Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.02.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 07.02.1931, Blaðsíða 4
Þó að þeir upprennandi „menntamenn“, sem í skólanum eru, sem lang-flestir eru af yfir- stétt, séu mjög- orðnir mótaðir af þessu upp- eldi, þá þótti þeim þó ályktun þessi ganga of langt. Möglunarlaust gátu þeir ekki samþykkt hana. Enda er ályktunin yfirmáta ósvífin, og ber greinilega vott um að þessi nýju yfirvöld sliólans og kennslumálastjómin hafa ætlað sér í eitt skifti fyrir öll að neyða nemendur til þess að viðurkenna alræði og einokun þeiiTa hvað kennsluna snertir. Loks náðust sættir með þeim hætti, að nemendur gengu að flestu því, sem kennarar fóru fram á, en áskyldu sér þó rétt til samtaka gegn órétti. Fer hér á eftir skjal það, sem nemendur sendu seinast og kennarafundur samþykkti: „Nemendur 6. bekkjar C samþykkja fyrri hluta ályktunar kennarafundar 1931, eins og áður. Hvað snertir síðari hluta ályktunarinnar, játum við, að við höfum gert samtök gegn framkvœmdum á kennslu og ætlað að beita þeim, þótt eigi kæmi til framkvæmda, og lofum við að beita ekki samtökum gegn kennslu kennaranna né framkvæmdum á reglum skól- ans eða reglugerð þann tíma, sem eftir er af skólavist okkar, nema við séum órétti beittir. Reykjavík, 2. febrúar 1931. Virðingarfyllst. (Undirskriftir). Öll líkindi eru til þess, að deila þessi sé spunnin upp með vilja. Allt bendir til þess, að hún sé ekki annað en einn liður í hinum aukna fasisma, sem ríkisvaldið hefir gripið til sem ör- þrifaráðs, vegna kreppunnar. Borgarastéttin veit líka að aldrei opnast augu verkalýðsins betur fyrir því, hve óskaplega hann er arð- rændur, en einmitt á krepputímum. Augu þeirra verkamanna, sem í skólunum eru, opn- ast líka fyrir þessu, og því er nauðsynlegt að útiloka þá frá menntastofnununum. Þeir hafa álitið, að verklýðsæskan myndi standa ein í þessari deilu og þar með væri fengin átylla til þess að reka þá. Yerklýðsblaðiö verðnr að koma út áfram! Meiri skriður á f jáisöfnunina! í síðasta blaði var það mark sett, til þess að reisa við fjárhag Verklýðsblaðsins, að hefja nú þegar öfluga fjársöfnun í pappírssjóð blaðs- ins undir kjörorðinu 350 krónur í pappírssjóðinn fyrir 1. marz og söfnun 250 nýrra áskrifenda fyrir 1. mai næstkomandi. Fjársöfnun þessi er nú hafin hér í Reykja- vík, en þó enganveginn með fullum krafti. Fórnfýsi hvers einstaks félaga og velunnara verklýðssamtakanna, er skilyrðið fyrir því, að blaðið geti komið út áfram. Blaðinu eru þegar farnir að færast styrkir frá verkamönnum og konum. Einn verkamaður færði blaðinu nú í vikunni 50 krónur. Ein vei"kakona lét tíu krónur í pappírssjóð- inn. Og fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna að al- þýðan vill stuðla að því með síðustu spariaur- um sínum, að tryggja áframhaldandi útkomu blaðsins. — En meira þarf ef duga skal! Þessvegna félagar! Sækið söfnunarlista á af- greiðslu blaðsins og takið þátt í fjárhagslegri viðreisn blaðsins. — Fjöldamörg verkamannabréf víðsvegar af landinu bíða birtingar í blaðinu. Barátta okkar takmarkast því ekki einungis við að tryggja útkomu blaðsins, heldur er hlut- verk okkar jafnframt að keppa að því að stækka megi Verklýðsblaðið svö það geti orðið enn voldugra vopn í stéttabaráttunni. „Verklýðsblaðið4'. Ábyrgð&rm.: Brynjólfur Bj&maaon. — Árg. 5 kr., 1 lausasölu 15 aura eint&kið. — Ut&náskrift bl&ðsina: Verkiýðabiaðið, p. o. Bo* 701, Reykj»vik- PrðÐtsmiðj&p Act*. S. U. K. Krónuveltan. í Rauða fánanum hefir verið sagt frá Krónu- veltunni. Hefir hún vakið mikla athygli allra F.U.K.-félaga og áhugá þeirra fyrir því að styrkja Baráttusjóð S. U. K. og fylgja hér nöfn þeirra, sem síðan hafa sent áskoranir: Jakob Jakobsson, Rvík, skorar á Jakob Gísla- son, Rvík, og Stefán Ögmundsson, Rvík. HaHgrímur B. Hallgrímsson, Rvík, skorar á Harald Sigurðsson, Rvík, og Martein Magnús- son, Rvík. Björn Carlsson, Rvík, skorar á Huldu Carls- dóttur, Rvík, og Sigurð Halldórsson, Rvík. Svavar Guðnason, Rvík, skorar á Sigþór Guðjónsson, Rvík, og Árna Guðlaugsson, Rvík. Sigurður Guðmundsson, Rvík, skorar á Þor- vald Þórarinsson, Rvík, og Ásgeir Hjartarson, Rvík. Jakob Gíslason, Rvík, skorar á Sigurð Thor- oddsen, Rvík, og Petrínu Jakobson, Rvík. Neðantaldir kaupendur Verklýðsblaðsins eru vinsamlega beðnir að gefa afgreiðslu þess í Lækjargötu 4 upp núverandi heiínilisföng sín. Marinó Norðqvist, Rvík. Jón Bjömsson, Sellátrum, Eskifirði. Kristjn Þorsteinsdóttir, Krókskoti, Sandgerði. Ásgeir Helgason, Álafoss, Rvík. Kristján Sigurðsson, Framnesveg 3, Rvík. Jón Jónsson, Ránargötu 10, Rvík. Stefnir Runólfsson, Rvík. Óskar Þórðarson, Rvík. Matthías Þórólfsson, Rvík. Jón Brynjólfsson, Landsbankanum, Rvík. Benedikt Jónsson, Garðastræti 15, Rvík. Ólafur Bjamleifsson, Rvík. Kristján V. Kristjánsson, Rvík. Páll Pálsson, Rvík. Ejarni Kristsmundsson. Guðm. Jónsson. Ólafur H. Guðmundsson, Verzl. Skógarfoss, Rv. Magnús Kjartansson. Sími blaðsins er 2184. F.U.K. á Fáskríðsfirði svarar lygum Alþýðubl. I Alþýðublaðinu 14. janúar 1931 var smá- grein með fyrirsögninni: Jafnaðaxmannafélag stofnað á Fáskniðsfirði. Þar er getið um frétt- ii' úr bréfi frá „Verkamanni“ á Fáskrúðsfirði; en af því að fréttimar um kommúnista eru ósannindi ein frá upphafi til enda, viljum við kommúnistar upplýsa það, að stofnendum var gefið það í sjálfsvald, hvort félagið héti félag ungra jafnaðarmanna eða félag ungra kommún- ista, en allir félagar nema einn greiddu at- kvæði með því að það héti félag ungra kommún- ista. Einnig viljum við upplýsa það, að stofn- endur félagsins standa allir sem einn í félaginu, því þeir eru allir ákveðnir og stéttvísir verka- mepn. Félag ungra kommúnista, Fáskrúðsfirði. Tilynning frá miðstjérn K. F. I. Þegar pólitísku fangarnir sátu í gæzluvarð- haldi birtu borgarablöðin fregnir um að tveir þeirra, Magnús Þorvarðsson og Þorsteinn Pét- ursson væru að sitja af sér brot þessu máli ó- viðkomandi. Þessi brot væru ógreiddar áfeng- issektir. Þar sem annar þessara manna, Þorsteinn Pétursson, er meðlimur í Kommúnistaflokki íslands, lét miðstjómin þegar í stað rannsaka þetta mál. Hún hefir fengið upplýsingar um að Þorsteinn Pétursson hafi nokkrum sinnum sézt allmjög ölvaður á almannafæri. Kommúnistaflokkur Islands krefst af öllum meðiimum sínum kommúnistiskrar siðprýði og hlýðni við kommúnistiskan aga. Það getur ekki samrýmst að hafa á hendi veigamikil störf fyrir kommúnis.taflokkinn og láta sjá sig ölv- aða.n á almannafæri. Þess vegna hefir mið- Frá Hafnarfirði Nvjir samningar í Hafnarfirði Verkakonur fá kaupkröfur sínar uppfylltar. Á íöstudaginn 20. janúar voru undirritaðir kaupsamningar milli verkakvenna- og verka- mannafélagsins í Hafnarfirði og atvinnurek- enda þar. Verkakonur fá 80 aura í dagvinnu (áður 70 aura). í eftirvinnu fá þær kr. 1,25 (áður 88 aura). Verkamenn fá 1,20 í dagvinnu — krafa verkamanna var kr. 1,36 — (áður kr. 1,14). I eftirvinnu fá þeir kr. 2,00. Afnumin nætur- og helgidagavinna og 1. maí sé frídag- ur. Ýmsar fleiri hagsbætur voru og ákveðnar með samningum. SprengiDgartilraun í Hafnarfiröi íhaldið í Hafnarfirði hefir gert tih’aun til að sprengja verklýðssamtökin, með stofnun nýs svokallaðs „ópólitísks“ verkamannafélags. Að- alatriðin í stefnuskrá félagsins eru þessi: Að efla hag og atvinnu félagsmanna, að koma sem beztu skipulagi á alla daglaunavinnu(?), að takmarka sem mest helgidagavinnu (sjálfsagt um messutímann(!!)), að auka samhug og menningu innan félagsins, og að útiloka öll stjói-nmál (!!). Eins og sést á stefnuskrá þessari, er mjög fjarri því að félagið sé ópólitískt. Stefnuskráin er fyllilega í anda sitéttasamvinnunnar, í anda auðvaldsins, sem reynir að mata verkamenn með auðvirðilegum slagorðum, til þess að villa þá af brautum stéttabaráttunnar. í félaginu munu vera um 15 verkamenn. Hitt eru flest kaupmenn, bílstjórar og ragarar. Þessar sprengitilraunir íhaldsins eru engin ný bóla. Samslconar tilraunir með stofnun „gulra“ verkalýðsfélaga, hafa verið gerðar á Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. En þær hafa allar mistekist hrapalega. Á sömu leið nmn fara um þessa ömurlegu sprengitilraun íhaldsins í Hafnarfirði. Verkamarmafélagið „Hlíf“ hefir í hinum nýju kaupsamningum, fengið afnumda alla nætur- og helgidagavinnu. Verða því kröfur sprengifélagsins um takmörkun helgidagavinn- unnar ærið hjákátlegar. Ennfiæmur er það tekið fram í nýju kaupsamningunum, að með- limir „Hlífar“ sitji fyrir vinnu. Þar með ætti sprengifélagið að vera úr sögunni. Svo afhjúpaðir standa íhaldsforkólfarnir í augum allra hafnfirskra verkamanna, að sprengifélagið mun skjótlega grúfa sig aftur i skaut húsbændanna, íhaldsins, en verkamenn- imir munu vonandi hverfa inn í stéttarfélög sín. Miðstjórn Alþýðufl. sendi út ávarp til verka- manna gegn sprengitilraununum í Hafnarfirði. í því sambandi er rétt að geta þess, að nýlega er um garð gengin klofningstilraun á Verkakvenna félaginu á Siglufirði, mun hættulegri en þetta íhaldsbrölt í Hafnarfirði. Á Siglufirði var höggvið töluvert nær verkalýðssamtökunum, þar sem nokkrar af konum þeim, ser.i stofnuðu sprengifélagið, sprengdu sig út úr verka- kvennafélaginu. Við þessu tilræði við verkar lýðssamtökin, þagði miðstjórn Alþýðuflokks- ins. Hvemig stendur á því? Á Siglufirði var um sósíaldemókratiska sprengingu að ræða. Guðmundur Skarphéðinsson, meðlimur sam- bandsstjómar Alþýðuflokksins, stóð fyrir sprengingunni. Þessvegna þagði sambands- stjómin, að hún stóð sjálf að baki þessari sprengingu. Allur verkalýðurinn verður, án tillits til póli- tískra skoðana að standa sameinanður gegn öll- um sprengitilraunum, hvort sem þær koma frá forkólfum íhaldsrnanna eða sósíaldemókrata. stjóm flokksins samþykkt eftirfarandi yfirlýs- ingu í máli félga Þorsteins: „Miðstjórn Kommúnistaflokks Islands vítir þá framkomu félaga Þorsteins Péturssonar að láta sjá sig ölvaðan á almannafæri. Ef slíkt endurtekur sig, mun miðstjómin grípa til ann- ara ráðstafana".

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.