Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Blaðsíða 3
Baráttan fyrír stofnun óháðs verklýðssambands Ályktun 4. þings Verklýðssamb. Norðurlands. Eftir rækilegar umræður um skipulagsmál verklýðssamtakanna var samþykt eftirfarandi ályktun á 4. þingi Verklýðssambands Norður- lands: „1. Þingið álítur takmarkið, sem stefna beri að, um skipulag verklýðssamtakanna, sé mynd- un óháðs verklýðssambands á grundvelli stétta- baráttu verkalýðsins, sem allir er tilheyra verklýðsstéttinni, geti verið í, án tillits til póli- tískra skoðana. 2. Þingið álítur beztu leiðina til að vinna að stofnun óháðs verklýðssambands, þá að mynda með öllum verklýðsfélögum á landinu og þeim verkrýðssinnum, sem eru því fylgjandi „Bar- áttubandalag verkalýðsins". Leggur nefndin síðan fyrir þingið uppkast að skipulagi þess". Nauðsynlegt er að verkalýðurinn um land allt taki afstöðu til þessarar samþykktar V. S. N. og bindist samtökum við norðlenzka verka- lýðinn, til að hrinda þessu nauðsynjamáli stétt- arinnar í framkvæmd. Verklýðsfélög og hópar stéttvísra verkamanna um land allt, verða að búa sig undir að senda fulltrúa á landsráð- stefnu til að ræða þetta mál. VinnustoOuablaO vii iiðfnioa Nýlega er farið að gefa út vínnustöðvablað við höfnina hér í Reykjavík, sem heitir „Hafn- arb!aðið".Útgefendur eru nokkrir. hafnarverka- menn (sella Kommúnistaflokksins við höfn- ina). Blað þetta er fyrst um sinn tvær fjölrit- aðar siður og kemur út vikulega. Hafa þegar komið ut af því 5 tbl. Ekki verður annað sagt en vel sé af stað farið. Hafa þegar komið í ljós hjá blaðinu fiestir þeir kostir, sem vinnustöðvablöð þurfa að hafa. Öll helzt'u daglegu áhugamál hafnar- verkamannanna tekin fyrir, og rædd frá sjón- armiði stéttabaráttunnar. Enda bíða verka- mennirnir jafnan útkomu blaðsins méð ó- þreyju. í blaðinu hafa verið greinir um verkamanna- skýlið, öryggi verkamanna við vinnuna, út- borgun vinnulauna og arðrán verkamanna við uppskipunarvinnu. Um þetta efni hefur Verk- lýðsblaðið áður farið nokkrum orðum og sýnt fram á arðránið með dæmum. Hafnarblaðið hefir nefnt nokkur ljós dæmi, sem skýra málið ágætlega. Birtum vér hér eitt þeirra: , „Hvernig er verkalýðurinn arðrændur? Nýlega kom hingað saltskip. í Viðey voru losuð úr því 1400 tonn. Fyrir þetta borgaði skipið salteiganda eða atvinnurekandanum kr. 1.50 á tonnið, eða alls kr. 2100.00. í skipinu unnu 32 menn í 28 tíma hver. Kaup þessara manna er því kr. 1218.56. Ágóði atvinnurekandans er því kr. 881.44. Sæmileg þénusta á 32 mönnum í 28 tíma. Sama skip losaði líka salt hér. Annan daginn 283 tonn. Fyrir það borgaði skipið kr. 424.50 en verkamennirnir voru 16 í 10 tíma og fengu kr. 146.60. Ágóði er því kr. 278.90. Hinn daginn losaði það 290 tonn. Fyrir það borgaði skipið kr. 435.00, en verkamennirnir, sem voru 16 og unnu í 10 tíma, fengu kr. 145.60. Ágóði er því kr. 289.40. Að réttu lagi átti hver verkamaður að fá kr. 27.18.þenna eina dag, eða kr. 2.71 um tímann. Hvenær fáum við frádráttarlaust það, sem skipin borga atvinnurekendum fyrir vinnu okkar?" Sella S. U.'K. á Grímsstaðaholti, hefir gefið út blað í svipuðum stíl og Hafnarblaðið. Ættu félagamir á öðrum vinnustöðvum og út um land að taka sér blöð þessi til fyrirmyndar. Hvar, sem til er, þó ekki sé nema ritvél, er hægt að gefa út slík blöð, ef vilji og áhugi er fyrir hendi. laun þessara manna stöðugt farið lækkandi". (Tekið úr „Launa- og skattaskýrslum þýzka ríkisins"). Þessi staðreynd ásamt eftirfarandi tilvitnun, sem er tekin úr „Finanzpolitische Korrespon- denz" frá 25. nóv. 1930, sýnir ljóslega „dásemi" íhaldsskipulags sósíaldemókratanna -í Þýzka- landi: „Eymd þýzka verkalýðsins, sérstaklega iðn- aðarverkamannanna, fer sífelt vaxandi. 1 meir en 17 mánuði hafa kjör verkalýðsins versnað með degi hverjum og verður ekki sc5 fyrir end- ann á þessu. Á næstu mánuðum má búast við enn nýjum launalækkunum. Oss virðist vafa- samt hvort verkalýðurinn geti haldið þessi kjör út lengur". Hvað sýna þessar tvær tilvitnanir fyrst og fremst ? Þær sýna svik þýzku sósíaldemókratanna við verkalýðinn. Sósíaldemókratarnir hafa gert stéttasamtök verkalýðsins — verkalýðsféiögin — að tryggustu styttum auðvaldsins. Þeir hafa á bak við verkalýðinn samið við atvinnurek- endurna um sífeldar launalækkanir, og hafa á þessu ári kórónað svik sín með því að nota lög- regluna og herinn til þess að vernda verkfalls- brjótana í Ruhr og víðar, og tryggt með því ósigur verkalýðsins, en sigur námueigendanna. Þetta er sú gullöld, sem sósíaldemókratarnir í Þýzkalandi lofuðu verkalýðnum 1919, eftir að hafa kæft byltingarhreyfingu hans í blóði. Auðvaldið þýzka hefir launað þessum dyggu þjónum sínum vel svikin við verkalýðinn. 300000 sósíaldemókratískir „verkalýðsforingj- ar" og starfsmenn ríkisins hafa hálaunaðai' stöður hjá auðvaldinu. Á sama tíma og sósíal- demókratamir í Berlín svelta 80000 málmiðn- aðarverkamenn inn í verksmiðjumar, neita þeim um verkfallsstyrk, taka „verkalýðsfélaga- foringjarnir" 80 milj. mörk að launum úr kassa verkalýðsfélaganna. Þýzku sósíaldemókratarnir eru launaðir bæði af auðvaldinu og verkalýðsfélögunum til þess að sitja á svikráðum við verkalýðinn. „Órannsakanlegir eru vegir drottins", segir Alþ.bl., en órannsakanlegri eru vegir sósíal- demókratanna, segir „Verkl.bl.". Sósíaldemókrataflokkar alls heimsins þykjast vera fulltrúar verkalýðsins, en í stáð þess eru þeir orðnir tryggustu stoðir auðvaldsins. Þeir eru víða húsbændur á „kærleiksheimilum" þess, t. d. í Englandi, Þýzkalandi, Danmörku, eða stuðningsmenn stjómarflokkanna, t. d. íslandi (Mutlausir! ? stuðningsmenn). Islenzki verkalýðurinn ætti að gera saman- burð á þýzku og íslenzku sósíaldemókrötunum. Það ætti ekki að vera neinum ofvaxið að sjá skyldleikann. Enn frá Sigfufirði Atvinnurekendur og sósíaldemókratar brjóta taxta verkakvennafélagsins „Ósk". Félag útvegsmanna á Siglufirði hefir samið taxta fyrir línustúlkur o. fl. Er taxti þessi miklu lægri en taxti sá, sem verkakvennafélag- ið ósk hefir gefið út og er þetta því bein og óskammfeilin árás á iaunakjör verkalýðsins. Hitt er þó öllu svívirðilegra, að einn þeirra manna, er skrifar nafn sitt undir taxta þehn- an, skuli vera sósíaldemóki-ati, ein aðalsprauta kratanna á Sigiufirði, bæði í verkamanna- og jafnaðarmannafélaginu. Hann er einn af þess- um kratisku tvíverum, sem eru i senn verka- manna-foringjar og atvinnurekendur, sbr. Héð- inn, Jón Bald. etc. Telja má víst, að siglfirzk- ir kratábroddar líti til drýgjandans og telji þvi verk þetta sér og sínum guði (þ. e. auðvald- inu) til sóma. En íslenzkur verkalýður verður að hafa augun opin og hlífa í engu svikurun- um. A síðasta verkamannafélagsfundi á Siglu- firði báru kommúnistar fram tillögur um 9 klst. vinnudag í almennri vinnu og 8 st. í bæj- arvinnu. Skal þessi stytting framkvæmd, án þess að raska fyrverahdi daglaunataxta 12,50 kr. á dag. Sósíaldemókratar börðust af .alefli gegn þessu og beittu allskonar ofbeldi. Formaður félagsins (krati) vildi ekki bera upp íillöguna, af því að kommúnistar voru í meiri hluta og var svo samþykkt að fresta henni. til næsta fundar. — Það er óþarfi að taka það fram, að í þessari tillögu fólst ekkert annað en samþykktir krata frá Verklýðsráðstefnunni. Fer hér eins og kommúnistar spáðu, að rót- tækis-samþykktir krata voru einber hræsní, til at slá ryki í augu verkalýðsins. Þegar til fram- kvæmdanna kemur, hrækja þeir á fortíð sína, sem er þeim aðeins merki þess, hvað þeir gátu verið skynsamlega róttækir í orði. Vantar emktti! Á þingi Alþýðuflokksins í haust, reiknaðist hr. Guðbrandi Jónssyni, að Alþýðuflokkurinn ætti að réttu lagi að hafa ráð á 20—30% af em- bættum landsins! Þegar þessu marki væri náð, taldi Guðbrandur Alþýðuflokkinn hafa unnið fullan sigur og þótti honum ræður sumra full- trúanna ekki snúast nóg um þetta mikilvæga viðf angsefni! Nú birtir Alþýðublaðið langan leiðara um þetta efni. Til þess að sannfæra íhaldsflokk- inn um, að allar stéttir megi vel við una, að þessari sanngirniskröfu (!!) sósíaldemókrata sé sinnt, segir Alþýðubl. að það þurfi „að sýna almenningi, að jafnaðarmönnum farist ekki síður að stjórna og starfa í þágu þess opin- bera (les: auðvaldsins) en hinni æfagömlu em- bættismannaklíku íhaldsins"! Frá þessu sjónarmiði er það ofur skiljanlegt að sósíaldemókratar styðji landsstjómina sem fastast. Það er augljóst áð beztur árangur fengist með því að styðja hverja Iandsstjórn, sem að völdum situr, ekki síður íhaldsstjóm en aðrar, sem dyggilegast. En það er nú því miður ekki hægt. Það myndi vera verkakörl- unum ofvaxið að skilja slíka pólitík. Sósíaldemókratar eiga greiðan aðgang að bankastjóraembættum. Kommiúnistum veitist erfitt að fá „embætti" við að kola skip. Fyrir Guðbrand Jónsson, Harald Guðmundsson, Jón Baldvinsson og greinarhöfund Alþýðublaðsins, er því ekki vandi að velja milli þessara tveggja flokka!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.