Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Blaðsíða 2
Togararnir bundnir við haínarbakkann »Atvinnubætur« auðvaldsins fiokkshöfðingjanna, sem eru helztu menn stór- auðvaldsins. Hitt er hjarta smærri spámann- anna, sem eru í andstöðu við hringamyndun- ina og hið innlenda og erlenda fjánnálaauð- magn. Og „frjálsu samkeppninni“ og „sjálf- stæðinu“ er dreypt eins og dögg af hæðum á þetta órólega hjarta, og sjá! allar hræringar þess snúast upp í hatur gegn óhræsis „bolsun- um“, Jónasi frá Hriflu, Jóni Baldvinssyni og þessum. Allsstaðar verður þessa tvískinnungs vart. ísland er hálfnýlenda brezka auðvaldsins, matvæla- og hráefnalind. Eins og kunnugt er, hindrar auðvald stórveldanna það jafnan, að iðnaður og fjölbreytt atvinnulíf þróist í slíkum löndum. Á landsfundi Ihaldsflokksins, var sam- þykkt að greiða þyrfti fyrir „fjármálaviðskift- uin þeirra manna, er leggja stund á innlendan iðnað eða iðju“. Er slíkt ærið hjákátleg krafa frá stórútgerðarmönnunum og erindrekum er- lenda valdsins, sem stjórna íhaldsflokknum. Ölafur Friðríksson _ og saltfiskurínn (Aðsent). Lærifaðir íslenzku sósíaldemókratanna, Ólaf- ur Friðriksson, hefir nú fundið upp örugt ráð til þess að bjarga íslenzka auðvaldinu út úr ógöngunum. Hann var ekki lengi að slíkum hé- góma. Jóhannes, glímumaður á Borg lét honum í té þær upplýsingar, að árið 1912 hafi verið étinn fiskur á knæpum í Rússlandi, og ætti það að vera næg sönnun þess, að nægur markaður sé fyrir saltfisk þar 1931 (! ?). Til vibótar við upplýsingatnar, sem Jóhann- es gaf Ólafi, viljum vér gefa Ólafi eftirfarandi upplýsingar, svo hann geti ráðið bót á krepp- unni, sem hann af sinni alþekktu skarpskygni og þekkingu á þjóðfélagsmálum álítur að Bryn- jólfur Bjai-nason hafi framkallað. Árið 1930 var Sovétrússland annað stærsta fiskiframleiðsluland jarðarinn'ar (Japan \ ar stærst). Að yfirstandandi ári liðnu verður Sovétrússland að öllu forfallalausu mesta fiski- veiðaland jarðarinnar og mun það ekki aðeins hætta_að flytja saltfisk inn eftir 1—2 ár, held- ur flytja úr bæði frystan og saltaðan fisk í stórum stíl. Það er því óhætt fyrir Ólaf að fara aftur til Jóhannesar og spyrja hann hvort hann hafi ekki rekist á saltfiskætur víðar en í Rússlandi fyrir stríðið. oi Hlliýlolilallil Fyrir nokkru birtist í „Alþýðublaðinu“ grein- arstúfur, er það kallaði: „Neyðin í Berlín“. Eftir að hafa lýst grimd lögreglunnar gagnvart hungruðum atvinnuleysingjum, segir blaðið: „20—30 atvinnuleysingjar voru fangelsaðir. Lögreglan skipaði sama kvöld varðmenn við all- ar aðalmatvöniverzlanir borgarinnar, til þess að varna því að hungruðum mönnum tækist að afla sér brauðs á þennan hátt til að seðja hung- ur kvenna sinna og bama. Dásamlegt er íhaldsskipulagið! „Órannsakanlegir eru vegir drottins“! „Alþbl.“ láðist að geta þess hver væri yfir- maður lögreglunnar í Berlín. Það er rétt hjá blaðinu, að það sé „íhaldsskipulag“ í Berlín, eins og yfir höfuð annarsstaðar í Þýzkalandi. (Að vísu er enginn flokkur í Þýzkalandi, sem kallar sig „íhaldsflokk“, því flestir stjórnmála- Til þess að bæta úr atvinnuleysinu bindur nú auðvaldið hvern togarann af fætur óðrum, við hafnarbakkann, þó nægur markaður hafi veríð fyrir frystan fisk í Englandi og- togara- félögin hafi rakað saman offjár, það sem af er vetrarins. Jafnframt hafa þessir herrar komið sjer saman um að láta engan togara fara á saltfisksveiðar fyr en 20. marz. Kveldúlfur fyllir sænska íshúsið með fiski, og lætur fiskinn liggja þar í heilt ár og skemmast. Hvað Kveldúlfur lætur skemmda fiskinn liggja lengi í frystihúsinu, frystfisk- framleiðslunni til trafala, má hamingján vita, Þegar frystihúsið er í fullum gangi, hafa 100 manns atvinnu þar. Bæjarstjórnin bætir úr atvinnuleysinu með því að segja fjölda manna upp vinnu og „veita“ þess í stað öðrum mönnum tveggja til átta daga vinnu, sem greiðist með 9 krónum á dag. -L Á þann hátt geta þeir, sem mesta barna- mergðina hafa, unnið sér inn 70 kr., sem þeir eiga að lifa af til vorsins. Atvinnubætumar eru í því fólgnar, að minnka atvinnuna, að allmikl- um mun. Ríkisstjómin boðar stöðvun á öllum verk- legum framkvæmdum ríkisins, veg-na krepp- unnar — vegna atvinnuleysisins. Og Ólafur Friðriksson neitar að taka auglýs- ingar viðvíkjandi baráttunni gegn atvinnu- leysinu, í Alþýðublaðið og hótar mönnum öllu illu ef þeir hreyfa legg eða lið, eða láta nokkra rödd heyrast gegn atvinnuleysinu, án þess að spyrja sitjóm ,,Dagsbrúnar“. En eins og flest- um er kunnugt, hefir stjórn „Dagsbrúnar“ gert flest til að hindra það, að verkalýðurinn rísi til sameiginlegrar baráttu gegn atvinnu- leysinu. Svo samvinnan er ágæt milli allra arma auð- valdsfylkinganna. Það kann nú að vera, að mörgum finnist fjarstæða að kalla þetta „atvinnubætur“, en svo er ekki. Alt eru þetta ráðstafanir vegna kreppunnar, ráðstafanir til að rétta við at- vinnuvegina á auðvaldsvísu. Atvinnuleysið er bezti bandamaður auðvalds- ins. Það sér engar aðrar útgöngudyr út úr kreppunni, en að lækka kaupgjaldið. Og því flokkar þar í landi kalla sig ,,alþýðuflokka“(!!) eða „þjóðflokka“, en eigi að síður er það sam- eiginlegt öllum borgaraflokkum Þýzkalands, að þeir vilja halda í auðvaldsskipulagið). En íhaldsmennirnir sem stjórna í Berlín eru sósíal- demókratar, ílokks- og skoðanabræður Ólafs Friðrikssonar, Jóns Baldvinssonar & Co., og yfirmaður lögreglunnar í Berlín, sem sigar lög- reglunni á hungraðan verkalýð er sósíaldemó- kratinn Grzesinski. Sósíaldemókratarnir ráða ekki eingöngu í Berlín heldur öllu Prússlandi. Forsætisráðherrann er Braun, innanríkisráð- herra er hinn illræmdi verkalýðsböðull Sever- ing, faðir þrælalaganna, sem hann síðan hefir notað til þess að banna kröfugöngur verkalýðs- ins í Berlín og víðasthvar annarstaðar í Prúss- landi. Sósíaldemókratinn Severing hefir samið þrælalögin, sósíaldemókratinn Grzesinski fram- kvæmir þau. Þetta ætti „Alþbl.“ að hafa hug- fast þegar það birtir næstu frétt um hið blóð- uga framferði lögreglunnar í Berlín gagnvart verkalýðnum. Á síðastliðnu ári var (samkvæmt opinberum skýrslum) lögreglunni í Prússlandi sigað h. u. b. 20000 sinnum á verkamenn og kröfugöngur þeirra og fundarhöld, í 541 til- felli notaði lögreglan skotvopn — skammbyss- ur og vélbyssur o. s. frv. — allt eftir fyrirskip- unum sósíaldemókratanna Zörgiebel og eftir- manns hans Grzesinski. nieira sem framboðið á vinnuaflinu verður, því meir sem neyðin sverfur að, því betri vonir hafa þeir um að það takist. Þess vegna niiða allar „atvinnubæturí', auðvaldsins að því að auka atvinnuleysið. Þannig eru lögmál auðvaldsskipulagsins. Og öll barátta fyrir raunverulegum atvinnubót- um, hlýtur að miða að falli þess. Togaraflotinn er stöðvaður. Nóg er um björg og- brauð, en verkalýðurinn gengur atvinnu- laus og sveltur, vegna braskráðstafana þeirra manna, sem drottna yfir atvinnutækjunum. Til er aðeins ein leið til að hindra það, að slíkt endui-taki sig: Að togaraflotinn verði sameign hinna vinnandi stéétta. Til þess að þetta verði að veruleika, er líka aðeins ein leið: Að kollvarpa auðvaldsskipulaginu og skipu- leggja ríkisvald verkalýðs og vinnandi bænda. Hver, sem reynir að telja verkalýðnum trú um að önnur lausn sé möguleg, þjónar auðvald- inu hversu róttækt, sem glaumur hans kann að hljóma. Krafa alls verkalýðsins er nú: Út með togarana! Og með hverjum deginum sem líður, og tog- ararnir liggja bundnir, bætast nýir verkamenn og sjómenn við í hópinn, sem í skipulögðum fylkingum leggur til baráttu fyrir framkvæmd verklýðsbyltingarinnar. Samkomubann vegna inflúenzunnar hefir nú staðið í hálfaa mánuð. Er það nokkuð skrítin heilbrigðis- stjórn, að lofa veikinni að berast óhindrað til landsins og setja síðan á samkomubann og loka skólum, þegar veikin er komin í annað- hvert hús. Inflúenzan hefir lagst allþungt á suma og mun ekki vera í rénun. Það er „dásamlegt íhaldsskipulagið" þar sem sósíaldemókratamir ráða(!!). En þetta er ekki nema önnur eða réttara ein hlið málsins. Hvað hafa sósíaldemókratamir í Þýzkalandi gert til þess að seðja hungur at- vinnuleysingj anna ? Fyrír kosningarnar til ríkisdagsins í septem- ber spöruðu þeir ekki loforðin, frekar en vant er. Ríkiskanslarann kölluðu þeir öllum illum nöfnum, t. d. „Hungur-Brúning“, og heimtuðu styrk handa atvinnuleysingjunum og vora mjög róttækir í kröfum sínum. En eftir kosningarnar: Hafa þeir verið dygg- ir bandamenn Brúnings og borgaraflokkanna yfirleitt, í því, að velta byrðum kreppunnar yf- ir á verkalýðinn, þeir hafa greitt atkvæði á móti öllum þeim frumvörpum, sem komið hafa fram í þinginu frá hendi kommúnista, um að auka atvinnuleysisstyrkina, og öðrum hags- munamálum verkalýðsins. Þeir hafa greitt at- kvæði á móti framvörpum kommúnista um að láta auðkýfingana greiða hærri skatta. Þeir hafa greitt atkvæði með fjárveitingum til sí- felt aukinna hemaðartækja á sama tíma og miljónir verkamanna lifa við hin ömurlegustu kjör. i „16.6 miljónir verkamanna og verzlunar- og skrifstofumanna fengu á árinu 1928 undir 27 mörk í laun á viku. Og frá þessum tíma hafa

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.