Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 3
Sj ómannadeilan Þegar samninganefnd sjómanna hefir verið búin að yfirvega tiiboð útgerðarmanna, sem skýrt var frá i siðasta blaði, hefir henni vafa- laust ekki litist á blikuna. Hún befir séð það, sem vafalaust er rétt, að.þegar útgerðarmenn- irnir væru bunir að „ganga frá" uppgerðinni myndi kaup sjómannsins verða harla rýrt — ekkert eða máske minna en það — og hafnaði boðinu og stillti sjálf kröfum upp á væntanlegt fylgi sjómannafélaganna. En þær voru þessar: Að grundvöllur samnings frá fyrra ári sé hinn sami, en með þessum breytingum: Að lágmarksverðlaun af smálest stórfiskjar sé kr. 6,50 (þ. e. kr. l,62Vz af skpd.), hvert heldur um línu eða netafisk sé að ræða. Af öðrum fiski kr. 5,50 smálestin (þ. e. kr. IfiVI, af skpd). Af hverri lýsistunnu (105 kg.) kr. 1,50. Af beitusíld, sem á skipið kann að veiðast t. d. að vori til, Vsi sem skiftist milli skipverja. Að fæðispeningar, sé kr. 85 á mánuði, sé um „premíu" að ræða, eða kr. 450 á mánuði og ©g fæði sig sjálfur. 2. vélamaður fái kr. 450 á mánuði og fæði. Ef linuveiðari stundar ísfiskiri og selur fisk- inh utanlands, sé kaupið sama og á togurum, kr. 232 á mánuði og Vs^/o af brúttó afla ásamt lifrarhlut, — greitt hverjum háseta. Ef færri. en 18 menn eru á stærri skipunum, en 17 á þeim minni (frá 15. marz — 1. sept.) ekiftist „premía" þeirra á milli þeirra, sem á skipinu eru. Hafnarfrí allt að tveim sólarhringum o. s. frv. 'Hér hefir samninganefndin — Btjórnir félag- anha'¦¦— í mörgu þrætt uppkast undirbúnings- nefndarinnár í smærri atriðum, en breytt grundvellinum, afnumið mánáðarkaupið, sem vár kr. 175 & máhuði. Ef þessar kröfur stjórn- anna eru athugaðar verður annað uppi á ten ingnum, en hvað undirbúningsnefndin gerði ráð fyfir. Sé theðalafli línuveiðara 11 hundruð skpd, ao~wmeðaltali og % hlutar stórfiskur og V* ann- af fiskur, verðúr útköman þessi eftir kröfum Btjörhannar ,; ¦ ¦: • Háseta kr. 1458;74. Matsveinar kr. 1513,74. 2. vélamaður kr. 2480,00. En samkvæmt uppkasti undirbúningsnefnd- arinnar þannig: Hásetar kr. 2160,00. Matsveinn kr. 2215,00. 2. vélamaður. kr. 2480,00. Hér er miðað við nettótekjur eða að fæði frádregnu, sem er lágt reiknað kr. 75 á mánuði, og þorskveiðatíminn miðaður við meðaltal fyrri ára frá nýári til 15. júní, sem er vafalaust i lengsta lagi og fiskurinn talinn eingöngu línu- fiskur. Að samkomulagi varð það 1929, að „premía" háseta væri af stórfiski kr. 8 af smálest (þ. e. kr. 2 af skpd.) og kr. 7 af öðrum fiski (þ. e. 1,75 af skpd.), sem varð að meðaltali á hvern háseta að fæði frádregnu, kr. 1871,25. Hér er því ekki um neinn smá afslátt að ræða yfir tveggja ára bil. En Óskar Halldórs- son og félagar hans höfnuðu einnig þessu og um 20. jan. slitnaði með öllu upp úr samning- unum og fór málið til sáttasemjara, sem haldið hefir af og til fundi með báðum málspörtum — en án árangurs. Laugardaginn, 7. þ. m., héldu sjómenn fjöl- mennan fund, ekki eingöngu með félagsmönn- um, heldur með' öllum þeim, sem á línuveiður- um ætla að verða á vertíðinni og samþykkti eftirfarandi kauptaxta: Af stórfiski og löngu kr. 6,50 af smálest (kr. 1,62 af skpd.)., (Broti úr eyri er sleppt). Af netafiski kr. 6,00. smálest stórf. (Þ. e kr. 1,50 af skpd.). Af öðrum fiski kr. 5,50 af smálest. (Þ. e. kr. 1,37 á skpd.). Af hverri lýsistunnu (105 kg.) kr. 1,50. Sé fiskurinn veginn upp úr skipi, dragist 15% frá. Skipsmenn velji sér trúiiaðarmenn við vigtun. Ákveðið er og hve mikið skuli teljast í smá- lest, hvert heJdur fiskurinn er veginn með haus og hala, slægður og afhausaður, alægður með háus, éða flattur. | Af Vs aí hrognum, hausum o. s. frv. og af síld, fái háseti sinn hlut. Háseti fæði sig sjálfur o. s. frv. Matsvéinn fái hásetahlut og kr. 85 í fæðis- peninga á mánuði. 2. vélamaður fái kr. 400 á mánuði og fæði. Á línufiskiríi séu frá 15. marz 18. menn á skipi yfir 100 smálestum og 17 á skipi undir 100 smálestum. Ef um færri er að ræða, skift- ast hlutir þeirra milli háseta og matsveina. Við útbúnað og hreinsun skipa sé greitt sama kaup og hafnarverkamönnum er greitt, þar sem unn- ið er við skipið. Að hverjum háseta se tryggð 6 tima hvíld á sólarhring. Að hásetum beri ekki að annast uppsetningu veiðarfæra eða áhnýtingu öngla. Stundi skipið ísfiskveiði og sigli með afiann til útlanda, sév kaup háseta kr. 232 á mánuði og frítt fæði. Auk mánaðarkaupsins skal hásetum og mat- sveini greidd aukaþóknun af allri lifur úr fiski, er veiðist á skipið. Aukaþóknun þessi skal vera kr. 28,50 fyrir hvert fullt fat. Aukaþókn- un skiftist jafnt milli háseta, stýrimanns og skipstjóra á skipinu. Sé lifurin brædd um borð, teljast 165,9 ltr. á móti lifrarfati. Ennfremur fái hver háseti og matsveinn '/j0/* af brúttósöluverði aflans. Kaup matsveins^sé„kr. 300,00 á mánuði og frítt fæði. Ráðningartíminn sé óákveðinn. Kauptaxti þessi, sem er í 12 greinum, er héx ekki rakinn orði til orðs, en aðeins þau atriði, eru hér rúmsins vegna, greind, sem mestu máli skifta, og verður nánar um hann rætt BÍðar hér í blaðinu. Misprentast hefir í greininni vun Sjómanna,- deiluna í síðasta blaði í annari málsgfrein 4. ].: „kaup tveggja vjelstjóra", en á að vera: „kaup 2. vjelstjóra". Ennfremur í nokkrum blöðum aí upplaginu í næstsíðustu línu: „fjögur hundruð þúsund krónum", í stað: j,fjögur hundruð þús- und". ... Félagi látínn Á miðvikudagsnðtt lézt á L^nd^otsspitaia félagi Éiður Hajlbjarnarson, sonur, Halíbjarn- ar fyrv., ritstjóra. Eiður heitinh var 15 ára að aldri, prýðilega gefinn piltur. Að honum. er mikil eftirsjá. hohúm sjárfum kveðinn upp sá dómur um þessi sambönd, semi ekki er hægt að misskilja. 1920 taldi Amstérdam 24 miljónir verkamanna, Káuða yerkalýðssambandið 7 miljónir, en nú í áí* elur Amsterdam aðeins 13 miljónir meðlima. Að þeim þó meðtöldum, sem mynda andstöðu- arminn og fylgja Rauða sambandinu — menn þeir skifta miljónum samtals. .— En Rauða alþjóða sambandið telur nú rúmar 17 miljónir verkamanna óg sjómanna. Ihugunarvert er að bera saman Alþjóðaþing þessara tveggja sambanda, sem háð vorn s. 1. sumar. Á þingi „Amsterdams", sem háð var í Stokkhólmi, voru 130 fulltrúar mættir. Enginn þeirra var sendur frá nýlendunum né hálfný- lendunum — ekki heldur neinn frá Suður- Ameríku. i Enginn fulltrúanna var kosinn af verka- mönnum sjálfum eða félögunum, heldur aðeins útnefndir eða skipaðir af stjórnum hinna „um- bótasinnuðu" félaga eða sambanda. Aftur á imóti voru á þingi Rauða alþjóða- sambandsins í Moskva mættir 538 fulltrúar, frá 60 löndum. 85% þeirra voru beinlínis kosn- ir af verkamönnum sjálfum á atvinnustöðun- um. Aðeins 5% fulltrúanna voru kosnir af miðstjórnum hinna ýmsu sambanda. Á þessu verður séð, að þing „Amsterdams" í Stokk- hólmi, er langt frá að vera á nokkurn hátt í svo beinu sambandi við vilja og óskir verka- lýðsins, éins og þing Rauða alþióðasambands- ins í Moskva, enda samansett að mestu af mÖhhuM utatt verkalýðsstétta, ráðherrum. og þvílíkh dÖti. - - Áftúr :á moti 'vár þingið í Moskva, eihs og fyr er getið, samansett með 85% af verka- mönhum, beint frá atvinnustöðvunum. 10 ár eru stúttur tími í sögu stéttabarátt- unnar. En hin síðustu 10 ár hefir þróuninni miðað drjúgt í áttina, rás viðburðanna aukið skriðið með nýjum staðreyndum — nýjum lærdómum. Verkalýður allra landa hefir mitt í barátt- unni við auðvaldið, mitt í hörmungunum og skortinum —, safnað sjóðum þekkingar og reynslu.t Hið alþjóðlega auðvald finnur dauðann nálg- ast, skref fyrir skref, með auknum hraða. — Þá duga hvorki góðar bænir né sósíaldemó- kratar. Auðvaldsheimurimi hefir aldrei eins og nú skiftst í tvo andstæða heri, milli auðs- og ör- eigastéttar. Aldrei eins og nu hafa fylkingar stéttabaráttunnar svo greinilega á báðar síð- ur tengt höndum saman yfir djúp þjóðernis- munar og landamerkja. Reynsla áranna, vax- andi ánauð, vaxandi misrétti, hin sífelldu skip- brot umbótakenninganna og sviksemi sósíal- demókratanna, hafa svift gærunni af útsend- urum auðvaldsins í herbúðum verkalýðsins og bent honum á þau sanníndi, að einungis með hinni miskunarlausu baráttu, ekki aðeins í heimalandinu, heldur einnig með alþjóðlegum baráttusamtökum í óbifanlegu trausti á sjálf- an sig, en ekkert annað, undir kjörorðinu: ,,Stétt gégn stétt"> getur hann kollvarpað auðvaldssklpulaginu, óg byggt svo upp ríki jafnaðarstefnunnar (kommúnismans). Á hinn bóginn, þegar yfirstéttin og erindrekar henn- ar, í samtökum verkalýðsins, sökum vaxandi þroska hans og skilnings, ekki getað lengur skýlt sér bak við hinar ýmsu gærur sínar, svo sem kirkjur, itrúarbrögð, þjóðernisglamur, friðarpredikanir, þjóðabandalög, sósíaldemó- kratist umbótaslagorð o. s. frv., kemur yfir- stéttin loks til dyranna eins og hún er í eðli sínu. Krókaleiðir og refjaferill umbótapostul- anna eru á enda, hungur guðræknis og geist- legrar andaktar sem í henglum — ekkert leng- m itil að skríða á bak við — dólgur arðráns og auðsöfnunar stendur afhjúpaður. Auðvaldsstéttin gengur beint til verks. Þá er það aflsmunurinn sem ræður úrslitum og ekkert annað. Byssurnar, eiturgasið, fangelsin og ömrur slík öryggisráð auðborgarastéttarinnar, verða þá ekki látin ónotuð, til.að halda verkalýðnum í fjötrum stéttakúgunarinnar og verja þjóð- félagsaðstöðu hennar. Þetta er tímabil hinnar borgaralegu vald- stjórnar — fasismans — tímabil, sem nú er runnið upp yfir flest helztu auðvaldsríki heims- ins og hin alþjóðlega verkalýðshreyfing horfis* nú í augu við, síðasti áfangi verkalýðsins í sókninni gegn auðvaldinu, áfangi, sem Amsterdam-sambandið og foringjar þess leit- ast nú við að gjöra verkalýðnum sem torsótt- astan, en sem þó mun kleifur undir forustu kcmmúnistaflokkanna og Rauða alþjóðasam- bandsins. J. R.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.