Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 07.03.1931, Blaðsíða 4
S. U. K. Krónuveltan. Þessir félagar hafa sent áskoranir í síðustu viku: Friðfinnur Árnason Rvík skorar á Sigfús Jó- eisson Húsavík og Þórarinn Pétursson Rvík. Eðvarð Sigurðsson Rvík skorar á Björgvin Pálsson Keflavík og Eðvarð Helgason Rvík. Haukur Erlendsson Rvík skorar á Elísabetu Sigurbjörnsdóttur Rvík og Hörð Hjáimarsson Rvík. Andrea Filippusdóttir Rvík skorar á Sigur- jón Friðbjörnsson Vestm.eyjum og Arngrím Sigurjónsson Rvík. L. L. L. mínníd Á þessu ári heiðraði íslenzk verklýðsæska minningu Lenins-Liebknechts og Luxemburg í fyrsta sinn sem sjálfstæð, skipulögð heild. Stærsta deild S. U. K., F. U. K. í Rvík hélt í'und, sem eingöngu var helgaður minningu þeirra. Og í jan.-tbl. Rauða fánans var birt grein um þau. Minning þessi er sýnilegt tákn þess, hve ís- lenzk verklýðsæska binzt innilegri böndum við hina alþjóðlegu baráttu hins vinnandi æsku- lýðs. Hún er viðurkenning hins alþjóðlega eðlis stéttabaráttunnar og um leið afsönnun hinna þjóðernislegu blekkinga sósíaldemókratanna. I L. L. L.-vikunni, 15.—22.*janúar, komu saman þúsundir ungra verkamanna og kvenna í öllum auðvaldslöndunum, hyltu hina föllnu foringja sína og treystu félagslyndi sitt. í sömu viku setti hinn kommúnistiski æsku- lýður Ráðstjórnarríkjanna, enn hærra mark: aukna vörn Sovét-Rússiands, aukna þátttöku í uppbyggingu þess, aukna baráttu fyrir alls- herjarsigri verkalýðsins í öllum löndum. íslenzk verklýðsæska! L. L. L.-minningin verður þó ekki heiðruð fullkomlega á einni viku. Hin eina fulnægjandi minning er fólgin í hinu sílifandi, vaxandi starfi og baráttu verk- lýðsæskunnar eftir Ieiðum þeim, er Lenin, Lieb- knecht og Luxemburg bentu á. Og minnis- varði þeirra verður þá fyrst fullger, þegar ör- eigar allra landa hafa skapað alræði sitt — brautina inn í þjóðskipulag kommúnismans. Byltíngín í Kína Eins og kunnugit er, hafa verkamenn og bændur steypt auðvaldinu á stórum landsvæð- um í Kína og,sett á stofn Sovét-stjórn. íbúar Sovét-héraðanna munu láta næfri 70 miljónum manna. Innlenda og erlenda auðvaldið, sem hefir vaxið sigur kommúnistanna í augum, hafa um langt skeið undirbúið stórkostlega á- rás á hendur sovét-héruðunum. Jafnvel borgarablöðin í Kína játa nú opin- berlega, að fyrsta hríðin, sem auðvaldið gerði að Sovét-héröðunum, hafi endað með ósigri stjórnarhersins. í orustu við Tun-Tshu beið stjórnarherinn algjörðan ósigur fyrir liði kom- múnistanna, enda þótt stjórnarherinn sé studd- ur og útbúinn með vopnum frá stórveldunum (Englandi, Bandaríkjunum, Frakklandi o. fl.) og sé þar að auki stjórnað af þýzkum herfor- ingjum (fasistum). í þessari orustu tók rauði herinn 20 þúsund fanga, 7 fallbyssur, 50 vél- byssur, 40 sprengjukastara og miklar birgðir af skotfærum og rifflum að herfangi. 1 herjum stjórnarinnar (Sjang-Kaj-Shek) ríkir hin magnaðasta óánægja sökum illrar aðbúðar og meðferðar á hermönnunum, enda er altítt, að þeir geri uppreisn. T. d. gerðu fyrir nokkru tvær herdeildir uppreisn gegn foringjunum og gengu síðan eins og þær lögðu sig, í lið með verkamanna- og bændaherjunum. Taki maður tillit til hinnar geisilegu eymdar og atvinnuleysis (borgaraleg blöð segja 100 miljónir) og hinnar stöðugu hungursneyðar í auðvaldshéröðum Kína, er óhætt að fullyrða> Sovét-Rússland vísar verka- lýðnism leiðina til frelsis Hvaðanæva úr auðvaldsheiminum berast fregnir um sífellda aukningu atvinnuleysisins og hörmulegustu neyð hinna vinnandi stétta. Jafnvel lönd, sem fram að þessu hafa hafit til- tölulega lítið af atvinnuleysi að segja, svo sem Frakkland, hafa nú fengið að kenna á þessu böli og magnast það dag frá degi. í ódáins- landi auðvaldsins, Bandaríkjum N.-Ameríku, deyja 1000 manns úr hungri daglega og annað 1000 er flutt úr landinu daglega nauðugir vilj- ugir, til þess að létta á fóðrunum. Þessu líkt er ástandið víðasthvar um auðvaldsheiminn. Auðvaldið er að gera jörðina óbyggilega fyrir verkalýðinn, með sínu vitfirrta skipulagsleysi. En leiðin er til fyrir verkalýðinn út úr ógöng- unum. Þessa leið hafa verkamenn og bændur í Rúss- landi farið. Þeir hafa steypt auðvaldinu af stóli. Laun og allur aðbúnaður hinna vinnandi manna batnar stórkostlega ár fi*á ári. Fyrir nokkru var ákveðið að laun allra námu- verkamanna í Sovét-lýðveldinu skuli hækka um 20 af hundraði frá 15. febrúar þ. á. í stað atvinnuleysisins í auðvaldsheiminum, raá gera ráð fyrir stórkostlegri vöntun á verka- lýð í Sovét-lýðveldunum strax á þessu ári. Hvernig má þetta ske, munu verkamenn spyrja. Svarið er ofur einfalt. í auðvaldslönd- ¦unum eru framleiðslutækin notuð til þess að auðga sárfáa menn á kostnað alls almennings, en í Sövét-Rússlandí nýtur alþýðan ávaxta vinnu sinnar í fullum mæli. Hún á sjálf fram- leiðslutækin og notar þau til að bæta kjör alJra vinnandi manna. Til þess að ná sama marki og rússneska al- þýðan, verður verkalýður alls heimsins að segjá auðvaldinu vægðarlausara stríð á hend- ur en nokkru sinni fyr og berjast undir merki byltingarinnar — kommúnistaflokkanna — þar til sigri er náð. v Rússneskar verkakonur, sem rauðliðar. Úr verkamannabréfi frá Isafirði ... Hér hefir verið mikið um fundarhöld síð- an Hai'aldur kom. Enda þurfti mikils við. Því svo bar til, að vínsölukóngur ríkisíns, Brandur, var sendur af stjórninni til að fá'verkamanna- félagið „Baldur" til að afturkalla ákvörðun sína frá í sumar, í vínsölumálinu. Er sagt, að hann hafi viljað halda fund í félaginu, en verið aftrað frá því, þar sem sýnilegt hafi þótt, að hann myndi enga áheyrn fá. Var þá í snatri kallaður saman 15 manna fundur til að ráðgast um hvernig með ætti að fara. Var þar sam- þykkt, að þeir Vilmundur og Fimiur (sem eru til í allt), skyldu ganga fyrir skjöldu og sækja að félaginu. Leit svo út fyrst á Baldursfundi, að þeir mundu gera sig að almennu athlægi. En svo fóru leikar, eftir 41/2 tíma þref, að sam- þykkt var tillaga um að skrifleg atkvæða- greiðsla skyldi fara fram um málið meðal fé- lagsmanna. Var það ekki gert fyr en tveimur dögum síðar. Voru þeir þá búnir að hræra svo í fólkinu (auk þess, sem þeir notuðu svik við atkvæðagreiðslu) að 123 greiddu atkvæði með því að fá vínið í bæinn, en 85 á móti. Síðan hafa margir af þessum 123 snúist til betri vegar, og óska þess, að þeir hefðu greitt öðruvísi at- kvæði. Vitanlega var þetta ekkert annað en per- sónufylgi við Vilmund og Finn. Þar sem nú var sýnilegt, að riðl var komið á fylkingarnar, þurfti á Haraldi að halda til styrktar. Enda hefir ekkert verið til sparað, því að ekki verði langit að bíða að verkalýðurinn láti til skarar skríða og hristi hinar innlendu og útlendu blóðsugur af sér með byltingu. 6 fundir hafa verið haldnir síðan, auk allra leynifundanna, sem eru 4, svp menn viti. Fundurinn í Jafnaðarmannafélaginu ætlaði að verða hálf broslegur. Fyrst kom tillaga um vantraust á stjórnina, svo um að reka alla kommúnista úr félaginu! Var Halldóri Ólafs- syni skipað að víkja úr formannssæti. Er Dóri fór úir sætinu var stjórnlaust á.fundinum, þar til Finnur skipaði Halldóri gamla að stýra kosningu.Var þá lagt fram skjal til undirskrift- ar, þess efnis að allir sem tilheyrðú öðrum stjórnmálaflokkum en Alþýðuflokknum skyldu vera útilokaðir frá kosningu. Um 40 skrifuðu undir. Áður en þessi fundur byrjaði voru um 79 manns í félaginu. En Finnur kom með 20 nýja félaga á fundinn (sem ekki er torskilið hvað áttu að gera). Munu hafa verið 70^—80 manns á fundi og hefir þeim sjálfsagt brugðið í brún, að ekki skyldu fleiri skrifa undir. Annars eru kratarnir í hálfgerðum vandræð- um. Hafa ekkert annað en lygar og blekkingar fram að bera, verða tvísaga í öðru hvoru orði o. fl. Á „brennivínsfundinum" var Vilmundur spurður, hvort hann ætíaði að láta vígja sig inn í landlæknisembættið í víni. Hafi maður nokkurntíma séð ljótan hlut framleiddan af náttúrunni, þá var það í þetta sinn, að sjá framan í Vilmund. Það var eins og maður sæi í svart-mó-gul-bleikt moldarflag, hálfuppþorn- að. Svo brá honum. Kvaðst spyrjandi hafa heyrt, að stjórnin hafi boðið honum embættið, ef hann yrði duglegur að koma víninu í bæinn. Hann sveikst heldur ekki um það ... „Verklýðsblaðið". Ábyrgöann.: Brynjólfur Bjarnaaon. — Árg. 5 kr., i iausasölu 15 aura eintakið. — Utanáakrift blaösins: Verklýösblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.