Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.02.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 28.02.1931, Blaðsíða 4
krata voru um 60, en kommúnista nokkru fleiri, Hitt bar vott um mikla heildarsýn og löghlýðni krata að margir þeirra innsækjenda hafa verið skipulagðir í öðrum pólitískum félögum, fram- aóknarfél. og borgarafél. (íhald). Urðu svo all- ítarlegar umræður um stefnuskrá félagsins. Lýsti Guðm. Skarp. því yflr, að hann tryði ekki á kenningar þeirra Marx og Engels, nema að litlu leytí — það væru pappírsskriftir, sem lægju fjærri veruleikanum og yrðu aldrei framkvæmd- ar nema að litlu leyti. — Taldi hann, að ekki væri hægt að tala um neitt auðvald hér á Is- iandi né heldur neina neyð, en reyndi hinsveg- ar að draga úr öllum framförum Rússlands og innræta verkalýðnum blaðafregnir auðvaldsins um það. Má segja að hér sé talað af allmikilli hrein- skilni, því að hitt þykir flestum krötum henta, að nota kenningar Marx sem einskonar hátiðar- eða sunnudagapostillu eins og kristnir borgarar nota kirkjuferðir sér til skemmtunar. — „Marx var að vísu snillingur, en það var ekki von að hann gæti séð, að framkvæmd 8Ósíalismans“!! gengi svona friðsamlega. — Þessari hræsni heflr Guðm. Skarp. varpað frá «ér, ef til vill með til- liti til fylgjenda sinna, íhalds og Pramsóknar. Hinu verða þó kommúnistar að gefa nánar gæt- ur, hversu slíkar prédikanir eru fallnar til að drepa eldmóð verkalýðsins og kúga hann sið- ferðislega. — Hinar einu frelsisvonir hans (só- síalisminn) eru þýddar sem blekkingar — og fórnfúst starf hinna rússnesku samherja er talið verra en árangurslaust. — Eina leiðin verður þá að sættast við kúgarann — þetta er siðferð- isprédikun krataforingjans á Sigluflrði- Eftir fundinn tóku kratar inntökubeiðnirnar aftur og stofnuðu sérstakt jafnaðarmannafélag. 3. Verkakvennafélagið. í verkakvennafélaginu geisaði einnig sama baráttan. Sérstaklega stóð mikill styr um kosn- ingu fulltrúanna. Póru svo leikar að vinstri armurinn bar sigur úr býtum, og var það fyrst og fremst að þakka betri skipulagningu. Á næsta fundi, sem var aðalfundur félagsins, mættu hægri-konurnar ekki, en fundinum barst úr- Bagnar8kjal, þar sem þær sögðu sig úr félaginu. í formálanum sögðu þær ástæðuna vera yfir- gang nokkurra ungra félaga — þegar eplið væri orðið ormsmogið ætti að kasta því. (Biblíu- liking). Á þessum lista voru 36 konur. Seinna hefir komist upp úr kafinu, að ýmsar konur hafa skrifað undir skjal þetta, án þess að hafa séð formálann og þar eru jafnvel nöfn kvenna sem alls ekki voru staddar á Siglufirði. — Nokkrar konur sögðu sig síðar úr félaginu, en þó er meiri hluti eftir, yfir 80 konur. Nokkru síðar stofnuðu þessir liðhlaupar nýtt verka- kvennafélag og er þar margt raeð eindæmum. Félagið auglýsti jafnharðan kauptaxta, þar sem óðar var byrjað á að lækka kaupið, þó að lítið væri. Kauptaxtinn var auglýstur frá 1. jan., þ. e. 2—3 vikum áður en félagið var til. Auk þess var gildandi taxti gamla félagsins til 1. maí. Hér er því hver hringferðin eftir aðra. Kratar hafa stutt þennan klofning og lýst yfir samúð sinni (Guðm. Skarp.). Samskonar aðferðir ávíta þeir í Hafnarfirði. Enda er þetta fullur fjand- skapur við yerkalýðshreyfinguna og brot á þeirra eigin samþykktum. Sama baráttan hefir geisað í öðrum félögum, vélstjórafél og sjómannafél. Hefir róttækum veitt betur, og áttu þeir þar 3 fulltrúa af 4. Að síðustu skal vikið fáum orðum að þinginu. Þangað fóru frá Siglufirði 5 kratar og 8 komm- únistar. Sátu kratarnir aðeins einn dag á þingi en hinir allan tímann. Ástæðurnar til þessa flótta eru aðallega þrjár. Fyrst, að þeir voru í algerðum minnihluta, í öðru brugðust vonir þeirra um að fá tækifæri til ag kljúfa, því að nýja jafnaðarmannafél. var tekið og loks að formann þeirra Guðm. Skarps kenndi nokkurs krankleika og fór heim. Fluttu þeir engar af tillögum félagsins og má segja það hneisuför, sem minnir á ófarir ungkrata í haust. Síðan heim kom hetir allt verið nokkru hægra, rétt eins og að runni*n sé af þeim mesti ber- serksgangurinn. Engar skýrslur gerða sinna hafa þeir flutt 1 fél. en eru byrjaðir á að brjóta samþykktir sínur með því að skipa kommúnista í fræðslunefnd o. s. frv. í raun og veru hafa kommúnistar unnið á í þessari baráttu. Margir, sem áður stóðu álengd- ar, hafa tekið stéttarstöðu við hlið þeirra. Tæki kratanna hafa einnig verkað í sömu átt. Þeir hafa notað kaupfélögin { baráttunni, reyr.t að útiloka kommúnista, og notað sér aðstöðu vissra manna. Það má því ætla að kommúnistar vinni þar talsvert á í framtíðinni. Kratarnir eru nú í stjórn verkamannafél. og það er mjög sennilegt, að þeir heyi baráttuna slælega á slíkum kreppu- tímum auðvaldsins. Það er því líklegt, að þeir afhjúpi sig. I öðru lagi byggist fylgi þeirra lítið á hreinu flokksfylgi, heldur persónufylgi nokk- urra manna. Traust bandalag þeirra við borg- araflokkana verður einnig til að afhjúpa þá betur fyrir verkalýðnum. Þessi barátta er því stéttabarátta. Það er barátta milli hins stéttvísa bluta verkalýðsins annars vegar en hins vegar ómótaðs lýðs undir áhrifum krata, sem studdir eru af borgurunum. Það er bar tta gegn áhrif- um auðvaldsins innan vébanda verklýðsins, barátta um sál verkalýðsins. Það er barátta gegn krataforingjum og verkalýðssvikurum og því um leið barátta gegn auðvaldinu. Mótmæli gegti skólafasismanum Eftirfarandi mótmæli hefir Verklýðsblaðinu borizt frá jafnaðarmannafélaginu á Eskifirði: „Jafnaðarmannafélag Eskifjarðar mótmælir harðlega brottrekstri Ásgeirs Bl. Magnússonar úr Menntaskóla Norðurlands og skorar á öll verklýðs- og jafnaðarmannafélög að gera hið sama. Einnig skorar það á þingfulltrúa alþýð- unnar, að beita sér fyrir því, þegar á næsta þingi, að numin verði úr gildi þau ákvæði í reglugerð Menntaskóla Norðurlands, sem kennslvunálaráðherra hefir sett, er fyrirskipa: „að nemendur megi ekki hafa nokkur afskifti af .stjómmálum út á við, hvorki í ræðu né riti, né taka þátt í deilu um hagsmunabaráttu stétta eða félaga, á meðan þeir eru í skóla“. Ennfremur, að sett verði í reglugerð æðri skól- anna ákvæði, er komi í veg fyrir, að nemend- ur verði reknir úr skóla vegna stjómmálaaf- skifta“. Herfilegt skattafrumvarp m Eitt af skattafrumvörpum stjómarinnar er um bifreiðaskatt. Samkvæmt frv. þessu hækk- ar skattur af fólksflutningsbifreiðum um tæp- lega 150%. Ef bifreið greiðir nú árlega 300 kr. í skatt, hækkar skat'turinn samkvæmt frv. þessu upp í ca. 750 kr. á ári. Fé þessu á að verja til endurbóta á þjóð- vegum og sýsluvegum. Skattur þessi hlýtur að lenda á alþýðu manna í hækkuðum flutningsgjöldum. Er þetta í fullu samræmi við alla skattapólitík auðvalds- ins, að láta alþýðu manna standa straum af öll- um útgjöldum ríkissjóðs, en láta eignamennina vera skattfrjálsa. Næst setja þeir varðmenn við brýrnar til þess að heimta skatt af hverjum þeim, sem um brúna fer (!). wmmmmmmaaKsmmmmmBmmmBsmamamaamaaammBm Mótmæli gegn inngöngunni I þjóðabandalagið Á fundi Spörtu á sunnudaginn var, var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Jafnaðarmannafélagið Sparta mótmælir því, að sótt verði um upptöku fyrir fsland í þjóða- bandalagið“. Rýmkun kosningarréttarins Stjómin leggur nú fyrir Alþing lög um færslu aldurstakmarksins til kosningarréttar úr 25 árum niður í 21 ár. Jafnframt er lagt til þingmönnum sé fækkað úr 42 niður í 36. Eitt skref í lýðræðisáttina — annað tilbaka. Loksins! Loks hefir stjórnin ekki treyst sjer lengur til að viðhalda afturhaldslögum þeim, sem jafnvel fasistabönd Evrópu eru búin að af- nema fyrir löngu. Og sósíaldemókratarnir þakka í auðmýkt. Þeir hafa aldrei farið fram á meiri réttindi æskulýðnum til handa, og munu heldur ekki fara fram á meira. En slíka náðarmola gerir verkalýðsæskan sig ekki ánægða með. Ein af lýðræðiskröfum þeim, sem birtar era í Baráttustefnuskrá Kommúnistaflokks íslanda er þessi: „Allir ríkisborgarar sem komnir eru yfir 18 ára aldur, hafi kosningairétt og kjörgengi, og jafnt fyrir það, þó að þeir hafi þegið styrk af hinu opinbera“. Það er ekki hægt að neita þvi með nokkrum lökum, að þetta er fyllsta sanngimiskrafa. Það er óneitanlega hart að vera krafinn um skatt til ríkis og bæjarfélags, strax þegar mað- ur fer að geta unnið, þó að ekki sé nema fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, — og oft er lagt á menn þótt þeir vinni alls ekki fyrir sér,en haldi í sér lífinu með aðstoð foreldra eða annara að- standenda, — en vera þó sviftur þeim sjálf- sagða rétti, að hafa nokkur pólitísk áhrif. Mega aðeins horfa á hvernig valdhafamir fara að því að eyða blóðskattinum. Margir vilja halda því fram, að menn sem ekki eru nema 18 ára að aldri hafi ekki nægi- legan pólitískan þroska, til þess að taka virkan þátt í stjóramálum. En þá mætti alveg eina svifta alla kosningarrétti, því að á öllum aldri finnast menn, sem eru gjörsneyddir allri stjómmálaþekkingu, og kjósa því oftast eftir annara fyrirsögn. Margir ungir menn, segjast ekki nenna að leggja það á sig, að kynna sér þjóðfélagsmál, þegar þeir séu sviftir öllum íhlutunarrétti um þau. Þannig elur þjóðfélagið þá upp í sinnuleysi nm þeirra eigin velferðarmál. Það mun líka henta bezt núverandi valdhöfum. Eftirfarandi saga er sögð frá síðustu kosn- ingum í Reykjavík: Tveir menn koma inn í kjörklefa, og leiða gamlan mann á milli sín. „Við verðum að hjálpa honum til að kjósa, vegna þess að hann er blindur!“ sögðu þeir. En sannleikurinn var sá, að hann var alls ekki blindur, en þegar kosningasmalamir komu heim til hans, sagðist hann ekki kunna að kjósa, og var þá þetta „snjallræði“ fundið upp. Hver er sá maður nú, sem orðinn er 18 ára að aldri, og annars er andlega heilbrigður, að hann ekki treysti sér til að kjósa. Það er krafa allra sem orðnir era 18 ára, og eins og áður er sagt, eru krafðir um skatta og skyldur, að þeir fái ótakmarkaðan kosningar- ■ rétt, þegar menn hafa hann, sem orðnir eru fyrir elli- og sljóleikasakir, eftirlegukindur síns tíma, og hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum þá, hvað þá að þeir skilji þá megin strauma nútímastjórnmálanna, sem auð- veldara er að gera ungum mönnum skiljanlega, vegna þess að þeir eru í miklu nánara sambandi við lífið og umhverfið. Menn mega ekki taka orð mín þannig, að ég sé því ándvígur, að gamlir menn hafi kosn- ingarrétt, en ég er því andvígur, að gert sé jafn mikið upp á milli æsku og ellí, eins og nú á sér stað. Ungir menn! Fylkið ykkur allir um kröfuna um 18 ára ótalcmarkaðan kosningarrétt. J. J. „Verklýðsblaðið“. Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjamason. — Árg. 5 kr., í Jausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaösins: Verklýðsblaðiö, P. O. Box 761, Reykjavik. Prentsmiöjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.