úr verkbanni frá kl. 7 f. h. 28. janúar. Alþýðusamband íslands. í samræmi við þetta hefir Verkamálaráðið sent Éimskipafélaginu svohljóðandi bréf: Reykjavík, 27. jan. 1931. Eimskipafélag íslands H/F., Reykjavik. Hér með tilkynnum vér yður, að e/s Gullfoss er leystur úr verkbanni í Reykjavík af hálfu Alþýðu- sambands íslands, þar oð samkomulag er orðið milli vor og Gunnars Ólafssonar & Co. í Vestmanna- ej'jum í kaupdeilumáli því, er var orsök verk- bannsins. Virðingarfyllst. Verkamálaráð Alþýðusambands íslands. Ólafur Friðriksson ritari. Með þessu hafa verkamenn fengið allt, sem þeir fóru fram á.“ Alþýðusambandsstjórnin hafði þannig samið við G. Ól. & Co. að baki verkamanna! Alþýðusambandsstjórnin hafði gengið að öllum kröfum G. Ól. & Co.! Alþýðusam bandss tjómÍK hafði gefið G. ÓI. & Co. frjálsar hendur um kaup verkamanna í landvinnu, nema hvað G. Ól. (að sögm) hefir lofað að hafa ekki forgöngu í kauplækkun, en getur hvenær sem er, fengið einhvern atvinnu- rekanda til þess! Alþýðusambandsstjómin hafði gefið G. Ól. & Co. frjálsar hendur um eftir- og næturvinnu- kaup kvenna! Alþýðusambandið hafði gefið G. Ól. & Co. frjálsar hendur um að brjóta samninginn í öilum atriðum, ef verkamannafélagið „Dríf- andi“ lenti í deilu við hann út af þessu eða nokkru atriði öðru!! Og hversvegna? Til þess, að Gullfoss yrði ekki á eftir áætlun! Eða — ? Verkamenn í Eyjum munu skoða samning þennan sem vopnaðan frið og álíta hann ekki binda sig að neinu leyti. Þeir eiga heimtingu á því, og munu krefjast þess: 1. Að Sambandsstjórn styðji verkamannafé- lagið Drífandi með öllum þeim vopnum, sem það hefir yfir að ráða, hvenær sem verka- mannafélagið Drífandi álítur það nauðsynlegt, að hefja baráittuna aftur, hvort sem það verð- ur vegna launalækkunar af hálfu atvinnurek- Jafnaðarmannafélagið „S P A R T A“ Pu n d ur verður haldinn sunnudaginn þann 1. febrúar klukkan 2 e. h. í Kaupþingsalnum Dagskrá: II. Framh&ld aðaltundarstarfa. 2. Skipul&g Kommúnistaflokksms. 3. Vestmannaeyjadeilan. Allir meðlimir Kommúnistaflokksins verða að mæta. — P. U. K. félögura boðið. Stjórnin anda, eða kauphækkunartilraun af hálfu verka- ; manna. 2. Að Sambandsstjóm viðurkenni verka- mannafél. Drífandi, sem hinn eina rétta aðila til að ákveða hvaða kröfur skulu gerðar fyrir hönd verkamanna í Eyjum, og einnig að ef at- vinnurekendur neita að ganga að tilboðum verkamanna, þá megi verkamannafélagið Dríf- andi, að sjálfsögðu hækka kröfur sínar, ef því þykir það hentugt. 3. Að Sambandsstjóm styðji verkamannafé- lagið Drífandi með tilliti til þarfa verkamanna, en að ekki sé tekið tillit til skaða þess, sem það veldur auðvaldinu og fyrirtækjum þess, svo sem Eimskipafélaginu eða Olíuverzlun fslands. 4. Að Sambandsstjóm geri enga samninga um kaupgjald verkamanna í Eyjum án leyfis og vitundar verkamannafélagsins „Drífandi“. Verkamenn í Vestmannaeyjum hafa lært mikið af viðburðum þessum. Þeir hafa enn einu sinni kynnst eðli alþýðuburgeisanna í Sam- bandsstjóminni, sósíaldemókratanna, „jafnað- armannanna“, með einkaleyfi. En hinsvegar hafa þeir einnig kynnst stéttartilfinningu og félagshyggju stéttarbræðra sinna, hafnar- verkamannanna í Reykjavík, sem tóku upp bar- áttuna fyrir þá, og þeir vita, að ekki hefði staðið á þeim, að halda verkbanninu áfram ef foringjamir hefðu ekki gefist upp. Þeir hafa líka enn einu sinni kynnst nauð- svninni á stofnun óháðs verklýðssambands. Alþýðublaðið og Morgunblaðið. Eftirfarandi klausa stóð í Alþýðublaðinu hinn 28. þ. m.: „Sýnishom af meðferð Morgunblaðsins á sannleikanum: Um daginn sagði blaðið á ð u r en samkomulag var orðið um kaupið, að alls staðar væri borgað 1,20 um tímann i Eyjum. Nú eftir að samkomulag er komið segir Moggi að Gunnar Ólafsson muni ekki borga nema 1,10 um tímann! Hvorttveggja lygi.“ Nú er spumingin sú: Hvort blaðið stendur í nánara sambandi við Gunnar Ólafsson? Héðinn samdi við sjálfan sig. Margir munu sjálfsagt spyrja um það, hvers vegna Héðinn samdi þannig kaupið og verk- íallsréttinn af verkamönnum Gunnars Ólafs- sonar & Co.? En skýringin virðist þó liggja nokkum veginn í augum uppi: Gunnar Ólafs- son er umboðsmaður Olíuverzlunar íslands í Eyjum og bátar hans og þeirra sem honum eru háðii’, eru aðalkaupendurnir. Héðinn hefir því bæði beinan hag af því, að útgerðin beri sig, jafnvel þó það sé á kostn- að sjómanna (sbr. afstöðu Héðins til hlutaráðn- ingunnar) eða landverkamanna, og eins af því, að Gunnar Ólafsson en ekki einhver annar, sé umboðsmaður Ólíuverzlunarinnar. 1 þessu sambandi má ibenda á það, að Olíu- í verzlunin hefir fengið leyfi til að setja upp I olíugeyma í Eyjum, en að ekkert hefir orðið úr því enn, og líklegast vegna þess, að ekki hefir verið útséð um það hvort Gunnar Ólafsson yrði umboðsmaður Olíuverzlunarinnar áfram, fyr en kaupdeilunni væri lokið á þann hátt sem G. Ó. líkaði. Nú ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að Olíuverzlun Islands noti sér byggingarleyf- isins og láti reisa olíugeymana strax. Eru það tilmæli margra atvinnulausra verkamanna í Eyjum. Nú verður að hefjast handa til þess að reisa við fjárhag Verklýðsblaðsins! Því var greint frá í síðasta blaði að „Verk- Iýðsblaðið“ væri í mikilli *fjárþröng og skjótra aðgerða þyrfti við, ef blaðið á að geta komið út áfram. — Það verður því nú þegar að hefja öfluga bar- áttu til styrktar blaðinu. Verklýðsblaðið hvetur því alla verkamenn og þó sérílagi meðlimi Kommúnistaflokksins til þess að taka virkan þátt í fjársöfnun til trygg- ingar útkomu blaðsins. Fyrsta markið, sem sett hefir verið, er: 400 krónur í frjálsum samskotum í pappírs- sjóðinn fyrir 1. marz 1931. (Söfnuninni hefir verið skipt þannig niður á hina ýmsu bæi: Reykjavík 150 krónur, ísa- fjörður 50 krónur, Siglufjörður 50 krónur, Akureyri 50 krónur, Vestmannaeyjar 50 krón- ur og 10 krónur á Húsavík, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Sauðárkrók, Eyrarbakka og Glerár- þorpi). 250 nýir áskrifendur fyrir 1. maí. Þessu marki verður að ná! Byrjið strax í dag á söfnuninni! Verklýðsblaðið verður að koma út áfram! Blaðnefndin. Stjórnarkosning í „Dagsbrún“ Dagsbrúnarfundurinn á laugardaginn var, var aðalfundur. Stjórnin var endurkosin, nema skift var um ritara. í stað Felixar Guðmunds- sonar var kosinn Guðm. Ó. Guðmundsson. Guðjón Benediktsson, sem var í kjöri í for- mannssætið af hálfu kommúnista og róttækra verkamanna, fékk 42 atkvæði. Sósíaldemókratar smöluðu í heila viku öllu því liði, sem fylgir þeim, til að mæta á fundin- um. Aftur á móti var fundurinn mjög fásóttur af þeim verkamönnum, sem jafnan standa fremst í baráttunni. Það er því fjarri því að þessi kosning sé nokkur mælikvarði á fylgi sósíaldemókrata í Dagsbrún. Á næsta fundi á undan, sem mun vera fjölsóttasti fundur, sem Dagsbrún hefir haldið, voru þeir í minnihluta. Því verður ekki bót mælt að róttækir verka- menn skuli sitja heima, þó þeir búist ekki við að fá þá menn kosna, sem þeim líkar. Það er illt að láta sósíaldemókrata hælast um fylgi að óverðskulduðu. Róttækir verkamenn verða að sækja hvem einasta fund í Dagsbrún. ,,Verklýðsblaðið‘'. ÁbyrgOarm.: Brjmjólfur Bj&maaon. — Árg. 5 -kr., 1 lausaaölu 15 aura eintakiO. — Utanáskrift blaOsins: VerklýOsblaOiG, P. O. Box 761, Reykjavík. PrentamiOjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.