Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 21.02.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 21.02.1931, Blaðsíða 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavík 21. febrúar 1931 8. tbl. Samfylking verkalýðsins 25. febr Alheimsbarátta gegn atvinnuleysinu. Auðvaldið í öngum sínum. Atvinnuleysið, sem nú geysar um allan auð- valdsheiminn, hefir gert auðvaldið svo ráð- þrota, að það veit ekki hvað til bragðs skal taka. Það finnur að blekkingar þess eru af- hjúpaðar og þá er valdi þess hætta búin. Nú finnur það sárt til kreppunnar og þykist hvergi við hana riðið en vill „reyna“ að binda enda á hana með einhverju móti. En aðferð- irnar eru á ýmsa lund eins og gengur. Vitr- ingar Vesturheims vilja eyða kreppunni með styttingu vinnutímans (hjá atvinnulausu milj- ónunum?), hækkun kaupgjalds og aukinni eyðslusemi! Sósíaldemókratinn, Snowden, legg- ur áherslu á það, að fólkið spari og lækki laun sín fríviljuglega (líka þeir, sem engin laun hafa?), til þess að reisa við fjárhag þjóðar- innar. Jón Ólafsson íhaldsbankastjóri leggur til að allir spari og laun verði lækkuð svo atvinnu- vegirnir geti haldið áfram með sama braskara- hættinum og verið hefir. Væri óskandi að Jón Ólafsson gæfi verkamönnum gott fyrirdæm: i sparsemi og auglýsti sína sparsemi, svo að verkamönnum yrði auðveldara að feta í fót- spor hans í þeirri dygð. Allt þetta snakk út í loftið, sem er eingöngu notað til þess að leiða athygli verkalýðsins frá því að kryfja til mergjar orsök kreppunnar og leiða huga hans frá hinni einu lausn hennar, er það hálmstrá, sem auðvaldið hangir í, meðan fasisminn er að vígbúast. Atvinnuleysið eykst. Og þrátt fyrir bollaleggingar auðvaldsins eykst atvinnuleysið dag frá degi. Fyrir skömmu taldist einum amerískum íhaldsþing- manni svo til, að þúsund manns dræpust úr hungri daglega í Bandaríkjum Norður-Ame- ríku. Og ástandið þar hefir versnað síðan. Tala atvinnulausra er birt annarsstaðar í blaðinu og verður hún þvi ekki tekin upp hér. En með hverjum deginum sem líður færist neyðin nær hverjum einstökum verkamanni og hverju ein- asta verkamannaheimili, meðan auðvaldið situr rökþrota og ráðalaust við sitt eigið þjóðskipu- lag. Auðvaldið reynir þó í öðru orðinu að telja verkalýðnum trú um það, að senn muni at- vinnuleysið réna og kreppan líða hjá, en hið vitfirta örvæntingarfálm þess sýnir, að þeir tala mót betri vitund. Auðvaldið lítur öfundar hornauga til Ráðstjórnar-Rússlands, þar sem er ekkert atvinnuleysi og engin hungursneyð. Þar sjá auðhöldamir að er markaður fyrir hinar óseldu markaðsvörur sínar. Þeir keppast því um það, að ljúga á Rússland þeim trölla- sögum, sem þeir geta upphugsað og láta blöð sín básúna þær út í von um það, að þeim tak- ist að fá verkalýð auðvaldsheimsins til að bata stéttarbi-æður sína í Rússlandi og leggja til orustu gegn þeim, með þeim morðtólum, er „menning" borgaranna hefir getað upp fundið. Verkamenn, sameinist. Á miðvikudaginn kemur, 25. febrúar, hafa atvinnulausir verkamenn allra landa ákveðið að halda með sér fund og ráða ráðum sínum og bera fram kröfur sínar. Og það verða ekki að- eins atvinnulausir verkamenn, sem taka þátt í kröfufundum þessum; verkamenn, sem ennþá hafa atvinnu, ætla einnig að taka þátt í þeim. Það er sama öryggisleysið, sem þeir eiga við að búa. Þeir, sem hafa atvinnu í dag geta verið atvinnulausir á morgun. Og sá, sem hefir at- vinnu í fyrramálið getur verið sviftur atvinn- unni að klukkustund liðinni. Atvinnuleysið er skuggi auðvaldsskipulagsins. Og því stærra sem auðmagn einstaklinganna og hringanna verður, því stærri verður skuggi þess. At- vmnuleysið er stéttaplága, sem allur verka- lýður verður að sameinast gegn. Stéttarbi'æð- ur okkar í Ráðstjórnar-Rússlandi hafa yfirunn- ið þessa plágu og bent okkur á þann eina mögu- leika til að sigrast á henni. Verkamenn allra landa sjá orðið hvað er að gerast og hvert stefnir. Þess vegna hafa þeir ákveðið að helga þenna dag (25. febr.) þessu aðal vandamáli sínu. Nú skal ekki lengur láta smáágreinings- atriði hindra sameining þeirra í eina órjúfandi fylkingu gegn þeim erkifjanda, er hótar þeim, konum þeirra og bömum, hungurdauða meðan komhlöður heimsins standa fullar og forðan- um er brent til að. rýma á markaðnum. Frh. á 4. afðu Alþing 1931 Nýjar drápsklyfjar á alþýðu manna. Enn á ný hefir Alþingi íslendinga tekið til starfa, í síðasta sinni á þessu kjörtímabili. Þing- menn hafa hlotið blessun kirkjunnar og heilla- óskir hennar, að þeir megi reynast góðir full- trúar þeirrar stéttar, sem þeir þjóna. Stjórnin leggur allmörg frumvörp fyrir þing- ið. Ur hverri línu, úr hverri tölu má lesa anda stéttabaráttunnar — baráttu yfirráðastéttarinnar gegn vinnandi stéttunum. Skal hér mínnst á helztu frumvörpin, þau sem mestu máli skifta fyrir alþýðu manna. Fyrst skal nefna fjárlagafrumvarpið fyrir 1932. Það er í sama anda og undanfarið. Fyr- irmæli um hvernig pressa skuli milljónir út úr alþýðu manna, og ausa fé til yfirráðastéttar- innar. Miklu meiri nýmæli eru frumvðrp um tekju- og eignaskatt, um verðtoll, og frumvarp til tolllaga. í tekju- og eignaskattsfrumvarpinu er skattstiginn látinn haldast eins og áður. Það merkir að, eins og áður, á arðránsstéttin að vera svo að segja skattfrjáls og vinnandi stétt- irnar eiga að bera allar byrðarnar. Undanfarið hafa beinu skattarnir verið ca. 7°/0 af öllum sköttum til ríkissjóðs. Svo skal það enn vera. Persónufrádrátturinn skal vera 800 kr. fyrir einstakling, 1600 kr. fyrir hjón og 500 kr. fyrir hvert barn. Er það sagt í greinargerðinni, að af þessum upphæðum megi lifa, ef sparsemi kæmi til. Þessir herrar hljóta því að hafa fund- ið upp einhver ráð Jil að lifa af 800 kr. árs- tekjum. Væii því lang eðlilegast að þeir væru látnir lifa af þessum árstekjum, sem þeir ætla öðrum mönnum að lifa á. Gætu þeir svo lagt fram búreikninga sína, og sýnt almenningi, þannig í verkinu hvernig á að fara að því að spara. Þá eru tolllðgin. Árið 1924 voru samþykkt lög um svonefndan gengisviðauka, en þau voru í því fólgin að tollurinn var hækkaður um 25°/0 Til þess að friða alþýðu manna, var það skýrt tekið fram að þetta væri aðeins bráðabyrgðar- ráðstöfun, dýrtiðarráðstöfun, eins og nafnið bendir til. Þessi gengisviðauki var mikið árás- arefni á íhaldsflokkinn af hálfu Framsóknar- manna og sósíaldemókrata. En nú eru þessir flokkar komnir að völdum, og nú hafa allir þingflokkar orðið ásáttir um að framlengja þessar dýrtíðarbyrðar ár frá ári, og á þessu þingi ætla þeir allir að koma sér saman um að gera þær eins eilífar og í þeirra valdi stendur. Haraldur Guðmundsson er einn nefndarmanna, í tolla- og skattmálanefndinni, sem samið hefir frumvarpið. Hefir hann engan ágreining gert.. Samkvæmt frumvarpi þessu er gengisviðauk- inn lagður við tollana. Auk þess eru tollarnir hækkaðir á ýmsum vörum, svo sem tei, súkku- laði, öli, sódavatni o. fl. Sem dæmi má nefna að samkvæmt frv. er tollur á hverju kg. af brendu kaffi 80 aurar; og á hverju kg. af kaffibæti 75 aurar! Þá er frumvarpið um Terðtoll. Eins og geng- isviðaukinn var verðtollurinn leiddur í lög 1924, og var þá talinn bráðabýrgðarráðstöfun. Réðust Framsóknarmenn og sósialdemókratar mjög á tollplágu þessa. Á sambandsþingum Al- þýðuflokksins var siður að skora á Alþingi að Mótmælafundur gegn atvinnuleysinu verður haldinn 25. febr. fundartími og staður verður auglýstur siðar. Allir verkamenn, bæði atvinnulausir og þeir sem liafa atvinnu, komi á fundinn. Komið beint úr vinnunni á fundinn. . Nefnd atvinnulausra verkamanna.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.