Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.02.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 28.02.1931, Blaðsíða 1
VE R KLVÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÍIR A.K.) II. árg. Reykjavík 28. febrúar 1931 9. tbl. Landráðin víð alþýðuna staðreynd Inngöngunni í Þjóðabandalagið vísað til allsherjarnefndar með samhljóða atkvæðum allia flokka. 1 „Rödd verkalýðsins", blaði sem kommún- cstar gáfu út í Reykjavík fyrir Alþingishátíð- " ína í vor, er það fullyrt, að, þó verkalýðnum tækist með mótmælabaráttu sinni að hindra £að að Island gengi í Þjóðabandalagið á Al- þingishátíðinni, þá myndi það aðeins verða stundargrið til næsta Alþingis. Þetta er nú komið fram. 1 næst síðasta tbl. Verklýðsblaðs- íns, er það fullyrt, að sósíaldemókratar muni ferða jafn ótrauðir fylgismenn Þjóðabanda- lagsins á þingi og borgaraflokkarnir; — þessu vildu verkamenn yfirleitt ekki trúa, Margir ferkarnenn töldu þetta síðasta prófstein þess, hvort kratarnir væru raunverulega fulltrúar auðvaldsins eða verkalýðsins. Nú hafa stað- reyndirnar talað. Það sem Verklýðsblaðið aagði fyrir, er komið f ram. Málið kom fyrir Alþingi í fyrradag. Fulltrú- ar allra flokka voru hjartanlega sammála. Sig- urður Eggerz sagði að við þyrftum að ganga í Þjóðabandalagið, til þess að komast í nánari kynni við þá, sem halda um tauma heims- etjórnmálanna, þ. e. mennina, sem eru sannir að sök um undirbúm'ng ægilegustu styrjaldar, sem heimurinn hefir augum litið, mennina, sem sendu út af örkinni glæpamenn þá, sem verkalýðurinn í Rússlandi dæmdi til dauða í vetur, án þess þó að framkvæma dóminn. — Mennina, sem Sigurði Eggerz finnst svo mikils um vert að komast í kynni við, hefir verkalýð- urinn þegar dæmt til dauða, og hann mun framkvæma dóminn. Haraldur Guðmundsson taldi nauðsynlegt að ganga í Þjóðabandalagið, vegna verkamála- skrifstofunnar í Genf, þar sem fulltrúar múg- morðingjanna, MacDonalds, Mussolini, Pilsud- skis og Co. sitja og gefa út meira eða minna falsaðar skýrslur. Síðan var málinu vísað til allsher jarnef ndar með samhljóða atkvæðum. Slíkir eru þeir menn,sem alþýðan, verkamenn og vinnandi bændur, hafa falið að fara með mál sín. Hiklaust skipa þeir Islandi í fylkingu þeirra ríkja, sem eru að undirbúa stríð gegn Rússlandi, og gefa þeim lagalega heimild til að nota landið í hernaðartilgangi, eins og þeim líkar. — Kosningar standa fyrir dyrum. Hver sá verkamaður eða smábóndi, sem kýs slíka fulltrúa á þing í annað skifti, leggur sjálfur á sig hlekkina. Sjúklingur rekinn írá Kristneshæli fyrír stjórnmálaskoðanir Ofsóknaræði Jónasar frá Hriffu í algleymingi Fyrri partinn í vetur gerðust þau ótrúlegu tíðindi, að jafnaðarmannafélag, sem sjúklingar á Kristneshæli höfðu stofnað með sér, var bannað, eftir boði Jónasar frá Hriflu. Til þess að réttlæta þetta fáheyrða gjörræði, laug Jónas Jónsson á eigin ábyrgð upp sögu, um að sjúkl- ingur einn á hælinu hefði fengið blóðspýting, er hann heyrði um mótmæli Jafnaðarmannafé- lagsins gegn brottrekstri Ásgeirs Magnússon- ar úr Menntaskóla Norðurlands. Nú skrifaði Jakob Árnason, sjúklingur á Kristneshæli öpið bréf ti.l dómsmálaráðherrans í Verkamanninn. Flettir hann þar vendilega ofan af lygum og rógburði dómsmálaráðherr- ans og skýrir um leið frá því, að Jafnaðar- mannafélagið haldi áfram starfi sínu, þrátt fyrir bannið. Segir hann, að sósíalismanum verði ekki útrýmt af hælinu með neinum vald- boðum. Sjúklingarnir muni ekki láta þvinga *5g. Á laugardaginn fór hælisnefnd fram að Kristnesi og talaði við læknirinn, en átti ekki tal við Jakob. Á þriðjudag fór nefndin aftur til Kristness og afhenti Jakob skjal þess efnis, að hann væri rekinn af hælinu. Spurði nefndin hann hvort hann væri formaður Jafnaðar- mannafélagsins og játaði hann því. Þá vildi nefndin fá hann til að gefa sér upp nöfn hinna sjúklinganna, sem í félaginu væru, en Jakob neitaði. Aðferðirnar sverja sig í ættina. Fullkominn fasismi að öðru leyti en því, að Jakob mun þó ekki hafa verið píndur til sagna. Jakob Árnason hefir lungnaberkla, sem ekki eru smitandi eins og sakir standa, að dómi læknis. Er ekki gott að segja hver áhrif brott- reksturinn hefir á heilsu hans. En hvað sem úm það er, þá er hér um að ræða hreint og beint banatilræði við sjúklinginn. Verkalýðurinn um land allt mun rísa til öfl- ugrar mótmælabafáttu gegn þessu taumlausa ofsóknaræði. Það verður að krefjast þess af Al- þingi, að það taki þegar í stað afstöðu til máls- ins. Geri Alþingi ekki þegar í stað ráðstafanir til að sjúklingurinn verði tekinn á hælið aftur, hefir það gerst samábyrgt um ofsóknirnar. Er nú eftir að vita hvort stjórnarvöldum auð- valdsins í heild sinni þykir tími kominn til að þrífa til slíkra bardagaaðferða. Verður fróðlegt að vita hvort sósíaldemókratar hafa brjóstheil- indi til að styðja stjórnina með „hlutleysi" sínu áfram og gerast þannig samábyrgir slík- um hneykslum. JafDaðarmannafélagíð Sparta hélt mjög fjölmennan fund síðastl. sunnudag. Var húsið troðfullt. Gunnar Benediktsson hélt mjög skemmtilegt erindi um hjónabönd og ástamál. Fjörugar umræður urðu um atvinnu- leysismálið og þjóðabandalagið. Oryggí verkamanna víð hafnai vínnuna 3 stór slys í sömu vikunnj. Þegar „Brúarfoss var hér 11. þ. rn. var ver- ið áð færa til kol í honum,.úr lest fram í „box'.'. Áður en nokkurn varir, fellur ein kolakarfa» niður, þegar hún er rétt komin upp og fótbrýt-- ur einn verkamanninn. Maðurinn hét ólafuV Helgason og á heima við Bergstaðastræti 8, 6^ ára gamall. Ennfremur meiddist hann líka S- höfði og baki. Þar sem þessi félagi hefir áðuí meiðst vegna slæmra vinnutækja hjá Eimskt|j| og þetta er víst áttunda slysið hjá þessu sama félagi nú um tveggja ára skeiðj finnst méi' vera orðin þörf að minnast lítilsháttar á þau>; sýna fram á, af hverju t. d. þetta slys orsaka^ ist, ef vera mætti að ráðin yrði einhver bót # því í framtíðinni. Hver var þá orsök slyssins? Orsökin var slj^ að kaðallinn sem í körfunni var, var orðhtn- grautfúinn, sem ekki var furða, þár sem hanrt var búinn að liggja fleiri vikur bg jafnvel mán-; uði uppi í porti, ofan f svaðinu. Sumir haf» viljað halda, að kaðallinn hafi ekki verif svona fúinn, heldur hafi karfan komið við lest-' aropið á uppleiðinni, en allir vita, að þó svo hefði verið, hefði karfan fyr rifnað í sundur, en kaðallinn slitnað, hefði hann verið nýr og ófú-* inn. Það verður því að ganga hreint til verks og ásaka þann manninn, sem er orsök slyssins,' sem er verkstjórinn, því að enginn skyldi ætla> að verkamennirnir hefðu tekið körfuna, &h hans vitundar. Geta verkamennlrnir bori^ traust til slíkra yfirmanna, yfirmanna, ser^i beinlínis og óbeinlínis hafa orðið valdir að átta slysum nú á 2 síðustu árum? Ég sagði valdír, því það er sannanlegt, að flest slysin hafa or- sakast af slæmri verkstjóm, litlu eftirliti með styrkleika vinnutækjanna, vinnuhraða eða <J- forsvaranlegii vöruupphleðslu og þvíumlíku. Álíta nú þessir verkstjórar, að verkamenn geti borið traust til þeirra? Já, það gera þeir víst, svo er blygðunarleysi þeirra á háu stigi. Þeim finnst víst að verkakörlunum, skítugum, rifn- um og horuðum megi allt bjóða, það geri ekk- ert til þó einn fari, því alltaf er hægt að fá annan. En það skal þeim háu herrum sagt, að hvergi nema hér væru slíkir verkstjórar liðnir og það eru líka takmörk fyrir því, hvað verka- lýðurinn lætur bjóðá sér, líka hér sem annars- staðar. „Svo má brýna deigt járn að bíti". Þá varð annað slys hér við höfniha um sama leyti í kolaskipinu „Æverline", sem Guðmund- ur Jónsson frá Múla var verkstjóri við. Það varð nú með þeim hætti, eða svo hroða- legt, að vai'Ia er hægt að lýsa því út í æsar f opinberu blaði. Það skal þó tekið fram, að Guðm. var ekki eins bein orsök að þessu slysi eins og verkstjórinn hjá Eimskip, því lúu- og spilmaður stóðu þar næstir og hefði að öllum líkindum t. d. lúumaður getað komið í veg fyr- ir það, ef hann hefði verið nógu snarráður. Ég sagði að Guðm. hefði ekki verið eins bein orsök að þessu slysi eins og verkstjórinn hjá Einv- skip, en óbeinlínis var hann orsök að því, þv^í allir vita, að vinnuhraðinn hér við höfnina er ógurlegur yfirleitt, en ekki er hann minnstur

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.