Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 2
baráttnna og vinna á móti sandranartilrannum verklýðsfénda". Þingið mótmælti harðlega útilokun kommún- ista frá pölitískum réttindum í Alþýðusamband- inu, og lýsti nm leið ánægju sinni yflr stofn- nn kommúnis'taflokksins og óskaði konum allra heilla. Ennffemur lýsti þingið samúð sinni með Rauða-alþjóða-verkalýðssambandinu, og lofaði að vinna á grundvelli stefnuskrár þess. I stjórn verklýðssambandsins voru kosnir: Einar Olgeirsson forseti, Elíaabet Eiríksdóttir ritari, Jón G. Guðmundsson gjaldkeri, Björn Grímsson, Stefán Pétursson, Gunnar Jóhannsson og Kristján Magnússon meðstjórnendur. — Erl- ingur Friðjónsson, fyrverandi forseti,, alþingis- maður og sambandsstjórnarmeðlimur Alþýðufl. ?ar alls ekki fnlltrúi á þinginu, og er ekki ifklegt, að norðlenzkur verkalýður feli honum trúnaðarstörf í bráðina. Ósannindi frá Rússlandi „Ólafur Friðriksson og Valtýr Stefánsson ánægðir". Maður nokkur að nafni Morten Ottesen, uppgjafa síldarspekulant, fór til Rússlands og dvaldi þar um nokkurra daga skeið á hótel- um í höfuðborginni. Þegar hann kemur aftur itelur hann sig mikinn spámann og heldur fyr- irlestur um ástandið í Rússlandi. Þennan fyrir- lestur þrítók hann. 1 fyrirlestrunum sagði hann ýmsar 'firrur eins og t. d. að 100 miljón bændur væru andvígir stjórninni. Hver maður, eem nokkur kynni hefir af Rússlandi, yeit að um það bil helmingur rússneskra bænda hefir kastað burt æfagömlum venjum og bundizt sam- tökum í samvinnubúskap undir forustu kom- múnista. Svo að segja hver einasti samvinnu- bóndi er ákafur fylgismaður Sóvét-stjórnar- innar, og svo kemur uppgjafa síldarspekulant, sem dvalið hefir nokkra daga á hotelum í Moskva og segir, að 100 milljónir bænda séu andvígir stjórninni. Og Ólafur Priðriksson og Valtýr Stefánsson eru sammála um að hann sé imikill spámaður og nota blöð sín óspart til að hvétja ióik' til áð hlusta á íærdómá hans! Núhéfif Möftéh þéssivefiðséh^ruf aftur til Rússláhds/ til þess:að l'eífca' fýrif ájér um sált-' fisksöhi. ¦.¦¦-•¦! "¦ ¦¦¦¦ '*. '¦ Baráttan við atvinnuleysið Fundur atvinnulausra verkamanna. Laugardaginn er var, hélt Verkamannafé- lagið Dagsbrún fund með atvinnulausum verka- mönnum. Á þann fund var boðið bæjarstjórn og . borgarstjóra. Þegar fundur hófst voru niættir 3 fulltrúar Alþýðuflokksins en enginn sást frá hinum flokkunum. Var þá kosin nefnd manna, til að fara á fund Knúts og kref jast þess, að hann kæmi á fundinn og stæði þar fyrir máli sínu. Eftir hálftíma bið fengu sendi- menn samtal við Knút. Sagðist hann hafa svo annríkt, að eigi mætti hann gefa sér tíma til að koma. Ekki gat hann þess þó hvað það væri, sem hann ætti svo annríkt við, en kunn- ugir gátu þess til, að hann væri að gera út- reikninga fyrir Helga Magnússon og Co. Er sendimenn komu aftur voru komnir á fundinn tveir fulltrúar íhaldsins, þeir Pétur Halldórs- son- og Jakob Möller. Voru ræðumenn margir og lýstu verkamenn megnri óánægju yfir framkomu bæjarstjórnar og borgarstjóra í at- vinnubótamálinu. Var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga, frá Guðjóni Benedikts- syni: „Atvinnulausir verkamenn í Reykjavík krefjast þess af bæjarstjórninni, að hún setji af stað nú þegar fullnægjandi atvinnubætur fyrir alla atvimiulausa verkamenn og haldi sú vinna áfram unz önnur atvinna er fyrir hendi. Að öðrum kosti greiði hún þeim atvinnuleysis- styrk, er jafngildi meðal daglaunum. Sömuleiðis er þess krafist, að þeim, sem sagt hefir verið upp í bæjarvinnunni sé tafar- laust veitt atvinna aftur". Um þessa tillögu eru allir verkamenn sam- mála og reiðubúnir til að fylkja sér'um hana. Það hafa þeir fundið þessir tveir fulltrúar í- haldsins, er fundinn. sátu, því ekki treystust þeir til þess að taka til máls og andmæla til- lögunni á fundi verkamanna, þótt þeir hins- vegar hafi ekki hikað . við að greiða atkvæði gegn svona kröfu í bæjarstjórninni — griða- stað borgararma. Kröfúganga. Þégaf klukkah var 10% urh kvöldið, var samþykkt áð slíta fuhdi og fara krofugöngu tíl borgarstjóra með kröfu fundarins. Tóku allir fundarmenn þátt í förinni nema Jakob Möller og Pétur Halldórsson. Vax kröfugangan fjölmenn, því fundarsalurinn hafði verið full- skipaður og allmargir úti á ganginum. Þegar komið var að Knútskoti voru dyr þar læstai' og hvergi ljós í glugga. Leit svo út sem Knút- ur væri ekki heima eða sofnaður. Síðar hefii' það sannfrétzt, að Knútur var heima og ekki háttaður. Varaformaður Dagsbninar, Ól. Friðriksson, sagðí þá, að hér yrði ekki meira aðgert, og hver. gæti farið heim til sín og háttað eins og Knútur. En verkamenn voru þá ekki á sama máli. Þeim fannst rétt að lofa Knúti að heyra hverjir komnir væru í heimsókn til hans og hvers þeir krefðust. Voru nú haJdnar þar ræð- ui og sungið um hríð. Að því loknu hélt kröfu- gangan áfram og var haldið að bústað for- sætisráðherra. Voru þar einnig haldnar ræður og sungnir söngvar jafnaðarmanna. Höfðu margir nýir slegist með í förina, er ekki höfðu komist inn á fundinn. Þvínæst var haldið hópn- um að Bröttugötu. Var þar einnig talað og, minnst á alþjóða-kröfugöngúdag verkamanna, 25. febrúar. Þá fylkja verkamenn um allan heim sér í kröfugöngur, til þess að mótmæla atvinnuleysinu og krefjast atvinnubóta. Fór kröfugangan hið bezta fram. Sázt það ljóslega að menn skyldu hvers var verið að krefjast og þeim væri alvara að halda kröfunum ti] streitu. 25. febrúar. ;* Þann dag halda verkamenn um allan heim kröfugöngur og heimta atvinnu handa þeim fjölda verkamanna, sem nú er ofurseldur hung^,. urdauða. Qg þeir mótmæla auðvaldsskipulag- inu, sem gefur verkamönnum steina fyrir i brauð og svarar einföldustu kröfum þeirra tU / lífsins með bareflum, morðtólum og fangelsi.,> Ættu íslenskir verkamenn að taka þátt í þéss-;; um mótmælum, í með því. að halda fjölmenna^v fundi og ráða þar ráðum sínum hvernig hægi^ sé að,bæta;kjör hi,nnar líðandi stét^ar. Það er(i aðeins hægt með einu móti: Samtökum verka-íi; lýðsins — órjúfandi samtökum. ,; Verklýðsmál. Rauða alþjóða verk- lýðssambandíð og Amsterdam. Kjörorð Rauða alþjóða sambandsins eru: Sameining alls verkalýðs, án tillits til þjóðern- is, litarháttar, trúarbragða eða stjórnmála- skoðana, undir merki hinnar beinu hagsmuna- baráttu verkalýðsins, stéttabaráttunnar. For- ingjar „Amsterdams" litu öðrum augum á hlut- iná, eins og sýndi sig greinilega í framkomu þeirra og afstöðu gagnyart hinu nýstofnaða verkalýðssambandi. Hvert ávarpið á eftir öðru var sent til verka- lýðsins og jafnvel áskoranir, í nafni hinnar al- þjóðlegu frelsisbaráttu öreiganna til foringja t,Amsterdams", um sameiningu þessara h'eggja verkalýðssambanda, til að éfla aðstöðu verkaíýðsins í hinni alþjóðlegu baráttu við við auðvaldið. Án efa hefir það vakið undrun og gremju hms þroskaðri verkalýðs, sem skildi nauðsyn verkalýðssamtakanna á alþjóðlegan mæli- kvarða og skildi hina mikilvægu þýðingu ör- eigabyltingarinnaf í Rússlandi, fyrir framgang jafnáðarstefriunnaf í öðrum löndurii, þeg'ar af- staða og undirtektir Amsterdamforingjanna urðu kurinar. — Ekki_ einungis að þeir hunds- uðu samtakaáskoranir Rauða Alþjóðasam- sambandsins og neituðu fulltrúum þess um þátttöku.í ráðstefnum og þingum þeirra, held- ur útilokuðu þeir og bannfærðu heil landssam- bönd, aðeins fyrir þá sök, að þau lýstu samúð sinni með Rauða alþjóðasambandinu, eða höfðu einhver sambönd við það. Flutningaverkamanna-samband Hollands var rekið úr Amsterdam 1921 fyrir þessar sakir. Sömu kostum urðu einnig fíutningaverka- niannasambönd Finnlands og Búlgaríu að sæta af sömu ástæðum. Ljóst dæmi þess, hve foringjar „Amster- dams" voru og eru svínbeygðir undir hinn borgaralega hugsunarhátt og stéttaraga, eru gerðir þeirra þegar þeir á stjórnarfundi 1921, ákærðu Bowmann, einn af meðlimum í mið- stjórninni, fyrir það að hafa tekið virkan þátt i starfi Rauða alþjóða sambandsins, báru hon- um á brýn, að hann væri einn af „njósnurum Lenins" og gæti þessvegna ekki lengur gegnt trúnaðarstörfum fyrir „Amsterdam" og viku honum þar með af f undi. Slíkur var, og er enn, hugur sósíaldemókrata til alþjóðlegra baráttu- samtaka verkalýðsins og öreigaríkisins Sovét- Rússlands. Fyrir þeim lá það í léttu rúmi, að á sama tímá réðust auðborgarar Evrópu á launakjör verkalýðsins og þrengdu kosti hans á allar lundir. Hér var það augljóst eins og þráfaldlega hefir sannast seinna, að foringjar Amsterdams voru ekki einungis og eru, óheilir og viðsjálir verkalýðsleiðtogar, heldur gersam- lega heilsteyptir auðvaldssinnar og órgustu féndur hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar..... Rauða alþjóða verkalýðssambandið hefir nú starfað í 10 ár. Á þeim tíma hefir það, við hlið hinnar kommunistisku aiþjóða hreyfingar, ver- ið að stríða við allah auðvaldsheiminn fyrir málstað öreiganna, orðið^ að stríða við sljóf-,; skyggni og misskilning sjálfs verkalýðsins,, sem foringjar „Amsterdams" og aðrir sósíal-., demókratar hafa átt mestan þátt í að við-,; halda, — en þrátt fyrir allt unnið stöðugt & með ári hverju, ætíð safnað fleiri og fleiri deildum verklýðssamtaka inn í samfylkingu öreiganna, jafnhliða því sem „Amsterdam" ; hefir betur og betur afhjúpast, sem verkf æri í höndum auðvalds- og alveldisstefnunnar. Rauða alþjóða sambandið hefir nú á seirini árum, í öllum nýlendum og hálfnýleridum heimsins, leitt baráttu verkalýðsins, orðið hinn kjörni leiðtogi hins baráttufúsa öreiga í öllum helztu auðvaldsríkjum heimsins, á sama tíma sem foringjar Amsterdams hafa setið í rikis- stjórnum auðvaldsins og bruggað vélráð gegn. verkalýðnum. Rauða alþjóða sambandið og deildir þess eru nú í öllum löndum heimsins, hinn eini vakandi vörður öreiganna í hinni beinu hagsmunabaráttu þeirra við auðvaldið. 1 Indlandi, Kína og víðar hefir frelsisbarátta alþýðunnar verið leidd og hafin undir forustu Rauða alþjóðasambandsins, á meðan „Amster- dam" heldur sig innan endimarka Evrópu, di^epur líðandi stund í borgaralegu umbóta- og friðarsnakki, elur á þjóðernisríg og Rússlands- hatri og bandar frá sér hverri útréttri bróður- hönd nýlenduverkalýðs, sem vill tengjast hönd- um við verkalýð Evrópu í frelsisbaráttunni. Á þann hátt hefir „Amsterdam" gerst hinn dygg- asti hagsmunavörður og erindreki Evrópuauð- valdsins.-,,.. í^kí&' .v.i Af þessum staðreyndum hefir verkalýðnum gefizt kostur á að velja í milli þessara tveggja alþjóðasambanda, enda hefir þegar verið af

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.