Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 1
1/cd irivnfiDi a nm Vt^KnJLitl^iSliwltl ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavik 14. febriiar 1931 7. tbl. ísland á að ganga í Þjóðabandalagið Leynímakkið við „Framsókn". Kratarnir svíkja verkalýðinn , Það var ekki alls fyrir löngu, að Jónas og kratarnir sátu á rökstólum um ýms stjórnar- frumvörp komandi þings. Var þar ráðgert um, hviersu að því skyldi farið að samrýma hags- muni auðvaldsins og „baráttu verkalýðsins". Varð það, sem oftar niðurstaðan, að fyrra at- riðið var kosið, en jafnframt stofnað tíl eins- konar „Pílatusarþvottar", sem hreinsi kratana af allri synd. Stjórnin flytur frumvarp um, að ísland biðj- ist upptöku í þjóðabandalagið. Nú þykir henni og Bretum, sem nógu vel sé í pottinn búið til að bera þetta fyrir þjóðina. Þjóðhátíðin í sum- ar og fyrirlestrarnir í útvarpið hafa verið eins- konar forspil að þessari athöfn. Nú skal at- hugað lítillega hvað Þjóðabandalagið er. Þjóð- bandalagið er bandalag sigurvegaranna úr sein-, ustu heimsstyrjöld og til þess ætlað að verja ránsfeng þeirra og gæta þess, að hann vaxi þeim ekki yfir höfuð. Það á að verja aðstöðu þessara sigurvegara og fjötra sem flestar þjóðir inn í hagsmunanet þeirra. England og Frakkland ráða þar lógum og lofum, því að öTl smáríkin í bandalaginu eru alháð þeim annað- hvort í gegnum auðmagn og bankavald eða á beinni hátt. Einmitt af þessum ástæðum hafa Bandaríki Ameríku eigi viljað ganga inn í bandalagið og komið því til leiðar að amerísk ríki, er áður voru í því hafa gengið út. Þetta atriði afhjúpar einna ljósast hagsmunastreit- una og sýnir eðli bandalagsins. Loks er þessu bandalagi ætlað það hlutverk að berja niður Ráðstjórnarríkin og allar uppreistir verkalýðs- ins. Hver verður svo afstaða Islands innan slíks bandalags? Samkvæmt lögum bandalagsins er hægt að nota það eins og þeim herrum þykir henta í hernaði. Sérhvert ríki innan bandalags- ins missir því algerlega hlutleysi sitt. Það er skylt að slíta öll viðskiptasambönd við svokall- aðan friðrofa. Island gæti einnig orðið allheppi- \eg flotastöð milli Bandaríkjanna og Englands eða flugvélastöð í stríði milli Bandaríkjanna og Rússlands. Einnig yrðu fiskimið þess tekin einskonar eignanámi af Bretum og verðið á öll- um útflutningi skamtað að þeirra vilja. Inn- gangan í bandalagið táknar það, að Islandi er flækt enn betur inn í hagsmunastreitu auð- valdsins og að verkalýðurinn er notaður sem skákpeð til að drepa niður BáðsstjórnaiTíkin og allar frelsisvonir verkalýðsins. Kratamir eiga að leika bróðurhlutverkið. Þegar stjórnin hefir lagt fram frumvarpið, á einhver þingmaður sósíaldemókrata að standa UPP og gera fyrirspurn um, hvort ísland þurfi að leggja til her eða taka þátt í viðskiptabanni. Skal því svarað neitandi og lýsir þá þingmað- urinn yfir samþykki sínu og annara krata. Þó skal Erlingur Priðjónsson sitja hjá. Er það tal- ið betur henta vegna þess, að verkalýðurinn norðanlands hefir fylgzt betur með þessum málum. Kynni vel svo að fara, að hann sæi það við Ei'ling í einhverju, ef hann væri opinber- lega með þessu. Er þetta í fullu samræmi við annað hræsnisstarf krata. Má segja, að flestiv þeir hafi erft hinn guðlega eiginleika að vera tví- og þríeinir, sbr. Erling Friðjónsson, krati í Reykjavík, en „stendur fullt eins nærri komm- únistum norður á Akureyri" o. fl. o. fl. Má segja að stuðningsleysið við núverandi stjórn sé nú komið svart á hvítu. Bankastjóraembætti Haraldar er ágætt vottorð um það. Fá þeir þar að sýna sem fyr hversu vel þéim tekst að berj- ast fyrir verkalýðinn og auðvaldið í einu. Inn- gangan í Þjóðabandalagið er svívirðilegt hnefa- högg framan í íslenzkan verkalýð og alheims- samtök stéttarinnar. Kratarnir styðja þetta og leika „Pílatusarhlutverkið". Þeir standa fast með auðvaldinu, en gráta krókódílstárum frammi fyrir verkalýðsstéttinni. Islenzkur verkalýður verður að sameinast og mótmæla einum rómi inngöngunni í Þjóðabandalagið. — Ilann verður að sameinast gegn auðvaldinu og skosveinum þess. Niður með Þjóðabandalagið! Fulltrúar 1700 verkamaona og kvenna fagna Kommúnístaflokkí ísands Á nýafstöðnu þingi Verklýðssambands Norð- urlands var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „4. þing Verklýðssambands Norðurlands, sem skipað er fulltrúum 1700 verkamanna og verka- kvenna, lýsir ánægju sinni yfir stofnun Komm- únistaflokks íslands og óskar þess, að þeim flokki takist að sameina innan sinna vjebanda besta forustulið verkalýðsins og leiða verka- lýðinn og alla fátæka alþýðu til endanlegs sig- urs yfir auðvaldsskipulaginu, eins og- konunún- istaflokk Ráðstjórnarríkjanna svo glæsilega hefir tekizt á síðustu árum". Mótmæli gegn klofningsákvæðum kratanna. Ennfremur samþykkti þingið eftirfarantii tillögu: „4. þing V. S. N. mótmælir harðlega þeim lagaákvæðum Alþýðusambands Islands, sem litiloka menn, sem tilheyra öðrum stjórnmála- flokkum og þá fyrst og fremst kommúnista, frá rjettindum í sambandinu og hvetur allan verkalýð til að hefja öfluga baráttu fyrir þvi að fá þessi sundrunarákvæði afnumin, þar sem þau þverbrjóta allt lýðræði í sambandinu. Skor- ai* þingið á félögin að virða þessi ákvæði að vettugi og að mótmæla þeim harðíega" 4. þing Verklýðssam- bands Norðurlands. Merkasta þíng sambandsins Dagana 19.—23. jan. var 4. þing Verklýðs- sambands Norðurlands háð á Akureyri. Mættir voru 38 fulltrúar frá 15 félögum í sambandinu. Á síða8ta þingi sambandsins voru í því 12 félög, með 1200 meðlimum alls, en nú eru fé- lögin 17 og hafa samtals tæpl. 1700 meðlimi. Sýnir þetta hversu mjög sambandið heflr eflst á þessum árum, enda hefir sambandið og félög þess, háð harðvítugri stéttabaráttu og unnið stærri sigra en nokkru sinni áður,, brotið á bak aftur kúgunarvígi, sem talin hafa verið illvinn- andi, eins og Krossanesverksmiðjuna og hækk- að kaupið svo, að á tímabili hefir kaupið sum- staðar verið hærra en í Reykjavík. Af 39 fulltrúum þingsins voru 31 kommúnisti og 8 8ósíaldemókratar. Kratarnir voru í svo miklum minnihluta, að þeir stóðu gjörsamlega ráðþrota og gátu ekki komið fram neinu af klofningsáformum sínum. Þó sýndi meirihlutinn þeim meira eðallyndi en góðu hófi gegnir. Eins og skýrt hefir verið fra i blaðinu, gerðu krat- arnir á Siglufirði tilraun til að kljúfa jafnaðar- mannafélagið þar og stofnuðu nýtt félag. í því eru ýmsir, sem áður hafa verið opinberir and- stæðingar verklýðshreyfingarinnar. Til þess að gefa krötunum ekki hið minsta tilefni til hinn- ar langþráðu sprengingar, tók meirihlutinn krata- félag þetta inn í sambandið, og leyfði fulltrúum þess setu með fullum réttindum á þinginu. Er þetta ærið ólíkt framkomu kratanna á Alþýðu- sambandsþinginu, er þeir ráku Jafnaðarmanna- félagið í Eyjum úr sambandinu, vegna þess að kommúnistar eru þar í meirihluta, en tóku í þess stað útvegsmanna- og verkfallsbrjótafélag- ið nÞór8hamar", þvert ofan í fyrirmæli sam- bandslaganna. Þegar kratarnir frá Siglufirði sáu að vonlaust var að þeir fengju komið fram nokkru af klofn- ingsfyrirætlunum sínum, fóru þeir heim, án þess að taka þátt í störfum þingsins eða bera fram nokkrar af tillögum þeim, sem þeir höfðu með sér í veganesti frá félögunum heima. Sat þá einn krati eftir á þinginu. Er þetta með end- emum aumleg frammistaða. 4. þing V. S. N. skiiaði af sér miklum og merkilegum störfum og gerði mjög merkilegar samþykktir í ýmsum málum. Þingið samþykkti ályktun um nauðsyn óháðs verklýðssambands á grundvelli stéttabaráttunn- ar og ákvað að vinna að því að öll verkalýðs- félög á landinu og minnihlutahópar, sem eru fylgjandi verklýðssambandinu, myndi með sér „Baráttubandalag verkalýðsins", til þess að hrinda áleiðis sameiningu alls verkalýðs á land- inu á grundvelli stéttabaráttunnar. Ennfremur voru samþykt mótmæli gegn klpfningstilraunum kratanna á verklýðsfélögum. — Samþykkt krat- anna á Aíþýðusambandsþinginu, sem gekk útá það, að kljúfa núverandi fjórðungssambönd og koma sem mestum hluta þeirra undir algerða stjórn Reykjavíkurkratanna, fékk þá útreið á fjórðungsþinginu, að samþykkt var að skipulag V. S. N. skuli haldast eins og verið hefir, en hinsvegar skuli unnið að þvi að koma félögun- um inn í Alþýðusarabandið til að „eila stétta-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.