Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Side 1

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Side 1
YERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 7. marz 1931 ÍO. tbl. Landsfunduv Ihaldsins Hvernig H. f. Kveidúlfur ræður fram úr kreppunni Meðan verkamenn svelta eyðileggur Kveldúldur 500 tonn af hðfðingiamat. Sænska frystihúsið getur ekki tekið fisk til frystingar. Er það vegna þess að það er fullt af skemmdum fiski, sem Kveldvilfur lætur liggja þar, vegna braskráðstafana sinna? Þegar sænsk-íslenzka hlutafélagið fékk leyfi stjórnarinnar til að reisa frystihús hér í Reykjavík var mikið um það rætt, að stofnun þessi myndi verða mikill bjargvættur fyrir trillubátana og línubátana. Stjórn hlutafélagsins hafði reiknað með því að fi'ystihúsið gæti tekið við 60—70 tonnum af fiski á dag í 5—6 mánuði ársins. Með öðrum orðum, minnsta kosti 9j750 tonnum á ári. — Þó maður reikni innkaupsverðið aðeins 10 aura fyrir hvert kíló, þá hefði hér verið um að ræða miljón króna brúttótekjur fyrir íslenzka fiski- menn. Við þetta bætist sala á dýrum fiskteg- undum, svo sem heilagfiski og kola, svo hefðu allir reikningar staðist, myndi hafa. verið um mikinn tekjuauka að ræða fyrir íslenzkan siávarútveg. En á þessu ári, sem frystihúsið hefir starf- að, hefir það ekki fryst meira en 15—1600 tonn alls og þegar bezt lætur, er ekki fryst meira en 50 tonn á viku eða minna en til var ætlast að tekið yrði við á dag! Um það bil helminginn af öllum þeim fiski, sem frystur hefir verið, á Kveldúlfur. Fyrir að frysta fisk þenna, hefir frystihúsið tekið 10 aura per kílógram. Hefðu nú þeir reikning- ar frystihússins staðist, að það gæti tekið á móti 60—70 tonnum á dag, þá hefðu dags- tekjur þess orðið 6—7000 krónur brúttó. Sann- leikurinn mun nú vera sá, að frystihúsið getur ekki fryst meira en 50 tonn á dag, en þrátt fyrir það hefðu dagstekjur frystihússins orðið allríflegar með þeim reikningi. (Ekki minna en 3000 kr. nettó). Frystihúsið fullt af fiski, sem Kveldúlfur hefir látið skemmast. í frystihúsinu liggja ca. 500 tonn af fiski, sem Kveldúlfur á. Fiskbirgðir þessar hafa leg- ið þama upp undir heilt ár. Fiskur, sem er flystur með aðferð þeirri, sem frystihúsið notar (Ottesens aðferð), er ekki markaðshæf vara, ef hann er geymdur lengur en 5—6 mánuði. Annars er fiskur þessi eins og kunnugt er, höfðingjaréttur, og tekur fram nýjum fisíd. Allar þessar birgðir verða að iiilum iíkindum notaðar í fiskimjöl. Hvernig stendur á þessari vitfirringu? Framleiðslukostnaður á frosnum fiski er í hæsta lagi 20—25 aurar á kg. Reikni maður að þar við bætist 10 aura flutningskostnaður á kíló, er hægt að selja fiskinn á erlenduní mark- aði fyrir 35 aura pr. kíló. Sé hægt að selja fisk- inn fyrir 50 aura kg., verður ágóðinn 10—15 aurar af hjerju kílógrammi. Fyrir þetta verð (50 aura pr. kg.), er vafa- laust hægt að selja ótakmarkað af fiski. Þá er spurningin: Fyrir hvaða verð vilja eigendurnir selja fiskinn á erlendum markaði? Það vill nú svo vel til, að um það höfum vér allgóðar heimildir. Ef trúa má jafn áreiðan- legu verzlunar- og viðskiítablaði eins og „Göte- borgs-Handels ock Sjöfártstidning", þá hefir Kveldúlfur komizt að samkomulagi um lág- marksverð á frystum fiski, á ítölskum mark- aði. Þetta Ságmark er kr. 1.08 í sænskri mynt eða ca. kr. 1.30 í íslenzkri mynt. Fyrir minna verð en þetta, selja þeir ekki fiskinn. Heldur iáta þeir hann liggja og skenunast hé r í Keykjavík. Þannig er hringaauðvaldið! Þetta er ágæt spegilmynd af hinu „skipulagða" auðvaldi, sem sósíaldemókratar eru sem hrifnastir af. Svo er annað. Milli Kveldúlfs og sænsk-ís- lenzka frystifélagsins hefir verið allnáið sam- band. En það er úti vinskapurinn þegar öiið er af könnunni. Kveldúlfsfiskurinn gerir eig- endum frystihússins heldur þröngt fyrir dyr- um. Frystihúsið kostaði hátt á aðra miljón. En nú hefir heyrst, að Kveldúlfur hafi von um að fá það fýrir nokkur hundruð þúsund! V itfirring auðvaldsskipulagsins. Mörgum þykir það firn mikil, þegar kaffinu er hent í sjóinn í Brazilíu og hveitinu brennt í stað kola í Bandaríkjunum. Maður líttu þjer nær! Þetta brjálæði er ekkert sjerstakt fyrir ámeríku, þannig er það allsstaðar, þannig er auðvaldsskipulagið. Svona er það líka í okkar blessaða föðurlandi. Á meðan verkalýðurinn í Keykjavík á við hina sárustu neyð að búa, á uieðan hundruð verkamannafjölskyldna hafa ekki smakkað nýjan fisk í margai’ vikur, eyði- leggur Kveldúlfur 500 tonn af hinum ágæt- asta höfðingjamat í gróðaskyni. Verðmæti hins skemmda fisks, er þó miljón, ef reiknað er með krónu verði fyrir kílóið. Þaimig er auðvaldsskipulagið. Þannig er skipulagið, sem allir borgaralegir flokkar, í- haldsmenn, Framsóknarmenn og sósíaldemó- kratar vilja fyrir hvern mun viðhalda. Nýlega hefir íhaldsflokkurinn haldið hér í Reykjavík svokaliaðan „landsfund‘:. Á þessum fundi hafa setið broddarnir hér í Reykjavík, og svo stórbændur, prestar og allskonar brask- aralýður utan af landi, sem broddarnir hafa útnefnt. Samþykktirnar eru gerðar með tilliti til þess, að kosningar standa fyrir dyram. Nú er íhalds- flokkurinn úti „með öngul, net og Vað“. Sam- þykktirnar eru veiðitæki, en ekki stefnuyfir- lýsingar. Tvímælalaust er Ihaldsflokkurinn forustu- flokkur auðvaldsins hér á landi. Hann hefir mest atkvæðamagn og „máttarstoðir" hans eru stærstu auðkýfingiar og atvinnurekendur lands- ins, aðalmenn hringanna og stórkapitalismans. Það virðist því í meira lagi undarlegt, að þessi flokkur skuli fjandskapast svo mjög við Fram- sókn og sósíaldemókrata, þá flokka, sem bezt hafa gengið fram í því að ryðja fjármála- og hringaauðvaldinu braut. Þegar nánar er að gáð, er íhaldsflokkurinn alveg sammála Framsókn í öllum meginmálum. Hann er mjög fylgjandi samvinnu, sem rekin er á auðvaldsvísu. Hann er harðánægður með síldareinkasöluna, svo að jafnvel „landsfundur- inn“ treystir sér ekki til að taka afstöðú gegn henni. Bankapólitík ríkisauðvaldsins, „þjóð- nýting skuldanna“ og öflun reksturfjár f.vrir atvinnurekendur með tollum, sem hvíla á al- þýðu manna, fellur auðvitað ágætlega í smekk Ihaldsins. Hin kænlega lausn Framsóknar á ís- landsbankamálinu í fyrra, þótti Ihaldinu svo góð, að það vildi fyrir hvern mun eigna sér heiðurinn. Nöldur „landsfundarins“ um ríkis- rekstur bankaima, breytir alls ekki þeirri stað- reynd. Allir borgaraflokkarnir, íhaldsmenn, sósíal- demókratar og Framsóknannenn, gæta hags- inuna auðvaldsskipulagsins. Það er því ekkert undarlegt, að þegar nánar er aðgætt, er skoð- anamunurinn hreint ekki eins mikill og virðist í fljótu bragði. Ilvernig stendur þá á þessum mikla yfir- borðsfjandskap milli flokkanna? Hann byggist á allt öðru en raunverulegum skoðanamun. Hann byggist á því, að þessir flokkar styðjast við fjandsamlegar stéttir. Það hefir fallið í hlut sósíaldemókrata, að slá ryki í augu verka- lýðsins, það hefir fallið í hlut Framsókpar, að slá ryki í augu bænda og það hefir fallið í hlut íhaldsmanna, að slá ryki í augu smáatvinnu- rekenda. Þessvegna flagga sósíaldemókratar með jafnaðarstefnu, Fi-amsóknarmenn með samvinnu, og íhaldsmenn með „sjálfstæði“ og frjálsri samkeppni. Ilringamyndunin, sem er til stórkostlegra hagsbóta fyrir auðvaldið í heild sinni, kemur oft ærið hart niður á einstökum atvinnurek- endum. T. d. hefir síldareinkasalan gert sum- um bröskurum þröngt fyrir dyrum. Sama er að segja um samdrátt bankanna undir alger yfir- ráð fjármála og ríkisauðvaldsins. Nú hefir I- haldsflokkurinn tvö hjörtu. Annað er hjarta

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.